Fréttablaðið - 10.10.2003, Qupperneq 12
12 10. október 2003 FÖSTUDAGUR
Á LEIÐ Í NBA?
Jón Arnór Stefánsson hefur staðið sig vel í
æfingabúðum Dallas Mavericks á undir-
búningstímabilinu fyrir NBA-deildina. Jón
Arnór skoraði tvö stig í æfingaleik á móti
Orlando Magic. Hann fær væntanlega að
spreyta sig gegn New Orleans Hornets að-
faranótt sunnudags. Sextán leikmenn eru
eftir í æfingabúðum Mavericks en aðeins
fimmtán komast að.
UMHVERFISMÁL Kanadísk stjórn-
völd gangast nú fyrir hreinsun á
menguðum jarðvegi við yfirgefna
radarstöð Bandaríkjamanna á
Resolution-eyju.
Radarstöðin sem er í óbyggð-
um á eyjunnar við suðurodda
Baffinslands þykir um flest
minna á radarstöðina á Heiðar-
fjalli. Stöðin á Heiðarfjalli var
starfrækt árin 1955 til 1970. Stöð-
in á Resolution-eyju var rekin af
Bandaríkjaher árin 1953 til 1972.
Kanadastjórn tók stöðina yfir en
lokaði henni árið 1974.
Flytja á um 5 þúsund rúmme-
tra af PCB-menguðum jarðvegi
frá Resolution til eyðingar í
Quebec. Áætlaður kostnaður við
þennan lið svarar til um 530 millj-
ónum króna samkvæmt því sem
kemur fram í skýrslu Douglas
Kroekers. Hann stjórnar hreins-
uninni af hálfu fyrirtækisins sem
tók verkið að sér.
Eins og kunnugt er hafa bæði
íslensk og bandarísk stjórnvöld ít-
rekað hafnað því að hreinsa úr-
ganginn sem skilinn var eftir á
Heiðarfjalli. Vísa stjórnvöld
hvert á annað. Máli landeigend-
anna á hendur bandarískum
stjórnvöldum var vísað frá dóm-
stólum hérlendis. Málið er nú til
skoðunar hjá Mannréttindadóm-
stól Evrópu. ■
Fá skjólfatnað í
kjölfar verkfalls
Verkfall sem rúmlega 70 Portúgalir hófu í gærmorgun, til að knýja á um að
staðið væri við loforð Impregilo um hlýjan vinnufatnað og betri aðbúnað, bar
árangur síðdegis þegar forsvarsmenn Impregilo létu undan helstu kröfunum.
VERKFALL Skyndiverkfalli sem 70
Portúgalir hófu á Kárahnjúka-
svæðinu í gærmorgun, lauk síð-
degis eftir að forsvarsmenn
Impregilo féllust á að útvega
þeim skó og skjólfatnað. Fram að
þeim tíma höfðu mennirnir ekki
fengið nein hlífðarföt síðan þeir
hófu störf fyrir einum og hálfum
mánuði þrátt fyrir ítrekaðar óskir
þess efnis.
„Okkur var lofað öllu fögru
þegar við hófum hér störf og það
hefur ekki verið staðið við neitt af
því,“ sagði einn verkfallsmanna
sem Fréttablaðið náði tali af. „Við
höfum allir starfað áður við svona
framkvæmdir en aldrei upplifað
neitt þessu líkt. Hér stöndum við
nánast fatalausir í frosti og kulda.
Við sofum tveir og tveir saman í
herbergjum og við deilum með
okkur einu klósetti.“
Fimm stiga frost var í fyrrinótt
á Kárahnjúkasvæðinu og gera
veðurspár ráð fyrir að hiti næstu
daga verði við frostmark. Sam-
kvæmt íslenskum samningum er
kveðið á um að verktaki skuli út-
vega nýjum starfsmönnum vinnu-
fatnað og skófatnað þegar starf er
hafið.
