Fréttablaðið - 29.12.2003, Qupperneq 24
20 29. desember 2003 MÁNUDAGUR
FAGNAÐ Á MAGANUM
Sænska skíðastúlkan Anja Pärsson fagnar
hér með tilþrifum eftir sigur sinn í svigi
kvenna í heimsbikarnum í Lienz í Austur-
ríki í gær.
Skíði
Stjörnuleikur NBA-deildarinnar fer fram í Los Angeles 15. febrúar næstkomandi:
Carter efstur í kosningu Stjörnuleiksins
KÖRFUBOLTI Framherjinn Vince
Carter, sem leikur með Toronto
Raptors, hefur fengið flest at-
kvæði allra leikmanna NBA-deild-
arinnar fyrir 53. Stjörnuleik
deildarinnar sem fram fer í
Staples-höllinni í Los Angeles
sunnudaginn 15. febrúar.
Stuðningsmenn víðs vegar um
heiminn geta kosið á heimsíðu
NBA-deildarinnar, nba.com, og er
Carter eini leikmaðurinn sem hef-
ur fengið meira en milljón at-
kvæði. Næstur honum kemur bak-
vörður Los Angeles Lakers, Kobe
Bryant, en hann er jafnframt með
flest atkvæði allra leikmanna í
vesturdeildinni. Hægt er að skila
inn atkvæðum til 24. janúar næst-
komandi en byrjunarlið austur- og
vesturdeildarinnar verða tilkynnt
29. janúar.
Ef búið væri að loka atkvæða-
greiðslunni í dag væri byrjunarlið
austurdeildarinnar þannig skipað
að Allen Iverson hjá Philadelphia
76ers og Tracy McGrady hjá Or-
lando Magic væru bakverðir,
Vince Carter hjá Toronto Raptors
og Jermaine O’Neal hjá Indiana
Pacers væru framherjar og Ben
Wallace hjá Detroit Pistons væri
miðherji.
Shaquille O’Neal hjá Los Ang-
eles Lakers væri miðherji vestur-
deildarinnar, Tim Duncan hjá San
Antonio Spurs og Kevin Garnett
hjá Minnesota Timberwolves
væru framherjar og Kobe Bryant
hjá Los Angeles Lakers og Steve
Francis hjá Houston Rockets
væru bakverðir. ■
Spænski bikarinn í handbolta í gær:
Ólafur bikarmeistari
HANDBOLTI Ólafur Stefánsson og
félagar hans hjá Ciudad Real
tryggðu sér í gær spænska bikar-
inn í handknattleik þegar liðið bar
sigurorð af Barcelona, 29-18, í úr-
slitaleik á heimavelli sínum.
Sigur Ciudad Real var afskap-
lega öruggur en staðan í hálfleik
var 17-7, Ólafi og félögum í vil.
Ólafur Stefánsson skoraði fimm
mörk í leiknum líkt og Egyptinn
Haussain Zaki en Alberto
Entrerríos skoraði sex mörk.
Markvörður Ciudad Real, José
Hombrados, átti stórleik og varði
26 skot í leiknum. Carlos Ortega
var markahæstur hjá Barcelona
með sex mörk.
Ciudad Real bar sigurorð af
Portland San Antonio, 26-18, í und-
anúrslitum á laugardaginn. Ciu-
dad gerði út um leikinn í fyrri
hálfleik en liðið hafði níu marka
forystu, 15-6, í hálfleik. Ólafur
Stefánsson skoraði þrjú mörk fyr-
ir Ciudad en Talant Dushebaev
var markahæstur með sjö mörk
og Hussain Zaki skoraði sex
mörk. Javier Ortigosa var marka-
hæstur hjá Portland San Antonio
með fjögur mörk. Í hinum undan-
úrslitaleiknum bar Barcelona sig-
urorð af Ademar Leon, 28-22. Iker
Romero var markahæstur hjá
Barcelona með sex mörk og
Frakkinn Jerome Fernández og
Fernando Hernández skoruðu
fimm mörk hvor. Juanín skoraði
mest fyrir Ademar en hann skor-
aði sex mörk.
!
