Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 4
4 5. janúar 2004 MÁNUDAGUR Hver vinnur Idol-stjörnuleit? Spurning dagsins í dag: Ætlar þú í líkamsrækt á næstu vikum til þess að koma þér í form eftir jólahátíðarnar? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 16% 11% Jón 46%Karl Ardís Ólöf 27%Anna Katrín Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is ■ Lögreglufréttir SJÓMANNAAFSLÁTTUR Verði sjó- mannaafsláttur afnuminn, mun Sjómannafélag Reykjavíkur beita sér fyrir því að sjómenn sigli í land. Í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi Sjómannafélags Reykjavíkur er mótmælt harð- lega áformum stjórnvalda um af- nám sjómannaafsláttarins. Í ályktuninni segir að Sjómanna- félag Reykjavíkur hafi um langt árabil háð harða baráttu til að viðhalda íslenskri sjómannastétt. Sama barátta hafi verið háð í ná- grannalöndunum og víða hafi stjórnvöld gripið til mismunandi skattaúrræða hin síðari ár, meðal annars veitt útgerðum skatta- ívilnanir. Sjómannafélag Reykjavíkur hafnar slíkum láglaunalausnum og telur sjómannaafsláttinn vera mun ódýrari leið fyrir íslenskt samfélag í heild til að viðhalda ís- lenskri sjómannastétt. Félagið telur að stjórnvöld taki á sig mikla og afdrifaríka ábyrgð með því að hrófla við núverandi fyrirkomulagi. Sjó- manna- og vélstjórafélag Grindavíkur og sjómannadeild verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði hafa einnig mótmælt harðlega afnámi sjómannaaf- sláttar. ■ Myndir frá Mars sendar til jarðar Bandaríska könnunarfarið Spirit lenti á Mars í gær. Farið hefur þegar sent frá sér fjölda mynda sem sýna grýtt og eyðilegt landslag. Spirit er ætlað að aka um plánetuna í leit að vísbendingum um skilyrði til lífs. VÍSINDI Geimvísindamenn hjá banda- rísku geimferðastofnuninni, NASA, fögnuðu ákaft þegar könnunarfarið Spirit tók að senda frá sér myndir frá Mars aðeins fáeinum klukku- stundum eftir lendingu á plánetunni í gær. Könnunarfarinu var varpað niður á yfirborð Mars úr bandarísku geimfari eftir sjö mánaða ferðalag frá jörðinni. Leiðangurinn til Mars, sem er sú pláneta sem næst er jörðu, hefur kostað NASA sem svar- ar um sextíu milljörðum íslenskra króna. Það tók farið sex mínútur að falla til yfirborðsins úr 19.000 kílómetra hæð. Farið var búið hitahlífum, sjálfvirkri fallhlíf og loftpúðum til að hægja á ferð þess í gegnum him- inhvolfið og tryggja mjúka lend- ingu. Spirit, sem er farartæki á sex hjólum, mun aka um reikistjörnuna í þrjá mánuði í leit að vísbendingum um það hvort þar hafi einhvern tíma verið skilyrði til lífs. Annað könnun- arfar er enn um borð í geimfari á sporbaug um Mars en áætlað er að það verði sent niður á yfirborð reiki- stjörnunnar 24. janúar. Á myndunum sem Spirit hefur sent frá sér má sjá flatt, eyðilegt og grýtt landslag umhverfis lendingar- staðinn. Myndirnar eru þær fyrstu sem berast frá yfirborði Mars síðan árið 1997 þegar bandaríska könnun- arfarið Pathfinder lenti á plánet- unni. „Myndirnar eru frábærar,“ sagði talsmaður NASA, John Callas. „Gæðin eru þau bestu sem við höf- um kynnst. Þetta er ótrúlegt. Þetta gæti ekki verið betra.“ Fyrstu myndirnar voru svarthvítar en búist var við litmyndum þegar í gær- kvöldi. Myndirnar eru sendar til jarðar um hnöttinn Odysseif sem er á braut umhverfis Mars. Aðeins einu sinni áður hefur tek- ist að lenda geimfari á Mars þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Evrópska geimferðastofnunin er enn að leita að breska könnunarfarinu Beagle 2 sem sent var niður á yfirborðið á jóladag úr geimfarinu Mars Ex- press sem enn er á sporbaug um Mars. Ekkert merki hefur borist frá farinu og er talið að það hafi skemmst í lendingu eða fallið ofan í gíg. ■ Faðir fjármagnar læknismeðferð: Nýra á uppboði BRETLAND Breskur maður hefur auglýst eigið nýra til sölu til að geta greitt fyrir læknismeðferð og menntun fatlaðrar dóttur sinn- ar. Nú þegar hafa þrír Banda- ríkjamenn gert tilboð í nýrað en lágmarksverðið er sem svarar um 6,4 milljónum íslenskra króna. Peter Randall auglýsti nýrað á uppboðsvefnum Ebay en auglýs- ingin var tekin út eftir fáeina daga þar sem óheimilt er að bjóða upp líkamshluta á vefnum. Þá höfðu þegar borist nokkur tilboð og áformar Randall nú að fara til Bandaríkjanna að hitta hugsan- lega kaupendur. Dóttir Randalls, sem er sex ára gömul, fæddist fyrir tímann og er lömuð af völdum heilaskemmda. ■ Sprengjutilræði á körfuboltavelli: Á annan tug fórust FILIPPSEYJAR, AP Að minnsta kosti tíu manns létu lífið og yfir 40 særðust þegar öflug sprengja sprakk við yfirbyggðan körfu- boltavöll í bænum Cotabato á sunnanverðum Filippseyjum. Bæjarstjórinn var á meðal þeirra sem særðust og er talið að sprengjan hafi verið ætluð hon- um. Ekki liggur fyrir hverjir stóðu á bak við sprengjutilræðið. Fjöldi unglinga var að fylgjast með körfuboltaleik á vellinum þegar sprengjan sprakk en bæjar- stjórinn Vivencio Bataga stóð fyr- ir utan bygginguna. Reynt hefur verið að ráða bæjarstjórann af dögum þrisvar og hefur hann sjálfur sakað eiturlyfjabaróna og pólitíska andstæðinga um að standa á bak við árásirnar. ■ FUNDU HASS Í HAFNARFIRÐI Maður var tekinn með lítilsháttar magn af hassi í Hafnarfirði í fyrrinótt. Fíkniefnin fundust við reglubundið eftirlit. Þá var ráðist á karlmann í Garðabæ fyrir utan íbúðarhús en formleg kæra lá ekki fyrir. Fjórir menn voru teknir vegna gruns um ölvunar- akstur. Tveir í Hafnarfirði og tveir í Kópavogi. FLOTINN Í LAND Sjómannafélag Reykjavíkur segist ætla að beita sér fyrir því að sjómenn sigli í land gangi áform stjórnvalda um afnám sjómannaafsláttar eftir. Sjómannafélag Reykjavíkur um sjómannaafslátt: Sjómenn sigli í land Útsalan er hafin Mjódd - Sími 557 5900 LANDSLAGIÐ Á MARS Á myndunum sem Spirit hefur sent frá sér má sjá flatt, eyðilegt og grýtt landslag umhverfis lendingar- staðinn. Myndirnar eru þær fyrstu sem berast frá yfirborði Mars síðan árið 1997 þegar bandaríska könnunarfarið Pathfinder lenti á plánetunni. STAÐSETNING SPIRIT Örin bendir á staðinn þar sem könnunarfarið lenti. FYRSTU MYNDIRNAR Vísindamenn Nasa skoða fyrstu myndirnar af Mars sem bárust frá Spirit.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.