Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 26
Solla á Grænum kosti er flestumkunn. Hún hefur verið óþrjót- andi að kynna heilsusamlegt mataræði fyrir Íslendingum um árabil. Nú er hún búin að setja sam- an bók sem heitir Grænn kostur Hagkaupa og hún verður seld eins og nafnið gefur til kynna í Hag- kaupsverslunum. „Bókin er skrifuð fyrir íslenskar aðstæður og miðuð við hráefni sem fæst hér í búðum. Fólk er alltaf að koma til mín og segja að það vanti bækur með upp- skriftum sem eru aðgengilegar og passa við íslenskan markað. Ég hafði verið með bók í smíðum þeg- ar þeir í Hagkaup höfðu samband við mig og buðu mér að semja bók fyrir sig. Eftir smá umhugsun fannst mér það frábær hugmynd.“ Sólveig kannast við það að fólki finnist tilhugsunin um það að elda sykur, hveiti og gerlaust fæði mjög mikil fyrirhöfn. „En ég hef verið í því að einfalda uppskriftir í 25 ár, ég nota mikið matvinnsluvélar og miða uppskriftirnar við það sem fæst hér,“ segir Sólveig og tekur fram að vöruúrval hafi breyst gíf- urlega mikið síðan hún fór að fást við heilsusamlega eldamennsku, og verðið líka: „Ég man eftir því þegar ég var hér heima í jólafríi og einn blóm- kálshaus kostaði það sama og rúlla af hangikjöti. Núna er þetta allt annað líf. Á haustin er hægt að hafa blómkál í öll mál ef maður vill.“ Sólveig er lærður textílhönnuð- ur en matargerðin hefur smám saman tekið öll völd í hennar lífi. „Sköpunarþörfin er alveg jafn mik- il og áður en hún hefur færst yfir í matargerðina.“ Bókin skiptist í sextán kafla og hún „spannar alla flóruna“ eins og Sólveig segir. Hún heldur um þess- ar mundir stutt námskeið í verslun Hagkaupa í Smáralind og segir Sól- veig það stórskemmtilegt að kenna eldamennsku þar sem vörurnar fást. „Ég hef sér renni uppi ljós fyrir nemendum mínum þegar ég sýni þeim hvaða baunir eru í hvaða pökkum, þá fara þeir að tengja svo skemmtilega.“ KARTÖFLUBUFF 750 g soðnar kartöflur 125 g rifinn sojaostur 4 stk. vorlaukar 1 búnt ferskt kóríander 3 stk. græn chilialdin smá sjávarsalt og nýmalaður pipar RASP 125 g sesamfræ 125 g heslihnetur AÐFERÐ Afhýðið soðnar kartöflur og skerið vorlaukinn smátt. Skerið chili í tvennt, fræhreinsið og sax- ið smátt. Fínsaxið ferskt kóríand- er. Blandið kartöflum, sojaosti, vorlauk, kóríander, chili og smá salti og pipar saman í skál, hnoðið vel saman og mótið 12 buff. Setjið sesamfræ og heslihnetur í bland- ara og malið frekar fínt. Veltið buffunum upp úr hneturaspinu og setjið í kæli. Það er betra að eiga við þessi buff ef þau hafa verið sett smástund í kæli áður en þau eru steikt. Hitið olíu á pönnu og steikið buffin í um 2,5 mínútur á hvorri hlið, eða þar til þau eru orðin gullin á lit. Haldið buffunum heitum í ofn- inum þar til þið berið þau á borð með sósu. GRÆN CHILIALDINSÓSA 1 stk. avókadó 2 stk. græn chilialdin 1/2 búnt ferskt kóríander 2 stk. vorlaukar 1/2 dl appelsínusafi 1 msk. ólífuolía 1 stk. lime, rifinn börkur og safi smá sjávarsalt og nýmalaður pipar 1 stk. hvítlauksrif Afhýðið avókadó, fjarlægið steininn og skerið í bita. Skerið chili í tvennt, fræhreinsið og sker- ið í bita. Skerið vorlaukana í bita, rífið börkinn af lime og kreistið úr því safann. Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél, maukið og bragðið til með salti og pipar. Þessi sósa er frábær með alls konar mat. ■ matur o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Solla á Grænum kosti: Sköpunarþörfin fær útrás í matargerðinni Íslensku kvikmynda- og sjón-varpsverðlaunin, betur þekkt sem Edduverðlaunin, verða af- hent við hátíðlega athöfn á Hót- el Nordica í kvöld. Kvikmyndin Nói albinói verður þar mjög áberandi enda tilnefnd til fjölda verðlauna en annar albinói kem- ur einnig við sögu, nefnilega drykkur hátíðarinnar; Rauður albinói en spariklæddir hátíðar- gestir munu dreypa á honum fyrir verðlaunaafhendinguna. Rétt eins og í kvikmynda- gerðinni í dag speglast í honum alþjóðleg áhrif og samvinna að- ila frá mörgum heimshornum. Drykkurinn samanstendur af fersku vodka frá Finnlandi, muldum jökulís frá Íslandi og jarðarberjafreyðivíni frá Chile. Nafnið á drykknum er tilvísun í að Finlandia hefur nú breytt um stíl í trönuberjavodka (Finlandia Cranberry) og er það nú glært á lit (eða litlaust eins og albinói) en rauði liturinn kemur frá Fresita-freyðivíninu. Fyrir þá sem ekki komast á hátíðina en vilja hafa það hátíð- legt þá er hér uppskriftin að Rauðum albinóa: RAUÐUR ALBINÓI Setjið vel af muldum klaka í glas Bætið í 3 cl af Finlandia-vodka Toppið með Fresita-freyðivíni Rauður albinói á Edduverðlaununum! Kokteillinn Sviðasultugerð: Afskaplega auðveld Svið þykja mörgum herra-mannsmatur og ef plássið í frystinum er lítið er mjög auðvelt að búa til sviðasultu og frysta. „Það gæti ekki verið minna mál,“ segir Margrét D. Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans. „Frosin svið eru sett í pott með vatni og salti og smakkað á soðinu þegar suðan kemur upp til að ganga úr skugga um að það sé nógu salt. Sviðin eru soðin í a.m.k. tvo og hálfan tíma. Gott er að taka þau upp og athuga hvort kjötið losnar af beinunum þannig að þau séu nógu vel soðin. Síðan eru þau sett í ofnskúffu, farið í gúmmí- hanska og allt kjötið hreinsað af beinunum. Kjötið er sett í köku- mót með smávegis af soði úr pott- inum. Þetta er sett inn í ísskáp og er tilbúið daginn eftir. Þá er sult- an skorin í bita og sett í frysti.“ ■ BANANAR Bananar eiga uppruna sinn að rekja til Indlands og eru einkum ræktaðir í hitabeltinu, V-Ind- íum, Afríku og S-Ameríku. Það eru einkum sú gerð sem kallast ávaxta- bananar sem við þekkjum. Þeir eru borðaðir hráir eða matreiddir, t.d. í eftirrétti. Bananar urðu ekki algeng- ir í Evrópu fyrr en á 18. öld. Þeir eru mjög orkuríkir og ríkir af A, C og K vítamínum og því góð fæða fyrir krakka sem eru að vaxa. SÓLVEIG EIRÍKSDÓTTIR Kunni ekki að sjóða vatn þegar hún byrjaði í heilsufæðinu fyrir 25 árum - en var fljót að læra og kennir öðrum að elda í dag. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.