Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2003, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 07.11.2003, Qupperneq 2
2 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR „Stundum. Þeir eru misjafnir en maður fær leið.“ Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, hefur ver- ið gagnrýndur fyrir að mæta ekki á borgarafundi um skipulagsmál í Lundi. Hann segist þurfa að sækja mikinn fjölda funda um þetta leyti árs. Spurningdagsins Sigurður, leiðast þér fjölmennir fundir? EFNAHAGSMÁL Vaxtahækkun Seðla- bankans er á næsta leiti. Birgir Ís- leifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar, sagði í gær að hækkun gæti orðið hvenær sem er en hversu miklar hækkanir verði, ráðist meðal annars af því hvort af stækkun Norðuráls verði, hvernig ríkisstjórnin ætli að brey- ta húsnæðislánum og hvernig rík- isútgjöld haldist í takt við fjár- lagafrumvarpið. Útgjöld ríkisins hafa vaxið og viðskiptakjör versnað á árinu, auk þess sem útflutningur hefur minnkað. Þetta leiðir til þess að Seðlabankinn spáir tveggja pró- senta hagvexti á ár- inu, sem er minna en áður hafði verið spáð. Eins verður viðskiptahalli meiri þótt Birgir Ísleifur segi ekki ástæðu til að hafa áhyggjur enn sem komið væri þar sem hall- inn byggist fyrst og fremst á tímabundnum áhrifum. Birgir Ísleifur segir að einka- neysla hafi verið keyrð áfram á of mikilli bjartsýni. Seðlabankinn gerir ráð fyrir því að verðbólga haldist rétt und- ir verðbólgumarkmiði bankans á næsta ári en geti farið upp fyrir mörkin snemma á árinu 2005. Á næsta ári er gert ráð fyrir því að hagvöxtur verði 3%. Hins vegar mun þessi spá hækka ef Norðurál verður stækkað. Birgir Ísleifur segir afar mikil- vægt að aðhald haldist óskert í ríkisrekstrinum og verði meira eftir því sem á líður. Hann var- aði við því að það geti sigið á ógæfuhliðina árið 2006. Þá eiga að koma til framkvæmda annar áfangi skattalækkanaá- forma ríkisstjórnarinnar um leið og mesti kúfurinn verður í stór- iðjuframkvæmdum á Austur- landi. Í sambandi við áform ríkis- stjórnarinnar í húsnæðismálum lagði Birgir Ísleifur höfuðáherslu á tímasetningar þeirra áforma og að fara verði varlega. Formaður bankastjórnar lýsti því yfir að bankinn ætlaði að halda áfram að kaupa gjaldeyri til að halda uppi gjaldeyrisforðanum en ekki til að stýra genginu. Þannig er stefnt að því að kaupa gjaldeyri fyrir fimm milljónir dollara á viku á næsta ári. kgb@frettabladid.is Pólskir iðnaðarmenn í Laugardal: Vísað úr landi en komnir aftur ATVINNUMÁL Hópur pólskra málm- suðumanna sem vísað var úr landi fyrir mánuði, þar sem at- vinnuleyfi voru ekki fyrir hendi, eru komnir aftur og starfa við uppsetningu málmvirkis við nýju sundlaugina í Laugardal. Félag járniðnaðarmanna furð- ar sig á stöðu mála og þeirri kúvendingu sem átt hefur sér stað hjá Vinnumálastofnun. „Það er með ólíkindum að meðan at- vinnuleysi ríkir í greininni hér á landi að Vinnumálastofnun skulu stimpla pappíra þessara Pólverja þegjandi og hljóðalaust,“ segir Örn Friðriksson, formaður fé- lagsins. Segir Örn að þar með sé Vinnumálastofnun komin í mót- sögn við fyrri úrskurði sína þar sem niðurstaðan var að störf Pól- verjanna í Straumsvík fyrir mán- uði síðan væru ekki svo sérhæfð að ekki hefði verið unnt að sinna þeim með innlendu vinnuafli. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að ekki hafi verið gerðar athuga- semdir við Pólverjana sjálfa heldur fyrirtæki það sem þeir störfuðu hjá áður. „Það fyrirtæki sem þeir störfuðu fyrir áður fékk ekki leyfi fyrir þessa menn en þeir eru hér nú fyrir tilstilli Ístaks og það fyrirtæki sótti um leyfi fyrir þá.