Fréttablaðið - 07.11.2003, Síða 4

Fréttablaðið - 07.11.2003, Síða 4
4 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR Viltu að DV haldi áfram að koma út? Spurning dagsins í dag: Verður bandarískur her á Íslandi eftir tíu ár? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 23,7% 35,5% Nei 40,8%Veit ekki Já Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Ríkisendurskoðun um fjármál ríkisins árið 2002: Framúrkeyrsla gagnrýnd EFNAHAGSMÁL Ríkisendurskoðun bendir á að útgjöld á um fimmt- ungi fjárlagaliða ríkisins fóru fram úr þeim mörkum sem fjár- lög og reglugerð um framkvæmd fjárlaga kveða á um. Í nýrri skýrslu um endurskoð- un ríkisreiknings árið 2002 kem- ur fram að á árinu var ríkissjóð- ur rekinn með 8,1 milljarða króna halla en í fjárlögum hafði verið ráðgert að hann skilaði 18,5 milljarða rekstrarafgangi. Fram kemur að tekjur ríkissjóðs voru nálægt því sem áætlað var í fjár- lögum en gjöld urðu 28 milljörð- um hærri en búist var við. Um helmingur þess fráviks skýrist af því að gjaldfærsla vegna líf- eyrisskuldbindinga meira en sexfaldaðist milli ára og afskrift- ir meira en þrefölduðust. Í greinargerð Ríkisendur- skoðunar um framkvæmd fjár- laga kemur fram að útgjöld 109 fjárlagaliða af 510 fóru fram úr þeim 4% mörkum sem ákveðin eru í reglugerð um framkvæmd fjárlaga. Þar af voru um 80 stofnanir og aðalskrifstofur ráðuneyta. Í sumum tilvikum hefur verið stofnað til útgjalda langt umfram 4% mörkin. Ríkis- endurskoðun bendir á nauðsyn þess að tekið verði á þessum vanda. ■ Bakari hengdur fyrir bæjarfulltrúa SVEITARSTJÓRNIR Stuðningsmenn Andrésar Sigmundssonar, forseta bæjarráðs Vestmannaeyja og leið- toga Framsóknarflokks í bæjar- stjórn, unnu sigur þegar þeir gerðu hallarbyltingu í Framsókn- arfélagi Vestmannaeyja í fyrra- dag. Andrésarmenn náðu inn í stjórn félagsins og ýttu þannig til hlið- ar þeim sem and- vígir voru því að Andrés sprengdi meirihlutasamstarf við Sjálfstæðismenn til að hefja samstarf við vinstri menn Vest- mannaeyjalistans. Framsóknar- flokkurinn var klofinn í málinu og varamaður Andrésar var hallur undir sjálfstæðis- menn og meiri- hlutinn hélt því ekki nema hann sæti sjálfur á bæj- arstjórnarfund- um. „Ég er mjög ánægður með nýja stjórn og lít á þetta sem sigur og traust fyrir meiri- hlutann. Fram- sóknarflokkurinn stóðst prófið og nú hefst málefna- starf,“ segir Andr- és. Nýr formaður Framsóknarfé- lags Vestmannaeyja er Sigurður E. Vilhelmsson, sem tók við af Víkingi Smárasyni. Framsóknarfélagið undirstrikaði á aðalfundinum stuðning sinn við meirihlutann með því að álykta um jafnræði í úthlut- unum aflaheimilda og taka þar undir með bæjarstjórn. „Það var full sátt um nýja stjórn og nú ganga allir í takt,“ segir Sig- urður Vilhelmsson, nýkjörinn for- maður Framsóknarfélagsins. Hann segir að flestir virkir framsóknar- menn í Eyjum hafi mætt á fundinn en nokkrir hafi þó boðað forföll; þeirra á meðal var Ásta Halldórs- dóttir, varabæjarfulltrúi Andrésar. Andrés segist hafa mátt þola sitt af hverju síðan hann klauf sig frá Sjálfstæðisflokknum. Hann segist hafa sætt ofsóknum sem enduðu með því að hann varð að loka bak- aríi sínu, Magnúsarbakaríi. Ástæð- an hafi verið sú að hann hafi verið rægður og viðskiptavinir fældir frá. „Þarna var bakari hengdur fyrir bæjarfulltrúa. Ég er hættur að baka en það er þó enginn bilbugur á mér og ég mun nú snúa mér að öðru. Ég mun berjast áfram, fullur bjartsýni. Nú er ég að undirbúa sýningu á eigin málverkum,“ segir Andrés. rt@frettabladid.is Erlendir ferðamenn: Japönum fjölgar mjög FERÐAMÁL Alls fóru rúmlega 22.500 erlendir ferðamenn um Leifsstöð í október og er það tæplega 27% aukning miðað við sama tímabil í fyrra. Mest fjölgaði japönskum ferðamönnum eða úr 162 í 875, en það er 440% fjölgun milli ára. Í tilkynningu frá Ferðamálaráði Íslands segir að á tímabilinu frá mars til september á þessu ári hafi fjöldi ferðamanna aukist um 30.000 manns. Það jafngildir rúmlega 13% fjölgun miðað við sama tímabil í fyrra. Í október á þessu ári komu flestir ferðamenn frá Bretlandi eða um 4.100, en það er um 18% fækk- un miðað við sama tíma í fyrra. ■ NÝR LEIÐTOGI Michael Howard var í gær útnefndur leiðtogi breskra íhaldsmanna. Michael Howard: Sjálfkjörinn leiðtogi LONDON, AP Michael Howard er sjálfkjörinn næsti leiðtogi breskra íhaldsmanna. Framboðs- frestur rann út í gær og lýsti Howard einn yfir framboði sínu. Howard, sem er 62 ára, tekur