Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 26
Rokkarinn Ozzy Osbournegreindi frá því í viðtali við breska dagblaðið The Sun að hann hafi dáið tvisvar eftir bif- hjólaslysið í síð- asta mánuði. Líf- vörður hans þurfti að beita munn við munn aðferðinni og hjartahnoði eftir að hann hætti að anda. Ozzy var í dái í átta daga eftir slysið og seg- ist hann loksins hafa gert sér grein fyrir því sem er mikilvæg- ast í lífinu. Sjónvarpsstöðin CBS, semframleiðir fréttaskýringaþátt- inn 60 Minutes, hefur neitað því að hafa greitt söngvaranum Michael Jackson um 70 milljónir íslenskra króna fyrir viðtalið. Dagblaðið New York Times held- ur því þó enn fram og segist hafa fengið vís- bendingu frá ónafngreindum við- skiptafélaga Jacksons. Eins og frægt er orðið hélt Jackson því fram að lögreglan í Kaliforníu hefði sýnt sér mikið harðræði þegar hann var handtekinn fyrir meint kynferðisbrot. Bókaútgáfan sem tryggði sérútgáfuréttinn á sjálfsævisögu Woody Allen er afar pirruð út í hann. Ástæðan er sú að kallinn neitar að tala um ástarsam- band sitt við leikkkonuna Miu Farrow, sem er móðir núverandi eiginkonu Allens. Einnig vill hann ekkert tjá sig um eigin- konuna né ástar- samband sitt við leikkonuna Diane Keaton. Með því finnst útgefandanum eins og mestur safinn sé úr appelsínunni. Thom Yorke, söngvari Radio-head, tók að sér að stýra út- varpsumræðu þættinum Today á bresku útvarpsstöðinni BBC Radio 4, á mið- vikudaginn síð- asta. Þar notaði Yorke tækifærið og fjallaði um pólitíska hluti sem eru honum ofarlega í huga. Á meðal hluta sem var fjallað um voru ritskoðun bandaríska stjórnvalda á fréttum varðandi 11. september, áhrif olíu á utan- ríkismál og áhrif stafrænnar tækni á tónlistarmarkaðinn. Leikararnir Katie Holmes ogChris Klein hafa ákveðið að gifta sig á árinu. Þau trúlofuðu sig yfir jólahátíð- ina og eyða öllum frístundum sam- an. Katie Holmes er líklegast þekktust fyrir leik sinn í sjón- varpsþáttunum Dawsons Creek en Chris Klein lék í öllum American Pie myndunum. Parið reynir nú allt til þess að reyna að fá að leika í mynd sam- an. Félagar Ethan Hawke hafa mikl-ar áhyggjur af honum. Leikar- inn er víst fallinn í gífurlegt þunglyndi eftir að hjónaband hans og Umu Thurman tvístraðist á ár- inu. Ethan hafði átt í ástarsam- bandi við fyrir- sætu á meðan tökur myndar- innar Taking Lives stóðu yfir í Kanada. Uma á svo nú að vera kominn með annan mann upp á arminn og það er frekar þungur hnífur í brjósti Ethan. Meinafræðingurinn í Los Angel-es sem rannsakaði jarðneskar leifar tónlistarmannsins Elliott Smith gat ekki ráðið hvort hann hefði orðið sjálfum sér að bana eða ekki. Dánarorsök voru tvö stungu- sár á bringu. Lögreglan gaf út þá yfirlýsingu eftir að lík hans fannst að talið væri að um sjálfsmorð væri að ræða. Talsmaður meinafræðingsins sagði að áverkarnir gætu hafa verið sjálfsvaldir en einnig sé möguleiki að annar aðili hafi verið valdur þeir- ra. Meinafræðingurinn gat ekki skorið úr um hvort hefði verið. Í kjölfar skýrslu meina- fræðingsins ákvað lögreglan að hefja rannsókn málsins að nýju. Engar leifar ólöglegra lyfja fundust í líkama