Fréttablaðið - 07.11.2003, Page 30

Fréttablaðið - 07.11.2003, Page 30
Fæstir gera sér grein fyrir þvífyrr en á hólminn er komið að val á barnavagni fyrir nýja krílið getur verið flókið og erfitt ferli. Foreldrar eru yfirleitt ekki bara að kaupa burðarrúm á fjórum hjólum heldur farartæki og svefnstað fyr- ir barnið sem verður nær daglega í notkun næstu eitt til tvö árin. Og þá skiptir máli að vagninn hlífi fyrir veðri og vindum, sé þægilegur og öruggur og að auðvelt sé að aka honum um götur bæjarins, jafnt í sólskini og slyddu. Hafa verður ákveðin öryggis- atriði í huga. Vagnar ættu til dæm- is að vera með belti eða beisli og börnin alltaf óluð niður á meðan þau eru í vagninum. Bremsurnar þurfa jafnframt að vera í lagi. Sumir vagnar eru sérstak- lega styrktir k r i n g u m höfðalagið og þola þar meiri högg. Gott er að festa kaup á flugnaneti og hlífðarplasti sem ver gegn rigningu og roki um leið og vagninn er keyptur. Góð- ur kerrupoki er ómissandi fyrir veturinn og ef barnið á að sofa úti má ekki blása gegnum vagninn. Þegar búið er að tryggja öryggi og þægindi barnsins má einnig huga að þægindum foreldranna. Líkt og með bílana virðist enda- laust hægt að bæta við útbúnaðinn og í flottustu verslununum má sjá sannkölluð túrbó-farartæki með stillanlegu handfangi, beygjum að framan, grófum loftdekkjum og fleiri kostum sem ekki var mikið spáð í þegar amma var ung. Flestir vilja að hægt sé að brjóta vagninn saman með lítilli fyrirhöfn og gott er að kanna hvort hann passar í skottið á bílnum áður en gengið er frá kaupunum. Einnig er gott að hafa í huga að vagninn sé nógu langur þannig að hann endist fram á annað aldursár barnsins. Íslensk börn eru yfirleitt frekar stór og það kemur sumum foreldrum á óvart þegar fætur barnsins fara allt í einu að standa upp úr nýja fína vagninum. Svokallaðir kerruvagnar eru vinsælir þessa dagana, en hægt er að breyta þeim í kerru með nokkrum handtökum og jafnvel snúa þeim við þannig að barnið snúi í akstursstefnu. Síðast en ekki síst skiptir útlitið alltaf einhverju máli. Hver vill láta góma sig í gönguferð með auga- steininn liggjandi í hallærislegri druslu? Sumir vilja bara gamlan flottan Silvercross-vagn og skeyta börn o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur börnum Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: born@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is Kristín Helga Gunnarsdóttir, rit-höfundur og blaðamaður, er krökkum að góðu kunn fyrir barna- bækur sínar, en þær eru orðnar níu talsins. Nú er að koma út hjá Máli og menningu ný barnabók eftir Kristínu Helgu, Strandanornir. „Ég vann þessa bók norður á Ströndum, á Hólmavík, nýtti mér heimildir á Galdrasafninu þar og notaðist að auki við þjóðsagnasafn Jóns Árna- sonar og fleira. Þetta er skáldsaga úr nútímanum þar sem stuðst er við atburði á íslensku galdraöld- inni, segir Kristín Helga. „Nei, sag- an á ekkert skylt við Harry Potter, þetta er okkar þjóðsagna- og sögu- arfur,“ segir hún. „Kaflarnir eru skreyttir með galdrastöfum úr Jóni Árnasyni, en formæður okkar og - feður notuðu stundum galdrastafi til að gera sér lífið bærilegra.“ Get- ur maður þá galdrað yfir sig alls konar hluti við lesturinn? „Ja, hver veit?“ segir Kristín Helga leyndar- dómsfull. Hún hefur aldrei sett aldurs- mörk á bækurnar sínar, sem eru hugsaðar sem fjölskyldubækur, en veit ekki nema hún þurfi að setja aldurstakmark á þessa. „Það er vakinn upp draugur í upphafi sögu og ekki kveðinn niður fyrr en í lok- in, þannig að kannski við segjum að þetta sé saga fyrir 8-108 ára.“ Kristín Helga hefur áður sótt í þjóðsagnaarfinn, í bók sinni Millj- ón steinar og hrollur í dalnum. Uppáhaldsbækur Kristínar Helgu eru því fyrst og síðast þjóðsögurn- ar, en sú persóna sem hún heldur mest upp á úr barnabókmenntun- um er Lína Langsokkur. „Ég held að hún hafi alltaf verið og sé enn mín aðalfyrirmynd. Ég vona svo innilega að við Lína eigum eitthvað sameiginlegt,“ segir Kristín Helga, og minnir sannarlega á Línu með rauða hárið sitt og prakkaralegt brosið. ■ Kristín Helga Gunnarsdóttir: Vill líkjast Línu Langsokki Nýtísku barnavagnar: Tryllitæki með flottum aukabúnaði s í m i 5 5 3 8 0 5 0 • w w w . e c c o . c o m ÞURRIR OG HEITIR FÆTUR Í BARNASKÓM FRÁ ECCO Ecco Kids 73992-3 Stærðir: 27-40 Litir: Svart og silfur Ecco Kids 70271-3 Litir: Svart, vínrautt og rautt Ecco Kids 70301-3 Litir: Svart og rautt FRÆÐSLULEIKIR FÁST Í BT MÆÐGURNAR Fyrsta bók Kristínar Helgu byggði á sögum, sem hún sagði stelpunum sínum, Birtu Krist- ínu, Erlu Guðnýju og Soffíu Sóleyju, þegar þær voru litlar. SPORTLEGIR VAGNAR VINSÆLIR Bébécar. Flottustu vagnarnir frá Öllum krökkum leggjast mjög vel saman og taka lítið pláss í forstofu eða bílskotti. SILVERCROSS-VAGNARNIR Hafa ákveðinn stíl yfir sér. KENNARAR HYLLTIR Önnur barnabók Madonnu, Eplin hans Peabodys, er væntanleg í búðir á mánu- daginn 10. nóvember kl. 20:00. Bókin er til- einkuð kennurum um allan heim, enda er boðskapur hennar máttur orða og mikil- vægi góðra kennara. Bandarískur myndlistarmaður, Lor- en Long, myndskreytir bókina í anda bandarískra átt- hagamálara frá öldinni sem leið. Ensku rósirnar, fyrsta barnabók Madonnu af fimm fyrirhuguðum, hefur vermt efstu sæti metsölulista um allan heim frá því hún kom út um miðjan september meðal annars hérlendis. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T SMÁSKÓR SÉRVERSLUN MEÐ BARNASKÓ í bláu húsi við Fákafen sími. 568 3919 opið virka daga kl: 10.00-18.00 laugardaga kl:11.00-15.00 Litir: Rautt / Blátt Stærðir: 22-29 Verð: 4.990 Litir: Grátt/ Vínrautt/ Svart Stærðir: 21-39 Verð: 5.390 Hverafold 1–5 S. 567-6511 WALT DISNEY - KYNNINGARTILBOÐ 21% AFSLÁTTUR af öllum Walt Disney fötum föstudag og laugardag. Flott föt fyrir flotta krakka og flott í pakka. Sjáumst

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.