Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 25
21MÁNUDAGUR 5. janúar 2004 Hjálpartæki sem inniheldur nikótín sem kemur í stað nikótíns við reykingar og dregur þannig úr fráhvarfseinkennum og auðveldar fólki að hætta að reykja eða draga úr reykingum. Gæta verður varúðar við notkun lyfjanna hjá sjúklingum með alvarlega hjarta- og æðasjúkdóma. Reykingar geta aukið hættu á blóðtappamyndun og það sama á við ef nikótínlyf eru notuð samtímis lyfjum sem innihalda gestagen/östrógen (t.d. getnaðarvarnartöflur). Þungaðar konur og konur með barn á brjósti ættu ekki að nota nikótínlyf. Þeir sem eru með sykursýki, ofstarfsemi skjaldkirtils eða krómfíklaæxli eiga að fara varlega í að nota Nicorette tungurótartöflur. Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 15 ára nema í samráði við lækni. Nicorette er til sem tyggigúmmí, forðaplástur sem er límdur á húð, nefúði, töflur sem settar eru undir tungu og sem sogrör. Skömmtun lyfjanna er einstaklingsbundin. Leiðbeiningar um rétta notkun eru í fylgiseðli með lyfjunum. Brýnt er að lyfið sé notað rétt og í tilætlaðan tíma til að sem bestur árangur náist. Með hverri pakkningu lyfsins er fylgiseðill með nákvæmum upplýsingum um hvernig nota á lyfin, hvaða aukaverkanir þau geta haft og fleira. Lestu fylgiseðilinn vandlega áður en þú byrjar að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: Pfizer ApS. Innflytjandi: PharmaNor hf., Hörgatúni 2, 210 Garðabæ. Nýtt líf með Nicorette Taktu þátt í litlum leik í næsta apóteki og þú getur unnið ferð til Parísar fyrir tvo í 3 daga. Byrjaðu nýtt líf með Nicorette. www.nicorette.is Nicorette tvöfaldar möguleika þína á að hætta að reykja HENRIK LARSSON Úr þverröndóttu í langröndótt? Sir Bobby Robson: Vill fá Larsson FÓTBOLTI „Það getur verið að Hen- rik Larsson sé 32 ára og fótbolt- inn í Skotlandi sé auðveldur,“ sagði Sir Bobby Robson, fram- kvæmdastjóri Newcastle. „En hann hefur sýnt í evrópsku knatt- spyrnunni að hann er enn í hæsta gæðaflokki.“ Robson sagðist fylgjast vel með Larsson í leikjum Celtic og hefur áhuga á að fá hann í fram- línu Newcastle. „Larsson gæti leikið við hlið Alan Shearer. Ég efast ekki um það. Ég veit að hann er ekki falur fyrr en eftir leiktíðina þar sem Celtic er enn með í Evrópukeppninni og vill ekki láta hann fara. Við getum því gleymt Larsson þar til félaga- skiptaglugginn verður opnaður að nýju í sumar.“ ■ Bikarkeppni karla í blaki: Stjarnan meistari BLAK Stjarnan varð bikarmeistari í blaki karla annað árið í röð með 3- 2 sigri á ÍS í úrslitaleik. Leikurinn, sem stóð yfir í 95 mínútur, var mjög skemmtilegur og dramatísk- ur, en liðin skiptust á að vera yfir. Stjarnan sigraði 25-23 í fyrstu hrinunni, ÍS sigraði í næstu tveim- ur 25-20 og 25-22 en Stjarnan jafn- aði með 26-24 sigri fjórðu hrinu og sigraði 15-12 eftir mikla baráttu í oddahrinunni. Bestu menn Stjörnunnar voru Gissur Þorvaldsson og Geir Hlöðversson, uppspilari, en bestu menn ÍS voru Einar Ásgeirsson og Zdravko Demirev. ■ Aston Villa – Man. United 1-2 1-0 Gareth Barry (19.), 1-1 Paul Scholes (64.), 1-2 Paul Scholes (68.) Fulham – Cheltenham 2-1 0-1 Grant McCann (5.), 1-1 Louis Saha (13.), 2-1 Louis Saha (90.) Leeds – Arsenal 1-4 1-0 Mark Viduka (8.), 1-1 Thierry Henry (26.), 1-2 Edu (33.), 1-3 Robert Pires (88.), 1-4 Kolo Turre (90.) Yeovil – Liverpool 0-2 0-1 Emile Heskey (70.), 0-2 Danny Murphy, vsp (77.) Úrslit leikjaí gær Barcelona: Enn eitt tapið FÓTBOLTI Barcelona tapaði 3-0 á útivelli fyrir Racing Santader í átjándu umferð spænsku úrvals- deildarinnar. Juanma, Mario Regueiro og Javi Guerrero skor- uðu mörkin í seinni hálfleik. Barcelona er í tólfta sæti deildar- innar en Racing Santader er tveimur sætum ofar. Barcelona er fjórtán stigum á eftir Real Madrid sem treysti forystu sína með 1-0 sigri á Murcia á laugardag. Raul skoraði markið snemma leiks. Rússinn Valery Karpin og Tyrkinn Nihat Kahveci skoruðu mörk Real Sociedad sem vann Malaga, 2-1, á útivelli. Botnlið Espanyol vann Real Mallorca, 2-0, Sevilla vann Albacete með sömu tölum en Athletic Bilbao og Osas- una skildu jöfn. ■ KÖRFUBOLTI Njarðvík varð fyrst félaga til að leggja Grindvíkinga í INTERSPORT-deildinni í vetur. Njarðvíkingar unnu 104-95 á heimavelli sínum í gærkvöldi. Páll Kristinsson skoraði 29 stig fyrir Njarðvíkinga, Brenton Birming- ham nítján og Guðmundur Jónsson sautján. Páll Axel Vilbergsson skoraði 26 af stigum Grindavík- inga og Darrel Lewis 25. Hamar vann óvæntan sigur á Keflavík í Hveragerði. Hamars- menn eru jafnan sterkir á heima- velli og hefur sjaldan gengið vel gegn Keflavík. Snæfell vann Tindastól 78-71 og komst upp í þriðja sæti deildarinnar. Corey Dickerson skoraði 24 stig fyrir Snæfell en Nick Boyd 31 fyrir Tindastól. Boyd tók einnig þrettán af 31 frákasti gestanna. KFÍ, ÍR, Breiðablik og Þór er með fjögur stig í neðsta hluta deildarinnar. ÍR vann mikilvægan sigur á Þór, 95-79 og komust upp- fyrir Þór og Breiðablik. Blikarnir töpuðu 68-89 fyrir KR-ingum í Smáranum. Pálmi Freyr Sigur- gerirsson átti góðan leik fyrir Blika og skoraði 21 stig, náði níu fráköstum og átti níu stoðsending- ar. Mirko Virijevic skoraði 20 stig og náði tólf fráköstum. Josh Murray skoraði 23 stig fyrir KR og náði tólf fráköstum en landi hans Trevor Diggs skoraði aðeins fjögur stig. Jesper Sörensen skor- aði sextán stig fyrir KR. Haukar leiddu KFÍ með 25 stiga mun eftir annan leikhluta og unnu að lokum með 47 stiga mun, 118-71. Michael Manciel skoraði nítján stig fyrir Hauka og tók fjórtán fráköst. Jeb Ivey var atkvæðamestur gestanna og skor- aði 21 stig, tók tíu fráköst og átti fimm stoðsendingar. ■ BREIÐABLIK - KR Blikar lékur við KR-inga í INTERSPORT- deildinni í gær- kvöldi. STAÐAN Í DEILDINNI Grindavík 12 11 1 1075:1003 22 Njarðvík 12 9 3 1135:1027 18 Snæfell 12 9 3 1000:951 18 Keflavík 12 8 4 1170:1021 16 KR 12 8 4 1089:1032 16 Hamar 12 7 5 1017:1019 14 Haukar 12 6 6 977:963 12 Tindastóll 12 6 6 1119:1073 12 KFÍ 12 2 10 1097:1235 4 ÍR 12 2 10 1017:1108 4 Breiðablik 12 2 10 970:1076 4 Þór Þorl. 12 2 10 999:1169 4 INTERSPORT-deildin: Njarðvík vann Grindavík ÚRSLIT LEIKJA 12. UMFERÐAR Haukar - KFÍ 118-71 Hamar - Keflavík 94-91 Njarðvík - Grindavík 104-95 ÍR - Þór Þorl. 95-79 Breiðablik - KR 68-89 Snæfell - Tindastóll 78-71

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.