Fréttablaðið - 07.11.2003, Page 22

Fréttablaðið - 07.11.2003, Page 22
22 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR ■ Andlát ■ Jarðarfarir ■ Afmæli Þennan dag árið 1940 hrundifjögurra mánaða gömul brú yfir sundið Tacoma Narrows í Washington-ríki á vesturströnd Bandaríkjanna. Brúin var rúmlega 280 metra löng og var þrjú ár í smíðum. Til að spara kostnað var hún höfð óvenju mjó. Þann 1. júlí árið 1940 var um- ferð hleypt yfir hana í fyrsta sinn, og þann dag var mikið við haft. Fljótlega tóku ökumenn eftir því að jafnan þegar hvessti, þótt ekki væri nema lítillega, tók brúin að sveiflast til hliðanna og stund- um snerist upp á hana. Þegar mjög hvasst var í veðri sögðust ökumenn sjá bílana á undan hverfa sjónum nokkrum sinnum á meðan ekið var yfir brúna. Fáir virtust þó óttast þessa óvenjulegu hegðun brúarinnar. Þvert á móti gerði fólk sér að leik að aka yfir hana þegar hvessti og skemmti sér hið besta í sveifl- unni. Þann 7. nóvember mældist vindhraðinn 18 metrar á sekúndu og þá lét brúin undan, þrátt fyrir að hún hafi átt að þola mun meira. Ekkert manntjón varð, enda hafði verið lokað fyrir umferð. Hundur einn hrapaði þó niður og sást ekki aftur. Ljósmyndari nokkur gat með naumindum forð- að sér á hlaupum. ■ Ef satt skal segja hef ég ekkihaldið upp á afmælisdaginn minn síðan ég var tíu ára og ég á ekki von á að á því verði breyt- ing,“ segir Jakob Möller lögmað- ur, sem í dag er 63 ára. Jakob segir að á tíu ára afmæl- isdeginum hafi móðir hans haldið myndarlegt afmælisboð og hann boðið vinum og skólafélögum í af- mælið. „Ég fékk mikið af góðum bókum í afmælisgjöf og eins mik- ill bókaormur og ég er vildi ég helst af öllu byrja að lesa. Ég reyndi því að draga mig frá en móðir mín var ekki ánægð með það og vildi að ég blandaði geði við gestina. Ég neyddist til þess en hét því um leið að ég skyldi aldrei halda upp á afmælið mitt aftur. Ég hef staðið við það en það kemur ekki síður til vegna þess að ég hef alls ekki gaman f því að vera miðpunktur athyglinnar,“ segir Jakob og hlær við minning- una. Hann segir að fjölskylda hans virði það við hann og sé því ekki með neina viðhöfn þennan dag. Systkinin hans hringi og óski hon- um til hamingju en fátt annað minni á afmælisdag. „Ég kann því mjög vel en það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki gaman af að vera í afmælisboðum hjá öðrum og mannfagnaður á prýðilega vel við mig; aðeins ef ég þarf ekki að vera miðpunkturinn,“ segir Jakob. Á stórafmælum lætur hann sig gjarnan hverfa í burtu til að minna ekki óþarflega á sig og fer þá oftast eitthvað til útlanda. „Ég hef komist upp með þetta og þarf ekki að hugsa fyrir stórafmæli fyrr en eftir sjö ár. Ég reikna með að ég hugsi á svipaðan máta þá.“ Jakob rekur lögmannsstofuna Logos ásaamt fleiri lögmönnum og í dag verður stofan lokuð vegna stefnumótafundar sem haldinn verður fyrir utan borgina. Hann segir að það sé nauðsynlegt að komast í burtu og vinna saman í friði. Í frítímanum les Jakob mikið, er algjör fréttafíkill og fer því nokkur tími í að fylgjast með fjöl- miðlum. „Ég stunda golf af mikilli ánægju en minni hæfni. Það er ekki langt síðan ég byrjaði í golf- inu en finnst óskaplega gaman,“ segir Jakob Möller. ■ Afmæli JAKOB MÖLLER ■ Lögmaðurinn Jakob er 63 ára í dag. Hann ætlar ekki að halda upp á daginn nú fremur en síðustu fimmtíu ár. ■ Þetta gerðist 1916 Jeannette Rankin tekur fyrst kvenna sæti á Bandaríkjaþingi. 1940 Franklin D. Roosevelt er í þriðja sinn kosinn forseti Bandaríkjanna. 1951 Söngvarinn Frank Sinatra og leik- konan Ava Gardner ganga í hjónaband. 