Fréttablaðið - 29.12.2003, Page 12
12 29. desember 2003 MÁNUDAGUR
Að kvöldi 29. desember árið1940 gerðu Þjóðverjar
verstu loftárásir sögunnar á
London. Þúsundir óbreyttra
borgara biðu þar bana þetta
kvöld og um nóttina.
Eldur brann úti um alla borg-
ina, en slökkviliðsmenn börðust
hetjulegri baráttu þrátt fyrir að
sprengjuregnið félli allt um kring.
Þeim tókst að bjarga stórum hluta
borgarinnar frá enn frekari eyði-
leggingu.
Sumarið áður höfðu Þjóðverjar
byrjað að varpa sprengjum á
enskar borgir. Í júlí höfnuðu Bret-
ar tilboði Hitlers um grið gegn því
að skipta sér ekki af hernaði Þjóð-
verja á meginlandinu. Í ágústlok
svöruðu Bretar síðan með loftárás
á Berlín og í kjölfarið hertu Þjóð-
verjar loftárásir sínar á Breta um
allan helming.
Verstu árásirnar urðu 29. des-
ember, þegar Þjóðverjar gerðu
hverja hrinuna á fætur annarri án
afláts í samtals sex klukkustundir.
Um vorið 1941 hættu Þjóð-
verjar þó að mestu árásum á
Bretland, enda var þýski herinn
þá á leið austur á bóginn. Þá um
sumarið hófst innrás Þjóðverja í
Sovétríkin. ■
Sonja Sigrid Hakansson, Barðaströnd
25, Seltjarnarnesi, lést sunnudaginn 21.
desember.
Gunnar Jóhannes Guðbjörnsson,
Hæðargarði 17, Reykjavík, lést fimmtu-
daginn 25. desember.
Ólafur Jensson, verkfræðingur, er látinn.
Guðrún Soffía Gísladóttir, Hrafnistu,
Hafnarfirði, áður Sundlaugavegi 24,
Reykjavík, lést föstudaginn 26. desem-
ber.
Ingibjörg Skúladóttir, Hlíf 1, Ísafirði, lést
fimmtudaginn 25. desember.
Þorsteinn Gíslason, málarameistari og
fyrrverandi kaupmaður, Miðleiti 7,
Reykjavík, lést aðfaranótt 25. desember.
Hulda Valdimarsdóttir, frá Vopnafirði,
Kleppsvegi 128, Reykjavík, lést mánu-
daginn 22. desember.
Guðmunda (Gógó) Sigríður Óskars-
dóttir, nuddari, Hrísmóum 1, Garðabæ,
lést fimmtudaginn 25. desember.
Sigríður Ólafsdóttir, Hveragerði, lést
fimmtudaginn 25. desember.
Margrét Bjarnadóttir, Grímshaga 3, lést
25. desember.
13.30 Maja-Greta Briem verður jarð-
sungin frá Fossvogskirkju.
14.00 Ársæll Ottó Valdimarsson,
Espigrund 15, Akranesi, verður jarðsung-
inn frá Akraneskirkju.
15.00 Helgi Viðar Magnússon, Granda-
vegi 3, Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni í Reykjavík.
Söngleikurinn Grease meðBirgittu og Jónsa í aðalhlut-
verkum er greinilega með allra
vinsælustu sýningum ársins.
Hann hefur gengið fyrir fullu húsi
í Borgarleikhúsinu alveg frá því
hann var frumsýndur í sumar. Í
dag er 57. sýningin á þessu vin-
sæla stykki, eða sú 59. ef tvær
forsýningar eru taldar með. Búið
er að ákveða aukasýningu næsta
laugardag, og síðan verður sýn-
ingum haldið áfram næstu vikur
og jafnvel mánuði, svo lengi sem
ekkert lát er á aðsókninni. ■
Ekkert lát á aðsókn
Konuna mína langar til að kallaeinhverja saman á afmælis-
daginn minn,“ segir hr. Ólafur
Skúlason biskup, sem er 74 ára í
dag. „Börnin mín munu koma og
það er mér sérstakt gleðiefni að
sonur minn Skúli, sem hefur verið
prestur í Svíþjóð, kom með konu
sinni og tveimur börnum til að
vera hjá okkur um jólin og verður
því einnig hjá mér á afmælinu.
Tengdadóttir mín Sigríður Björk
Guðjónsdóttir, sem er sýslumaður
á Ísafirði, þarf reyndar að fljúga
vestur til að sinna skyldum sínum
en þau hin verða hérna áfram hjá
okkur. Skúli er nú á milli embætta
og verður því ekki í prestsverkum
eins og vaninn hefur verið um jól-
in. Einnig ætlar Ebba konan mín
að hringja í systur mínar og bjóða
þeim, auk þess sem hér er statt
frændfólk hennar frá Þýskalandi
sem við munum bjóða. Ebba er
svo móttökuglöð og hefur mikið
yndi af því að halda veislu.“
Hann segist alltaf hafa verið
feginn að afmælið er á milli jóla
og nýárs, en ekki rétt fyrir jól.