„Okkur var lofað hlýjum fatn-
aði strax í upphafi. Enginn okkar
hefur fengið slíkan fatnað enn
sem komið er. Þess utan þurfum
við að skipta um föt í nístings-
kulda í gámi áður en við göngum
til náða.“
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins gengu forsvarsmenn
Impregilo að hluta til að kröfum
Portúgalanna síðdegis í gær. Hver
og einn fær skófatnað og sokka
innan skamms tíma. Sættust þeir
á þau málalok í bili og munu þeir
taka til starfa aftur í dag.
Impregilo hefur keypt mikið
magn af vinnugöllum og skóm af
íslenskum fyrirtækjum undanfar-
ið en greinilegt er að ekki njóta
allir góðs af þeim kaupum.
albert@frettabladid.is
LÍKIN FLUTT
Brunnin lík voru flutt á sjúkrahúsið í smá-
bænum Situbondo þar sem reynt var að
bera kennsl á þau.
Umferðarslys:
Skólastúlkur
fórust
JAKARTA, AP Indónesíska lögreglan
leitar nú flutningabílstjóra sem
talinn er eiga sök á hörðum árek-
stri sem kostaði 54 lífið. Flestir
hinna látnu voru unglingsstúlkur
á leið heim úr skólaferðalagi.
Flutningabíll ók aftan á rútuna
á þjóðvegi skammt frá bænum
Situbondo. Eldur kviknaði í rút-
unni áður en farþegunum gafst
ráðrúm til að koma sér út. Öku-
maður flutningabílsins flúði af
vettvangi. Að sögn lögreglu er
talið að hemlar bílsins hafi gefið
sig þegar hann ók á eftir rútunni
niður brekku.
Lík farþeganna eru illa brunn-
in og því erfitt að bera kennsl á
þau. Íbúar í Sleman, heimabæ
stúlknanna, eru lamaðir af sorg. ■
HEIÐARFJALL
Kanadísk stjórnvöld láta nú fjarlægja 5 þúsund fermetra af PCB-menguðum jarðvegi frá
radarstöð á hinni afskekktu Resolution-eyju. Radarstöðin er sambærileg við radarstöðina
sem rekin var á Heiðarfjalli hér á landi. Þar sitja landeigendur uppi með alla mengunina.
Kanadamenn taka til hendinni á sínu „Heiðarfjalli“:
Mengaður jarðvegur
fluttur frá radarstöð
SAMKOMULAGIÐ KYNNT
Fulltrúar Víetnam og Bandaríkjanna, Laura
Faux-Gable Thamvu Hien kynntu sam-
komulagið um áætlunarflug milli landanna
á blaðamannafundi í gær.
Samgöngur milli Banda-
ríkjanna og Víetnam:
Áætlunarflug
á næstunni
HANOI, AP Stjórnvöld í Víetnam og
Bandaríkjunum hafa samið um að
hefja beint áætlunarflug milli
landanna. Engar beinar samgöng-
ur hafa verið milli landanna frá
lokum Víetnamstríðsins árið 1975.
Bandaríkin studdu stjórnvöld í
Suður-Víetnam í stríðinu við
grannana í norðri.
Rúmlega ein milljón Víetnama
býr í Bandaríkjunum og færist æ
meira í vöxt að þeir heimsæki föð-
urlandið.
Samskipti Víetnams og Banda-
ríkjanna hafa vaxið eftir að tví-
hliða viðskiptasamningur land-
anna var undirritaður í desember
árið 2001. Samkomulag um áætl-
unarflug hefur þó ekki tekist fyrr
en nú. Ekki liggur fyrir hvenær
fyrsta flugið verður. ■
Síbrotamaður:
Dæmdur
fyrir
hnífaárás
DÓMSMÁL Hálffimmtugur maður
hefur verið dæmdur í sex mán-
aða fangelsi fyrir að skera
drykkjufélaga sinn frá auga og
niður undir neðri vör.
Ástæða árásar mannsins var
deila um vínflösku þar sem þeir
sátu að sumbli þriðjudagsmorg-
un einn í nóvember 1999. Sauma
þurfti 20 spor í skurðinn langa
og auk þess tvö spor í hvorn
tveggja smáskurða við augabrún
fórnarlambsins.