1957 Fyrsti Trabantinn er framleiddur í bílaverksmiðjunni í Zwickau í Austur-Þýskalandi. 1972 Richard Nixon er endurkosinn í forsetaembætti Bandaríkjanna. Hann sagði af sér árið 1974 vegna Watergate-málsins. 2000 Samvöxnu tvíburarnir Jodie og Marie eru aðskildar í Lundúnum, tæplega þriggja mánaða gamlar. Fyrir fram var vitað að Mary myndi deyja, en Jodie lifir af að- gerðina. BRÚARHRUNIÐ Sérfræðingar eru ekki á einu máli um ástæðu hrunsins, en flestir telja vindinn hafa magnað upp sveiflur á eigintíðni brú- arinnar með þessum afleiðingum. Tacoma-brúin hrynur BRÚIN YFIR TACOMA NARROWS ■ Splunkuný brú vestantil í Bandaríkjun- um hrundi með stæl þegar vind hvessti svolítið. 7. nóvember 1940 Leiðist eigin afmæli Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 39.940kr. Prag Sértilbo› 27. nóv. Ver› frá á mann í tvíbýli. Innifalið: Flug, gisting með morgunverði í 3 nætur á Tulip Inn hótelinu, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Ekki innfalið: Akstur til og frá flugvelli erlendis kostar 1.700 kr. á mann. Akstur og skoðunarferðir þarf að bóka á skrifstofu í síma 535 2100 fyrir brottför. Prag er ein fallegasta borg Evrópu og b‡›ur upp á ótal möguleika. Hægt er a› sko›a gamla mi›bæinn, setjast inn á eitt af ótal kaffihúsum borgarinnar, versla, fara í söfn e›a göngufer› vi› ána og á Karlsbrúna. Miki› úrval veitingasta›a er í borginni flar sem bæ›i er bo›i› upp á tékkneskan og vestur- evrópskan mat. Menningar- og skemmtanalífi› er öflugt í bænum: Leikhús, tónleikar, ballet, ópera, brú›uleikhús, Svarta leikhúsi›, vínkjallarar, spilavíti, barir og kaffihús. JÓNAS GUÐMUNDSSON, SÝSLUMAÐUR BOLVÍKINGA Hann hefur stofnað félag sem hefur það að markmiði að leggja nýjan veg úr Gils- firði um Arnkötludal og Gautsdal yfir í Hólmavík. ??? Hver? Jónas Guðmundsson, sýslumaður í Bol- ungarvík. ??? Hvar? Ég er staddur heima hjá mér í hádegis- mat. ??? Hvaðan? Ég er úr 101 Reykjavík. ??? Hvað? Við viljum veg sem fyrst á milli Gilsfjarð- ar og Hólmavíkur um Arnkötludal og Gautsdal. Það styttir heilsársleiðina um 40 kílómetra fyrir flesta Vestfirðinga. ??? Hvers vegna? Við teljum hana hagkvæmasta þegar á allt er litið. Í stað þess að aka Strandir í Hólmavík er ekið yfir Gilsfjarðarbrú og þessa leið til Hólmavíkur. ??? Hvernig? Hugsunin er að fá fyrir kostnaði með veggjöldum svipað og um Hvalfjarðar- göng. ??? Hvenær? Hönnun tekur tvö ár og vegagerð gæti í fyrsta lagi hafist eftir það. JAKOB MÖLLER Hann verður í vinnu- ferð í dag með lög- mannsstofunni Logos en hann gefur lítið fyrir að vera mið- punktur athyglinnar. Andrés Hannesson frá Litlu Háeyri, Eyrarbakka, lést mánudaginn 20. októ- ber. Útförin fór fram í kyrrþey. 13.30 Guðrún S. Guðmundsdóttir verð- ur jarðsungin frá Bústaðakirkju. 13.30 Sigríður Rósa Þórðardóttir, Hrafnistu, Hafnarfirði, verður jarð- sungin frá Áskirkju. 14.00 Ingólfur Arnarson Stangeland verður jarðsunginn frá Siglufjarð- arkirkju. 14.00 Haukur Ingason, Hlíðarvegi 5, Ytri-Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju. 15.00 Stefanía Guðmundsdóttir, áður Hjaltabakka 28, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleik- ari, 57 ára. Gunnar Stefánsson, ritstjóri Andvara, 57 ára. . Ingibjörg Hafstað, 56 ára. Gylfi Páll Hersir, 52 ára. Eiður Guðnason sendiherra, 64 ára. Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur, 43 ára. LEON TROTSKÍ Rússneski byltingarmaðurinn fæddist árið 1879. Hann féll reyndar í ónáð og var myrtur í útlegð í Mexíkó árið 1940. ■ Persónan FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.