Fréttablaðið - 10.10.2003, Page 10

Fréttablaðið - 10.10.2003, Page 10
10 10. október 2003 FÖSTUDAGUR Helgi Hjörvar segir Impregilo í lykilaðstöðu: Láta reyna á öll grá svæði ATVINNUMÁL „Impregilo er í algjörri lykilaðstöðu vegna þess að það er eina fyrirtækið sem treysti sér til að reisa Kárahnjúkavirkjun á því verði sem Íslendingar ráða við,“ segir Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingar og stjórnarmaður í Landsvirkjun. „Þeir vita ósköp vel að verk- samningnum verður aldrei rift og þess vegna láta þeir reyna á öll grá svæði í löggjöf og eftirliti á Ís- landi.“ Helgi bendir á að í aðdraganda kosninga auglýsti Impregilo eftir ís- lensku verkafólki. „Þeir fengu yfir eitt þúsund umsóknir. Af þeim voru 90 ráðnir. Impregilo hefur metið það svo að íslenskir kjarasamningar væru svo lélegir að það borgaði sig að flytja inn vinnuafl og það hafa þeir komist upp með hingað til.“ Þorbjörn Guðmundsson, tals- maður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna, segir þessa nálgun Helga mjög athyglisverða. „Þarna opnar Helgi fyrir nýja vídd á þessar umræður og hittir naglann á höfuðið. Margt við framkomu Impregilo gagnvart Íslendingum og íslenskum lögum og reglum má út- skýra með þessum hætti, að þeir telji sig vita hversu langt er hægt að ganga og þeir hiki ekki við að fara eins langt og mögulega er hægt án þess beinlínis að brjóta lögin.“ ■ SPILLING Samkvæmt skýrslu sam- takanna Transparency International er minnst spilling talin í Finn- landi en næst minnst á Íslandi. K ö n n u n i n m æ l i r traust fólks, bæði íbúa landanna og útlendinga, á stjórn- kerfi og við- skiptahátt- um. Í s l a n d fær einkunnina 9,6 en sex lönd er með ágætiseinkunn, milli 9,0 og 10, þar af eru fjögur Norður- landanna; öll nema Noregur, sem er í áttunda til tíunda sæti og fær einkunnina 8,8. Sé tekið mið af hefðbundinni einkunnadreifingu í skóla virð- ist sem þjóðir heims fái fremur lakan vitnisburð hvað varðar spillingarmál. Af 133 ríkjum fá einungis þrjátíu og sjö ríki yfir fimm í einkunn. Spilltustu löndin samkvæmt rannsókninni eru meðal þeirra fátækustu í heiminum. Bangla- desh er neðst á blaði, með ein- kunnina 1,3 en þar fyrir ofan eru Nígería, Haítí, Paragvæ og Myamnar. Spilltasta ríkið í Vestur Evr- ópu er talið vera Grikkland, sem fær einkunnina 4,3 en þar á eft- ir er Ítalía sem fær 5,3. Banda- ríkin fá einkunnina 7,5, Japan 7 og Frakkland 6,9. ■ ALÞINGI Geir H. Haarde fjármála- ráðherra lýsti því yfir á Alþingi í gær að engum ætti að koma á óvart að undirbúningur að sölu Landssímans væri hafinn. Hann sagði jafnframt eðlilegt að hluta- bréf ríkisins í Símanum væri flutt frá samgönguráðherra til fjár- málaráðherra en að því hefur ver- ið unnið í stjórnkerfinu. Ögmundur Jónasson, þingmað- ur Vinstrihreyfingarinnar-Græns framboðs, tók til máls við upphaf þingfundar í gær og gerði að um- fjöllunarefni frétt Fréttablaðsins frá því á miðvikudaginn þar sem fram kom að áhugi fjárfesta á að kaupa Símann hefði þrýst á Einka- væðingarnefnd að hefjast handa við undirbúning að selja fyrirtæk- ið. Ögmundur spurði hvort það væri rétt að flytja ætti hlutabréf- ið til fjármálaráðherra. Geir sagði svo vera, málið hefði verið undir- búið í ráðuneytunum og það þætti ekki eðlilegt að sami ráðherra færi með hlutabréfið í Símanum og bæri ábyrgð á leikreglum á fjarskiptamarkaði. Geir segir að stefnan um að selja hlut ríkisins í Landssíman- um komi skýrt fram í stjórnar- sáttmálanum og að því markmiði yrði fylgt fast eftir. Hann sagði ómögulegt að fullyrða hver kaup- andinn yrði en hann yrði væntan- lega valinn eftir auglýsingu. Össur Skarphéðinsson, for- maður Samfylkingarinnar, sagð- ist vera sammála því að selja ætti samkeppnisrekstur Símans en halda grunnetinu í ríkiseigu. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, varaði við því að einkavæða Símann og spurði hverjir myndu kaupa hann. „Er það Samson sem er í vændum,“ spurði hann, „eða Og Vodafone?“ Steingrímur sagðist vilja opin- bera rannsókn á því hvernig stað- ið var að söluferli Símans fyrir tveimur árum og sölu Lands- bankans og Búnaðarbankans og Ögmundur tók undir með honum. Jón Bjarnason, þingmaður VG, saknaði framsóknarmanna í umræðunum og spurði hvort þeir væru orðnir ofurseldir markaðsöflunum í Sjálfstæðis- flokknum. kgb@frettabladid.is Héraðsdómur: Tveggja ára fangelsi DÓMSMÁL Maður hefur verið dæmd- ur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga tveimur stúlkum á heimili sínu í janúar á þessu ári. Stúlkurnar gátu ekki spornað við nauðguninni sökum ölvunar og svefndrunga. Stúlkurnar báru fullt traust til mannsins sem á þeim tíma var yfir- maður þeirra. Þær höfðu endað heima hjá manninum eftir skemmt- un og sofnað á heimili hans, önnur í sófa og hin í svefnherbergi. Önnur stúlkan vaknaði við að maðurinn hafði við hana samræði. Hann hafði þá áður haft samræði við hina stúlk- una án þess að hún yrði þess vör sökum ölvunar og svefns. ■ AFMÆLISTILBOÐ ! 20-40 % AFSLÁTTUR L A U G A V E G I 3 9 S : 5 5 1 9 0 4 4 10 ÁRA Skipulagsnefnd: Fagna áhuga KÓPAVOGUR Bæjaryfirvöld í Kópa- vogi ætla að halda kynningarfund fyrir almenning um væntanlega háhýsabyggð í Lund. Nágrannar Lundar hafa safnað undirskrift- um til að krefjast fundarins. Gunnsteinn Sigurðsson, bæjar- fulltrúi og formaður skipulags- nefndar Kópavogs, segir það hafa legið fyrir í allt sumar að haldinn yrði kynningarfundur um Lundar- svæðið með haustinu. Nú liggi fyrir að fundurinn verði eftir viku, eða fimmtudagskvöldið 16. október. Að sögn Gunnsteins verður skipulagsnefndin á fundinum auk bæjarstjóra og annarra embættis- manna bæjarins. Einnig fulltrúar þeirra sem standa munu fyrir framkvæmdunum í Lundi. ■ HELGI HJÖRVAR Löggjafinn verður að tryggja betur réttindi verkafólks á Íslandi. ÖGMUNDUR JÓNASSON Vildi að þingheimi yrði tilkynnt um áform að selja Símann. MINNST SPILLING 1. Finnland 9,7 2. Ísland 9,6 3.-4. Danmörk 9,5 3.-4. N. Sjál. 9,5 5. Singapore 9,4 MEST SPILLING 133. Bangladesh1,3 132. Nígería 1,4 131. Haítí 1,5 129. Paragvæ 1,6 130. Myanmar 1,6 Könnuðu spillingu víða um heim: Næst minnst á Íslandi Sala Símans á dagskrá Ráðherra staðfestir að söluferli Símans sé farið af stað. Óeðlilegt að sama ráðuneyti fari með hlutabréf og hafi eftirlit með fjarskiptamarkaði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M LUNDUR Kynningarfundur verður haldinn eftir viku til að skýra fyrirhugaða háhýsabyggð. Svonaerum við DAGBLÖÐ OG VIKUBLÖÐ Á ÍSLANDI Ártal Dagblöð Vikublöð 1900 0 6 1920 3 9 1940 4 10 1960 5 10 1980 6 9 2000 3 22 2002 3 22 Heimild: Hagstofa Íslands

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.