Fréttablaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 29.12.2003, Blaðsíða 8
Þegar ég var að skríða á unglingsárvirtist sem mér stæðu aðeins tveir kostir til boða. Annar var að skella mér í Keflavíkurgöngu, hlusta á þjóð- lög frá Eritreu, drekka í Tjarnarbúð, lesa MM-kiljurnar Og svo fór ég að skjóta og Hvað ber að gera, ganga í Gefjunarúlpu, horfa á kvikmyndir í Fjalakettinum og setja skólabækurnar í gráa strigatösku og tússa á hana stórt pís-merki eða þá andlitið á Che Guevara. Hinn kosturinn var að vera í snyrtilegum jakkafötum, skemmta mér á diskótekum, lesa Moggann, horfa á amerískar bíómyndir, mæta með skjalatösku í skólann og ekki krota neitt á hana – í mesta lagi næla X-D í jakkakragann fyrir kosningar. Auðvitað var þetta misskilningur í mér. Mér stóð allt lífið til boða – öll hugmyndasagan, menningin öll. Eins og flestir af minni kynslóð hafnaði ég þessum flokkadráttum enda tilheyrðu þeir ekki okkur. Þetta voru leifar kalda stríðsins – að því er mér skildist. En þótt þjóðir Austur-Evrópu byggju enn við verra skrípalýðræði en við, þá var mesti vindurinn úr hinu eiginlega kalda stríði á þessum árum. Það var farið að snúast meira um lífsmáta en lífsstefnu. En kannski skipti aldrei máli hvernig þeir höfðu það; Sovétmenn eða Bandaríkjamenn. Kannski var kalda stríðið á Íslandi af annarri rót en það sem markaði alþjóðastjórnmál frá stríðslokum að lokum níunda áratug- arins. Meðal minna fyrstu minninga af þjóðfélaginu eru óskrifaðar reglur á mínu heimili um að við keyptum ekki Bragakaffi eða KEA-vörur. Við vorum ekki þátttakendur í köldu stríði en ein- hverju mjög ámóta. Andstæðingurinn var ekki Stalín og áætlanabúskapurinn heldur Framsóknarflokkurinn og SÍS. Og þó að nú séu æði mörg ár síðan múrinn féll sé ég ekki að nein þíða sé komin í íslenskt samfélag – enda kom þessi múr okkur sjálfsagt aldrei neitt við. Sem fyrr tekst okkur að láta alla umræðu falla ofan í skotgrafir kalds stríðs. Það var frammi fyrir þeirri til- hneigingu sem Halldór Laxness lyfti upp höndum í frægum sjónvarpsvið- ræðum snemma á áttunda áratugnum og bað menn lengstra orða að lyfta sér á örlítið hærra plan. Ævisaga Halldórs eftir Hannes Hólmstein Gissurarson er nýjasta dæmið um getuleysi Íslendinga til að ræða nokkurn skapaðan hlut án þess að bregða sér í kalt stríð. Öðrum megin garðs standa sjálfstæðismenn og einkum þeir sem heitast styðja for- ystu flokksins. Hinum megin eru þeir sem aldrei myndu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn og finnst komið nóg af upp- hafningu einkavina Davíðs Oddssonar – og reyndar hans sjálfs einnig – í ís- lensku menningarlífi. Og deiluefnið er hvort Hannes megi nota í bók sína lengri eða skemmri búta upp úr endurminning- arbókum Laxness eða ritgerðum fræðimanna um hann án þess að geta heimilda í hvert sinn. Gríðarlega spennandi deila – eða hitt þó. Enda fjallar hún ekki um þetta efni heldur eitthvað allt annað – og ótrú- legt en satt – enn leiðinlegri hluti; ves- aldarlegan staðgengil pólitískrar um- ræðu í formi hugmyndalausra flokka- drátta og röfls um tittlingaskít. ■ Í Fréttablaðinu á laugardaginn –og raunar þar áður í DV í tví- gang – er nafn mitt dregið með sérkennilegum hætti inn í slúður- kenndar frásagnir af eftirlauna- frumvarpinu á Alþingi. Er það sérkennilegt í ljósi þess að ég hef lítið sem ekkert blandað mér í um- ræðu um