Fréttablaðið - 19.11.2003, Síða 8

Fréttablaðið - 19.11.2003, Síða 8
8 19. nóvember 2003 MIÐVIKUDAGUR Upplýstur strákur Ég er kannski einn af fáum af minni kynslóð sem veit að það er ljótt að sparka í liggjandi mann. En einu sinni er allt fyrst og ég bara get ekki staðist mátið. Erpur Eyvindarson gagnrýnir Eirík Sigurbjörns- son í Kjallaragrein. DV, 18. nóvember. Lini maðurinn Ég vil ekki segja að við séum lin- ir í samskiptum við félögin en kannski má segja að við höfum verið of linir í samskiptum við ákveðna leikmenn. Eggert Magnússon um forföll í landsliðinu, DV, 18. nóvember. Á förum? Kristinn H. Gunnarsson, sem er um þessar mundir þingmaður Framsóknarflokks, hefur lagt fram frumvarp til stjórnskipun- arlaga Davíð Þorláksson. Íslendingur.is, 16. nóvember. Orðrétt LANDHELGISGÆSLAN „Það er nauð- synlegt að huga að nýjum mark- miðum og nýrri lagasetningu fyr- ir Landhelgisgæsluna,“ sagði Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra í svari við fyrirspurn Guð- mundar Hallvarðssonar alþingis- manns. Dómsmálaráðherra sagði að sérstakur starfshópur hefði skoð- að fjármál gæslunnar og jafn- framt hefði hópurinn farið yfir starfsemi gæslunnar með hlið- sjón af fjárveitingum og öðrum slíkum þáttum. Löggjöfin um Landhelgisgæsl- una er frá apríl 1967 en margt hefur breyst síðan lögin voru sett. Fyrirspyrjandi spurði um smíði nýs varðskips í ljósi þess að þau þrjú skip sem nú eru í notkun hjá Landhelgisgæslunni eru all- verulega komin til ára sinna. Óð- inn er 43 ára, varðskipið Ægir 35 ára og Týr 23 ára. „Varðandi smíði nýs varðskips þá vísa ég til þess sem kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra þegar hann kynnti stefnu ríkis- stjórnarinnar í haust og lét þess getið að það yrði ráðist í smíði nýs varðskips og einnig hugað að endurskoðun á uppbyggingu á flugflota gæslunnar,“ svaraði Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra. ■ SKÓLAMÁL Tveir landshlutar, Suð- urnes og Norðurland vestra, koma áberandi verst út úr samræmdum prófum 4. og 7. bekkjar í stærð- fræði og íslensku, sem haldin voru 16. og 17. október. Samanlagt þreyttu rúmlega 8 þúsund börn prófin og komu börn í skólum í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur best út. Samræmd meðaleinkunn í stærðfræði í 4. bekk yfir landið allt var 7,0 og 6,6 í íslensku. Í 7. bekk var samræmd meðaleinkunn 7,5 í stærðfræði og íslensku. Sigur- grímur Skúlason, sviðsstjóri sam- ræmdra prófa hjá Námsmats- stofnun, segir að einkunnir séu svipaðar og síðustu ár. Þó telji hann að prófin í 7. bekk hafi verið of létt, sérstaklega þegar miðað sé við niðurstöðurnar í 4. bekk. Þegar kemur að því að bera saman einkunnir milli landshluta styðst Námsmatsstofnun við með- altöl normaldreifðra einkunna, þar sem meðaltalið er 5,0. Marktækur munur er á einkunnum barna á höf- uðborgarsvæðinu ann- ars vegar og lands- byggðinni hins vegar í öllum tilfellum nema í stærðfræði í 4. bekk. Al- mennt eru munurinn minni í stærðfræði en ís- lensku og á það bæði við 4. og 7. bekk. Lægsta meðalein- kunnin í stærðfræði í 4. bekk er á Norðurlandi vestra en sú hæsta í ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur. Í íslensku er lægsta meðaleinkunnin á Suðurnesjum en sú hæsta er á Norðurlandi eystra. Í 7. bekk er meðaleinkunn í stærðfræði og íslensku í báðum til- fellum lægst á Suðurnesjum. Hæstu meðaleinkunnirnar stærð- fræði eru hins