“ ■ VIÐ INGUNNARSKÓLA Ekki var annað talið óhætt en að rýma bæði Ingunnarskóla og leikskóla við hlið hans þegar sleði undir byggingarkrana slig- aðist. Ingunnarskóli: Rýmdur í skyndingu SLYSAHÆTTA Gripið var til þess ráðs í gær að rýma Ingunnarskóla á Grafarholti og leikskóla í næsta húsi þegar sleði sem byggingar- krani rennur á gaf sig og himin- hár kraninn hallaðist út á hlið í áttina að húsunum. Það var mat manna að ekki væri hætta á því að kraninn færi á hliðina þótt hann hefði orðið fyrir skakkafallinu. Aftur á móti var talin á því veruleg hætta að kran- inn félli á skólahúsin þegar reynt yrði að gera við undirstöður hans. Ákveðið var að rýma skólann um hádegisbil og aflýsa skólahaldi. Hringt var í foreldra allra barna og þeir beðnir að sækja börn sín. Viðgerð á undirstöðum kranans tókst eftir hádegið og er nú allt í föstum skorðum á Grafarholti. ■ MÓAR „Svona fyrirbæri eru verðmætust ef þau eru seld í virkri starfsemi,“ segir Ástráður. Skiptastjóri Móa: Áhugi fyrir kaupum VIÐSKIPTI Ástráður Haraldsson, ný- skipaður skiptastjóri kjúklinga- fyrirtækisins Móa, segir áhuga- sama aðila þegar hafa haft sam- band og rætt um kaup á Móum. „Það var ekki hægt að stoppa reksturinn fyrirvaralaust og því ekki annað í boði en að halda rekstrinum áfram tímabundið,“ segir Ástráður. „Meiningin er að finna kaupanda sem allra fyrst að pakkanum, helst í heild sinn. Ef það tekst ekki verður annaðhvort að semja við veðhafa um yfirtöku rekstrarins eða fara í það að stop- pa reksturinn og losa eignir.“ ■ ATVINNUMÁL Vopnafjarðarhreppur og íbúar hans hafa náð því tak- marki að eignast ráðandi hlut í Tanga hf. af Eskju frá Eskifirði. Bjarney ehf., félag í eigu Vopn- firðinga, keypti um mánaðamótin tæpan fjórðung í fyrirtækinu á meðan hreppurinn jók hlut sinn úr átta prósentum í tæp fjórtán prósent. Með fulltingi Spari- sjóðabankans, sem keypti 13,6 prósent í fyrirtækinu, hafa Vopn- firðingar náð Tanga úr höndum utanbæjarmanna. Takmark Vopnfirðinga var að endurheimta völdin yfir langstærsta fyrirtæki þorpsins, og þar með endur- heimta sjálfræði. Vopnfirðingar greiddu alls 929 milljónir króna fyrir hlut Eskju, smærri hlut Skeljungs og 0,67 prósent afla- heimilda í loðnu. ■ Veðurstofan: Mældi tugi jarðskjálfta JARÐSKJÁLFTAR „Skjálftahrina var um 26 kílómetra norðnorðaustur af Siglufirði í gær. Um klukkan hálf tvö höfðu yfir 60 skjálftar mælst frá miðnætti,“ segir Sigur- laug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræð- ingur á Veðurstofu Íslands. Stærsti skjálftinn varð rétt fyrir klukkan níu um morguninn og mældist þrír á Richter. Sigur- laug segir skjálftana vera á brota- belti sem er samskonar Suður- landsbrotabeltinu þar sem verði reglulega vart við skjálfta. Á þessu sama svæði varð nokkuð stór hrina árið 1997. Önnur hrina hefur verið í gangi við Öskju. Þar hafa orðið um þrjá- tíu skjálftar síðan á mánudag. ■ VOPNAFJÖRÐUR Heimamenn hafa náð takmarki sínu með kaupum á Tanga. 50,42 prósenta hlutur Eskju frá Eskifirði í fyrirtækinu hefur verið keyptur upp. Hlutur Eskju frá Eskifirði hefur verið keyptur upp: Vopnfirðingar ná völdum í Tanga STÆRSTU HLUTHAFAR Í TANGA Bjarney ehf. 24,6%* Vopnafjarðarhreppur 21,3%* Sparisjóðabankinn 13,6% Ker hf. 10% Skiphólmi ehf. 9,07%* Vátryggingafélag Íslands hf. 7,39% Kaupþing-Búnaðarbanki 4,82% * Í eigu Vopnfirðinga M YN D : J Ó N S IG U RÐ AR SO N Hæstiréttur: Staðfesti tíu mánaða dóm DÓMUR Hæstiréttur staðfesti tíu mánaða fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir fjársvik og skjalafals. Sjö mánuðir eru skilorðsbundnir. Maðurinn falsaði undirskriftir á víxil og skuldabréf að upphæð 1.550.000 krónur. Þá sveik hann út 90.000 króna yfirdrátt í nafni ann- arrar manneskju. Ákærði krafðist þess að dómurinn yrði allur skil- orðsbundinn og var skírskotað til hegðunar hans að undanförnu og að nokkuð langt væri frá því að brotin hefðu verið framin. Vegna eðlis og umfangs brotanna var því hafnað. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ / RÓ B ER T NÝJA SUNDLAUGIN Félag járniðnaðarmanna gerir athuga- semdir við störf pólskra iðnaðarmanna á svæðinu. Seðlabankinn boðar vaxtahækkun fljótlega Hagvöxtur er talinn verða minni á næsta ári en spáð hafði verið og við- skiptahalli meiri. Aðhald í ríkisrekstri mikilvægt, annars verður staðan á árinu 2006 áhyggjuefni. BIRGIR ÍSLEIFUR GUNNARSSON Breytingar á húsnæðislánakerfinu, hugsanleg stækkun Norð- uráls og þróun ríkisútgjalda ráða miklu um hversu mikið vext- ir hækka. ■ Á næsta ári er gert ráð fyrir því að hagvöxt- ur verði 3%. Hins vegar mun þessi spá hækka ef Norð- urál verður stækkað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.