það mál á opinberum vettvangi að öðru leyti en því að ég bar það af mér sem sagt var í sölum Alþingis, að ég hafi tekið einstaka þingmenn Samfylkingar- innar út í horn til að fá þá ofan af stuðningi við málið. Slík vinnu- brögð tíðka ég ekki – ég vil að fólk viti hvar það hefur mig. Þá lét ég þess getið í samtali við blaðamann Fréttablaðsins að ég væri þeirrar skoðunar að rangt væri að Alþingi greiddi álag á laun þingmanna vegna formennsku í stjórnmála- flokkum. Flokksformennska er trúnaðarstarf sem unnið er í þágu þess fólks sem í flokknum starfar og flokksformenn sækja hvorki umboð sitt til Alþingis né þing- flokka. Í þessari skoðun minni felst engin afstaða til þess hvort ekki sé ástæða til að umbuna mönnum í launum fyrir að taka að sér slík trúnaðarstörf. Sú ákvörð- un á hins vegar að vera í verka- hring flokkanna sjálfra. Sigurjón M. Egilsson blaða- maður, sem brá sér „baksviðs“ á laugardaginn, gerir ekkert með þessi orð mín í hans eigin blaði en segir þess í stað í slúðurkenndum stíl: „Svo merkilega vill til, sam- kvæmt því sem heimildir Frétta- blaðsins segja, að eina athuga- semd Ingibjargar Sólrúnar við eftirlaunafrumvarpið var um hvort 50 prósenta álagsgreiðsla Alþingis til flokksformanna stjórnarandstöðuflokka muni einnig koma til formanna sem eru utan þings.“ Ég hafi að öðru leyti engar athugasemdir gert við frumvarpið en „stokkið á vagn al- menningsálitsins“ þegar hann fór af stað og ekki verið sjálfri mér samkvæm. Heimildarmennirnir eru að sjálfsögðu ekki nafn- greindir enda ugglaust ekki til, en ef svo er þá tala þeir gegn betri vitund. Tilgangurinn með þessari frásögn er hins vegar augljós, þ.e. að koma því inn hjá lesendum að ég hafi í þessu máli einvörðungu verið að hugsa um eigin hag. Ég hef aðeins velt því fyrir mér hvaða ástæður búi því að baki að draga mína persónu inn í slúðurfregnir af þessu máli, sér- staklega þegar þess er gætt að ég lék þar ekkert aðalhlutverk held- ur var ein rödd af tuttugu og einni í þingflokki Samfylkingarinnar. Ég held að skýringin sé ein öðrum fremur. Það er löngun sumra blaðamanna til að hafa áhrif á rás atburða, búa til fréttir í stað þess að segja þær og skýra, vera með í leiknum með hinum strákunum fremur en að fylgjast með honum álengdar. Útsjónarsamir leik- menn á sviði þjóðlífsins þekkja þessa löngun og notfæra sér hana, sér og sínum til framdráttar en öðrum jafnvel til ógagns. Til skamms tíma kunna menn að hafa af þessu einhvern hag en þegar til lengri tíma er litið tapa allir, ekki síst lesendur sem hafa verið af- vegaleiddir. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um króníska pólítíska flokkadrætti. 8 29. desember 2003 MÁNUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Rafpóstur auglýsingadeildar: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Árið sem nú er að líða ein-kenndist af tvennu: sífellt verður ófriðvænlegra í heiminum sökum óábyrgrar stefnu Banda- ríkjamanna í málefnum Miðaust- urlanda og – skeytingarleysi um umhverfi og loftslagsbreytingar af völdum manna er komið á hættulegt stig, nú þegar hlýnun andrúmsloftsins vex hraðfara með afleiðingum sem gætu orðið skelfilegar fyrir allt líf á jörðinni. Bandaríkjamenn létu til skarar skríða á árinu og hófu hefnd sína fyrir illvirkin sem kennd eru við 11. september. Enn höfum við einungis fengið fátt eitt að sjá: bandarískt hugar- far