Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 30
Jæja, nú þarf þjóðin að takahöndum saman og styðja Ís- landsmeistara okkar í rokki, Mín- us. Sveitin á nú möguleika á að komast í spilun á evrópsku MTV2 tónlistarstöðinni með lagið Angel in Disguise. Sveitin er á lista NME og geta þeir sem vilja farið á slóð- ina www.mtv2europe.com/mtv2 europe.com/nmeChart.jhtml og gefið sveitinni atkvæði sitt. Breiðskífan Halldór Laxness toppaði alla lista íslenskra gagn- rýnenda yfir plötur síðasta árs. Markaðssetning plötunnar í Bret- landi er þó rétt að hefjast fyrir einhverja alvöru og því skiptir stuðningur við rokkarana núna öllu máli. Nú látum við hendur standa fram úr ermum, og ekkert þras. ■ Hrósið 26 5. janúar 2004 MÁNUDAGUR Einhver spenntur stuðnings-maður Ingibjargar Sólrúnar er farinn að undirbúa næstu for- mannskosningu Samfylkingarinn- ar eftir rúmt ár. Í því skyni hafa verið hannaðir bolir, könnur og klukkur henni til stuðnings sem á stendur ISG 2005. Þessar vörur má finna á veraldarvefnum undir cafeshops.com/isg2005 en óvíst er hvernig bolum og könnum verður tekið þar sem vörurnar eru ekki runnar undan rifjum framboðsins sjálfs. „Ég stend ekki á bak við þessa sölu þó á henni sé góð hönnun,“ sagði Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir. „Þetta kem- ur annað- hvort frá einhverj- u m g ó ð u m húmorista eða frá stuðnings- manni í f e l u m , “ s a g ð i h ú n . Þ e s s i s t u ð n - i n g s - m a ð u r h e f u r l í k l e g a lært frá þ e i r r i s e m verið er að styð- ja að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið þó svo stuðningsaðilinn sé líklega kominn lengra í hönnun kosninganna en hún sjálf. ■ Framboð ■ Vörur til stuðnings Ingibjörgu Sólrúnu sem formanns Samfylkingarinnar eru nú til sölu á Netinu. Ingibjörg hannaði vörurnar ekki sjálf. ...fá forsetahjónin fyrir að snæða jólamatinn hjá Hjálpræðis- hernum og láta engan vita af því. Ekki opinbert lógó ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6: 1. 2. 3. Heiðar skoraði mark á fimmtu mínútu leiksins. Spirit. Rúmlega níutíu ára. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 í dag Hvað gera karlar og konur rangt í rúminu Allt um lögguhetjuna Arnar Þór Gifti sig í gær - Skilur á morgun Lárétt: 1 þrautseigja, 6 að, 7 málm, 8 varðandi, 9 vætu, 10 amboð, 12 söng- hópur, 14 vopnað lið, 15 á fæti, 16 borða, 17 blaður, 18 nema á brott. Lóðrétt: 1 fjör, 2 gufu, 3 á fæti, 4 tófa, 5 fæða, 9 hröð ganga, 11 virða, 13 far- vega, 14 lofaði, 17 skóli. Lausn: Lárétt: 1seigla,6til,7ál,8um,9aga, 10orf, 12kór, 14her, 15tá,16ét,17 mas,18taka. Lóðrétt: 1stuð,2eim,3il,4lágfóta, 5 ala,9ark,11meta,13rása,14hét,17 ma. MÍNUS Myndbandið Angel in Disguise á góðan möguleika að komast í spilun á MTV2. Mínus á MTV2 ELDHÚSKLUKKA TIL AÐ FYLGJAST MEÐ HVERNIG TÍMANUM LÍÐUR BOLUR TIL STUÐNINGS INGIBJÖRGU SÓLRÚNU Og við færum ykkur þennan þátt af „Hnýsumst í hornin“ beint frá Þingeyri! – ZAP! – Ó Jesús gekk um í serk, og gerði kraftaverk – ZAP! – Andvarp – Ég verð að fara að redda mér gellu! Að loknum fréttum er svo þátturinn „Gamalt lið“, endurtekinn síðan 14. mars 1981! – ZAP! – Eða bara kapalsjónvarpi... Fréttiraf fólki Leikstjórinn Quentin Tarantinohefur sýnt því áhuga að heim- sækja Ísland. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann gerir það. Leikstjórinn kynntist Friðriki Þór Friðrikssyni ágætlega á kvikmyndahátíðinni í Japan árið 1992 þeg- ar Friðrik Þór var staddur þar að fylgja Börnum náttúrunnar eftir. Þá þegar hafði kviknað hjá Tarantino löngun til að heimsækja Ísland þrátt fyrir að Börn náttúrunnar hafi hreppt verðlaunin sem mynd Tar- antinos keppti um. Íslensk kona, Heba Þórisdóttir, hafði yfirumsjón með förðun í nýjustu bíómynd Tarantinos, Kill Bill. Það er því ljóst að Ísland virðist hafa tilhneigingu til að banka aftur og aftur upp á hjá leikstjóranum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.