Fréttablaðið - 10.10.2003, Síða 31

Fréttablaðið - 10.10.2003, Síða 31
Fréttiraf fólki 31FÖSTUDAGUR 10. október 2003 Mínus sjokk- erar, aftur Rokkhljómsveitin Mínus gerðiheittrúaða kristna menn reiða með því að hengja Jesú Krist á ís- lenska fánann með síðasta hljóm- sveitarbol sínum. Nú beina þeir spjótum sínum að Davíð Oddssyni forsætisráðherra. Á nýjasta hljómsveitarbol þeirra er búið að splæsa saman svínshöfði við and- litsdrætti Davíðs. Yfirskrift bols- ins er: „My Name is Cocaine“. Hvað sveitin meinar með þessu verður hver að eiga fyrir sig. Leikkonan Uma Thurman hefurgreint frá þeim erfiðleikum sem hún þurfti að glíma við við tökur á Kill Bill, væntanlegum tvíburamynd- um leikstjór- ans Quentin Tarantino. Hún tók nefnilega að sér hlutverkið þegar hún var enn ófrísk og tökur hófust stuttu eftir að hún átti. Hún segir tímann hafa verið sérstaklega erfiðan, bæði þar sem hormónaflæðið í líkamanum var ekki búið að jafna sig auk þess sem barnið hélt fyrir henni vöku á nóttunni. Hún mætti því oft algjörlega ósofin á tökustað- inn á morgnana. Courtney Love hefur ákveðið aðfara í meðferð vegna fíknar sinnar. Hún er grunuð um að hafa tekið inn ofsaskammt heróíns í síð- ustu viku eft- ir að hún var lögð meðvit- undarlaus inn á spítala. Félagar Love segja þetta fyrsta skref hennar í átt- ina að koma fótunum undir sig að nýju vera löngu tímabært. Umboðsmaður ljónatemjaransRoy Horn, sem varð fyrir tígrisárás á föstudag, segir ástæðu árásarinnar hafa verið þá að einhver áhorfandi truflaði dýrið. Hann segir Horn hafa brugðist hárétt við þegar hann reyndi að róa kisa. Atvikið átti sér stað í Las Vegas þar sem Horn hefur ásamt félaga sínum Siefried Fischbacher haldið uppi ljónasýningunni. Henni var lokað um óákveðinn tíma á laugardag vegna árásarinnar. Sjónvarpsstjarnan AshtonKutcher fór með kærustu sína, Demi Moore, í heimabæ sinn Homestead í Iowa á dögunum til þess að hitta mömmu. Þegar þangað kom biðu paparazzi ljós- myndararnir á veröndinni heima hjá þeim og þurfti mamma gamla hreinlega að hóta að hringja á lögregluna til þess að losna við þá. Vegna þess hver- su fast ljós- myndararnir fylgdu á hæla parsins ákváðu þau að halda sig að mestu innandyra. Bæjarbúar urðu vonsviknir. DAVÍÐ SVÍNSHAUS Mínusmenn sýna Davíð Oddssyni litla virðingu á nýjum hljómsveitarbol. Sting hefur ekki gefið út góðaplötu í 10 ár. Síðan þá hefur hann ráfað um í myrkrinu, farið á safn- plötufyllerí og virðist hafa náð að kæfa sköpunargáfu sína í Tantra- fræðum og öðru nýaldarrugli. Galdur fyrstu sólóplatna Sting fólst að miklu leyti í því hversu aug- ljóslega spilagleðin skein í gegn. Ekki skemmdi fyrir að lagasmíðar voru oft framúrskarandi. Þetta vantar á nýju plötuna, Sacred Love. Nú daðrar Sting við forritaða takta, og heldur að hann sé í takt við nýja tíma, en þetta fer honum illa. Það er alveg augljóst að þeir sem forrita hafa ekkert vit á því sem þeir eru að gera, eða ekkert gaman af því... kannski bæði? Sting virðist hafa misst takið á poppsmíðum. Hér er ekki eitt ein- asta lag sem kemst nálægt fyrri gæðum. Eitt leiðinlega lagið tekur við af öðru, batnar þó aðeins í end- ann. Sjaldan hefur verið jafn mikil pressa verið á skip-takkanum í tæk- inu mínu. Það var hrein pynting að þurfa renna þessari plötu ítrekað í gegn, hún fer beint á haugana! Birgir Örn Steinarsson Umfjölluntónlist STING Sacred Love Úff...

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.