er gegnsýrt hefndarskyldu, dauðadýrkun og blóðþorsta eins og réttarfarið þar í landi vitnar um. Við minnumst þess að fyrir þá ósvífnu ögrun og auðmýkingu sem árás Japana á Pearl Harbor var talin vera hefndu Banda- ríkjamenn sín með því að varpa kjarnorkusprengjum á borgirnar Hiroshima og Nagasaki, svo sem eins og til að sýna þjóðum heims fram á það hvað gerðist ef ein- hver vogaði sér að ráðast á Bandaríkin. Svo vissir voru ráða- menn um fælingarmátt þessa skelfilega fjöldamorðs að þeir voru gersamlega grandalausir gagnvart ógn hryðjuverkanna og sinntu í engu þrálátum aðvörun- um um áform þeirra sem að lok- um létu til skarar skríða. Og þessir ráðamenn sem sváfu á verðinum þurfa nú að sýna fram á að þeir séu karlar í krapinu. Slíkir menn eru hættulegt fólk og enn höfum við fátt eitt fengið að sjá. Hvaða hefnd er nógu ægileg? Hvernig eiga þeir að hefna fyrir árásirnar á Tvíburaturnana, sjálfa aflstöð draumsins, sjálft hjartað í höfuðborg heimsins að þeirra mati? Hvernig verður slíkra óskapa hefnt? Innrásin í Írak er fálm vitstola risa sem þreifar fyrir sér - bara einhvers staðar. Bandaríkjamenn hafa kosið að kenna Saddam Hussein um árásirnar 11. sept- ember, jafnvel þótt ekkert hafi komið fram sem tengi hann við þá glæpamenn sem Bandaríkja- menn hleyptu vopnuðum upp í flugvélar sínar. Þeir hafa breytt þessum skelfilega veruleika í eitthvað annað og viðráðanlegra og kunnuglegra: í hasarmynd, eltingaleik við vondakallinn; úr því að þeir fundu ekki Osama Bin Laden, hinn meinta höfuðpaur ill- virkjanna, fundu þeir upp nýjan vondakall, og bjuggu meira að segja til metsöludúkku úr George Bush yngri, aksjónkall (sem Hall- dóra Thoroddsen kallar reyndar dáðadreng, sem seint yrði sagt um Bush). Þeir virðast meira að segja hafa talið sér trú um að úr því að þeim tókst að grafa Saddam Hussein upp úr jörðinni loksins þegar einhverjum snill- ingi hugkvæmdist að leita kauða meðal skyldmenna í heimabæ hans – að þá sé bíómyndin búin. Bandaríkjamenn eru agndofa af undrun yfir því að árásir skuli halda áfram á innrásarlið þeirra í Írak, jafnvel þótt þeir séu búnir að ná vondakallinum og The End eigi nú samkvæmt öllum lögmál- um að renna yfir tjaldið. Bandaríkjamenn eiga eftir að hefna sín lengi enn á öllum þeim sem þeir ná til. Nú þegar hafa fangar verið í haldi í herstöð þeirra á Guantanamo á Kúbu í tvö ár án þess að réttað hafi ver- ið í máli þeirra og án þess að þeir hafi fengið að ráðgast við lög- fræðinga – með öðrum orðum án þess að haft hafi verið fyrir því að sýna fram á að hér sé um að ræða þá stórhættulegu liðsmenn al Kaída sem Bandaríkjamenn segja þá vera, fremur en tilvilj- anakennt samsafn manna sem voru svo ólánsamir að vera staddir í Afganistan á þeim tíma þegar Bandaríkjamenn réðust þar inn. Ár þjófanna Allt er til þess fallið að skerpa andstæður, draga víglínur: líka atburðir hér heima. Kannski var þetta ár þjófanna á Íslandi. Hjá Landsímanum hurfu hundrað og fimmtíu milljónir án þess að nokkur yrði þess var, og þótti kannski ekki mikið hjá fyrirtæki sem hefur urmul fyrrverandi forstjóra á ofurlaunum og hljóp á eftir öllum firrum nýja hagkerf- isins – svo ævintýralega há eru greinilega símagjöldin hjá okkur að enginn fylgist með þeirri fjár- elfur sem streymir inn í fyrir- tækið. Forsætisráðherra sagði um sölu Jóns Ólafssonar á fyrirtækj- um sínum í kjölfar skattamála