Fréttablaðið - 07.11.2003, Page 14
14 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR
KONUNGLEG TRÚLOFUN
Spænski krónprinsinn Felipe og unnusta
hans, Letizia Ortiz, veifa til blaðamanna
fyrir utan Pardo-höllina í Madríd í gær eftir
að þau höfðu opinberað trúlofun sína.
MEXÍKÓ, AP Hundruð kvenna hafa
látið lífið eða horfið sporlaust í
borginni Juarez á landamærum
Mexíkó og Bandaríkjanna á und-
anförnum tíu árum.
Yfirvöld í Mexíkó segja að 258
ungar konur hafi verið myrtar í
Juarez síðan árið 1993. Að minns-
ta kosti 93 þeirra voru misnotað-
ar kynferðislega af morðingjun-
um. Mexíkósk og alþjóðleg mann-
réttindasamtök telja aftur á móti
að yfir 300 konur hafi verið myrt-
ar. Einnig hafa tugir ungra kven-
na horfið í Juarez og nágranna-
bænum Chihuahua.
Þrátt fyrir að á annan tug
manna hafi verið handtekinn í
tengslum við rannsóknir á þess-
um morðum hefur aðeins einn
verið dæmdur. Egypskur karl-
maður, búsettur í Bandaríkjun-
um, var dæmdur fyrir að hafa
framið eitt af fyrstu morðunum.
Ráðamenn og mannréttinda-
samtök um allan heim hafa
gagnrýnt mexíkósk yfirvöld
harðlega fyrir aðgerðarleysi í
þessum málum. Rannsóknaraðil-
ar hafa verið sakaðir um skeyt-
ingarleysi og frumstæð vinnu-
brögð. Í síðasta mánuði skipaði
forseti landsins, Vicente Fox,
nefnd sem á að hafa eftirlit með
þeim aðilum sem rannsaka
morðin. ■
Ný stjórnarskrá ESB:
Bretar gefa ekki eftir
LONDON, AP Tony Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands, segir að
Bretar muni ekki gefa eftir
neitunarvald sitt í skattamálum,
varnar- og utanríkismálum í
nýrri stjórnarskrá Evrópusam-
bandsins. Blair áréttaði þetta í
fyrispurnartíma á breska þing-
inu í fyrradag.
Með nýrri stjórnarskrá á öll
ákvarðanataka að verða auð-
valdari innan sambandsins.
Samningar standa enn yfir en
Berlusconi, forsætisráðherra
Ítalíu, sem er í forsæti sam-
bandsins, hefur sagst vilja ná
niðurstöðu fyrir áramót.
Blair segir að stjórnarskráin
breyti ekki í grundvallaratrið-
um stöðu Breta innan ESB og
því sé engin þörf á þjóðar-
atkvæðagreiðslu líkt og stjórn-
arandstaðan hefur krafist. ■
Friðarverðlaunahafa
hótað lífláti:
Fær lífvörð
TEHERAN, AP Íranska lögfræðingn-
um og mannréttindafrömuðinum
Shirin Ebadi, handhafa friðar-
verðlauna Nóbels, hefur verið
skipaður sérstakur lífvörður
vegna ítrekaðra líflátshótana að
undanförnu.
Frá því Ebadi sneri aftur til
Írans eftir að hafa veitt verðlaun-
unum viðtöku, hafa dunið á henni
hótanir og taldi lögregla ekki ann-
að fært en að láta fylgjast með
henni.
Mohammad Ali Dadkhah, tals-
maður mannréttindasamtakanna
CPHR, segir að Ebadi hafi borist
tvö til þrjú hótunarbréf á dag frá
því hún var tilnefnd til Nóbels-
verðlaunanna, 10. október, en ekki
sé ljóst hver eða hverjir hafi sent
bréfin. Útnefning Ebadi var óvænt
en ýmsir höfðu spáð Jóhannesi
Páli páfa II heiðrinum. ■
BLAIR OG BERLUSCONI
Forsætisráðherra Bretlands stendur fast á
kröfu sinni um að halda neitunarvaldi í
skattamálum, varnar- og utanríkismálum í
nýrri stjórnarskrá ESB.
Allt í strand
á Eiðum
Hugmyndir um alþjóðlegt mennta- og menn-
ingarsetur, sem fyrirhugað var að koma á fót
að Eiðum, hafa siglt í strand.
