Fréttablaðið - 19.11.2003, Side 19

Fréttablaðið - 19.11.2003, Side 19
19MIÐVIKUDAGUR 19. nóvember 2003 Vantar þig gatara? 550 4111 Verslun 550 4100 • Fax 550 4101 • www.office1.is • pontun@office1.is HÓMÓPATAR ÚTSKRIFAST Hópur hómópata útskrifaðist frá The College of Practical Homeopathy í síðasta mánuði. Efri röð frá vinstri: Bylgja Matthíasdóttir, Steinunn Guðmundsdóttir, Sigríður Gunnarsdóttir, Magnea S. Guttormsdóttir, Rósa Bjarnadóttir. Neðri röð: Guðný Ósk Diðriksdóttir, Líney Helgadóttir, Ingibjörg Friðbertsdóttir, Þóra G. Ásgeirsdóttir Einnig eru á myndinni þrír af kennurum skólans, Roger Dyson, Christopher Hammond og Robert Davidson. Sóknarpresturinn í Hallgrímskirkju: 67 ára og enn í skóla Sigurður Pálsson, sóknarpresturí Hallgrímskirkju, lauk guð- fræðiprófi fimmtugur og er enn að læra. Nú er hann staddur í kóngs- ins Kaupmannahöfn þar sem hann leggur stund á uppeldisheimspeki jafnframt því að rannsaka hvernig kristindóms- og trúarbragða- fræðsla hefur þróast í danska skólakerfinu á öldinni sem leið. „Það er meðal annars til að geta borið saman við þróunina heima áður en horft er til framtíðar,“ seg- ir Sigurður. „Ég er í námsleyfi frá mínu starfi, en þetta tengist verkefni sem ég er að vinna að sem heitir Kirkja og skóli á 20. öld.“ Sigurður byrjaði sinn starfsferil sem barnakennari í Breiðagerðis- skóla og var þar í 12 ár. „Þá var ég ráðinn skrifstofustjóri hjá Ríkisút- gáfu námsbóka og var þaðan kallað- ur upp í menntamálaráðuneyti árið 1977, til að vera námsstjóri í kristn- um fræðum. Þá fyrst fór ég í Háskól- ann og byrjaði á að lesa guðfræði og uppeldisfræði til BA-prófs. Í fram- haldi af því fékk ég „blod på tænder- ne“ eins og danskir segja og var að safna mér í kandidat næstu árin.“ Sigurður mælir eindregið með því að fólk fari í nám á besta aldri. „Ég hef aldrei notið mín betur í skóla en þegar ég var í guðfræði- deildinni. Það er yndislegt að fá tækfæri til þess milli fertugs og fimmtugs að fara í nám. Ég hafði bara ekki skólaþroska fyrr en ég var orðinn fertugur,“ segir hann hlæjandi og er alsæll í Kaupmanna- höfn. „Borgin er falleg og þægileg og Danirnir skemmtilegt fólk.“ Sigurður er væntanlegur aftur heim um jólin og mun halda áfram sínum prestskap næstu þrjú árin, eða þangað til hann verður sjötug- ur. ■ Námskeið: Skjalastjórn- unarstaðall Útkoma staðalsins ISO15489markar tímamót í þróun skjalastjórnunar. Staðallinn kem- ur brátt út á íslensku. Haldið verður námskeið í staðlinum mið- vikudaginn 10. og fimmtudaginn 11. des frá kl. 13 til 16.30 báða dagana. Á námskeiðinu verður efni staðalsins útskýrt, rætt um hlutverk staðla í atvinnulífinu, gerð grein fyrir aðdraganda að gerð alþjóðlegs staðals um skjala- stjórnun og sagt frá ástralska staðlinum sem ISO15489 byggir mikið á. Einnig verður farið í kafla staðalsins með sérstakri áherslu á að skýra hagnýtt gildi þessara leiðbeininga fyrir fyrir- tæki. Skipulag og skjöl standa fyrir námskeiðinu. Kennari er Sigmar Þormar M.A. Námskeiðs- gjald er kr. 25.000 og fylgja nám- skeiðsgögn og kaffimeðlæti. ■ Samstarfssamningur: Þekkingar- miðlun Landbúnaðarháskólinn áHvanneyri og Orkuveita Reykjavíkur hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér gagnkvæma þekkingarmiðlun. Starfsmenn Orkuveitunnar koma að kennslu og rannsóknum við há- skólann og geta sjálfir sótt þekk- ingu þangað með því að sækja ein- staka námsáfanga. Magnús B. Jónsson rektor og Ásgeir Mar- geirsson, aðstoðarforstjóri OR, undirrituðu samning þessa efnis í síðustu viku. Einnig var tekið í notkun nýtt tölvuver skólans, en sú aðstaða hefur verið myndar- lega studd af Orkuveitunni. ■ SÉRA SIGURÐUR PÁLSSON Nám Sigurðar í Kaupmannahöfn fer fram á dönsku, en danskan þvælist ekkert fyrir honum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.