Árásarmaðurinn hefur hlotið
40 refsidóma á löngum afbrota-
ferli. Hann á að greiða 100 þús-
und króna skaðabætur. ■
FÆRRI ÁN VINNU Atvinnulaus-
um fækkaði í Þýskalandi í sept-
ember og er það m.a. þakkað
endurbótum á vinnumarkaðs-
reglum. Atvinnuleysið minnkaði
úr 10,4% í ágúst í 10,1%.
Ástandið er mun betra í vestur-
hluta landsins og þar fjölgaði
störfum mun meira en í austur-
hlutanum. Nú eru alls 4,2 millj-
ónir Þjóðverja án atvinnu.
FJÖLGAR Í DANMÖRKU Atvinnu-
leysi í Danmörku jókst lítillega í
ágúst og mælist nú 6,1%. Aukn-
ingin nemur 0,1 prósentustigi að
sögn dönsku hagstofunnar. Alls
voru 169.900 Danir atvinnulaus-
ir í síðasta mánuði, ríflega 2000
fleiri en mánuðinum á undan. Á
sama tíma í fyrra voru 144.400
Danir atvinnulausir.
■ Evrópa
FRÁ KÁRAHNJÚKASVÆÐINU
Framkvæmdir eru komnar á fullt skrið eins og meðfylgjandi mynd ber með sér.
HÚSNÆÐISMÁL „Könnunin staðfest-
ir að meirihluti fólks er hlynnt
hugmyndum um 90% lán til hús-
næðiskaupa,“ sagði Árni Magnús-
son félagsmálaráðherra en ráðu-
neytið hefur látið gera viðhorfs-
rannsókn á húsnæðismarkaðnum
hér á landi. Slík rannsókn hefur
ekki verið gerð síðan 1979.
„Margir hafa lýst yfir áhyggj-
um af þeim þensluáhrifum sem
verða ef lánahlutfallið verður
hækkað í 90%. Samkvæmt skýrsl-
unni segja þrír af hverjum fjórum
að það hefði engin áhrif á þá varð-
andi húsnæðiskaup hvort 90% lán
væru í boði eða ekki. Það bendir
til að áhrifin verði mun minni en
margir óttast.“
Árni sagði að stefna ríkis-
stjórnarinnar væri að auka lána-
prósentuna í 90% og niðurstöður
starfshóps sem um málið fjallar
ættu að liggja fyrir í lok þessa
árs.
Í könnuninni, sem Gallup stóð
fyrir, kemur margt athyglisvert
fram. Meðal annars vilja 93% Ís-
lendinga búa í sínu eigin hús-
næði, heil 92% eru ánægð í nú-
verandi húsnæði og 65% að-
spurðra telja ólíklegt að þeir
skipti um húsnæði á næstu fimm
árum. ■
ÁRNI MAGNÚSSON
Meirihluti fólks er hlynnt hugmyndum um viðbótarlán til húsnæðiskaupa.
Viðbótarlán til húsnæðiskaupa:
Minni áhrif en margir óttast
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Formaður VR:
Undrandi á
lögfræðiáliti
LÍFEYRISMÁL Í lögfræðiáliti sem
Þórarinn V. Þórarinsson lögmað-
ur hefur unnið fyrir Samtök At-
vinnulífsins kemur fram sú
skoðun að félögum í Verslunar-
mannafélagi Reykjavíkur sé
ekki skylt að greiða iðgjöld til
Lífeyrissjóðs verslunarmanna.
Kemur fram í álitinu að
ákvæði um skylduaðild að lífeyr-
issjóðum falli niður ef lífeyris-
sjóðir eigi ekki fyrir skuldbind-
ingum sínum. Þannig sé félags-
mönnum í VR heimilt að greiða
iðgjöld sín til annarra lífeyris-
sjóða að því gefnu að þeir lífeyr-
issjóðir standi undir sínum
skuldbindingum.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR, segist vera undrandi á að álit-
ið komi frá Samtökum atvinnu-
lífsins en óþarfi sé að taka álitinu
sem endanlegum sannleik í mál-
inu. SA hafi heldur ekki ákveðið
hvort þau geri álitið að sínum til-
lögum. Hann segir að stjórn VR
muni fara yfir málið og kanna
með sínum lögfræðingum. ■