Fréttablaðið - 10.10.2003, Síða 28

Fréttablaðið - 10.10.2003, Síða 28
SKRÝTNA FRÉTTIN Áströlsk vændis- hús hafa ákveðið að auka þjónustu sína vegna heimsmeistaramótsins í rugby sem er að hefjast. Ástæð- an mun vera sú að breskir við- skiptajöfrar eru þekktir fyrir að biðja um sérþjónustu í S&M-kyn- lífi. Vændishúsin hafa því mörg ráðið til sín sérfræðinga á því sviði, og hvergi verður sparað í kostnaði. Vændishúsin hafa því aukið birgðir sínar af svipum, sokka- böndum og leðurgrímum svo um munar en búist er við því að nokk- ur þúsund ferðamenn komi til landsins til þess að fylgjast með keppninni. „Við vitum að upparnir frá England vilja láta flengja sig,“ sagði Robbie Swan, talsmaður The Eros Association, samtaka kynlífsiðnaðarins í landinu, í við- tali við BBC. Hann sagði ástæðu þess að vændishúsin væru að auka birgðir sínar núna vera að reynslan sýndi að þegar breskri yfirstéttarmenn hrúgast inn í landið, eykst eftirspurnin fyrir slíku. Vændishús, sem mega ekki auglýsa opinberlega, hafa einnig fundið upp á mörgum nýstarleg- um leiðum til þess að lokka ferða- menn til sín. Hópur vændiskven- na tók t.d. á móti argentínska rug- by-liðinu með spjöldum sem á stóð: „Care for a ruck?“ Eitt vændishúsanna tók upp á því að mála húsið að framan með fánalit- um Ítalíu og Nýja Sjálands. ■ 28 10. október 2003 FÖSTUDAGUR HILTON-SYSTUR Systurnar Paris og Nicky Hilton sjást hér á Cinespace-veitingarhúsinu í Los Angeles. Myndin var tekin á miðvikudag þegar stúlkurnar fögnuðu því að hafa landað sjónvarpsþætti á MTV. Hann heitir Made og fer á dagskrá fljótlega. Þær systur hefur aldrei skort neitt peningalega séð þar sem þær eru erfingjar Hilton-hótelkeðjunnar. Nicky, sú yngri til hægri, fagnaði einnig tvítugsafmæli sínu í leiðinni. NETMÁL Veffyrirtækið Napster sneri aftur á Netið í gær, tveimur árum eftir að dómsstólar lokuðu fyrir starfssemi þeirra vegna ólöglegrar dreifingu á hugverkum listamanna. Vefsvæðið verður fyrst einungis opið tímabundið til 29. október á meðan prufur standa yfir á nýja búnaðinum. Notendur verða nú að borga fyrir það að nálgast tónlist í gegn- um búnað fyrirtækisins. Þannig fá listamenn, og plötufyrirtæki, sinn skerf af kökunni. Napster var keyptur í fyrra af netfyrirtækinu Roxio fyrir um 5 milljónir dollara (nú 380 milljón kr.) sem hyggst nota það til gróða- reksturs, ólíkt því sem gamla Nap- ster gerði. Stofnandi Napster, Shawn Fanning, var svo ráðinn til nýja fyrirtækisins sem sérlegur ráðgjafi. Fyrirtækið vonast til þess að Napster-nafnið verði til þess að laða netnotendur að þjón- ustunni, en samkeppnin um vef- sölu tónlistar harðnar með hverj- um deginum. „Samkeppnin er að verða hörð því menn eru að átta sig á því að hér eru stór viðskiptatækifæri,“ segir Chris Gorog, forstjóri Roxio. „Þetta gerir okkur kleift að koma sterkir inn á markaðinn.“ Roxio hefur tryggt sér samning við Microsoft um að Napster-for- ritið fylgi í framtíðinni með Windows-stýrikerfum þess. Við- skiptasérfræðingar hafa spáð því að netskipti á tónlist verði um 12% markaðarins í kringum árið 2008. Í gegnum nýja Napster fá not- endur aðgang, gegn vægu mánað- argjaldi, að gagnabanka sem inni- heldur um 500 þúsund lög. Allt með samþykki plötuútgefanda. Einnig fá notendur aðgang að netútvarpsstöðvum auk þess sem þeir fá gefins lög til kynningar annað slagið. ■ NAPSTER Napster er ekki lengur ókeypis fyrir alla, Metallica eru líklegast mjög sáttir við sitt. TEKIST Á Yfirmenn vændishúsa í Ástralíu segja breska uppa hrifna af leðrinu. S&M fyrir uppana Skrýtnafréttin VÆNDI ■ Nú þegar heimsmeistaramótið í rugby er haldið í Ástralíu hafa hóruhús ákveðið að bjóða ríkum ferðamönnum upp á aukna þjónustu. Napster snýr aftur RIVERDANCE Í KÍNA Hér sjást írskir dansarar sýna Riverdance- sporin á blaðamannafundi sem haldinn var í Bejing á miðvikudag. Sýningin er að opna í fyrsta skipti í Kína og verður sú stærsta sem erlendir aðilar hafa staðið að í landinu. Þetta þykir sýna merki um viss tímamót því kínversk stjórnvöld hafa ekki verið mjög opin fyrir erlendum skemmti- kröftum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.