við af Iain Duncan Smith, en þing- flokkurinn samþykkti vantrausts- tillögu á hann í síðustu viku. Mikl- ar deilur hafa verið í Íhalds- flokknum síðustu ár og kreppan í forystusveitinni alger. „Verkefni okkar er að byggja upp sterkan flokk, trúverðugan kost og leiða hann til valda á ný. Þetta verður vitaskuld erfitt verk- efni, gangan er rétt að hefjast,“ sagði Howard. ■ LEIFAR FJARLÆGÐAR Krani fjarlægir leifar Chinook-þyrlu Banda- ríkjahers sem var skotin niður yfir Fallujah. Fyrrum foringjar Skipulögðu árásirnar ÍRAK, AP Bandarískir hermenn handtóku tvo fyrrverandi hershöfð- ingja í her Saddams Hussein í Falluja. Ekki hefur enn verið upp- lýst hverjir mennirnir eru en þeir eru grunaðir um að hafa skipulagt og fjármagnað árásir á bandaríska hermenn nærri Falluja. Sprengju- árásir á þessum slóðum hafa verið tíðar að undanförnu. Meðal annars fórust 16 manns og yfir 20 særðust þegar bandarísk Chinook-herþyrla var skotin niður við Falluja fyrir tæpri viku. Í gær var upplýst að Bandaríkin hyggist skipta út herliði sínu í Írak á næsta ári. Ætlunin er að skiptin hefjist strax um áramót. Bandarískum hermönnum, sem nú eru 132.000 í Írak, fækkar í rúm- lega 100.000 í maí næstkomandi. ■ Nú er hún komin. Drepfynda metsölubókin sem hefur lagt heiminn að fótum sér. "Algert meistaraverk." BBC "Tryllingslega skemmtileg." San Francisco Chronicle Loksins á íslensku # 1 í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýska- landi og Japan SKIPAAFGREIÐSLA KEYPT Eim- skip hefur keypt Skipaafgreiðslu Suðurnesja og tekur við rekstrin- um 1. janúar. Markmiðið með kaupunum er að styrkja mark- aðsstöðu Eimskips á Suðurnesj- um og auka hagræði í rekstri landflutningsnetsins. MÖRG VIÐSKIPTI Mikill fjöldi viðskipta var með bréf Íslands- banka í gær eða 486 fyrir rúm- lega 800 milljónir króna. Bankinn sjálfur keypti mikið af bréfum til að selja áfram til starfsmanna sinna. Starfsmönnum bankans stendur til boða að kaupa bréf á genginu 5,95. Lokaverð bréfa Ís- landsbanka var 6,25. STOKKHÓLMUR, AP Gæsluvarðhald yfir Mijailo Mijailovic, meintum morðingja Önnu Lindh, utanríkis- ráðherra Svíþjóðar, var enn framlengt í gær. Saksóknari krafðist tveggja vikna framleng- ingar og gerði Mijailovic ekki at- hugasemdir við kröfuna. Gæslu- varðhaldsvistin var því fram- lengd til 21. nóvember. Anna Lindh lést af völdum hnífstunga 11. september síðastliðinn en Mijailovic hefur setið í varðhaldi frá 24. september. Saksóknarar fóru í gær, líkt og í nokkur fyrri skipti, fram á lengri frest til að undirbúa ákæru á hendur Mijailovic. Hann hefur lýst sig saklausan en full- yrt er að lögreglumönnum hafi tekist að afla mikilvægra sönnun- argagna gegn honum. Meðal ann- ars liggja nú fyrir niðurstöður DNA-rannsókna á sýnum sem fundust á morðstaðnum, á morð- vopninu og gallabuxum sem lög- regla hefur að sögn tengt við Mijailo Mijailovic með óyggjandi hætti. ■ Andrés Sigmundsson, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjum, hefur lokað bakaríi sínu. Andrési segist hafa verið ofsóttur. Andrésarfólk með hallarbyltingu í Framsóknarfélagi Vestmannaeyja. ANDRÉS SIG- MUNDSSON Hvergi banginn þótt bakaríi hans sé nú lokað. Hann hefur tekið til við að mála og opnar sýningu um þetta leyti. ■ Ég er hættur að baka en það er þó enginn bil- bugur á mér FRÁ VESTMANNAEYJUM Fyrri stjórn Framsóknarfélagsins í Vestmannaeyjum var ósátt við að bæjarfulltrúi flokksins hæfi samstarf við Vestmannaeyjalistann um meirihluta í bæjarstjórn. Morðingi Önnu Lindh, utanríkisráðherra Svíþjóðar: Gæsluvarðhald framlengt LÖGMAÐUR MEINTS MORÐINGJA Peter Althin, lögmaður Mijailovic, meints morðingja Önnu Lindh, gerði ekki athugasemdir þegar saksóknarar kröfðust í gær, enn einnar framlengingar gæsluvarðhalds yfir Mijailovic. ■ Viðskipti ■ Reykhólar KRÓKSFJARÐARNES ÚR PÓST- ÁRITUN Hreppsnefnd Reykhóla- hrepps óskar eftir því við Ís- landspóst að póstáritun hreppsins verði breytt úr 380 Króksfjarðar- nes í 380 Reykhólahreppur. ■ Borgarbyggð ÞRÁÐLAUSU NETI HAFNAÐ Ekkert verður af uppbyggingu þráðlauss dreifikerfis fyrir Internet í Borg- arbyggð eftir að bæjarráð hafn- aði erindi frá fyrirtækinu eMax þessa efnis. STJÓRNARRÁÐIÐ Í greinargerð Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga kemur fram að út- gjöld 109 fjárlagaliða af 510 fóru fram úr þeim 4% mörkum sem ákveðin eru í reglugerð um framkvæmd fjárlaga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.