Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 10.10.2003, Blaðsíða 47
47FÖSTUDAGUR 10. október 2003 ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Tryggvi Þór Herbertsson Cruz Bustamante Brynjólfur Bjarnason                        Skallar þurfa raka Það er ekki nóg að raka skallann.Skallann þarf líka raka. Villi Þór, rakarameistari á Krókhálsin- um í Reykjavík, segir að menn sem séu farnir að fá skalla geti yngst um fimm til tíu ár með því einu að láta raka af sér allt hárið: „Annars eru tvær tískur í gangi í þessum efnum. Annaðhvort er að raka höfuðið með 2 1/2 mm vél eða þá að fara alveg niður í rót með sköfu og vera þá eins og Bubbi Morthens. Ég tel að hið fyrr- nefnda sé vinsælla í dag,“ segir Villi Þór sem hvetur menn til að hugsa vel um skallann þó hárið sé farið: „Það verður að bera á skall- ann eins og annað sem rakað er. Helst mæli ég með venjulegu rakakremi eða þá rakspíra. En best er líklega að nota balm,“ seg- ir Villi Þór. Frumkvöðull skallatískunnar í heiminum á síðari tímum er vafa- lítið grísk-bandaríski kvikmynda- leikarinn Telly Savalas. Telly krúnurakaði sig gjörsamlega og þótti djarft en þessi öfgafulla hár- snyrting færði honum á móti fjöl- mörg hlutverk í kvikmyndum og frægastur er hann líklega fyrir leik sinn í sjónvarpsmyndaröðinni Kojak. Telly Savalas lést fyrir nokkrum árum úr krabbameini en hann var stórreykingamaður en reyndi að tempra reykingar sínar með því að vera með sleikibrjóst- sykur í munni í stað sígarettunnar. „Ef menn vilja halda krúnurök- uðu höfði vel við ætti að duga að raka kollinn á 4-5 daga fresti. Þeir sem alltaf vilja vera glansandi verða hins vegar að skafa daglega. Það er ágætt að gera í sturtunni,“ segir Villi Þór á Krókhálsinum. ■ SUND Kvölds og morgna. Sundið styttist VETUR Möguleikar Reykvíkinga til að fá sér sundsprett að kvöldlagi um helgar minnka í vetur vegna breytinga á opnunartíma sund- lauganna í Árbæ og í Grafarvogi. Til þessa hefur verið opið í laug- unum til klukkan 22 um helgar en nú loka laugarnar klukkan 20.30. Eftir sem áður verða þær opnar lauga lengst á virkum dögum eða allt fram til klukkan 22.30. Aðrar sundlaugar í Reykjavík breyta ekki opnunartíma sínum yfir vetrarmánuðina og eru með opið til klukkan 22.30 á virkum dögum og til klukkan 20 um helg- ar. Vesturbæjarlaug er þó með opið til klukkan 22 á virkum dög- um. ■ Lárétt: 1 tónlistartegund, 7 snyrta, 8 land í fréttum, 9 ómerkilegt ball, 11 sólguð, 12 ráðvönd, 15 vafi, 16 bjó til klæði, 17 slot- ar. Lóðrétt: 1 gróður, 2 sérhljóðar, 3 hreinar, 4 eðla sig, 5 tiginn, 6 bág, 10 seigi, 13 uppistaða, 14 vafi, 15 fæði. ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að betra er að vera yfirgefinn en undirgefinn. Lausn. Lárétt: 1gospel,7rakaða,8írak, 9skrall,11ra,12ærleg,15ef, 16óf, 17 linnir. Lóðrétt: 1gras, 2oa,3skírar, 4para,5 eðal,6lakleg,10kræfi,13lón,14efi,15 el. 1 7 2 3 4 5 8 15 16 17 13 1412 6 9 10 11 VILLI ÞÓR Menn geta yngst um 5-10 ár með því að krúnuraka sig. Tíska VILLI ÞÓR ■ hársnyrtimeistari segir að krúnurak- aðir kollar þurfi umönnun eins og ann- að. Hann mælir með rakakremi eða spíra á skallann. TELLY SAVALAS Frumkvöðull í skallatískunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.