Fréttablaðið - 10.10.2003, Page 40

Fréttablaðið - 10.10.2003, Page 40
40 10. október 2003 FÖSTUDAGUR Mál á sófa 265 x 190, hægt að fá á báða vegu. Lögreglan hefur ákveðið að vísaákærum á hendur leikaranum Ben Affleck frá. Fyrrum ástkona leikarans segir hann hafa hótað sér lífláti rétt áður en fyrirhug- að brúðkaup hans og Jennifer Lopez átti að fara fram. Lögreglan segist ekki finna nein- ar sannanir fyrir þessum ásökun- um og ætlar ekki að aðhafast meira í málinu. Affleck gat víst gefið lögreglunni trúverðuga fjarvistarsönnun. Íslandsvinurinn Dave Grohl,höfuðpaur Foo Fighters, hefur verið að vinna að nýrri plötu. Þó ekki Foo Fighters plötu, heldur heví-metal plötu sem hann ætlar að gefa út undir nafninu Probot. Fyrir verkefnið réð hann til sín annan söngvara þar sem hann vildi fá annað bragð af nýjustu sveitinni. Dave spilaði á öll hljóð- færin sjálfur en um söng á plötunni sjá flestir af uppáhalds söngvurum hans. Þar á meðal eru Max Cavalera úr Soulfly og Lemmy úr Mötor- head. Nú berjast Britney Spears ogSheryl Crowe báðar við það að fá nálgunarbann á karlmenn sem elta þær á röndum. Britney hefur þegar tekist ætlunarverk sitt en á miðvikudag var jap- anska viðskiptamanninum Masa- hiko Shizawa skipað að halda sig frá poppstjörnunni. Maðurinn, sem er 41 árs gamall, segist ekki vera sjúkur aðdáandi heldur sé hann einfaldlega yfir sig ástfang- inn af henni. Maðurinn sem Sheryl Crowe vill halda frá sér, réðst inn í bún- ingsherbergi hennar og rústaði öllu. Hann segist vera sálufélagi Crowe og trúir því að þau muni giftast. Sá ætti því að verða svolít- ið fúll þegar hún fær nálgunar- bann á hann. Fréttiraf fólki Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagur-inn er í dag og af því tilefni stendur Geðrækt fyrir geðræktar- þingi í Iðnó undir yfirskriftinni: Meiri hlátur, minni grátur. „Það verður fjölbreytt dagskrá í Iðnó en dagurinn í ár er tileinkaður vernd- un og eflingu á geðheilsu barna og unglinga,“ segir Dóra Guðrún Guð- mundsdóttir, verkefnastjóri Geð- ræktar. Meðal þeirra sem koma fram er Lína Langsokkur: „Hún mætir á svæðið með laganna vörðum og segir frá hegðunarerfiðleikum sín- um en hún mun einnig fræða gesti um hvernig hún ræktar geðið með jákvæðu lífsviðhorfi“. Geðrækt var upphaflega hugsuð sem verkefni til þriggja ára og átti starfssamningur verkefnisins að renna út í dag: „Hápunktur dagsins eru þau gleðitíðindi að Landlæknis- embættið, Heilsugæslan og geð- svið Landspítalans hafa ákveðið að framlengja samstarfssamning um Geðrækt enda eru augu fólks að opnast fyrir mikilvægi þess að vinna að forvörnum og almenn- ingsfræðslu um geðraskanir og geðheilbrigði.“ Í Iðnó verða fleiri en Lína Langsokkur sem stíga fram af hug- rekki: „Ung kona kemur og segir frá því hvernig henni hefur tekist að taka á kvíðaröskun og ungur maður segir frá því hvernig hann hefur með breyttum lífsstíl náð að skapa sér gott líf þrátt fyrir að hafa greinst með geðhvörf. Okkur finnst mikilvægt að fjalla um geðið á jákvæðum nótum og Valgerður Snæland ætlar að hrista upp í mannskapnum með því að bjóða upp á hláturjóga. Geðræktarstjarn- an verður svo afhent Elínu Ebbu Ásmundsdóttur iðjuþjálfa fyrir að hafa skipt sköpum með framlagi sínu til geðræktarmála á Íslandi.“ Geðræktarþingið hefst í Iðnó klukkan 13 en sýning á listmun- um nemenda Dalbrautarskóla við barna- og unglingageðdeild verða til sýnis á meðan þinginu stendur. ■ Geðrækt IÐNÓ ■ Vegna alþjóðlega geðheilbrigðisdags- ins, sem er í dag, verður fjölbreytt dag- skrá í Iðnó. Meiri hlátur minni grátur LÍNA LANGSOKKUR Mætir á geðræktarþing í Iðnó í dag í tilefni af alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum Rokkarinn Bruce Springsteenvarð fyrir heldur undarlegri lífsreynslu í síðustu viku þegar lögreglan í New York ákvað að sýna honum vald sitt. Springsteen heldur þessa dagana tónleika- þrennu í Shea Stadium í borginni og voru fyrstu tónleikarnir á þriðjudagskvöld. Yfirmenn lögreglunnar virðast ekki hafa verið alls kostar sáttir við ákvörðun Springsteens um að flytja lagið „American Skin (41 shots)“ þetta kvöld en lagið fjallar um dráp lögreglu á inn- flytjanda frá Afríku sem lögregl- an skaut 41 skoti árið 1999. 19 kúl- ur hæfðu hann og drápu sam- stundis. Þetta varð til þess að yfirmenn lögreglunnar ákváðu að aftur- kalla lögreglufylgdina eftir aðra tónleikana, sem voru á föstudags- kvöldið. Hefð hefur verið fyrir því að lögregluþjónar fylgi popp- stjörnum frá risaleikvöngum og auðvelda þeim þar með að komast klakklaust af svæðinu en þúsund- ir aðdáenda safnast oft saman í von um að sjá goðið sitt. Springsteen lék ekki lagið á föstudags- eða laugardagstónleik- unum og fékk því fylgdina aftur á laugardeginum. „Við gerðum herra Spingsteen þann kurteisislega greiða að fylg- ja honum að höfninni eftir tón- leikana tvisvar,“ sögðu talsmenn lögreglunnar og þverneituðu að tjá sig um ástæður þess að Springsteen var ekki fylgt heim á föstudeginum. ■ Gerði lögregluna fúla BRUCE SPRINGSTEEN Lögreglan í New York er alls kostar sátt við textainnihald rokkarans Bruce Springsteen.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.