Fréttablaðið - 07.11.2003, Page 31
litlu um þægindi eins og stillanleg
handföng og vetrardekk. Aðrir
vilja það nýjasta á markaðnum og í
tískulitunum. Sigurveig Friðgeirs-
dóttir, eigandi verslunarinnar Allir
krakkar, segir að undanfarin þrjú
ár hafi dökkir litir verið vinsælast-
ir en línan sé að verða bjartari og
rautt að koma meira inn. Lögun
vagnanna hefur jafnframt breyst.
Líkt og bílarnir eru þeir ekki leng-
ur kassalaga heldur straumlínu-
laga. „Þeir eru fyrst og fremst
sportlegir og það er ákveðinn
jeppafílingur sem fylgir stóru loft-
dekkjunum,“ segir Sigurveig.
En svo er alltaf einhverjum hjart-
anlega sama, svo lengi sem vagninn
hrynur ekki á leiðinni út í búð.
audur@frettabladid.is
31FÖSTUDAGUR 7. nóvember 2003
HANNAÐI JÓLA-
SVEINASKEIÐINA
2003
Dagbjört Andrésdóttir,
nemandi í 7. bekk
Klébergsskóla, var
vinningshafi í hönn-
unarsamkeppni um
jólasveinaskeiðina
2003. Fulltrúar frá
Gull- og silfursmiðj-
unni Ernu ehf. af-
hentu Dagbjörtu við-
urkenningu og fulltrúi
fræðslumiðstöðvar
óskaði henni til ham-
ingju með árangur-
inn. Hún fékk að
sjálfsögðu afhenta
silfurskeið með henn-
ar jólasveini sem er
Kjötkrókur. Þetta er í
níunda skipti sem
hugmyndir 11-12 ára
grunnskólabarna eru
nýttar við gerð jóla-
sveinaskeiðarinnar.
Aukin samvera fjölskyldunnar:
Fólk þarf sveigjan-
legri vinnutíma
Umboðsmaður barna, Þórhild-ur Líndal, óskaði á síðasta ári
eftir upplýsingum um vetrarfrí í
grunnskólum. Af svörunum má
ráða að almennt er vilji til að veita
vetrarfrí í grunnskólum og jafn-
framt er áhugi meðal yfirvalda og
foreldra að nýta þann tíma til auk-
innar samveru fjölskyldna.
„Fleira verður þó að koma til, svo
frídagarnir geti orðið fjölskyldu-
dagar, þar sem börn og foreldrar
fá notið samvista,“ segir í skýrslu
umboðsmanns barna. „Í því sam-
bandi er nauðsynlegt að atvinnu-
lífið komi að málinu og bjóði upp á
sveigjanlegri vinnutíma foreldra,
þannig að þeim verði gert mögu-
legt að verja þessum dögum með
börnum sín-
um.“ Er vitnað
til Barnasátt-
málans þar
sem mælt er
fyrir um rétt
barns til hvíld-
ar og tóm-
stunda og segir
að foreldrar
eða forsjáraðil-
ar beri aðalábyrgð á uppeldi
barns. „Í samræmi við það verður
að búa svo um hnútana að börn
geti átt uppbyggjandi samveru-
stundir með foreldrum sínum,
jafnt hversdags sem í fríum frá
hinu daglega amstri,“ segir í
skýrslu umboðsmanns. ■
Í ÞESSUM ER EGGJABAKKADÝNA OG
LOFTRÆSTIKERFI Í BOTNINUM
Vagninn er frá Emmaljunga
og fæst í Vörðunni.
GREPPIKLÓ
Bókin er eftir Juliu Donaldsson og þýdd af
Þórarni Eldjárn.
Upplestur:
Lesið fyrir
þau yngstu
Á morgun verður lesið fyriryngstu bókaormana í Bókabúð
Máls og menningar á Laugavegi.
Þar verður lesið úr myndabókun-
um Höfuðskepnur Álfheima eftir
Ólaf Gunnar Guðlaugsson sem
segir frá ævintýrum Benedikts
búálfs og félaga hans, Leyndar-
málið hennar ömmu eftir Björk
Bjarkadóttur þar sem er sagt frá
dálítið sérstakri ömmu, Ég vildi að
ég væri eftir Önnu Cynthiu Leplar
sem fjallar um hvað það er gott að
vera maður sjálfur og Greppikló
eftir Juliu Donaldsson, í þýðingu
Þórarins Eldjárns, sem er um
skrímsli og villidýr og hvernig lít-
illi mús tekst að leika á alla.
Upplesturinn hefst klukkan
11. ■
BÖRN
Eiga sinn rétt til
nægrar hvíldar.
LENGRI VIÐVERA
Viðvera barna á leikskólum heldur
áfram að lengjast bæði á landsvísu
og í höfuðborginni. Árið 2002 voru
84% barna í Leikskólum Reykja-
víkur í heilsdagsvistun og dvöldu
þar 7 til 9 stundir á dag. Tæplega
27% barna voru í 9 klukkustunda
vistun. Af þeim voru 90 börn skráð
í 9,5 stunda vistun. Börnin sem eru
í 9,5 tíma vistun eru yfirleitt í leik-
skólanum frá hálfátta til fimm á
daginn eða frá átta til hálfsex, en
þá loka flestir leikskólarnir. Þetta
kemur fram í skýrslu umboðs-
manns barna fyrir árið 2002.
■ Leikskólar