Fréttablaðið - 07.11.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 07.11.2003, Síða 6
6 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR ■ Lögreglufréttir GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.43 0.22% Sterlingspund 127.84 0.01% Dönsk króna 11.77 0.15% Evra 87.53 0.14% Gengisvístala krónu 124,00 -0,29% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 783 Velta 6.996 milljónir ICEX-15 1.944 0,43% Mestu viðskiptin Fjárf.f. Straumur hf. 1.821.183.948 Íslandsbanki hf 834.148.076 Landsbanki Íslands hf. 817.842.982 Mesta hækkun Sláturfélag Suðurlands svf. 4,76% Grandi hf. 2,78% Opin Kerfi Group hf. 2,40% Mesta lækkun Líftæknisjóðurinn hf. -5,66% Sæplast hf. -4,90% Austurbakki hf. -4,04% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ* 9.793,0 -0,3% Nasdaq* 1.959,3 0,0% FTSE 4.324,2 0,5% DAX 3.733,9 0,4% NK50 1.345,1 0,0% S&P* 1.047,8 -0,4% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hversu margir þingmenn eru í fæðing-arorlofi? 2Uppi eru hugmyndir um að leggja vegí einkaframkvæmd á Vestfjörðum. Milli hvaða staða á hann að liggja? 3Hvað heitir verkefnisstjóri Impregilo áÍslandi? Svörin eru á bls. xx Breyttir útreikningar Jöfnunarsjóðs: Þyngir róður sveitarfélaga DÓMSMÁL Minnihluti hlutahafa í Hraðfrystistöð Þórshafnar telur að Samherji hafi misnotað eignar- stöðu sína innan fyrirtækisins til að selja skip sitt, Þorstein EA, á yfirverði til Þórshafnar. Samherji á tæp 50 prósent hlutafjár í fyrirtækinu og greiddi atkvæði á hlutahafafundi með því að Hraðfrystistöðin keypti Þor- stein af Samherja á 1.360 milljón- ir króna ásamt kvóta. Minnihlut- inn lagði fram þá tillögu á hlut- hafafundi að aflað yrði óháðs verðmats á skipinu og aflaheim- ildum, en Samherji og tengd félög felldu tillöguna. Minnihlutinn hefur höfðað mál gegn Hraðfrystistöðinni og Sam- herja og krefst þess að nýafstaðin kaup á Þorsteini gangi til baka. Telja þeir kaupverðið á Þorsteini og kvótanum langt yfir sannvirði, en verðmat sem minnihlutinn bendir á var hundruðum milljóna króna lægra. Hilmar Þór Hilmarsson, stjórnarmaður í Hraðfryststöð- inni og forsvarsmaður kærenda, segir kaupin vera á yfirverði og yfirleitt of dýr fyrir fyrirtækið. „Þessi kaup á yfirverði veikja stöðu fyrirtækisins og byggðar- lagsins. Það er gott að fá nýtt skip og kvóta, en við hefðum getað keypt á eðlilegu verði. Samherji misnotaði vald sitt í málinu,“ seg- ir hann. Finnbogi Jónsson, stjórnarfor- maður Samherja og Hraðfrysti- hússins, segir skipið hafa verið selt á eðlilegu verði samkvæmt fyrirliggjandi verðmati frá um- svifamesta skipamiðlara landsins. Hann segir kaupin styrkja byggð- arlagið, með tilkomu aukinna afla- heimilda og nýs fjölveiðiskips. „Skipamiðlarinn mat skipið á 60 til 65 milljónir norskra króna og í viðskiptunum er skipið metið á 62,5 milljónir. Við eigum hlut í Hraðfrystistöðinni og eigum mik- illa hagsmuna að gæta í því að fyrirtækinu gangi vel. Þessi ákvörðun hefði aldrei verið tekin ef við héldum að þetta kæmi niður á fyrirtækinu.“ Að sögn Finnboga munu afla- heimildir í bolfiski, sem áður voru leigðar út, nú nýtast byggðarlag- inu í auknum umsvifum. Málið var þingfest í Héraðs- dómi Norðurlands eystra á Akur- eyri í gær. Þorsteinn er nú gerður út frá Þórshöfn en kaupin ganga í gegn í lok mánaðarins. jtr@frettabladid.is Hækkun lægstu launa: Skilar sér upp allan launastigann KJARAMÁL Um 65% aðspurðra í vefkönnun Samtaka atvinnulífs- ins telja að sérstakar hækkanir lægstu launa muni leiða til sam- svarandi hækkana upp allan launastigann. Ef einungis eru skoðuð svör þeirra sem taka af- stöðu og hafa starfsfólk á lægstu umsömdu töxtum telja 80% að svo sé. Þetta kemur fram í fréttabréfi samtakanna. Þar kemur einnig fram að vegna sérkrafna undanfarinna ára um sérstaka hækkun lægstu launa sé svigrúm til frekari hækk- ana á þeim fullnýtt. ■ KEYRÐI Á RAFMAGNSSTAUR Ökumaður missti stjórn á bíl sín- um til móts við Rjúpnaás neðan við Bifröst í gærmorgun og end- aði á rafmagnsstaur utan vegar. Konan var flutt á heilsugæsluna til aðhlynningar. Bíllinn, sem var talsvert skemmdur, var