Fréttablaðið - 07.11.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 07.11.2003, Síða 8
FANGELSI FYRIR VESKISSTULD Hæstiréttur staðfesti í gær fjög- urra mánaða fangelsisdóm yfir síbrotamanni fyrir þjófnað. Mað- urinn vildi mildun á dómnum en hann hafði í byrjun árs stolið veski viðskiptavinar í stórmark- aði í Reykjavík. Kvað Hæstirétt- ur fyrri dóma mannsins hafa ítrekunaráhrif. FJÓRTÁN MÁNAÐA FANGELSI Hæstiréttur staðfesti í gær fjórt- án mánaða fangelsisdóm Héraðs- dóms Reykjaness yfir manni fyr- ir að hafa í tvígang brotist inn í sömu verslunina. Með brotum sínum rauf maðurinn skilorð reynslulausnar. 8 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR ■ Viðskipti Sjaldséðir hrafnar „Í veislunni var stór vinkvenna- hópur með mökum sínum. Konan uppgötvaði að hún kannaðist varla við karla vinkvenna sinna, suma hafði hún aldrei séð.“ Gunnar Hersveinn um kvennahópa sem skilja karlana eftir heima. Morgunblaðið 6. nóvember. Elsku höfðatalan „Til að verða okkur jafnfætis í ál- bræðslu miðað við fólksfjölda þyrfti að reisa í náinni framtíð ein 170 álver í Mósambík.“ Bergþóra Sigurðardóttir. Morgunblaðið 6. nóvember. Misjöfn sýn Hryðjuverkamaður í mínum aug- um er frelsishetja í þínum. Varn- arlið í mínum augum eru ríkis- rekin hryðjuverk í þínum. Frels- un í mínum augum er hernám í þínum. Andófsmenn í mínum augum eru óeirðaseggir í þínum. Jónas Kristjánsson. jonas.is 5. nóvember. Orðrétt Guðmundur Gunnarsson segir starfsmönnum hótað: Sálfræðihernaður Varnarliðsins KJARAMÁL Guðmundur Gunnars- son, formaður Rafiðnaðarsam- bandsins, sakar starfsmanna- hald Varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli um ósmekklega fram- komu gagnvart þeim starfs- mönnum sem fengu send upp- sagnarbréf með möguleika á að semja upp á nýtt með verri kjör. „Það er ámælisvert hvernig þeir stilla þessu upp þannig að starfsmaðurinn sé að segja upp ef hann sættir sig ekki við kjaraskerðingu. Ef starfsmað- urinn segir sjálfur upp er hann búinn að tapa miklum réttind- um.“ Guðmundur segist telja að einhverjir starfsmenn hafi sætt sig við kjaraskerðinguna vegna ágangs starfsmannahaldsins. „Þeir ganga um völlinn meðal starfsmanna og segja að það verði fleiri uppsagnir ef fólk tekur ekki kjaraskerðingu. Þetta er sálfræðihernaður, þeir eru að etja fólkinu saman á vell- inum. Ég efast ekki um að marg- ir hafi látið þetta yfir sig ganga. Þarna er fullt af fólki fyrir ofan miðjan aldur og vill ekki fara í neina óvissu. Þessar hótanir og skæruhernaður gagnvart starfs- mönnum hafa borið árangur. Þess lags framkoma í uppsögn- um er óþekkt hér á landi.“ ■ Kostnaður hæstur í Reykjanesbæ Hver Reykvíkingur greiddi 48.274 krónur í stjórnsýslukostnað árið 2002 en Hafnfirðingurinn greiddi rúmlega 27 þúsund. Stjórnsýsla borgarinnar þenst út, segir leiðtogi minnihluta Sjálfstæðisflokks SVEITARSTJÓRNIR Reykjavíkurborg er með einna hæstan kostnað á hvern íbúa af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu ef litið er til sameiginlegs kostnaðar sem inni- heldur yfirstjórn, skrifstofuhald, laun og breyt- ingar á lífeyris- skuldbinding- um. Af samliggj- andi sveitarfé- lögum er ein- ungis Seltjarn- arnes með meiri kostnað. Hver Reykvíkingur þurfti að greiða sem nemur 48.274 krónum fyrir þennan málaflokk árið 2002 en kostnaður hvers Kópa- vogsbúa vegna þess málaflokks er 35.723 krónur. Reykjanesbær skákar þó bæði Mosfellingum og Reykvíkingum en þar er kostnað- ur á hvern íbúa 60.786 krónur. Þetta kemur fram í Árbók sveitar- félaga 2003. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi minnihluta Sjálfstæðis- flokksins, segir að skýringar á háum sameiginlegum kostnaði í Reykjavík sé að leita í þenslu í borgarkerfinu. „Þessi niðurstaða vekur at- hygli en við sjálfstæðismenn höf- um haldið því fram að stjórnsýsl- an hafi á undanförnum árum ver- ið að þenjast út á ýmsum sviðum og margt smátt gerir eitt stórt. Stjórnsýslan, sem þjónusta við íbúana, hefur ekki batnað að sama skapi,“ segir Vilhjálmur Þ. „Þarna er fyrst og fremst um að ræða launakostnað sem þýðir að margt fólk er að vinna við hitt og þetta. Hjá borginni eru nokkur dæmi um að fólk hefur verið ráð- ið til einstakra verkefna en síðan verið fastráðið. Ég þekki nokkur dæmi um það. Þetta er bara eins og rekstur á heimili og þegar kíkt er á einingarnar kemur í ljós að það er einn hér og einn þar án þess að það skili miklu. Við sem störfum við þetta skynjum að hérna er þensla sem hefur verið viðvarandi,“ segir Vilhjálmur. „Ef borgarstjóri er maður til þess þá verður hann að gera grein fyrir því hvernig stendur á þessu,“ segir Vilhjálmur. rt@frettabladid.is Gæsluvarðhald: Fellt úr gildi DÓMUR Hæstiréttur felldi út gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðs- dóms Reykjaness yfir manni vegna fjölda brota. Ákæruvaldið hafði farið fram á að maðurinn sætti varðhaldi til að koma í veg fyrir frekari afbrot svo að lögreglu og ákæruvaldi væri unnt að ljúka málum hans. Maðurinn er grunaður um fjöl- mörg brot eftir að hann var síðast látinn laus úr varðhaldi. Hann neitar aðild að þeim brotum. Taldi Hæstiréttur að fyrri gæsluvarð- haldstími hafi ekki verið nýttur sem skildi án haldbærra skýringa. Þá hafi ekki verið gefin út ákæra og þótti því ekki efni til að dæma manninn í gæsluvarðhald á ný. ■ Dómarar: Út fyrir sitt hlutverk DÓMUR Hæstiréttur ómerkti dóm Héraðsdóms Vesturlands og sendi aftur heim í hérað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Þar segir að dómarar hafi farið út fyrir hlutverk sitt með sjálfstæðri rannsóknarvinnu. Málið varðar tjón vegna bilunar í vatnskerfi í sumarbústað. Málsað- ilar eru ekki á eitt sáttir um hvað hafi bilað og því þykir óljóst hver eigi að bera kostnað tjónsins. ■ V-power: Tíu króna afsláttur BENSÍN Frá og með deginum í dag verður tilboð á 99 oktan V-power- bensíni á Shell-stöðvunum. Sjálfs- afgreiðsluafsláttur á V-power- bensíninu verður hækkaður tíma- bundið úr fjórum krónum í tíu krónur á hvern lítra. Með lækkun- inni er verið að vekja athygli á þessu sérframleidda bensíni í upphafi vetrar. ■ Þrítugur maður: Slasaðist á höfði VINNUSLYS Tæplega þrítugur mað- ur slasaðist á höfði í vinnuslysi á Þeystareykjum þar sem unnið er að borun eftir heitu vatni. Stór slanga hafði verið látin síga niður í eina holuna þegar hún spratt upp aftur með þeim afleið- ingum að maðurinn fékk stóra stálmúffu, sem var á enda slöng- unnar, í höfuðið. Vinnufélagar mannsins fluttu hann á móti sjúkrabílnum sem flutti hann áfram á sjúkrahúsið á Húsavík. Hann var saumaður átján spor í ennið og fékk að fara heim í gærkvöldi. ■ UPPGJÖR SH Fyrstu níu mánuði ársins var hagnaður SH 321 millj- ón króna, en var 490 milljónir árið