Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 19.11.2003, Blaðsíða 31
31MIÐVIKUDAGUR 19. nóvember 2003 KVIKMYNDIR Myndin Salt er fyrsta mynd bandaríska leikstjórans Bradley Rust Gray í fullri lengd. Hann hefur hlotið óskabyrjun því myndin hefur hlotið verðlaun á kvikmyndahátíðum í Berlín, Suð- ur-Kóreu og London. Fyrir vikið hefur Bradley náð að koma mynd- inni í dreifingu í Þýskalandi, Aust- urríki og Sviss. Salt verður frum- sýnd í Regnboganum í kvöld. Upphaflega ætlaði Bradley sér að nota þekkta leikara en laðaðist að þeirri hugmynd að nota óreynda leikara þegar hann spott- aði Brynju Þóru Guðnadóttur á göngum Listaháskólans. Síðar réð hann fyrrum skúlptúrkennara sinn, Svövu Björnsdóttur, í hlut- verk mömmunnar. Á Davíð Örn Halldórsson og Melkorku Huldu- dóttur rakst hann á gangi út í bæ. Bradley talar ekki íslensku en myndin, sem er ástarsaga um stúlku sem verður ástfangin af kærasta systur sinnar, er samt öll leikin á tungumálinu okkar. „Ég held að það hafi virkað sem kostur,“ segir Bradley. „Ég sagði þeim bara hvað ég vildi að þau segðu og þau túlkuðu það sjálf á eigin tungumáli.“ Bradley segir þetta hafa skilað sér í eðlilegri leik og að enginn hafi átt í vandræðum með að læra línurnar sínar. Myndin gerist á Stöðvarfirði og léku bæjarbúar öll aukahlutverk. Þangað kom Bradley fyrst árið 1993 til þess að iðka skúlptúrgerð. „Mér finnst það fallegur og ein- stakur fjörður fyrir Ísland, vegna stærðarinnar. Svo er bærinn í and- hverfu þess. Við lokuðum ekki fiskvinnslunni, eins og hefði vana- lega verið gert, til þess að skjóta atriðin þar, heldur þjálfuðum leik- arana til þess að vinna,“ segir Bradley að lokum. biggi@frettabladid.is Kvikmyndir ■ Kvikmyndin Salt verður frumsýnd í dag í Regnboganum. Leikstjóri myndar- innar, Bradley Rust Gray, segir hana vera íslenska þrátt fyrir að hann sé bandarísk- ur sjálfur. Myndin er tekin á Stöðvarfirði og hefur hlotið verðlaun á kvikmynda- hátíðum víðs vegar um heim. Salt í ástarsárin „Ég er ekki alveg viss en það kæmi mér ekki á óvart ef það hefði verið Petra Propsner frá Ungverjalandi,“ segir Hermann Fannar Valgarðsson hjá Núlleinum um fyrs- ta kossinn. „Þetta var í sjöunda bekk fyrir aftan leikskóla í Flatarhrauni í Hafnarfirði og þetta var í kyss, kyss út af. Ég man enn- þá eftir honum, hann var frábær.“ Lárétt: 1 ástand mála, 6 títt, 7 eldivið, 8 tónn, 9 á húsi, 10 nögl, 12 þrír eins, 14 yrki, 15 félagsskapur, 16 rykkorn, 17 blað, 18 frjáls. Lóðrétt: 1 hæð, 2 beina að, 3 sk.st., 4 umturnar, 5 blóm, 9 efni, 11 nakta, 13 lé- legt, 14 herbergi, 17 þröng. Lausn. St ó r l e i k a r i n nArnar Jónsson á 40 ára leik- afmæli nú um stundir. Þorvaldur Þ o r s t e i n s s o n skrifaði leikverk sérstaklega af þessu tilefni og mun Arnar frumflytja það 4. des- ember. Sýningarstaðurinn hefur vakið nokkra athygli en Arnar huggðist sýna verkið á sínum gamla vinnustað, Þjóðleikhúsinu. En hann hefur nú brugðið á það ráð að flytja sýninguna yfir í Loftkastalann. Seg- ir sagan að Arnari hafi fundist Stef- án Baldursson ekki nægjanlega lið- legur í því sem að sýningunni sneri og því hann gripið til þessa ráðs. ■ ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Tvisvar. Baugi Group og Gaumi. Arnold Schwarzenegger. 1 7 8 9 10 11 13 16 17 18 14 15 12 2 3 4 5 6 Lárétt:1horfur, 6ótt,7mó,8la,9ups, 10kló,12lll,14sem,15aa,16ar, 17 örk,18laus. Lóðrétt: 1hóll,2ota,3rt, 4umpólar, 5 rós,9ull,11bera,13lakt,14sal,17ös. Fréttiraf fólki Nýjarplötur Ein af hátíð-legri jóla- útgáfum ársins 2003 er líklegast jólaplata Gunn- ars Gunnars- sonar, organista Laugarneskirkju, sem leikur og út- setur þekkt jólalög fyrir píanó. Platan heitir Des og er sú þriðja frá hans hendi í svokölluðum skálm- stíl, eða Stride eins og það heitir upp á ensku. Á plötunni eru að finna lög á borð við Meiri Snjó, Nóttin var svo ágæt ein, Have Yourself a Merry Little Christmas, Gleði- og friðarjól, Ég sá mömmu kyssa jólasvein og Heims um ból. Dimma gefur út. ■ Fyrsti kossinn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.