Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 18
nám o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur námi
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: nam@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
FRÆÐSLULEIKIR
FÁST Í BT
grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli
NÁMSAÐSTOÐ
íslenska • stærðfræði • efnafræði • eðlisfræði
enska • danska • þýska • franska • spænska
Nemendaþjónustan sf
s. 557 9233 www.namsadstod.is
FJÖLMENNT
Menntun og starfsendurhæfing
ætluð fólki með geðröskun og fólki með heilaskaða
Umsóknir um námskeið á vorönn 2004
Fjölmennt „menntun og starfsendurhæfing“ býður upp á nám-
skeið fyrir fólk sem á ekki kost á námstilboði við hæfi hjá öðrum
skólastofnunum.
Í boði er m.a. bóklegt nám, tölvufræði, myndlist, skrautskrift, hljóð-
færanám, kórsöngur, dans, félagsfærniþjálfun/lífsleikni, eldhús-
þjálfun, rágjöf.
Fjarnám við Fjöldbrautarskólann við Ármúla
Samstarfsverkefni Fjölmenntar og Fjölbrautarskólans við Ármúla.
Kennslan fer fram í Túngötu 7 undir leiðsögn og skipulagi kenn-
ara.
Umsóknarfrestur er til 10. desember.
FJÖLMENNT
Menntun og starfsendurhæfing
Túngata 7, Reykjavík
S. 570 1709, 862 4433, 570 1700
VÍ:
Ný
bygging
Sjálfseignarstofnun Verslunar-ráðs Íslands um viðskipta-
menntun (SVÍV) afhenti Verzlun-
arskóla Íslands síðastliðinn
mánudag nýja 2.090 fm byggingu
sem risið hefur við skólann.
Tómas Ingi Olrich menntamála-
ráðherra afhenti bygginguna við
hátíðarathöfn. Verzlunarskóla-
kórinn kom þar fram og nemandi í
þriðja bekk, Anna María Björns-
dóttir, lék á píanó og söng. ■
VIÐBYGGING AFHENT FORMLEGA
Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra sá um afhendinguna við hátíðlega athöfn.
Vinnuvélanámskeið
Kvöldnámskeið.
Námskeiðsstaður, Þarabakki 3.
109 Reykjavík (Mjódd).
Verð 39.900.-
Upplýsingar og innritun í síma: 894-2737
Flest verkalýðsfélög styrkja nemendur á vinnuvélanámskeið, einnig atvinnuleysistryggingasjóður
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
Við erum þegar komin með einnhóp án þess að vera farin að
auglýsa þetta,“ segir Gréta
Hlöðversdóttir sem hefur unnið
að því að koma á fót spænsku-
kennslu fyrir spænskumælandi
börn á vegum félagsins Hispán-
ica.
Á morgun stendur félagið
Hispánica fyrir kynningarfundi
vegna þessara námskeiða í Al-
þjóðahúsinu við Hverfisgötu. „Við
hóum saman kennurum og þeim
sem hafa áhuga á að senda börnin
sín á þessi námskeið þannig að
bæði börn og foreldrar geti spjall-
að við kennarana. Við erum með
tvo kennara, báða frá Spáni, Celiu
frá Barcelona og Isaac sem kenn-
ir við Háskólann.“
Gréta segir að farið verði hægt
af stað með námskeiðin. „Við
stefnum að því að hafa ekki nema
sex og tíu í hverjum hópi og verð-
um bæði með kennslu fyrir læsa
nemendur og þá sem eru að læra
að lesa og verðinu verður stillt í
hóf,“ segir Gréta. „Við ætlum að
ríða á vaðið fyrir jólin og sjá svo
til hvernig gengur,“ segir hún og
bætir við að aðstandendurnir séu
fullir bjartsýni.
Félagið Hispánica var stofnað í
fyrra í tengslum við spænska
kvikmyndahátíð sem þá var hald-
in. Markmið félagsins er að efla
vináttu- og menningartengsl Ís-
lands og spænskumælandi þjóða
og standa fyrir menningarvið-
burðum því tengdu. Gréta bendir
á að mikill og vaxandi áhugi virð-
ist vera á hinum spænskumæl-
andi heimi hér á landi og hefur til
dæmis fyrir satt að nú velji fleiri
nemendur spænsku en frönsku í
framhaldsskólum þar sem bæði
tungumálin eru í boði. Auk þess
fjölgar stöðugt þeim Íslendingum
sem hafa verið búsettir á Spáni
um lengri eða skemmri tíma.
Gréta átti sjálf heima á Spáni í
sex ár. „Mér finnst mikilvægt að
krakkar geti haldið við tungumál-
inu,“ segir hún og bendir á að
stöðugt verði mikilvægara fyrir
fólk að hafa góð tök á tungumál-
um.
Fundurinn verður í kennslusal
Alþjóðahússins milli klukkan 16
og 17 á morgun. ■
Spænskunámskeið fyrir börn:
Mikilvægt að
halda málinu við
GRÉTA HLÖÐVERSDÓTTIR ÁSAMT DEGI LOGA OG SINDRA ÞÓR
Strákarnir voru saman í bekk þegar þeir áttu heima á Spáni. Þeir verða í fyrsta spænskuhópnum í Alþjóðahúsinu.
HVAÐ RÆÐUR NÁMS- OG STARFSVALI? Náms- og
starfsval, ígrunduð ákvörðun eða hugljómun?
Þessari spurningu leitast Sif Einarsdóttir við að
svara í fyrirlestri sínum á félagsvísindatorgi Há-
skólans á Akureyri kl. 16.30 í dag. Fyrirlesturinn
verður haldinn í Þingvallastræti 23, stofu 14. Sif
fjallar um kenningar um náms- og starfsval sem
hafðar eru að leiðarljósi í náms- og starfsráðgjöf
og leitar svara við spurningunni um það hvort
ungt fólk á Íslandi hafi aðgang að þeim upplýsing-
um sem þarf til að geta tekið ígrundaðar ákvarð-
anir um náms og starfsval.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/A
LD
A
LÓ
A