Fréttablaðið - 07.11.2003, Side 26
Egils Pilsner er ný íslensk bjór-tegund sem nú er til sölu í nær
öllum verslunum ÁTVR. Egils
Pilsner er ódýrasti bjórinn á
markaðnum en 0,5 lítra umbúðir
kosta 149 krónur. Egils Pilsner
kom á markaðinn 1. september og
viðtökurnar hafa verið mjög góð-
ar. Bruggmeistarar Ölgerðarinnar
unnu að þróun hins nýja Egils
Pilsners í nokkra mánuði en bjór-
inn er byggður á Egils Pilsner létt-
bjórnum sem bruggaður hefur
verið síðan 1917. Hann flokkast
undir pilsen bjór og er 4,5% að
styrkleika. Að sögn Guðmundar
Mar Magnússonar, bruggmeistara
Ölgerðarinnar, er bjórinn ljós-
brúnn á lit og ber keim af malt-
korni, örlítilli sætu og beisku en
mildu bragði.
Til fróðleiks má geta þess að
sambærilegar bjórtegundir í Dan-
mörku í 0,5 lítra umbúðum kosta
tæplega 110 krónur en Egils
Pilsner kostar 149 krónur.
Opinber gjöld nema tæpum
82% af verði Egils Pilsner. Þar ber
hæst áfengisgjaldið en það er
44,3% af söluverðinu. Séu áfengis-
gjöldin dregin frá er Egils Pilsner
12% ódýrari en sambærilegur
bjór í Dan-
mörku. Að
sögn Önnu
Maríu Árna-
dóttur hjá Öl-
gerðinni hef-
ur Ölgerðin
mætt kröf-
um neytenda
um mjög
góðan bjór á
lágu verði með tilkomu Egils
Pilsner bjórsins en markmið Öl-
gerðarinnar er að Egils Pilsner
verði alltaf ódýrasti bjórinn í
ÁTVR. ■
Sigmar B. Hauksson matgæðing-ur er sérfræðingur þegar kem-
ur að villibráð og er einn af þeim
sem fara og sækja sína villibráð
sjálfir. Þó rjúpur séu í mestu uppá-
haldi hjá Sigmari er hann næstum
jafn hrifinn af hreindýrakjötinu.
„Ég fór nýlega og felldi einn tarf,“
segir Sigmar og brosir að einfeldni
blaðamanns sem spyr hvort ekki sé
erfitt að fella svo fallegt dýr. „Það
er nú þannig að það þarf að halda
stofninum niðri svo landið geti bor-
ið þennan fjölda hreindýra. Auk
þess veit fólk oft ekki að náttúru-
legur dauði villtra dýra er mjög
kvalafullur. Það er ekki eins og hjá
okkur mönnunum, sem verðum
veikir, förum á spítala og fáum
töflur við verkjunum. Þegar dýrin
verða gömul hætta þau að geta étið
þannig að þau veslast upp. Minni
bráð, eins og til dæmis rjúpan, sem
mikið hefur verið í umræðunni upp
á síðkastið, er yfirleitt étin af ein-
hverjum, tófu, fálka eða öðru rán-
dýri, þannig að það að vera felldur
af veiðimanni er kannski besti
kosturinn í stöðunni,“ segir Sig-
mar.
Tarfinn felldi Sigmar við rætur
Snæfells, en hann segist aðspurður
ekki geta séð áður en hann fellir
dýrið hversu gamalt það sé.
„Við getum séð af hvaða kyni
dýrið er og kannski áttað okkur ör-
lítið á aldrinum eftir stærð horn-
anna, en aldurinn getum við ekki
greint nákvæmlega. Reyndir
hreindýramenn geta stundum séð á
feldinum hvort um er að ræða
gamalt dýr eða ungt. Kjötið þykir
þó best af kvígum, en af ungum
tarfi er það líka ljómandi ljúf-
fengt.“
Sigmar lætur kjötiðnaðarmenn
um að verka kjötið, sem er verkað
á svipaðan hátt og um nautgrip
væri að ræða. „Bestu hlutar dýrs-
ins eru hryggvöðvarnir og lund-
irnar, en allir hlutar skepnunnar
eru mjög góðir.“
Hreindýrakjöt er mjög dýrt, en
Sigmar segir það eðlilegt miðað við
að kvótinn er ekki stór. „Hrein-
dýraráð ákveður á hverju ári
hversu mörg dýr má fella og flest-
ir veiðimenn hirða dýrin sín sjálfir.
Það er þess vegna lítið framboð á
markaði. Reyndar eru flutt inn dýr
frá Norðurlöndunum og Græn-
landi, en þau þykja ekki jafn bragð-
mikil. Okkar hreindýr ganga í fjall-
lendi og éta kjarnmikinn gróður,
þannig að þau eiginlega krydda sig
sjálf,“ segir Sigmar, sem notar
hvert tækifæri til að elda ljúffenga
hreindýrasteik.
Hann leiðbeinir lesendum um
hvernig hægt er að elda hreindýr á
einfaldan hátt.
edda@frettabladid.is
matur o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um mat og drykk
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: matur@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is
Íslenskt hreindýrakjöt:
Ljúffengt og bragðmikið
og kryddar sig sjálft
SIGMAR B. HAUKSSON
Felldi glæsilegan hreindýrstarf við Snæfell. Hann segir að mesti tíminn í
veiðiferðinni fari í að leita að dýrunum, sem dyljast vel í landslaginu.
Egils Pilsner fæst í nær öllum Vínbúðum:
Ódýrasti bjórinn í
0,5 l umbúðum
Lime
Er sítrusávöxtur náskyldursítrónunni, en safameiri og
mildari. Lime vex meðal ann-
ars á Fílabeinsströndinni, í
Brasilíu og Vestur-Indíum. Það
er oft notað í suðræna rétti. Þá
þykir safinn úr þessum súr-
sæta ávexti henta vel í ýmsa
kokkteila og drykki. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
Jólaævintýrið
hefst 27. nóvember
Borðapantanir eftir kl. 14
í síma 551 9555
www.argentina.is
N Ý R M A T S E Ð I L L
Villibráð
restaurant bar take-away
Sólin rís í austri Nýr veitingastaður
Aðalstræti 12
sushi, salöt, misósúpur,
curries, núðlur og grillréttir
opið í kvöld frá kl.17.30
Villibráðarkvöld verður þann 8. nóvember
á Hótel Ólafsvík og dansleikur um kvöldið.
Verð með gistingu í tveggja manna herbergi
kr. 8.500 á mann.
Pantanir í síma 430 1650
Hótel Ólafsvík
Villibráðarkvöld
Ostrur
Laxatartar
Kryddlegin hörpuskel
Tandori steinbítur
Sverðfiskur með tómat chutney
Sinnepsleginn skötuselur
með grænum pipar