tónlistarmannsins. Hann var því ekki undir neinum áhrifum á dánarstund sinni. Elliott var 34 ára þegar hann lést. Á ferli sínum gaf hann út fimm frábærar plötur og hlaut hann m.a. Óskarstilnefningu fyrir lagið Miss Misery í kvikmyndinni Good Will Hunting. ■ 22 5. janúar 2004 MÁNUDAGUR Gleðilegt ár! Kennsla hefst 12. janúar. Upplýsingar í síma: 561 5620 Útsalan er hafin Mjódd - Sími 557 5900 Pondus eftir Frode Øverli Poppsöngkonan Britney Spearsgiftist á laugardag æskufélaga sínum frá Louisiana í skyndi- brúðkaupi á fyllirí í Las Vegas. Pilturinn heitir Jason Allen Alex- ander og er 22 ára, eins og Britn- ey, og segja talsmenn að uppátæk- ið brandara sem gekk aðeins of langt. Hjónin eru þegar byrjuð að vinna í því að fá hjónabandið ógilt. Þetta mun vera fyrsta brúðkaup þeirra beggja. Brúðkaup þeirra fór fram snemma á laugardagsmorguninn í kapellunni Little White Wedding Chapel sem er opin allan sólar- hringinn. Brúðurinn var klædd í gallabuxur og með derhúfu. Samkvæmt vefsvæðinu People.com hafði parið verið að skemmta sér í spilavíti Palm Casino hótelsins þegar giftingin var ákveðin. Þegar þau komu í kapelluna var þeim tilkynnt að þau þyrftu leyfi og keyrðu þau þá í límmósínu Britneys í dómhúsið og fengu leyfi. Stuttu síðar leiddi starfsmaður kapellunnar Britney að altarinu þar sem hún giftist æskuvini sínum. Britney er ekki fyrsta stór- stjarnan til þess að gifta sig í kapellunni því þar hafa, m.a. Joan Collins, Judy Garland, Natalie Maines úr Dixie Chicks, Bruce Willis og Demi Moore, gengið í það heilaga. Nokkrir hafa lýst yfir áhyggj- um af hegðun Britney síðustu mánuðina, en hún hefur valdið hneykslan síðasta árið eða svo. Eins og frægt er spilaði Britney mikið inn á þá ímynd að vera góð fyrirmynd fyrir ungar stúlkur og sagðist m.a. ætla að viðhalda mey- dómi sínum fram á brúðkaups- nóttina. Í fyrra viðurkenndi hún svo að vera byrjuð að stunda kyn- líf. Fylleríssögum af Britney fer ört fjölgandi og slúðurblöðin hafa birt viðtöl við fólk sem segist hafa séð hana taka kókaín. Starfssystir hennar, Christina Aguilera, talaði opinskátt um tilfinningar sínar varðandi Britney og lýsti henni sem „týndri lítilli stelpu“ í viðtali á dögunum. Britney brást hin ver- sta við og urraði á móti í viðtali. ■ Fréttiraf fólki Brick Top: In the quiet words of the Virgin Mary... come again. - Áður en Madonna leiddi hann út í vitleysu gerði breski leikstjórinn Guy Ritchie frábærar myndir. Ein þeirra er Snatch frá árinu 2000, stútfull af frábær- um frösum á við þennan. Leikarinn Alan Ford fór á kostum í hlutverki glæpakóngsins Brick Top. SNATCH Bíófrasinn Óvíst um sjálfsmorð ELLIOTT SMITH Lögreglan taldi að tónlistarmaðurinn hefði framið sjálfsmorð. Fólk BRITNEY SPEARS ■ Augljóst þykir að allt sé ekki með felldu í sálarlífi Britney Spears. Á laugardagsmorguninn giftist hún æskuvini sínum, eftir að hafa verið á fyllerí í heila nótt í Las Vegas. Gifti sig á fylliríi BRITNEY SPEARS Er á góðri leið með að rústa góðu stelpuímynd sinni. 37...38... 39...40... KOMIÐ! Nýtt met í kafi! Og ég get verið tvær-þrjár sekúndur í viðbót!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.