Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 12
12 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR HART Í ÁRI Á SÚMÖTRU Joni, mannapi af órangútan-ætt, tyggur sígarettustubb í Bukit Lawang á eyjunni Súmötru í Indónesíu. Heimkynni fjölmargra apa eyðilögðust í miklum flóð- um um helgina og nú ráfa þeir um í reiði- leysi í leit að æti. ALÞINGI Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, og Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra tókust á um lögmæti innrás- arinnar í Írak í fyrirspurn- artíma á Al- þingi. Steingrím- ur óskaði eftir mati utanrík- isráðherra á lögmæti inn- rásarinnar og vísaði til þess að hún hefði hvorugt skil- yrði Samein- uðu þjóðanna fyrir innrás upp- fyllt. Hún hefði ekki verið gerð í sjálfsvörn og ekki að fengnu sam- þykki öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Halldór svaraði því til að Írak- ar hefðu ítrekað brotið gegn samþykktum Sameinuðu þjóð- anna. „Ákvörðun (ríkisstjórnar- innar) er fyrst og fremst stuðn- ingur við það sjónarmið að Sam- einuðu þjóðirnar þyrftu að fylgja eftir ályktunum sínum um af- vopnun í Írak.“ Hann sagði af- stöðu stjórnvalda ekki hafa breyst og aldrei komið til greina að taka Ísland af lista yfir þær þjóðir sem studdu stríðið: „Enda væri það sérkennileg söguföls- un.“ Steingrímur sagði að snúa mætti rökum fyrir innrás í Írak; að aðrar þjóð- ir teldu sér stafa ógn af því og það bryti gegn samþykktum S a m e i n u ð u þjóðanna, yfir á Ísrael og spurði hvort menn ættu ekki að vera sjálfum sér samkvæmir. ■ Listahátíð verður haldin árlega Áhersla verður lögð á að hátíðin hafi sterkt þema hverju sinni og mun hátíðin 2004 einkennast af sviðslistum. Stjórnandi Listahátíðar segir að reynt sé að forðast beina samkeppni við aðra á menningarmarkaði. LISTAHÁTÍÐ Á fundi ríkisstjórnar Ís- lands á þriðjudagsmorgun var tekin ákvörðun um að eftirleiðis yrði Listahátíð í Reykjavík haldin á hverju ári og enn fremur að framlag ríkisins yrði þrjátíu milljónir króna árlega. Á fundi borgarráðs sama dag var einnig ákveðið að styðja þá ákvörðun að hátíðin yrði haldin árlega og að framlagið yrði hækkað í 30 millj- ónir á ári. Listahátíð hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá því hún var fyrst haldin árið 1970. Á meðal listamanna sem komið hafa fram í gegnum árin eru Led Zeppelin, David Bowie, Gypsy Kings, Luci- ano Pavarotti, Yehudi Menuhin og Simply Red. Þórunn Sigurðardóttir, stjórn- andi Listahátíðar, segir að sú ákvörðun að halda listahátíð ár- lega sé meðal annars hugsuð til þess að nýta betur þá fjármuni sem varið er í hátíðina auk þess sem það sé orðið afar sjaldgæft að sambærilegar listahátíðir séu haldnar sjaldnar en árlega. Á ný- legum aðalfundi alþjóðasamtaka listahátíða kom í ljós að af þeim hátíðum sem aðild hafa að samtök- unum var listahátíðin í Reykjavík sú eina, fyrir utan listahátíð í Sí- beríu, sem ekki var haldin árlega. „Það er búið að stefna að þessu nokkuð lengi en það hefur tekið tiltölulega stuttan tíma að klára þetta,“ segir Þórunn. Hún segir að við fjölgun listahátíða breytist eðli þeirra að nokkru leyti og að í framtíðinni megi búast við því að hver listahátíð taki fyrir afmark- aðri þætti menningarlífsins en áður. Þannig hafi verið ákveðið að listahátíð árið 2004 verði helguð sviðslistum og árið 2005 verði samtímamyndlist gerð sérstök skil. Þórunn segir að mikil breyting hafi orðið á framboði menningar- efnis á Íslandi á síðustu árum og að skipuleggjendur listahátíðar gæti að því að vera ekki í sam- keppni við aðra aðila sem skipu- leggja menningarviðburði hér á landi. „Við erum ekki að taka það sem er auðvelt fyrir aðra að fram- kvæma og skemma þannig fyrir þeim,“ segir Þórunn. „Við beinum sjónum okkar meira að því að gera hluti sem aðrir geta ekki farið út í, samstarfsverkefni við erlendar hátíðir og verkefni sem hentað geta til útflutnings,“ segir hún. thkjart@frettabladid.is EKIÐ Á HJÓLREIÐAMANN Ekið var á hjólreiðamann á gatnamót- um Hallarmúla og Suðurlands- vegar á miðvikudag. Maðurinn fann til eymsla á höndum og á olnboga. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild. SEXTÁN ÓHÖPP Sextán umferðar- óhöpp urðu í Reykjavík í fyrradag frá hádegi til átta um kvöldið. HAFNAÐI Á GRJÓTVÖRN Ökumað- ur missti stjórn á bílnum sínum á Óshlíð, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals, um fjögurleytið í gær- dag. Slæm akstursskilyrði voru á þessu svæði og hafnaði bíllinn á grjótvörn ofan við veginn. Enginn meiddist en bíllinn er óökufær. Herþotur: Trufla menn mismikið ALÞINGI „Ég hef orðið vitni að því oftar en einu sinni að þær valda gríðarlegu ónæði,“ sagði Stein- grímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, þegar hann spurði utanríkisráðherra hvort hann hygðist gera eitthvað til að bregðast við óánægju með há- vært æfingaflug bandarískra herþotna sem hefðu truflað ró manna og dýra jafnt í bæjum sem sveitum. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra sagði reglur um flug herþotna yfir og við landið unn- ar í góðri samvinnu Flugmála- stofnunar og varnarliðsins og þær hefðu verið endurskoðaðar nýlega. „Ég sé því ekki betur, herra forseti, en málin séu og hafi verið í góðum farvegi.“ ■ ÁREKSTUR Þrír voru fluttir á slysadeild. Reykjavík: Harður árekstur LÖGREGLUFRÉTTIR Árekstur tveggja bíla varð á gatnamótum Miklubraut- ar og Snorrabrautar í fyrradag. Þrír voru fluttir á slysadeild eft- ir áreksturinn en meiðsli þeirra reyndust vera minniháttar. Báðir bílarnir voru dregnir á brott með kranabíl þó nokkuð skemmdir. ■ FRÉTTAB LAÐ IÐ /VILH ELM Stuðningur við innrás í Írak ekki útræddur: Deilt um lögmæti HALLDÓR Rétt að gera innrás. STEINGRÍMUR Innrásina skorti lögmæti. ■ Lögreglufréttir ■ Lögreglufréttir ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR, STJÓRNANDI LISTAHÁTÍÐAR Listahátíðir verða haldnar árlega í Reykjavík og eftirleiðis verður lögð áhersla á að ákveðin tegund menningar verði í brennidepli í hvert sinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A LD ÍS P ÁL S HERÞOTA VARNARLIÐSINS Stjórnmálamenn höfðu misjafnar áhyggjur af flugi þeirra yfir landi. FLEIRI KÆRÐIR FYRIR HRAÐAKSTUR Fjögur hundruð fleiri ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur í um- dæmi lögreglunnar á Hvolsvelli í ár en á sama tíma í fyrra. Þeg- ar hafa 974 ökumenn verið kærðir en voru 578 í fyrra. Lög- reglan segir skýringuna að finna í öflugri löggæslu á veg- um með breyttu vaktakerfi lög- reglunnar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ásatrúarmenn: Forn trú viðurkennd DANMÖRK, AP Ásatrúarsöfnuðurinn í Danmörku mun von bráðar hljóta viðurkenningu hins opin- bera sem sjálfstætt trúfélag. Söfnuðurinn „Forn trú“, sem telur um 240 meðlimi, hefur árum sam- an barist fyrir viðurkenningu hins opinbera. Í fyrra mælti nefnd á vegum kirkjumálaráðuneytisins með því að orðið yrði við beiðni safnaðarins að því tilskildu að sið- ir hans yrðu útlistaðir nákvæm- lega í félagslögunum. Þetta hefur verið gert og er nú aðeins beðið eftir formlegu samþykki kirkju- málaráðherrans. Viðurkenningin felur meðal annars í sér að hjónavígslur leið- toga safnaðarins öðlast lagalegt gildi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.