Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.11.2003, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 07.11.2003, Qupperneq 18
Það mál sem helst er á baugi núum stundir á Netinu eru hrær- ingar á blaðamarkaði og á tikin.is ritar Guðríður Sigurðardóttir grein undir nákvæmlega þessari sömu fyrirsögn meðal annars: „Er blaðamönnum ekki trey- standi til að viðhafa sjálfstæð vinnubrögð óháð því hver eigandi blaðsins er? Hingað til hafa flestir íslenskir blaðamenn getað sýnt fagmennsku og sinnt óháðri frétta- mennsku en að sjálfsögðu hafa öll blöðin sína ritstjórnarstefnu sem blaðamenn þeirra fylgja. Eignarhaldið sem slíkt er ekkert nýtt mál eða vandamál og óeðlilegt að setja frekari reglur um það en um eignarhald á öðrum fyrirtækj- um. Erfitt er að setja reglur um að einn megi eiga fjölmiðlinn og ann- ar ekki, þá ætti alveg eins að setja reglur um auglýsendur því alveg eins væri hægt að segja stórir aug- lýsendur gætu haft óeðlileg áhrif. Jafnframt væri möguleiki að setja reglur um dreifða eignaraðild eins og vilji er fyrir að gera varðandi áhrifamikil fjármálafyrirtæki.“ Að velta við steinum Á murinn.is skrifar Katrín Jak- obsdóttir og veltir fyrir sér stöðu mála á blaðamarkaði. Þar segir meðal annars: „Nú eru vafalaust margir sem hugsa með sér að lítil eftirsjá sé að DV en það blað hefur verið nátengdast æsifrétta- mennsku undanfarin ár og reyndar líka orðið frægt fyrir að vera fyrst með fréttirnar enda hefur það oft þorað þar sem aðrir fjölmiðlar hafa hikað. En kapp er best með forsjá og stundum hafa fréttirnar reynst tilhæfulausar og oft hefur DV gengið nærri fólki með hamagangi og látum. Það breytir því ekki að þó að ýmislegt megi finna að blaði eins og DV var það nauðsynlegt fyrir ís- lenskan fjölmiðlaheim. Til að ýta á eftir öðrum, velta við steinum sem aðrir voru of fínir með sig til að velta og slá upp hlutum sem maður hefði aldrei nokkurn tíma heyrt annars um - eins og kakkalakkafár- inu í Hafnarfirði á dögunum.“ Sigurvegarinn tapar Margir líta til hinnar gömlu kempu þegar þessi mál eru annars vegar. Á jonas.is lætur Jónas Krist- jánsson gamminn geisa: „Í bardag- anum um DV mun sigurvegarinn tapa. Ef Fréttablaðið eignast DV, mun það tapa stríðinu við Morgun- blaðið. Ef Morgunblaðið eignast DV, mun það tapa stríðinu við Fréttablaðið. Að axla DV felur í sér svo mikla hugsana-, skipulags- og tímabyrði til viðbótar fjárhags- byrðinni, að það sogar athyglina frá hinni raunverulegu samkeppni milli Fréttablaðsins og Morgun- blaðsins. Sigurvegarinn verður blaðið, sem minna lætur truflast af ástæðum, sem varða ekki beint samkeppnina sjálfa. Eini öruggi taparinn er Landsbankinn, sem heldur áfram að tapa, hvernig sem viðrar. Enda er það við hæfi, hann framleiddi vandamálið fyrir tveim- ur árum.“ ■ Tveir alþingismenn voru aðræða saman í útvarpi og báðir voru þeirrar skoðunar að ekki sé unnt að fjölga starfsdögum Al- þingis. Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður er þeirrar skoðun- ar að lengja eigi starf Alþingis í báða enda. Þingmennirnir sögðu það svo sem ágætt þó með því skilyrði að hlé yrðu gerð yfir vet- urinn svo þingmenn fengju tíma til undirbúnings mála og til að hitta kjósendur. Þingmennirnir komu enn og aftur með þá fullyrðingu að starf þingmanna sé svo annríkt að ekki sé hægt að ætlast til að Alþingi sitji nema rétt um hálft ár. Það er með ólíkindum að hlusta á þing- menn enn og aftur halda þessu fram. Það getur ekki verið að starf þingmanna sé svo mikið að þeir geti ekki sinnt þingstörfum nema hluta úr ári. Auðvitað er það svo að meðal þingmanna er dug- legt fólk sem gerir verulegar kröfur til sín og starfsins. Á sama hátt er á þingi fólk sem þarf ekki hálft árið til undirbúnings þing- störfum hinn helming ársins. Reyndar er eflaust líka hægt að þakka fyrir að svo er. Ekki er víst að vel færi ef allir þingmennirnir sextíu og þrír kepptust við að setja okkur lög tólf mánuði á ári. Rök þingmanna eru að þeir þurfi tíma til að vera í kjördæm- unum og hitta kjósendur. Ég hef verið kjósandi í þrjátíu ár og einu sinni hitt þingmann sem var að heimsækja kjósendur og ræða við þá í gamni og alvöru. Það var Jónas heitinn Árnason vestur í Ólafsvík fyrir margt löngu. Þingmenn eiga að segja eins og er. Sumir þeirra hafa ekkert með langan frítíma að gera og koma ekki til þings með alla vasa fulla af málum eftir hálfs árs undir- búningstíma. Eins eru margir þingmenn sem gera ekkert til að hitta kjósendur sína - enda vand- séð hvaða tilgangi það þjónar. Áður fyrr þegar þingmenn voru helst sendisveinar fyrir sitt hérað þurfti sannarlega á þessu að halda - en þess þarf varla í nútímanum. Þá varð að taka mið af lökum sam- göngum og það er gert enn þrátt fyrir allar þær breytingar sem orðið hafa. Á sama hátt og tekið er mið af sauðburði, heyönnum og sláturtíð hvað varðar starfsdaga Alþingis. ■ Mál manna SIGURJÓN M. EGILSSON ■ skrifar um störf Alþingis Hlerað á netinu ■ Netverjar velta fyrir sér hinum kvika blaðamarkaði en þar gerast hlutirnir hratt núna. 18 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Móðurmálshorn Spaugstofunnartók til starfa sl. laugardags- kvöld og kynnti til sögunnar ýmis gagnmerk orð. Eitt þessara orða var „biðþæfingsskaft“. Orðið er afar gagnlegt, ekki síst sem grein- ingarhugtak fyrir stjórnmál. Biðþæfingsskaft er samkvæmt Spaugstofunni notað um stjórn- málamenn, t.d. forsætisráðherra, sem lýsa því yfir tvö ár fram í tím- ann að þeir ætli að hætta í embætti. Pólitískt starf þeirra markast þar af leiðandi af þessari yfirlýsingu eins og dæmi var gefið um í þættin- um úr ræðu forsætisráðherra sem átti í vanda vegna þess að hann „var bara eins og hvert annað biðþæf- ingsskaft“. Sem kunnugt er hefur Davíð Oddsson einmitt lýst yfir að hann hyggist láta af embætti forsætis- ráðherra þegar kjörtímabilið er hálfnað. Hann telst því vera póli- tískt biðþæfingsskaft. En Davíð starfar ekki í tómarúmi og þessi ákvörðun snertir fleiri en hann sjálfan. Halldór Ásgrímsson, sem með þessu varð skyndilega forsæt- isráðherraefni Sjálfstæðisflokksins auk þess að vera forsætisráðherra- efni Framsóknar, er líka pólitískt biðþæfingsskaft. Eins og gefur að skilja hefur þessi staða talsverð áhrif á það hvernig stjórnmálin þróast, rétt eins og dagstimpill á ferskum matvörum hefur áhrif á verslunarhætti í stórmörkuðum. Vörur fara á fleygiferð um verslan- ir og verð hrapar með stórkostleg- um tilboðum þegar síðasti