Fréttablaðið - 07.11.2003, Page 28
7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR
Frá Cote du Rouffach ekrunni á Haut-Rhin svæðinu í Alsace kemur þetta
kryddaða, þykka og mikla Gewurztraminer
frá framleiðandanum Rene Muré. Það gef-
ur af sér gríðarlega skemmtilega angan af
hunangi, aprikósum og sætu kryddi sem
einnig endurspeglast í bragðinu. Feikilegt
eftirbragð, langt og viðvarandi með örlít-
illi sætu í byrjun en endar í þurrum
ávöxtum.
Rene Mure Gewurztraminer Cote de
Rouffach er frábært vín með austurlensk-
um mat, til dæmis indverskum kormarétt-
um, en hentar einnig með ýmsum ostum.
Fæst í flestum stærri Vínbúðum og
kostar 1.490 kr.
Kryddað, þykkt og
mikið hvítvín
Nú er tími villibráðarhlaðborðaog fjöldi veitingahúsa sem
býður upp á girnilega og framandi
villibráðarrétti. Björn Bragi
Bragason, matreiðslumeistari í
Perlunni, segir að margt spenn-
andi sé á villibráðarborðinu.
„Forréttirnir eru til dæmis
hreindýra- og gæsa-carbage,
reyktur áll og birki- og taðreykt-
ur lax svo eitthvað sé nefnt. Í að-
alrétt er meðal annars boðið upp
á gæs í tveimur útfærslum, anda-
bringur og hreindýr.“ Hann segir
því miður engar rjúpur á boðstól-
um og að ekki sé heldur boðið upp
á hvalkjöt, en hreindýrið sé mjög
vinsælt. „Fólk er mjög duglegt að
smakka á öllum réttunum, og
undantekningarlaust mjög
ánægt,“ segir Björn Bragi. Hlað-
borðið í Perlunni stendur til 12.
nóvember.
Á Hótel Loftleiðum er líka villi-
bráðarhlaðborð, en þar er meðal
annars boðið upp á dúfu-terrene,
skötuselslifur og heitreyktan háf.
Reynir Magnússon matreiðslu-
meistari segir skötuselslilfrina
falla í góðan jarðveg hjá mörgum,
en þó sé það þannig að annað
hvort finnist fólki hún algjört
gómsæti eða algjört óæti.
„Svo erum við auðvitað með
hefðbundna villibráð eins og
hreindýr, endur, gæs og lunda, að
ógleymdum rjúpunum, sem við
eigum síðan í fyrra. Nú erum við
með svo góðar frystigeymslur að
rjúpan hefur geymst vel.“
Reynir segir að fólk reyni að
smakka sem flest og sé allsendis
óhrætt við að prófa eitthvað nýtt.
Villibráðin verður í boði á Hót-
el Lofteiðum til 15. nóvember, en
þá taka jólahlað-
borðin við. ■
Að nota hrísgrjónaafganga tillummugerðar er gömul ís-
lensk matarhefð sem virðist vera
á undanhaldi enda er margt annað
hægt að gera við köld hrísgrjón.
Mínir hrísgrjónaafgangar fara
oftast í að búa til þetta salat sem
er svo ávanabindandi að ég sýð
gjarnan allt of mikið af hrísgrjón-
um svo örugglega verði afgangur
til salatgerðarinnar, og stundum
fyllist ég fíkn og sýð hrísgrjónin
jafnvel sérstaklega svo hægt sé
að halda hrísgrjónasalatveislu.
Það er í raun hægt að nota nánast
hvaða grænmeti sem er í þetta
salat, því ediksblandan er að-
altrixið, en hér kemur tillaga sem
virkar alveg sérstaklega vel.
5-6 bollar soðin, köld hrísgrjón
1 gul paprika
1/2 púrra
6–8 sneiðar sólþurrkaðir tómatar
1 dós túnfiskur í bitum
1 1/2 bolli soðnar svartar baunir (gular
baunir eða nýrnabaunir líka í lagi)
2 harðsoðin egg
4 msk. edik (sushi edik lang best)
3 msk. ólífuolía
2 tsk. hunangs dijon sinnep
2 msk. ristuð graskersfræ (má sleppa)
Þeytið edik, ólífuolíu, sinnep og
nýmalaðan pipar saman í skál
með gaffli. Brytjið grænmetið og
saxið púrruna. Hellið vatninu vel
af túnfisknum og blandið öllu
saman við hrísgrjón og baunir.
Hellið svo ediksósunni yfir og
veltið öllu vel saman. Skerið egg-
in í báta og raðið ofan á salatið.
Gott að strá ristuðum graskers-
fræjum yfir. Berið fram með góðu
brauði.
Kostnaður samtals: Örugglega
undir 600 kr. ■
Hrísgrjónasalat
VILLIBRÁÐARHLAÐBORÐIN KITLA BRAGÐLAUKANA
Margt að smakka, bæði hefðbundin villibráð og framandi réttir.
Til hnífsog skeiðar
GUÐRÚN
JÓHANNSDÓTTIR
■
Eldar handa minnst
fjórum fyrir 1.000 kr.
eða minna.
Villibráðarhlaðborð:
Hreindýr, háfur
og skötulselslifur
Kexsmiðjan:
Átta
tegundir
Jólasmákökurnar frá Kexsmiðj-unni eru komnar í verslanir.
Hægt er að kaupa piparkökur,
dropakökur, vanillufingur með
súkkulaði, kókosappelsínukökur,
súkkulaðibitakökur, loftkökur,
kókostoppar og jólamix, sem er
blanda af fjórum vinsælum teg-
undum.
Að sögn Styrmis Þorgeirsson,
sölustjóra Kexsmiðjunnar, eru
vinsældirnar alltaf að aukast og
skýrir hann það meðal annars
með því að fólk sé hætt að baka
heima. „Svo er hráefnið hjá okkur
mjög gott og kökurnar mjög góð-
ar.“
Kexsmiðjan var stofnuð árið
1997, og hóf framleiðslu á jólakök-
um sama ár. Kökurnar fást í öllum
helstu matvöruverslunum. ■
SMÁKÖKUR
Átta tegundir og hér er sýnishorn þeirra.
Vín vikunnar René Mure Gewurztraminer
FISKBÚÐIN HAFBERG
TÚNFISKUR
verð 1190-1990 kr/kg
STÓR HUMAR
RISA HÖRPUSKEL
RISA RÆKJA
TÍGRISRÆKJA Á SPJÓTI
SÚPUHUMAR 1090 kr/kg
ÚRVAL FISKRÉTTA Í OFNINN
Gnoðarvogi 44, sími 588 8686