"#$ %&
&'&( )
& *
Enska knattspyrnan:
Svard til
Stoke
FÓTBOLTI Íslendingaliðið Stoke,
sem er um miðja ensku 1. deild-
ina, fær liðsstyrk í janúar þegar
danski miðjumaðurinn Sebastian
Svard, sem er á mála hjá Arsenal,
gengur til liðs við félagið. Svard
hefur spilað með FC Kaupmanna-
höfn í vetur en ekki gengið sem
skyldi og vonast hann til að finna
sig á nýjan leik hjá Stoke.
Tony Pulis, knattspyrnustjóri
Stoke, sagði að Svard væri öflug-
ur leikmaður sem væri kannski
ekki í sínu besta formi en myndi
engu að síður styrkja Stoke-liðið.
„Það var ekki hægt að sleppa
honum þegar við fengum tæk-
ifæri til að taka hann.“ ■
VINCE CARTER VINSÆLL
Vince Carter er efstur í kosningunni fyrir
Stjörnuleik NBA-deildarinnar.
TÍU EFSTU Í KOSNINGUNNI
Vince Carter Toronto
Ben Wallace Detroit
Kobe Bryant LA Lakers
Allen Iverson Philadelphia
Tim Duncan San Antonio
Kevin Garnett Minnesota
Jermaine O’Neal Indiana
Shaquille O’Neal LA Lakers
Yao Ming Houston
Tracy McGrady Orlando
Þýska 1. deildin í handknattleik:
Guðjón Valur og
Garcia skora mest
HANDBOLTI Íslensku handknatt-
leiksmennirnir sem leika í þýsku
1. deildinni í handknattleik eru
ekki meðal markahæstu manna
það sem af er tímabilinu. Marka-
hæsti leikmaður deildarinnar til
þessa er Jan-Henrik Behrends hjá
Wallau-Massenheim en hann hef-
ur skorað 120 mörk. Danski
hornamaðurinn Lars Christiansen
hjá Flensburg er annar með 177
mörk og kóreska stórskyttan
Kyung-Shin Yoon hefur skorað
114 mörk.
Markahæstu Íslendingarnir
eru Guðjón Valur Sigurðsson hjá
TuSEM Essen og Jaliesky Garcia
hjá Göppingen en þeir hafa báðir
skorað 57 mörk. Gylfi Gylfason
hjá Wilhelmshavener hefur skor-
að 55 mörk, Snorri Steinn Guð-
jónsson hefur skorað 53 mörk,
Gunnar Berg Viktorsson, sem
leikur með Wetzlar, hefur skorað
49 mörk, Sigfús Sigurðsson hjá
Magdeburg 44 mörk, Einar Örn
Jónsson hjá Wallau-Massenheim
hefur skorað 33 mörk, Róbert Sig-
hvatsson hjá Wetzlar hefur skorað
21 mark en bæði Sigfús og Róbert
misstu af mörgum leikjum vegna
meiðsla og Rúnar Sigtryggsson,
sem er samherji Einars hjá
Wallau, hefur skorað 10 mörk en
hann spilar nánast bara vörnina
líkt og hjá íslenska landsliðinu. ■
GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON
Guðjón Valur hefur skorað 57 mörk fyrir Essen í þýsku 1. deildinni í vetur.
MARKAHÆSTIR Í ÞÝSKALANDI
1. Jan-Henrik Behrends, Wallau 120
2. Lars Christiansen, Flensburg 117
3. Kyung-Shin Yoon, Gummersbach 114
4. Jan Filip, Nordhorn 110
5. Björn Navarin, Pfullingen 106
6. Mariusz Jurasik, Kronau 99
7. Nebosja Golic, Wetzlar 98
8. Oleg Velyky, Essen 97
9. Jan-Olaf Immel, Wallau 90
10. Johan Pettersson, Kiel 88
10. Torsten Jansen, Hamburg 88
10. Bruno Souza, Göppingen 88
49. Guðjón Valur Sigurðsson, Essen 57
49. Jaliesky Garcia, Göppingen 57
52. Gylfi Gylfason, Wilhelmshavener 55
58. Snorri Guðjónsson, Grosswallst. 53
69. Gunnar Berg Viktorsson, Wetzlar 49
84. Sigfús Sigurðsson, Magdeburg 44
111. Einar Örn Jónsson, Wallau 33
145. Róbert Sighvatsson, Wetzlar 21
173. Rúnar Sigtryggsson, Wallau 10
ÓLAFUR STEFÁNSSON
Ólafur Stefánsson varð í gær spænskur bikarmeistari með liði sínu Ciudad Real.