FRÁ EIÐUM
Stórhuga hugmyndir eigenda staðarins hafa siglt í strand eins og sakir standa.
LUNDÚNIR, AP Maður sem var ósátt-
ur við söluverð húss sem hann
ætlaði að kaupa var fundinn sek-
ur um að hafa tekið eigandann í
gíslingu og misþyrmt honum.
Vegna uppsveiflu á fasteigna-
markaði hafði fórnarlambið,
Adam Adamou, hækkað verðið á
húseigninni um sem svarar tæp-
um 32 milljónum íslenskra króna.
Lester Stacey, sem taldi sig hafa
samið um kaupverðið fimm mán-
uðum áður, fór heim til Adamou
og hótaði að skera úr honum
hjartað og plokka úr honum aug-
un. Saksóknarar héldu því fram
að Stacey hefði kýlt Adamou í
andlitið, haldið honum föngnum í
margar klukkustundir og rifið
símann af veggnum til að koma í
veg fyrir að hann gæti hringt á
lögreglu. ■
MENNINGARSETUR Þrátt fyrir stórar
yfirlýsingar í upphafi um starfs-
rækslu alþjóðlegrar mennta- og
menningarmiðstöðvar að Eiðum
hefur lítið þokast og engin starf-
semi hefur farið þar fram að ráði
síðan nýir eigendur tóku við.
Eitt ár er síðan eigendurnir,
Sigurjón Sighvatsson kvikmynda-
framleiðandi og Sigurður Gísli
Pálmason kynntu hugmyndir sín-
ar um nýtingu staðarins með hlið-
sjón af skýrslu sem unnin var sér-
staklega fyrir þá félaga af sér-
skipaðri nefnd. Þær hugmyndir
sem sú nefnd skilaði hafa ekki
komist í framkvæmd.
„Staðan er sú að við erum að
vinna að því fá sveitarstjórn Aust-
ur-Héraðs og ríkið til að koma að
uppbyggingu Eiða með okkur,“
segir Árni Páll Árnason, sem sinn-
ir þessu máli fyrir hönd Sigurjóns
Sighvatssonar hér á landi. „Það er
auðvelt að ana út í eitthvað ævin-
týri sem dregur svo dilk á eftir
sér í mörg ár. Það viljum við forð-
ast og koma Eiðum almennilega á
kortið í samvinnu við fleiri aðila.
Við viljum meina að það hafi já-
kvæð áhrif fyrir alla aðila. Hins
vegar þarf sú starfsemi sem
þarna verður að vera sjálfbær.“
Helga Guðmundsdóttir, for-
stöðumaður fræðslu- og menning-
arsviðs Austur-Héraðs, sagðist
ekki vita til þess að samningar
hefðu verið brotnir en ein megin-
ástæða þess að sveitarstjórnin
seldi Sigurði og Sigurjóni var
framtíðarsýn þeirra um menning-
arsetur á staðnum. „Þarna fór
fram námskeið í sumar sem leið
og Óperustúdíó Austurlands er
rekið þarna í júní á hverju sumri
en að öðru leyti hefur engin menn-
ingarstarfsemi verið á svæðinu
sem ég veit um.“
Áætlanir þeirra Sighvats og
Sigurðar, sem kynntar voru fyrir
ári síðan, gerðu ráð fyrir að Eiðar
yrðu alþjóðlegt umhverfissetur,
sköpunar- og fræðasetur með
áherslu á listræna samvinnu, mið-
stöð verkefna í umhverfismálum
og aðsetur fyrir margþætt önnur
verkefni.
„Ef okkar áætlanir ná fram að
ganga, verður þetta mjög hreyf-
anlegt setur, með gríðarlega mög-
urleika,“ sagði Sighvatur Sigur-
jónsson, þegar kaupin voru um
garð gengin 31. júlí 2001.
albert@frettabladid.is
Ósáttur kaupandi:
Tók eigandann
í gíslingu
YFIRVÖLD GAGNRÝND
Mexíkósk kona mótmælir aðgerðarleysi yfirvalda fyrir utan innanríkisráðuneytið í Mexíkó-
borg.
Hundruð óupplýstra morðmála í Mexíkó:
Konur hverfa sporlaust
17 VÉLAR
á Broadway
LAUGARDAGSKVÖLDIÐ
8. nóvember
kl. 00.00
Miðaverð aðeins kr. 1200.-