söludag- ur nálgast. Þær hverfa síðan úr hill- um þegar dagstimpillinn er útrunn- inn. Þá tegund stjórnmála – þar sem biðþæfingssköft eru í lykilhlut- verki – er eðlilegt að kalla biðþæf- ingspólitík. Biðþæfingssköft eru víða Össur Skarphéðinsson og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, formaður og varaformaður Samfylkingarinn- ar, hafa talið þennan biðþæfing stjórnarherranna veikja pólitíska stöðu þeirra. Því vekur það sér- staka athygli þegar ein helstu tíð- indin af landsfundi Samfylkingar- innar (ef frá eru taldar nokkrar at- hyglisverðar kanínur úr hatti), er að í stað samræðustjórnmálanna, sem svo mikið hefur verið talað um í þessum flokki, hafa menn nú inn- leitt biðþæfingsstjórnmál. Segja má að fundurinn hafi verið form- legt upphaf á tveggja ára for- mannsslag í flokknum, þar sem gamalkunnugt mynstur úr A-flokk- unum er að banka á dyrnar. Ingi- björg Sólrún varaformaður hefur lýst yfir framboði gegn Össuri Skarphéðinssyni formanni eftir tvö ár. Össur ætlar að líka að vera for- maður eftir tvö ár, þannig að þau eru bæði orðin að pólitískum bið- þæfingssköftum og stjórnmál flokksins, einkum innri málin, orðin að hatrömmum biðþæfingi. Það var trúlega framboð Mar- grétar Frímannsdóttur til for- manns framkvæmdastjórnar sem beindi kastljósi þjóðarathyglinnar að þessari biðþæfingsstöðu. Þar með opnaðist umræðan um slaginn milli formanns og varaformanns upp á gátt, enda átök milli Stefáns Jóns Hafstein og Margrétar al- mennt túlkuð sem átök Össurar og Ingibjargar „a proxi“. Þrátt fyrir ákveðin skilaboð landsfundar- manna um að þeir vildu síður hefja formannsslaginn strax – þeir vildu ekki ,,Jón Baldvin og Jóhönnu“, ,,Ólaf Ragnar og Svavar“, eða ,,Margréti og Steingrím“ – og það að Margrét dró framboð sitt til baka, varð biðþæfingurinn ekki stöðvaður. Svona hlutir hafa til- hneigingu til að öðlast sjálfstætt pólitískt líf. Enda hefur ekki staðið á blammeringum milli formanns og varaformanns síðan. „Jane og Tarzan“ Ingibjörg hafði vitaskuld gefið upp boltann vel fyrir landsfund með yfirlýsingu um formannsfram- boð, sem erfitt er að skilja nema sem vantraust á Össur. Allt tal um að gott sé og sjálfsagt að menn bjóði sig fram hver gegn öðrum virkar hjáróma í eyrum þjóðar sem lærir kvæði Gríms um Goðmund á Glæsivöllum í barnaskóla. Enda er Össur ekki að spara við sig þegar hann svarar varaformanni sínum fullum hálsi. Stuðmenn sungu ein- hvern tíma „þú ert Jane og ég er Tarzan“ en Össur kom í Kastljós Sjónvarps eftir fundinn og sagði „hún er Jóhanna og ég er Jón Bald- vin“. Með þessu kvaðst hann vera að minna á að í Alþýðuflokknum hafi á sínum tíma varaformaður boðið sig fram gegn sitjandi for- manni og tapað. Og gamli sósíalist- inn vitnaði í Marx og Hegel og minnti á að sagan endurtæki sig! Ekki var síður magnað að horfa upp á deilu formanns og varaformanns um samþykkt nýafstaðins lands- fundar um verðtryggingu á hús- næðislánum. Þar gat formaðurinn ekki hamið hneykslun sína á því að varaformaðurinn kæmi fram og lýsti því yfir að æðsta stofnun flokksins hefði samþykkt stefnu flokksins í einhverri fundar- múgsefjun og fyrir slysni! Rétt að byrja Biðþæfingurinn virðist rétt vera að byrja í Samfylkingunni