að þetta hefði þann brag að hér væri höndlað með þýfi, og óneitanlega fannst mörgum slíkur þefur af fyrirætlunum Kaupþingshölda um stórkostlegar greiðslur til sín í kjölfar aumrar ávöxtunar fyrir- tækisins á fjármunum íslensks almennings, að ekki sé talað um áform ráðherra og þingmanna um hagstæð lífeyriskjör sér til handa sem stóð til að lauma gegn- um þingið. Ekki verður heldur annað sagt en að lykilstaða flokksins sem tapaði kosningun- um, Framsóknarflokksins, í kjöl- far þessara kosninga, beri keim af því að flokkurinn hafi stolið kosningunum. Og loks finnst ýmsum eins og á daginn hafi komið að fræðimennska tiltekins háskólaprófessors hafi á sér – þann brag að hér sé höndlað með þýfi“... Lesendum óska ég gleðilegs árs; megi nýtt ár færa okkur meiri ráðvendni á öllum sviðum, minni græðgi, færri þjófnaði, meiri kærleika – og auðvitað nýj- an Bandaríkjaforseta. ■ Mislagðar hendur Fáum dómnefndum hafa þó verið jafn mislagðar hendur og þeirri sem átti að leggja mat á bestu bækur almenns eðlis árið 2003. Dómnefndinni yfirsást ein vandað- asta ævisaga ársins, Andvökuskáld eftir Viðar Hreinsson. Afbragðs vel skrifað og fróðlegt rit um sögu 16. og 17. aldar, Saga Íslands VI eftir Helga Þorláksson, var ekki til- nefnd. Ekki skorti heldur djörf og frumleg rit um bókmenntir og menningu 20. aldar á árinu, t.d. Ferðalok eftir Jón Karl Helgason, sem var ekki heldur tilnefnt. SVERRIR JAKOBSSON Á MÚRNUM, 27. DESEMBER. Kynslóðaskipti Þau kynslóðaskipti sem verða inn- an Sjálfstæðisflokksins með því að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir tekur sæti í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar vekja ákveðna tilhlökk- un til framtíðarinnar. Fyrr á þessu ári náðu kjöri til Alþingis fjórir full- trúar SUS, Bjarni Benediktsson, tveir fyrrum formenn SUS: Sigurður Kári Kristjánsson og Guðlaugur Þór og Birgir Ármannsson fyrrum for- maður Heimdallar. Það verður fróð- legt að fylgjast með framgangi þeirra og annarra ungra lofandi sjálfstæðismanna í starfinu innan flokksins á komandi árum. STEFÁN FRIÐRIK STEFÁNSSON Á FRELSI.IS, 26. DESEMBER. Ungi framsóknarmaðurinn Hvað er þetta eiginlega með unga framsóknarmanninn? Nú vill hann að einhverjir allt aðrir en háskóla- stúdentar greiði að öllu leyti fyrir nám þeirra. Það má raunar einnig líta þannig á þessa kröfu hans, um að skattgreiðendur beri allan kostnað af rekstri Háskóla Íslands, að hann vilji ótakmarkaða fram- leiðslustyrki til háskólakennara. Þeir eigi að fá allar sínar tekjur frá skattgreiðendum en ekki þeim sem nýta sér þjónustu þeirra. Fram- sóknarmenn hafa áður fengið slíkri kröfu framgegnt í íslenskum land- búnaði með þeim afleiðingum að bændur eru ein tekjulægsta stétt landsins og íslenskar landbúnaðar- afurðir með þeim dýrustu í heimi. VEFÞJÓÐVILJINN 26. DESEMBER. Árið ■ Hlerað á Netinu Baksviðsslúður Kalda stríðið hlýnar ekki Pillupökkunarvélar til sölu Til sölu talningavél, lok-ásetningavél, miðaásetningavél og mótttökuborð. Vélarnar eru í góðu standi. Mjög góður staðgreiðsluafsláttur eða lánamöguleikar. Til sýnis í samráði við Jón í síma 588 4455. Til sölu Umræðan INGIBJÖRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR ■ skrifar um fjöl- miðlaumfjöllun. Um daginnog veginn GUÐMUNDUR ANDRI THORSSON ■ skrifar um árið sem nú er að líða. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.