vegar höfuðborgar- svæðinu en í íslensku er hæsta meðaleinkunnin í nágrannasveit- arfélögum Reykjavíkur og Norð- urlandi eystra. Greinilegt er að mesta sóknin virðist vera í ná- grannasveitarfélögum Reykjavíkur bæði í 4. og 7. bekk. Aðspurður segist Sigurgrímur ekki getað svarað því í hvaða skólum eða hvaða sveitarfélögum árangurinn sé bestur. Námsmatsstofnun eigi eftir að fara nánar yfir þær niðurstöður. Varð- andi laka útkomu á Suður- nesjum segir hann að und- anfarin ár hafi miklar sveiflur verið þar, en yfir- leitt hafi einkunnir þar verið í lægri kantinum. Það vekur athygli að meðalein- kunn í íslensku í 4. bekk á Austur- landi lækkar úr 5,6 í 4,9 milli ára. Það er hlutfallslega mesta lækk- unin milli ára. Sigurgrímur segir að árgangurinn í fyrra hafi ein- faldlega verið mjög góður. Ár- gangurinn í ár sé alls ekki lakur enda sé hann alveg við lands- meðaltalið. trausti@frettabladid.is PAUL BREMER Bremer segir nauðsynlegt að handtaka eða drepa Saddam. Bremer um Saddam: Aðeins rödd úr óbyggðum ÍRAK, AP Paul Bremer, landstjóri Bandaríkjamanna í Írak, segir nauðsynlegt að Saddam Hussein verði handtekinn eða drepinn. Þetta kom fram þegar Bremer var spurður um síðustu hljóðupp- tökuna með rödd Saddams, sem send var út á al-Arabiya sjón- varpsstöðinni um helgina. Brem- er sagði einnig að Saddam væri aðeins „rödd úr óbyggðunum“ og nyti ekki lengur neins stuðnings í Írak nema meðal bófaflokka. „Það er aðeins lítill hópur morðingja sem fylgir honum og þeir hafa enga sýn á framtíð Íraks. Þeir eru fastir í fortíðinni þegar ofbeldi og spilling viðgekkst í skjóli Sadd- ams,“ sagði Bremer. ■ Stóriðja á Norðurlandi: Um 60% hlynnt SKOÐANAKÖNNUN Um 60% þjóðar- innar eru hlynnt uppbyggingu stór- iðju á Norðurlandi en rúmlega 27% andvíg, ef marka má skoðanakönn- un sem Gallup gerði fyrir iðnaðar- ráðuneytið. Stuðningur landsmanna við ál- ver Alcoa fyrir austan virðist vera að aukast. Samkvæmt könnuninni eru 67% hlynnt byggingu álversins í Reyðarfirði en 22% andvíg. Um 11% svöruðu: hvorki né. Einnig var kannað viðhorf al- mennings til erlendrar fjárfesting- ar. Niðurstaðan er sú að 66% eru hlynnt erlendri fjárfestingu en 17% andvíg. ■ Starfsemi Landhelgisgæslu Íslands: Þörf á nýrri löggjöf ENDURNÝJUNAR ÞÖRF Varðskip gæslunnar eru komin til ára sinna. Týr er 23 ára, Óðinn 43 ára og Ægir 35 ára. Forsætisráðherra hefur sagt nauð- synlegt að laga starf landhelgisgæslunnar að nýjum kröfum, ráðast í smíði nýs varð- skips og gera áætlun um endurnýjun á flugflota hennar. ÁLFTANESSKÓLI Marktækur munur er á einkunnum barna á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og lands- byggðinni hins vegar í öllum tilfellum nema í stærðfræði í 4. bekk. Einkunnir lægstar á Suðurnesjum Niðurstöður úr samræmdum prófum 4. og 7. bekkjar hafa verið kynntar. Talið að prófin í 7. bekk hafi verið of létt. Árangurinn lakari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. NORMALDREIFÐAR EINKUNNIR Á KVARÐANUM 1 TIL 9 Í OKTÓBER 2003 4. bekkur 7. bekkur Stærðfræði Íslenska Stærðfræði Íslenska Reykjavík 4,9 5,1 5,1 5,1 Nágr. Rvk. 5,3 5,2 5,1 5,3 Suðurnes 4,8 4,5 4,5 4,1 Vesturland 5,1 4,9 4,7 4,8 Vestfirðir 4,8 4,6 5,0 5,0 Norðurl. vestra 4,4 4,7 4,7 4,7 Norðurl. eystra 5,1 5,3 5,0 5,3 Austurland 5,0 4,9 4,9 4,9 Suðurland 4,8 4,7 4,9 4,8 Landið allt 5,0 5,0 5,0 5,0 ■ Hæst ■ Lægst FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.