Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.10.2003, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 10.10.2003, Qupperneq 30
Mel Gibson á í vandræðummeð að finna dreifingaraðila fyrir mynd sína The Passion sem fjallar um síðustu ævidaga Jesú Krists. Myndin hefur verið harð- lega gagnrýnd af samtökum gyðinga í Bandaríkjunum og svo virðist vera að vegna þessa þori stóru fyrir- tækin ekki að bendla sig við myndina. Hingað til hafa litlu fyrirtækin aðeins lýst yfir áhuga sínum á því að dreifa myndinni, en Gibson hafði vonast eftir samningi við risafyrirtækin. Nú halda einhverjir því fram aðupptökustjórinn Phil Spector íhugi að flýja land áður en réttar- höld hans hefjast. Spector er ákærð- ur fyrir að hafa orðið leikkonunni Lönu Clarksson að bana á heimili sínu í febrúar. Spector á einkaþotu og ótt- ast saksóknarar málsins að hann flýi landið fyrir 31. október þegar réttarhöldin eiga að hefjast. Að stórstjörnur flýi réttarhöld og hugsanlega fangelsisvist í Bandaríkjunum er ekki óþekkt því eins og margir muna eftir flúði óskarsverðlauna- leikstjórinn Roman Polanski landið áður en réttarhöld hans hófust. Hann var ákærður fyrir að hafa sofið hjá 13 ára stúlku. TÓNLIST Sala á nýrri breiðskífu Bubba Morthens, hlaut ótrúlega byrjun á útgáfudegi sínum á mánudag, þegar 6.200 eintök voru seld, án skilaréttar. „Síðast gerðist þetta þegar ég gaf út Frelsi til sölu,“ segir Bubbi. „Hvað á maður að segja? Ég átti enga von á þessu og er eiginlega alveg orðlaus. Þetta kemur mér verulega á óvart.“ Segist halda að þetta sé hugsan- lega afleiðing af því hversu vinsæl síðasta plata hans, Sól að morgni, var en hún seldist í tæpum 14 þús- und eintaka. „Í boxinu er þetta þannig að maður er aldrei betri en síðasti bardagi manns. Það getur verið að þetta sé það sama með plötumark- aðinn. Ef ég má vera raunsær þá eigum við alveg eftir að sjá hvað verður. Það getur vel verið að þessar seldu plötur séu búnar að metta markaðinn í ákveðinn tíma. Ég þori ekkert að tjá mig um framhaldið. So far, so good.“ Í fljótu bragði virðist vera að almenningur kunni að meta það þegar Bubbi opnar dyrnar að sálu sinni og blæðir út. Því persónu- legri sem hann er, því fleiri plötur virðist hann selja. „Það virðist vera. Fólk nær að tengja sig betur. Það er fínt því ég er að verða 47 ára gamall. Ég get ekki verið pönkari og dópari að syngja Ís- bjarnarblús til endaloka. Þetta er svipað og ég færi í fýlu út í náttúr- una vegna þess að það væri ekki alltaf vor. Ég hef samt gert þetta allan minn feril. Konu-platan var auðvitað allsherjaruppgjör og sjálfsvorkunnarplata. Það er vor þegar maður er ungur, hásumar til fimmtugs og svo kemur haust og vetur. Maður bregst við þessum árstíðum í lífi manns með mis- munandi áherslu. Það gæti vel verið, ef guð lofar, að ég verði syngjandi um óréttlæti á elliheim- ilum eftir 15 ár,“ segir Bubbi og hlær hátt. Stoppar stutt og heldur svo áfram; „Ég held að Mark Twa- in hafi sagt að ef maður er ekki uppreisnarmaður, pönkari, anar- kisti eða kommúnisti þegar maður er ungur, þá er eitthvað að. En ef þú ert ennþá svoleiðis þegar þú ert miðaldra, þá er líka eitthvað að.“ Og Bubbi hlær áfram, ham- ingjusamur og mjúkur að lokum. biggi@frettabladid.is 30 10. október 2003 FÖSTUDAGUR Pondus eftir Frode Øverli STRÆ TÓ! STRÆ TÓ! I feel trapped by mutual affection / and I don’t know how to use freedom / I spend hours looking sideways / to the time when I was sixteen. Cause I’m in a trance. I’m frightened. Amp- hetamine frightened. Íslandsvinurinn og fýlupokinn Mark E. Smith, for- sprakki The Fall, hefur á löngum ferli aldrei náð að toppa ofsóknaræðið í fyrsta lagi sveitarinnar, „Frightened“ af plötunni Live at the Witch Trials. Popptextinn THE FALL BUBBI Heldur ró sinni þrátt fyrir að hafa slegið í gull strax á fyrsta degi. Þorir ekkert að tjá sig um framhaldið. 6.200 eintök seldust á fyrsta degi Fréttiraf fólki Það er víst mánudagur... En það þýðir ekki að það verði ekki ágætt í vinnunni! Samtímis... Við tökum strætó í dag!

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.