Fréttablaðið - 07.11.2003, Síða 46

Fréttablaðið - 07.11.2003, Síða 46
Hrósið 46 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR Kiri Te Kanawa, frægasta óp-erusöngkona í heimi, er vænt- anleg til landsins í næstu viku til að syngja á tónleikum í Háskóla- bíói þann 15. nóvember. Söngkon- an hefur sungið við öll helstu óper- hús heims og inn á fjölmargar hljómplötur hjá EMI-útgáfunni. Hún söng við brúðkaup Díönu prinsessu og Charles Bretaprins og hefur verið gestur á öllum hel- stu tónlistarhátíðum heims. Það er tónleikafyrirtækið Concert, í eigu Einars Bárðasonar, sem náði að sannfæra söngkonuna um að koma hingað til lands: „Það er ótrúlegur heiður að fá Kiri Te Kanawa til landsins og ánægjulegt að hún skuli gefa sér færi á að koma hér við á tónleikaferð sinni um Skandinavíu,“ segir Einar en söngkonan var öðluð af Elísabetu Bretadrottningu árið 1982 og hlot- ið fjöldann allan af heiðursnafn- bótum víða um heim. Kiri Te Kanawa hefur á ferðum sínum sungið fyrir hundruðir þús- unda um allan heim. Hún er góðu vön og velur að ferðast um Ísland á dýrasta BMW-bíl sem fluttur hefur verið til landsins. Það er aksturþjón- ustufyrirtæk- ið Brookes, sem starf- rækt er bæði á Íslandi og í B r e t l a n d i , sem á bílinn en hann er af g e r ð i n n i BMW 745Li: „Þetta er það flottasta sem hægt er að bjóða henni upp á og hún valdi bifreiðina sjálf.“ BMW 745Li er af mörgum talinn einn sá besti sem smíðaður hefur verið í Þýskalandi. Af ríkulegum útbúnaði bílsins má meðal annars nefna þrjá síma, sjónvarp, kæli- skáp, skothelt gler og hljóðkerfi sem telur á annan tug hátalara. ■ Ópera KIRI TE KANAWA ■ Heimsfræg óperusöngkona er væntanleg hingað til lands. Söngkonan er góðu vön og hefur valið að ferðast um Ísland á dýrasta BMW-bíl sem fluttur hefur verið til landsins. ... fær Árni Sigfússon fyrir að standa með sínu fólki. Fréttiraf fólki Fréttiraf fólki Heimsfræg óperusöngkona á flottasta bílnum ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal það tekið fram að Þórólfur er ekki olíuborinn þótt hann hafi verið sleipur á Pressukvöldi RÚV. Kvikmynd Hilmars Oddssonar,Kaldaljós, sem byggir á sögu Vigdísar Grímsdóttur, verður frumsýnd 1. janúar 2004. Myndin segir sögu af tvennum tímum í lífi Gríms Hermundarsonar. Ást- ríkri barnæsku Gríms lýkur alltof fljótt þegar hann verður fyrir miklu áfalli. Langt fram á fullorðinsár hefur Grímur sig lítt frammi í lífinu, þar til nýir ást- vinir koma til sögunnar og knýja dyra í lífi hans. Aðalhlutverk er í höndum Ingvars E. Sigurðssonar. Svokallaður lénastuldur er far-inn að ryðja sér til rúms í bloggheimum. Bókmenntafræð- ingurinn Ármann Jakobsson hef- ur bloggað undir nafninu Blogg- ari dauðans í nokkur misseri á slóðinni haltukjafti.blogspot.com og hefur meðal annars hlotið vef- verðlaun sem „skemmtilegasti bloggarinn“ tvö ár í röð. Hann lagði upp laupana skömmu eftir að honum hlotnaðist nafnbótin öðru sinni og nú hefur einhver tekið sig til og stofnað nýtt blogg á svæði Ármanns. Aðdáendur þess síðarnefnda hafa tekið þessu illa og telja lítið gert úr minningu hins dauða bloggara dauðans. Arftakinn gefur þó ekkert eftir og rífur kjaft sem vart væri virðulegum háskólaborgara sæm- andi. Arnar Dór Hannesson, nemi íFjölbrautaskólanum í Breið- holti, hefur verið rekinn úr keppn- inni í Idol Stjörnuleit fyrir að brjóta fjölmiðlabann í keppninni. Í fréttatilkynningu frá Stöð 2 kemur fram að bannið sé sett fram til þess að keppendur í Idol Stjörnuleit heyi ekki kosningabar- áttu: „Það birtist við mig lítið við- tal í blaðinu Víkurfréttir í Kefla- vík en þar er alltaf