fjarlægð- ur með kranabíl. Málið er í rann- sókn. LÉLEG NOTKUN BÍLBELTA Á SUÐURNESJUM Suðurnesjamenn virðast kæru- lausari en aðrir landsmenn að nota bílbelti. Í könnun sem gerð var á bílbeltanotkun á Suðurnesj- um kom í ljós að einungis 67% ökumanna notuðu bílbelti í þétt- býli og 85% utan þéttbýlis. Lög- reglan í Keflavík segir þessa nið- urstöðu með öllu óviðunandi og hyggst herða eftirlit og kæra óspart þá sem ekki nota beltin. edda.is Galdrasaga Hörkuspennandi galdrasaga úr íslenskum veruleika eftir margver›launa›an metsölu- höfund. Í gamla daga var kukla› í hverri vík á Ströndum. Skyldi fla› vera flannig ennflá? Kristín Helga Gunnarsdóttir SVEITARSTJÓRNARMÁL Mörg sveitar- félög standa frammi fyrir því að framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfé- laga eru langt frá því sem gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlunum ársins. Ástæðan er sú að úthlutun- arreglum sjóðsins var breytt þeg- ar komið var fram á fjárlagaárið en engar upplýsingar um slíkt bárust sveitarstjórnum. Skekkir þetta langtímaáætlanir sveitarfé- laganna verulega og er mikil óánægja meðal margra sveitar- stjórnarmanna með gang mála. „Þetta kemur afskaplega illa við okkur hér í Sandgerði,“ segir Óskar Gunnarsson, forseti bæjar- stjórnar Sandgerðinga. Við greiðslur á framlögum ársins frá sjóðnum var stuðst við framlög ársins 2002 og er því búið að of- greiða bæjarfélaginu 18 milljónir á árinu. „Þetta þyngir allan róður fyrir okkur og setur stórt strik í áætl- anir fram í tímann. Það má nánast segja að okkar áætlanir til næstu ára séu í raun ónýtar vegna þessa.“ Óskar segir að beðið sé við- bragða frá starfsfólki Jöfnunar- sjóðs en tvær vikur eru síðan er- indi Sandgerðinga barst inn á borð þeirra. „Við settum allt í bið- stöðu um leið og þetta var ljóst og á meðan það liggur ekki fyrir hvert framhaldið er leggjum við ekki í neinar framkvæmdir.“ ■ FRÁ SANDGERÐI Áætlanir bæjarfélagsins eru í uppnámi eftir að útreikningum Jöfnunarsjóðs var breytt án viðvörunar. STÆRSTU HLUTHAFAR Í HRAÐ- FRYSTISTÖÐ ÞÓRSHAFNAR Samherji hf. 49,66% Sjóvá Almennar hf. 11,39% Kaldbakur fjárfestingarf. 5,09% Efnaverksmiðjan Sjöfn hf. 4,24% Hilmar Þór Hilmarsson 3,98% Rafn Jónsson 3,85% Sparisjóður Þórshafnar og nágr. 2,97% Þórshafnarhreppur 2,96% Fræ ehf. 2,62% Íslensk Verðbréf 2,11% Samherji sagður misnota vald sitt Minnihluti eigenda í Hraðfrystistöð segir Samherja hafa misnotað vald sitt innan fyrirtækisins til að selja því skip og kvóta á yfirverði. Stjórnarfor- maður fyrirtækjanna beggja segir hagsmuna hraðfrystistöðvarinnar gætt. ÞORSTEINN EA Minnihluti hluthafa í Hraðfrystistöð Þórshafnar hafa kært fyrirtækið og Samherja á grund- velli þess að Samherji hafi beitt valdi til að selja hraðfrystistöðinni Þorstein á yfirverði. Svíþjóð: Njósnapar handtekið STOKKHÓLMUR, AP Lögreglan í Stokkhólmi handtók í vikunni karl og konu sem eru grunuð um njósnir. Parið hefur búið í Svíþjóð um nokkurt skeið og er talið að þau séu í sambandi við erlent ríki. Þau eru þó ekki starfsmenn er- lends sendiráðs. Saksóknari og öryggislögregla Svíþjóðar, SAPO, neita að tjá sig um málið. Lögfræðingur parsins staðfestir að þau séu í haldi lög- reglu en segir ásakanirnar um að þau stundi njósnir úr lausu lofti gripnar. Refsing við brotum sem parið er sakað um er allt að fjög- urra ára fangelsi. ■ Miðlunartillaga: Flugvirkjar semja ATVINNUMÁL Miðlunartillaga ríkis- sáttasemjara í deilu Flugvirkja- félags Íslands og Samtak atvinnu- lífsins var samþykkt með mikl- um meiri- hluta af fé- lagsmönn- um í Flug- v i r k j a f é - laginu. At- kvæði voru talin á skrifstofu ríkissáttasemjara í gær. Alls voru 128 á kjörskrá en 119 greiddu atkvæði. Af þeim studdu 103 miðlunartillöguna, fjórtán voru á móti en tvö atkvæði voru ógild. Stuðningur við tillöguna er því tæplega 87% hjá þeim sem greiddu atkvæði. Tillaga sáttasemjara var einnig samþykkt af vinnuveitendum og er því löglegur samningur komin á. ■ LEIFSSTÖÐ Hefði ekki samist hefði það getað sett millilandaflug úr skorðum.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.