og for- vitnilegt verður t.d. að fylgjast með framtíðarstefnumótuninni sem ein- hvern tímann átti að vera í höndum varaformannsins. Stefnumótunar- sviðin sem kynnt voru til sögunnar á landsfundinum s.s. í heilbrigðismál- um eiga hins vegar að vera undir forustu formannsins. Kannski til- gangurinn sé að varaformaðurinn horfi eingöngu til enn lengri fram- tíðar – svona „flugvallarframtíðar“ – til þess tíma þegar átökum biðþæf- ingstímans og uppgjörinu á næsta fundi er lokið? Ekki er hins vegar víst að það gangi átakalaust fyrir sig, því það er jú einmitt hluti af bið- þæfingsstjórnmálunum að styrkja stöðu sína fram að þessu uppgjöri! ■ ■ Bréf til blaðsins KATRÍN JAKOBSDÓTTIR Ein þeirra fjölmörgu sem skrifar reglulega á Netið en þar er blaðamarkaðurinn mjög til umræðu nú um stundir. Hún segir DV nauð- synlegan fyrir íslenskan fjöl- miðlaheim, m.a. til þess að „slá upp hlutum sem mað- ur hefði aldrei nokkurn tíma heyrt annars um - eins og kakkalakkafárinu í Hafn- arfirði á dögunum.“ Er erfitt að vera á þingi? Um daginnog veginn BIRGIR GUÐMUNDS- SON ■ skrifar um ríkisstjórnina, Samfylkinguna og Spaugstofuna. Biðþæfingssköft Úrval-Úts‡n Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 Keflavík: 420 6000 • Akureyri: 460 0600 Selfossi: 482 1666 www.urvalutsyn.is sta›greitt á mann í tvíb‡li á Hotel Crown Plaza. 50.610 kr.* Ver› frá: * Innifali›: Flug, skattar, akstur til og frá flugvelli, gisting m/morgunver›i í 4 nætur og íslensk fararstjórn. Ekki innifali›: Sko›unarfer›ir. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U R V 2 24 51 10 /2 00 3 A›ventan í Vínarborg er yndisleg me› jólamörku›um og tónleikahaldi. Glæsileg dagskrá og gisting á fyrsta flokks hótelum. Nánar á www.urvalutsyn.is Leiklistar- nám Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar: Eins og flestir vita er leiklistar-deild Listaháskóla Íslands eini staðurinn á Íslandi sem hægt er að sækja sér háskólamenntun í leik- list. Frá barnæsku hefur minn æðsti draumur verið að verða leik- kona og leika á sviði. Ég hef aldrei getað hugsað mér neitt annað starfsheiti. Af því ætlaði ég að sækja um vist í Listaháskóla Ís- lands á komandi ári. Þá rak ég aug- un í að engir nemendur verða tekn- ir inn. Mér brá aldeilis við og ákvað að skrifa leiklistardeildinni bréf og grennslast fyrir um hvernig stæði á þessu. Hvort um væri að ræða hið reglubundna fjórða ár sem enginn nemandi er tekinn inn. Ég fékk mjög skilmerkilegt svar um hæl sem sagði að Leiklistarskóla Íslands hefði verið breytt í leiklistar- deild innan Listaháskólans. Til stæði að endurskoða það fyrirkomulag að taka ekki inn nemendur fjórða hvert ár. Slík áform hefðu ekki tekist fyrir komandi ár. Mér finnst leiðinlegt að aðeins einn skóli á Íslandi bjóði upp á leik- listarmenntun á háskólastigi. Þegar svona stendur á hefur maður þann einn kost vænstan að flýja land til að læra það sem manni langar til svo ekki sé minnst á allan pening- inn sem það kostar. Ég skora á stjórnvöld að bæta úr þessu máli til að viðhalda menningu og listrænum þroska á Íslandi um ókomna framtíð. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Hræringar á blaðamarkaði

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.