viðtal við þá sem hafa skarað fram úr í vik- unni. Í blaðinu svaraði ég nokkrum spurningum sem tengd- ust ekki efni Idol-þáttarins. Svo fékk ég símtal frá dagskrárstjóra Stöðvar 2 og í símtalinu var mér sagt að ég væri rekinn úr keppn- inni. Í símtalinu var mér sýndur hroki og dónaskapur,“ segir Arnar Dór Hannesson. „Mér datt ekki í hug að þetta viðtal sem er dreift á svona litlum stað skipti máli. Ég hef margsinnis hringt upp á Stöð 2 og spurt hvort ég megi gera hitt og þetta og ég spurði síðast hvort ég mætti taka þátt í leiklistarsýn- ingu FB og fékk leyfi til þess að fara með aðalhlutverkið í söng- leiknum Hárinu.“ Arnar segist hafa orðið var við ákveðna hlutdrægni í keppninni: „Það er sagt að allir eigi að fá jafna fjölmiðlaumfjöllun en auð- vitað er erfitt að standa undir því. Ég er ekki að reyna að réttlæta það að ég hafi farið í viðtalið en það hafa birst önnur viðtöl. Sumir keppendur hafa birst í nokkrar sekúndur á skjánum áður en þeir spreyta sig á keppninni sjálfri meðan öðrum hefur verið fylgt eftir á heimaslóðir og birst fjór- falt meir á sjónvarpsskjánum.“ Arnar Dór sér þó ekki eftir að hafa tekið þátt í keppninni: „Maður er búinn að eyða fjórum mánuðum í þessa vinnu og ég sé alls ekki eftir að hafa tekið þátt í keppninni. Sem betur fer er meirihluti starfsfólksins í keppn- inni að vinna frábært starf.“ ■ Keppendur Idol í kvöld Einar Valur Sigurjónsson markaðsfulltrúi hjá Rolf Johansen Lag: Amazed með Lonestar Útgeislun ______ Framkoma ______ Söngur ______ Oddur Carl Thorarensen sölumaður í BT Smáralind Lag: Don’t let the Sun go down on me með Elton John Útgeislun ______ Framkoma ______ Söngur ______ Gunnhildur Júlíusdóttir nemi í Menntaskólanum hraðbraut Lag: Proud Mary með Tinu Turner Útgeislun ______ Framkoma ______ Söngur ______ Rannveig Káradóttir nemandi í Tónlistarskólanum í Reykjavík og FÍH Lag: You don’t know me úr My best Friends Wedd- ing Útgeislun ______ Framkoma ______ Söngur ______ Ardís Ólöf Víkingsdóttir vinn á snyrtistofunni La Rosa í Garðabæ Lag: End of the World með Cilla Black Útgeislun ______ Framkoma ______ Söngur ______ Alma Rut Krisjánsdóttir vinn í Skífunni í Kringlunni Lag: River deep Mountain High með Tinu Turner Útgeislun ______ Framkoma ______ Söngur ______ Arndís Ósk Atladóttir nemandi í Menntaskólanum í Kópavogi Lag: Everything I do, I do it for you með Brian Ad- ams Útgeislun ______ Framkoma ______ Söngur ______ STJÖRNULEIT Keppnin æsist og í kvöld sýna næstu átta keppendur fram á getu sína. Tveir komast áfram eftir að þjóðin hefur kveðið upp sinn dóm Sími: 900 2001 SMS: 1918 Idol 1 Sími: 900 2002 SMS: 1918 Idol 2 Sími: 900 2003 SMS: 1918 Idol 3 Sími: 900 2004 SMS: 1918 Idol 4 Sími: 900 2005 SMS: 1918 Idol 5 Sími: 900 2006 SMS: 1918 Idol 6 Sími: 900 2008 SMS: 1918 Idol 8 ARNAR DÓR HANNESSON Hefur verið rekinn úr Idol Stjörnuleit eftir að hafa svarað nokkrum spurningum í Víkurfréttum í Keflavík en hann braut þar með fjölmiðlabann sem keppendur Stjörnuleitar gangast undir. Rekinn úr Idol Stjörnuleit Sjónvarp ARNAR DÓR HANNESSON ■ Var rekinn úr Idol Stjörnuleit og klippt- ur út úr þættinum sem sýndur verður í kvöld en sér þó ekki eftir að hafa tekið þátt í keppninni. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Fjórir. Hólmavíkur og Gilsfjarðar. Gianni Porta. BMW 745LI Söngkonan heims- fræga kemur til með að ferðast um Ísland á dýrasta BMW-ein- takinu sem er til hér á landi. FRÉTTAB LAÐ IÐ /ALD A LÓ A KIRI TE KANAWA Frægasta óperusöng- kona heims heldur tónleika í Háskólabíói 15. nóvember

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.