áður. Hagnaður fyrir af- skriftir og fjármagnsliði nam 1.293 milljónum á móti 1.480 milljónum ári áður og hagnaður fyrir skatta nam 484 milljónum en 740 milljónum sama tíma 2002. AUKNING HJÁ JARÐBORUNUM Hagnaður Jarðborana var 140 milljónir fyrstu níu mánuði árs- ins samanborið við 110 milljón króna hagnað fyrir sama tímabil í fyrra. Jarðboranir keyptu Björg- un hf. í haust og er einungis sept- emberuppgjör Björgunar í sam- stæðureikningum Jarðborana. Björgun var rekin með 123 millj- ón króna hagnaði fyrstu níu mán- uði ársins. ATVINNUMÁL Bæjarstjórn Reykja- nesbæjar vill formlegar viðræður við ríkisstjórn Íslands um viðbrögð vegna fjöldauppsagna Varnarliðs- ins. Að því er segir í ályktun bæjar- stjórnarinnar er mun lengra geng- ið í uppsögnum á Keflavíkurflug- velli en í eðlilegum hagræðingar- aðgerðum. „Þá virðist vinnubrögðum við uppsagnir vera verulega ábótavant og óviðunandi sú óvissa sem áfram er sköpuð þrátt fyrir fyrirliggjandi uppsagnir. Mikilvægt er að leita allra leiða til að draga úr þeim til- finningalegu og félagslegu erfið- leikum sem atvinnuuppsögn við þessar aðstæður veldur. Bæjar- stjórn telur brýnt að flýta niður- stöðu í viðræðum við íslensk stjórnvöld um atvinnumál á svæð- inu. Jafnframt er nauðsynlegt að formlegar viðræður verði teknar upp við ríkisstjórn Íslands um við- brögð við þeim uppsögnum sem nú þegar hafa komið fram,“ segir bæj- arstjórnin. ■ LÖGIN UNDIRRITUÐ Bush sagði löngu tímabært að ríkisstjórnin kæmi saklausum börnum til bjargar. Fóstureyðingar: Umdeildar breytingar WASHINGTON, AP George W. Bush undirritaði í gær lög sem banna fóstureyðingar eftir að fjórtán vik- ur eru liðnar af meðgöngu. Gert er ráð fyrir því að gera megi undan- tekningar ef líf móður er í hættu en ekki ef aðeins heilsa hennar er í húfi. Læknar sem virða bannið að vettugi eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi. Andstæðingar nýrra laga um fóstureyðingar í Bandaríkjunum hafa þegar gripið til róttækra að- gerða til að fá lögunum hnekkt. Dómari í Nebraska segir að lögin stangist hugsanlega á við stjórn- arskrá landsins. ■ edda.is Eftir erfi›an skilna› sn‡r söguma›ur heim í fæ›ingarbæ sinn og dvelur flar sumarlangt. Frumleg og áleitin saga um efni sem margir flekkja af eigin reynslu eftir einn listfengasta rithöfund fljó›arinnar, Gyr›i Elíasson. Listilega skrifu› KEFLAVÍKURFLUGVÖLLUR Bæjarstjórn Reykjanesbæjar segir mun lengra gengið í uppsögnum Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli en í eðlilegum hagræð- ingaraðgerðum. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar: Stjórnvöld bregðist við uppsögnunum FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M UPPSAGNARBRÉF Talið er að á þriðja hundrað íslenskra starfsmanna Varnarliðsins hafi fengið sent uppsagnarbréf með möguleika á endur- ráðningu með verri kjör. ■ Dómar VILHJÁLMUR Þ. VILHJÁLMSSON Telur að þensla hjá borginni valdi því að sameiginlegur kostnaður er einna hæstur hjá Reykvíkingum. SAMEIGINLEGUR KOSTNAÐUR - á hvern íbúa árið 2002 Reykjavík 48.274 Kópavogur 35.273 Garðabær 31.046 Hafnarfjörður 27.283 Bessastaðahreppur 21.540 Seltjarnarnes 49.132 Reykjanesbær 60.786 Mosfellsbær 33.119 „Hjá borg- inni eru nokk- ur dæmi um að fólk hefur verið ráðið til einstakra verkefna en síðan verið fastráðið.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.