Fréttablaðið - 07.11.2003, Síða 19
19FÖSTUDAGUR 7. nóvember 2003
Búið er að stofna samtök semmunu vinna m.a. að réttindamál-
um fjölskyldna barna með sérþarfir.
Samtökin hyggjast stofnsetja óháða
ráðgjafarmiðstöð sem nefnd hefur
verið Sjónarhóll. Miðstöðinni er ætl-
að að verða miðpunktur allrar þjón-
ustu og upplýsingagjafar til þessara
fjölskyldna og er óhætt að segja að
hún muni valda straumhvörfum í
réttindabaráttu barna sem eiga við
erfið og langvarandi veikindi og
fötlun að stríða.
Sem starfandi leikskólastjóri í
leikskólanum Múlaborg gleðst ég
yfir þessu merka framtaki, því ég
trúi að það komi öllum foreldrum
til góða að eiga sér öflugan tals-
mann líkt og leiðsögumann til
markvissrar sérfræðiþjónustu. Ég
lít svo á að öll höfum við okkar sér-
þarfir, sem að mestu leyti er hægt
að uppfylla.
Völundarhús velferðarkerf-
isins – vandinn
Öðru máli gegnir um sérþarfir
barna sem verða til vegna einhvers
konar þroskaseinkunar eða þroska-
hindrunar og enn fremur þar sem
framtíðarspár um andlegan eða lík-
amlegan þroska eru óljósar. Opin-
berir aðilar s.s. Greiningar- og ráð-
gjafastöð ríkisins, heilsugæslan og
ráðgjafadeildir leikskólanna sjá um
að vinna þroskamat hjá barninu
samkvæmt beiðni foreldra. Í sam-
ræmi við niðurstöður matsins er
leitað bestu leiða í meðferð kennslu
og uppeldi í leikskólum landsins og
síðar á grunnskólastigi.
Eftir að þroskamat barnsins ligg-
ur fyrir eru foreldrar upplýstir og
þeim leiðbeint í samræmi við niður-
stöður matsins. Endurmat á þroska-
mati þarf að vera með jöfnu tíma-
bili. Alltaf er verið að leita bestu
leiða fyrir barnið.
Fram að þessu hefur vitneskju og
reynslu í þessum málaflokki verið
að finna á ótal mörgum stöðum í
samfélaginu og fyrir vikið hafa for-
eldrar þessara barna oft villst af leið
um stuðningsúrræði kerfisins, jafn-
vel týnst þar eða hreinlega gefist
upp við að sækja sér rétt barna
sinna um fullnægjandi og lögbundna
þjónustu við þau. Það hefur því lengi
vantað einn stað þar sem foreldrar
barna með sérþarfir geta samræmt
stuðningsúrræði fyrir barn sitt til
betra lífs.
Óháð ráðgjafarmiðstöð
Sjónarhóll mun styðja foreldra í
nýju og krefjandi hlutverki sem for-
eldrar barna með sérþarfir upplifa.
Hlutverki sem kallar á óöryggi for-
eldra, því óteljandi spurningum er
ósvarað. Mikilvægt er að styðja for-
eldra í sálrænum og félagslegum
átökum sem þeir eiga í. Sjónarhóll
mun gefa góðar upplýsingar um
hvar foreldrar geta fengið þjónustu
og upplýsingar um hvaða réttindum
þeir eigi rétt á innan samfélags okk-
ar. Sjónarhóll mun skapa aðstæður
þar sem komið er á tengslum við
foreldra annara barna með svipaðar
sérþarfir. Sjónarhóll mun efla
fræðslu til foreldra og fjölskyldna
barna með sérþarfir sem og þeirra
sem koma að uppeldi barna almennt.
Sjónarhóll mun leita að færum leið-
um í uppeldi og til kennslu barna
með sérþarfir. Reynsla Sjónarhóls
auðveldar opinberum aðilum mark-
vissari ákvörðunartöku í málefnum
barna með sérþarfir.
Ég álít að tilkoma ráðgjafarmið-
stöðvar sem Sjónarhóll stendur fyr-
ir muni auðvelda mörgum fjölskyld-
um lífið. Til hamingu, þið framfara-
menn og -konur. ■
Tímamót í málefnum foreldra barna með sérþarfir Umræðan
ARNDÍS
BJARNADÓTTIR
■
leikskólastjóri skrifar
um ráðgjafarmiðstöð-
ina Sjónarhól.
Umræðan
PÉTUR TRYGGVI
HJÁLMARSSON
■
gull- og silfursmiður
skrifar um snjóflóða-
varnargarða.
Um
umhverfis-
sköpun
Það er dásamlegt að fá verð-laun. Svo virðist sem jafnvel
séu veitt verðlaun fyrir hvað sem
er. En oft er það svo með viður-
kenningar að þær segja meira um
þá sem veita þær heldur en þá
sem fá þær. Stund-
um er viðurkenn-
ingin veitt ein-
hverju því sem
pöpullinn á erfitt
með að sætta sig
við. En eftir veit-
inguna verða flest-
ir sáttir og jafnvel
stoltir af að fá að
snerta viðurkennd-
an óskapnaðinn.
Þeir eru til dæmis
ófáir níðingarnir í heiminum sem
hafa verið heiðraðir.
Þar sem landslag hefur verið
metið ljótt eða hættulegt er kallað
til mannfólk, sem hefur meiri gáf-
ur en frumkrafta, til að umskapa
náttúruna þannig að hún falli vel
inn í umhverfið. Einhverjar rann-
sóknir segja að fólki líði betur í
sérhönnuðu og verðlaunuðu um-
hverfi. Ef einhverjum líður öðru-
vísi en niðurstaða rannsóknar
færði sönnur á, er hann ekki nor-
mal. Einhverra hluta vegna sækir
fólkið samt í umhverfi frumkraft-
anna þegar það hefur tíma til eig-
in ráðstöfunar. Þar líður fólki
best, hvað sem rannsóknir segja.
Vinnuvélalandslag
Þeim stöðum fer fækkandi hér
á landi þar sem ekki hefur verið
komið fyrir flekkjum grenitrjáa
sem mynda æxli til „fegrunar“
ósnortinnar náttúru. Og nú er
komið að því að verðlauna nýjasta
„hitt“ verktakamáttarins, sem er
snjóflóðavarnargarðar.
Bent hefur verið á að hleypa
má snjósöfnun niður í litlum
hættulausum spýjum áður en
snjómagnið verður óviðráðanlegt.
En sú aðferð er ekki verktakavæn
og fær þess vegna ekki medalíu.
Sést hefur stórfenglegra lands-
lag en vinnuvélalandslag. En það
landslag er aldrei verðlaunað
vegna þess að enginn makar krók-
inn á þeirri sköpun og enginn veit
hverjum á að veita heiðurinn. ■
■
Sést hefur stór-
fenglegra
landslag en
vinnuvélalands-
lag. En það
landslag er
aldrei verðlaun-
að vegna þess
að enginn mak-
ar krókinn á
þeirri sköpun.