„Það var alltaf mikið af kökum hjá
mömmu og hún gætti þess vand-
lega að afmælisdagurinn týndist
ekki og gerði daginn sérstakan.
Síðan hefur konan mín séð vel um
mig á þessum degi.“
Sjálfur segist Ólafur ætla að
taka því rólega, þar sem hann er
nýkominn af spítala og þarf að
jafna sig. „Ég er búinn að taka því
allt of rólega að mér finnst.“ Hann
tekur lífinu með ró nú, sem eru
mikil viðbrigði fyrir mann sem
hefur alltaf haft nóg fyrir stafni.
„Þetta voru gríðarleg viðbrigði
fyrst, ekki síst eftir að ég hætti
sem sóknarprestur. Sem biskup
var ekki mikið um prestverk og
helgihald á hátíðum, en ég sakna
mikið samfélagsins við fólkið.
Þetta var svo yndislegt, jafnvel þó
svo að það byggðist oft á sorgleg-
um atburðum, eins og jarðarförum
eða veikindum, þá voru skírnir,
fermingar, giftingar og venjulegir
messudagar miklar hátíðarstundir.
Við vorum svo heppin í Bústað-
asókn að það var alltaf góð kirkju-
sókn og við þurftum aldrei að
horfa á hálftóma bekkina.“ ■
Afmæli
HERRA ÓLAFUR SKÚLASON
■ biskup er 74 ára í dag.
Hann er að jafna sig eftir sjúkrahúsdvöl.
JUDE LAW
Þessi vinsæli leikari fæddist í suðaustur-
hverfum Lundúnaborgar árið 1972.
29. desember
■ Þetta gerðist
1170 Erkibiskupinn Tómas Beckett er
myrtur í dómkirkjunni í Kantara-
borg á Englandi.
1845 Texas verður 28. ríki Bandaríkj-
anna.
1890 Bandarískir hermenn stráfella allt
að 400 indjána í orrustunni við
Undað kné.
1946 Söngkonan Marianne Faithfull
fæðist.
1947 Bandaríski leikarinn Ted Danson
fæðist.
1975 Ellefu manns bíða bana þegar
sprengja springur á LaGuardia-
flugvellinum í New York.
1998 Leiðtogar Rauðu Kmeranna í Kam-
bódíu biðjast fyrirgefningar á því
að hafa myrt um milljón manns á
tímum ógnarstjórnar sinnar á átt-
unda áratug síðustu aldar.
LONDON BRENNUR
Þúsundir óbreyttra borgara féllu þennan
dag í loftárásum Þjóðverja á London.
Loftárásir á London
VERSTU LOFTÁRÁSIRNAR Á
LONDON
■ Þjóðverjar vörpuðu sprengjum látlaust
í sex klukkustundir á London þennan
dag árið 1940.
29. desember
1940
Betra að eiga afmæli
nú en rétt fyrir jól
Framkvæmdabókin 2004 er
ekki eingöngu dagbók,
heldur einnig tæki til
að koma hlutum
í verk!
Útsölustaðir:
FRAMKVÆMDABÓKIN
... og þú kemur hlutum í verk
2004
Sissa tískuhús
G l æ s i b æ , s í m i 5 6 2 5 1 1 0
Sissa Tískuhús óskar öllum gleðilegs árs og þakkar það liðna.
Útsalan hafin, 20-80%afsláttur!!!
Glæsilegur fatnaður!!!
Opið 29. des. 11-18 og 2. jan. 13-18 Verið velkomin
Kröftugur
skóli þótt
lítill sé
Við munum fara nýjar leiðir íkennsluháttum,“ segir Guð-
björg Aðalbergsdóttir, nýskipað-
ur skólameistari við Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga, en reiknað er
með að skólinn taki til starfa
næsta haust. „Aðalmarkmiðið
verður að bjóða upp á fjölbreytt
nám og að allir geti fundið eitt-
hvað við sitt hæfi, þó að skólinn
sé lítill. Því munum við leggja
áherslu á nýtingu upplýsinga-
tækni og einstaklingsmiðað
nám.“ Að sögn Guðbjargar ríkir
mikil bjartsýni meðal heima-
manna um að þetta nýja skóla-
starf muni takast vel upp. ■
ÚR GREASE
Birgitta Haukdal og Jón Jósep Snæbjörnsson trekkja að áhorfendur stanslaust í Borgar-
leikhúsinu.
■ Söngleikur
GUÐBJÖRG AÐALBERGSDÓTTIR
Segir Fjölbrautaskóla Snæfellinga koma til
með að bjóða upp á fjölbreytt nám.
HERRA ÓLAFUR SKÚLASON
Saknar mikið samfélagsins við fólkið frá því hann var sóknarprestur í Bústaðasókn.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
■ Andlát
■ Jarðarfarir