Fréttablaðið - 19.11.2003, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 19. nóvember 2003
Tónlistarmanninum JamesApollo er í fréttatilkynning-
unni líst sem sérvitrum roots-
rokkara. Eins konar bræðingi af
Eddie Cochran, Elvis Costello,
Tom Waits og Buddy Holly á sýru.
Hann hefur nú rekið á strendur
Íslands og heldur hann tónleika á
Grand rokk í kvöld ásamt einni
efnilegustu tónleikasveit landsins
um þessar mundir, Kimono.
Það er nokkuð víst að í honum
leynis smá djassgeggjari og örlít-
ill blúsari. Hann er 25 ára ævin-
týramaður frá St. Paul í norður-
hluta Bandaríkjanna sem virðist
lifa fyrir augnablikið. Að minnsta
kosti virðist sú stefna hafa ráðið
ríkjum þegar hann vann aðra
breiðskífu sína, Sweet Unknown,
sem hann gaf út fyrr á árinu.
„Nýju plötuna vann ég með
hljómsveitinni minni þegar við
vorum í tónleikaferðalagi um
Bandaríkin,“ útskýrir James
Apollo. „Þegar lagahugmyndir
fæddust reyndum við að finna
hljóðver í næsta bæ til þess að
taka þær upp. Þá eru lögin alveg
fersk og þau voru yfirleitt ekki
kláruð fyrr en upptökum lauk. Ég
fór inn með einhverja hugmynd
um hvernig lögin ættu að vera, án
þess að vita það fullkomlega. Það
sem gerist svo í hljóðverinu verð-
ur að lagi. Vinnuaðferðir mínar
eru fáránlegar. Ég er með hóp
manns og enginn einn gæti gert
allt, en einhver getur alltaf gert
eitthvað.“
Á þeim tíma sem viðtalið er
tekið virðist sem um svipaðar
vinnuaðferðir verði um að ræða á
tónleikunum. „Á tónleikunum
ætla ég líka að reyna að grípa and-
artakið, ég er ekki viss um hvern-
ig þeir verða. Ég er með þriggja
manna hljómsveit og kannski
bætast einhverjir heimamenn við.
Þetta verður að minnsta kosti ein-
stakt.“
Húsið opnar kl. 22. Miðaverð
er 500 kr. ■
■ TÓNLIST
Maður augnabliksins
Bókið hópa núna! Keramik fyrir alla,
Laugavegi 48b, sími 552 2882,
www.keramik.is
Opið alla virka daga kl. 11-18,
laugardaga 13-17,
opið hús miðvikudagskvöld kl. 20-23.
Hvernig fannst þér í
Keramik fyrir alla?
Hópurinn okkar kemur einu sinni í mánuði
allan ársins hring, við eigum frábært kvöld
og framfarirnar eru glæsilegar eins og sjá
má heima hjá okkur!
Stella 40 ára,
ein af stórum hópi.
■ ■ FYRIRLESTRAR
12.15 Hrafnaþing á Hlemmi,
fræðsluerindi Náttúrufræðistofnunar Ís-
lands. Borgþór Magnússon líffræðingur
flytur erindið Gróðurframvinda og
strandmyndun við Blöndulón – hvað
hefur gerst á 12 árum? í sal Möguleik-
hússins á Hlemmi. Hrafnaþing er öllum
opið.
12.30 David Walters, ljósahönnuð-
ur frá Ástralíu, flytur fyrirlestur um ljós
og liti í Listaháskóla Íslands, Skipholti
1, stofu 113.
16.15 Rúnólfur Smári Steinþórs-
son, dósent í Viðskipta- og hagfræði-
deild HÍ, flytur erindi á málstofu Hag-
fræðistofnunar að Aragötu 14 sem ber
yfirskriftina Stefnumótun hjá hinu opin-
bera. Í erindinu er stefnumótun hjá hinu
opinbera sett í samhengi við stefnumið-
aða stjórnun. Allir velkomnir.
16.30 Félagsvísindatorg Háskólans
á Akureyri, Þingvallastræti 23. Náms-
og starfsval, ígrunduð ákvörðun eða
hugljómun? Í erindi sínu fjallar Sif Ein-
arsdóttir um kenningar um náms- og
starfsval sem hafðar eru að leiðarljósi í
náms- og starfsráðgjöf.
■ ■ FUNDIR
20.30 Er áfengi í þinni fjölskyldu?
Afmælisfundur og opinn kynningarfund-
ur Al-Anon samtakanna á Íslandi í Bú-
staðakirkju. Al-Anon samtökin voru
stofnuð á Íslandi þann 18. nóvember
1972 og eru félagsskapur ættingja og
vina alkóhólista. Á fundinum segja fjórir
Al-Anon félagar og einn félagi í AA-sam-
tökunum sögur sínar. Kaffi að fundi
loknum. Allir velkomnir!
■ ■ SÝNINGAR
20.00 Finnska handverkskonan og
kennarinn Merja Heikkinen heldur fyrir-
lestur í húsi Heimilisiðnaðarfélags Ís-
lands að Laufásvegi 2. Fyrirlesturinn
fjallar um þjóðlegt handverk, búninga,
menntun og menningu Sama í máli og
myndum. Kaffiveitingar. Aðgangseyrir kr.
1.000.
■ ■ SÍÐUSTU FORVÖÐ
Sýningu Dagnýjar Guðmundsdóttur
„Horfum á karlmenn“ í Listhúsi Ófeigs,
Skólavörðustíg 5, lýkur í dag.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð-
ar en sólarhring fyrir birtingu.
JAMES APOLLO
„Ég fékk símhringingu einn daginn og mér var sagt að við ættum endilega að fara til Ís-
lands,“ svarar James Apollo um ástæður þess að hann kom hingað. „Ég var sammála því
þar sem þetta hljómaði eins og góður staður til þess að heimsækja. Tækifærið birtist mér
og ég greip það.“
SKRIFSTOFUSKILRÚM
Til sölu notuð Vista skrifstofuskilrúm
frá Pennanum. Litur blár, hæð pr.
einingu 175 cm. að breidd x 80 cm.
Uppl. í síma 575 1838.
Aveda Hárdagar
á hárgreiðslustofunni
Prímadonnu
Dagana 20-26 nóvember verður
litaráðgjafi frá Aveda hjá okkur.
• Persónuleg ráðgjöf
með háralitum sem
endast betur
• Aveda litirnir eru
97% nátturlegir
• Leggjum metnað í gera
þitt hár fallegt og þig
ánægða.
Allar nánari upplýsingar
og tímapantanir í 5885566
og 5885567.