Fréttablaðið - 10.10.2003, Page 11

Fréttablaðið - 10.10.2003, Page 11
11FÖSTUDAGUR 10. október 2003 Sýniken nsla í haustskr eytingum lau. og s un. kl. 1 3-17 í Blóma vali Sigt úni ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 24 81 10 /2 00 3 50% afsláttarhelgi Begóníur Pottakrýsi Haustvendir 50% afsl. Garðhúsgögn 50% afsláttur 1.999 990 Stór Minni kr. verð áður 3.999 kr. kr. verð áður 1.999 kr. Blómstrandi plöntur 50% afsl. Rýmingarsala á pottaplöntum 50% afsláttur VIÐSKIPTI Beiðni um hluthafafund í Sjóvá-Almennum hefur verið dregin til baka. Fjárfestingarfé- lögin Afl og Atorka afturkölluðu beiðni um hluthafafund. Þau hafa selt bréf sín í Sjóvá-Almennum í skiptum fyrir bréf í Íslandsbanka. Fulltrúar Afls og Atorku, þeir Margeir Pétursson og Þorsteinn Vilhelmsson, sendu frá sér yfir- lýsingu í kjölfar yfirtöku Íslands- banka á Sjóvá-Almennum. Þeir töldu bréf félagsins síst ofmetin og vísuðu til greiningar sem unn- in var fyrir þá af erlendum ráð- gjafa. Á hluthafafundinum voru boðaðar samþykktir um máls- höfðanir á hendur Íslandsbanka og/eða stjórnarmönnum í Sjóvá- Almennra vegna sölu félagsins á eigin bréfum til Íslandsbanka. Þau viðskipti voru látin ganga til baka. Margeir Pétursson vildi ekki tjá sig um stefnubreytingu Afls og Atorku. Samkvæmt heimildum var það einkum tvennt sem réð ákvörðun fjárfestingarfélagsins. Íslandsbanki sendi frá sér af- komuviðvörun um betri afkomu. Því þóttu bréf í bankanum fýsi- legri í skiptum fyrir bréf í Sjóvá- Almennum. Einnig var það talið skaða bæði félögin, og með því fjárfestingu Afls og Atorku, að standa í deilum sem gætu tekið langan tíma að leiða til lykta. Þess utan þykir lítið spennandi að sitja fastur með stóra fjárfestingu í fé- lagi og ráða litlu um ákvarðanir sem teknar eru í stjórn þess. Seðlabankinn Jónas fer í bankaráð SEÐLABANKI Alþingi kaus í gær Jónas Hallgrímsson, fram- kvæmdastjóra Austfars á Seyðis- firði og fyrrverandi varaþing- mann Framsóknarflokksins, í bankaráð Seðlabankans. Jónas kemur í stað Jóns Sig- urðssonar sem hóf störf sem Seðlabankastjóri 1. október. ■ Síldarviðræður: Enginn grundvöllur SJÁVARÚTVEGSMÁL Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir að ekki hafi verið grundvöllur til frekari viðræðna um stjórnun veiða úr norsk-íslenska síldar- stofninum en fundi Íslands, Fær- eyja, Noregs, Rússlands og Evr- ópusambandsins lauk án sam- komulags á miðvikudag. Árni segir að Norðmenn hafi komið fram með sömu kröfu og síðast þegar slitnaði upp úr við- ræðunum. Hann segir að næstu skref séu að menn ræði óformlega og reyni að ná lendingu í málin. Nýr fundur hefur ekki verið boð- aður. ■ MJÚK LENDING Concorde-þota British Airways lenti á Log- an-flugvellinum í Boston eftir að hafa flog- ið á mettíma yfir Atlantshafið. Concorde-þota: Á mettíma BOSTON, AP Hljóðfrá Concorde-þota flugfélagsins British Airways fór á mettíma frá London til Boston í lokaheimsókn sinni vestur um haf. Flugið tók þrjár klukkustundir, fimm mínútur og 34 sekúndur, að sögn talsmanns flugfélagsins. Venjuleg farþegaþota er um það bil tveimur klukkustundum leng- ur að fljúga yfir Atlantshafið. Concorde-þotur ferðast á tvöföld- um hljóðhraða, um það bil 2.090 kílómetra á klukkustund. Þotan fer frá Boston til Was- hington og þaðan til Toronto í Kanada. ■ Hluthafafundur blásin af: Málshöfðanir afturkallaðar MARGEIR PÉTURSSON Margeir og Þorsteinn Vilhelmsson boðuðu átök í Sjóvá-Almennum. Þeir hafa lagt nið- ur vopnin og meta það greinilega svo að fjárfestingu þeirra sé betur borgið með yfirtökutilboði Íslandsbanka.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.