Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 23
FÓTBOLTI „Ég er vonsvikinn en ein- nig stoltur af leikmönnum mín- um,“ sagði Gary Johnson, fram- kvæmdastjóri Yeovil Town, eftir 2-0 tap fyrir Liverpool í 3. um- ferð ensku bikarkeppninnar. „Við fengum ekki eins mörg færi og við hefðum viljað en ég held að við höfum fengið álíka mörg færi og Liverpool.“ Liverpool þurfti að hafa mikið fyrir sigrinum á Yeovil. Félagið er sem stendur í fimmta sæti 3. deildar á sínu fyrsta ári í ensku deildakeppninni. Johnson reyndi alla vikuna að innprenta það í huga leikmanna sinna að leikur gegn Liverpool væri eins og hver annar leikur í 3. deildinni. Það virtist hrífa og voru leikmenn Yeovil mjög aðgangsharðir í fyrri hálfleik og kom Jerzy Dudek Liverpool nokkrum sinn- um til bjargar með góðri mark- vörslu. „Við verðum að viðurkenna að Yeovil lék mjög vel,“ sagði Ger- ard Houllier framkvæmdastjóri eftir leikinn. „Margir bjuggust við óvæntum úrslitum og leik- mennirnir hans Gary Johnson börðust mjög vel og gerðu okkur þetta erfitt. En mér fannst mínir leikmenn frábærir í dag. Í svona leikjum er hugarfar og vilji mikils virði.“ Varamaðurinn Emile Heskey skoraði fyrra mark Liverpool um tuttugu mínútum fyrir leikslok. Danny Murphy og Harry Kewell bjuggu til marktækifærið en Heskey skaut boltanum í mark af vítateigslínu. Þrettán mínútum fyrir leikslok skoraði Murphy seinna mark Livepool úr víta- spyrnu sem dæmd var þegar risinn Hugo Rodrigues braut á Harry Kewell. ■ 19MÁNUDAGUR 5. janúar 2004 FÓTBOLTI Skallamark Frakkans Louis Saha á lokamínútu leiksins gegn Cheltenham kom Fulham í 4. umferð ensku bikarkeppninnar. Bobby Petta, sem kom frá Celtic um áramótin, sendi boltann fyrir markið úr hornspyrnu til Louis Saha sem skallaði í mark af mark- teig. Cheltenham, sem er í fjórða neðsta sæti 3. deildar, náði for- ystu snemma leiks. Norður írski landsliðsmaðurinn Grant McCann skoraði með hörkuskoti. Edwin van der Sar í marki Fulham hafði hendur á boltanum en átti enga möguleika á að stoppa skotið. Louis Saha jafnaði leikinn inn- an tíu mínútna. Hann náði send- ingu Sylvain Legwinski inn fyrir vörn Cheltenham og tókst að lyfta boltanum yfir markvörðinn Shane Higgs. Bæði lið áttu færin til að ná for- ystunni í seinni hálfleik. Saha skallaði yfir úr svipuðu færi og hann nýtti í lokin og Damian Spencer slapp inn fyrir vörn Ful- ham en Edwin van der Sar varði. ■ FÓTBOLTI „Það urðu kaflaskipti þeg- ar ég skipti Ruud van Nistelrooy og Roy Keane inn á,“ sagði Alex Ferguson, framkvæmdastjóri Manchester United, eftir 2-1 sigur á Aston Villa í 3. umferð ensku bik- arkeppninnar. United átti undir högg að sækja fram að skiptingunni en innan tíu mínútna eftir að hún fór fram var Paul Shcholes búinn að skora tvis- var. „Hann er svo klókur í að tíma- setja hlaupin inn í teiginn,“ sagði Ferguson. „Þetta var mjög gott. Hann bjargaði okkur.“ Scoles skor- aði bæði mörk sín með skoti af markteig eftir sendingu Ryans Giggs af hægri kanti. Aston Villa hóf leikinn af krafti og fengu Juan Pablo Angel og Darius Vassell dauðafæri á upp- hafsmínútunum en Tim Howard bjargaði gestunum með góðri markvörslu. Hann náði ekki að stöðva langskot Gareth Barry um miðjan fyrri hálfleik og leiddi Villa með þessu marki næsta hálf- tímann. „Eitt-núll gegn Manchest- er United er aldrei öruggt, sama hver á hlut,“ sagði David O’Leary, framkvæmdastjóri Aston Villa. „Þeir sem draga sig til baka og leyfa þeim að spila lenda illa í því.“ Leikurinn var í sama farvegi og fyrri tveir bikarleikir Villa og United á Villa Park. Fyrir tveimur árum náði Villa tveggja marka forystu en þrjú mörk frá United á fimm mínútum seint í leiknum tryggðu gestunum 3-2 sigur. Árið 1948 skoraði Villa eftir aðeins tólf sekúndur en United svaraði fimm sinnum fyrir hlé og vann að lokum 6-4. ■ Cristian Chivu: Fer hvergi FÓTBOLTI „Enginn leikmanna okk- ar vill fara frá Roma í janúar,“ sagði Franco Baldini, íþrótta- stjóri félagsins, og vísaði á bug fullyrðingum Roman Abra- movich að rúmenski varnar- maðurinn Cristian Chivu gæti verið á leiðinni til Chelsea. Roma keypti Chivu frá Ajax síð- asta sumar fyrir tólf milljónir punda. „Það er hugsanlegt að mörg félög hafi áhuga á Chivu en það eru engar viðræður í gangi um hugsanlega brottför hans. Hann er ánægður hjá Roma og ætlar ekki að fara. Hann er mjög mik- ilvægur leikmaður og félagið vill halda honum.“ ■ FÓTBOLTI „Við höfum áhuga á hon- um,“ sagði Alex Ferguson um Arjen Robben, sóknarmann PSV Eindhoven. „Það er ekki komin niðurstaða í málið en við von- umst eftir samkomulagi við PSV.“ Ferguson sagði í síðasta mán- uði að United væri að leita að framherja við hlið Ruud van Nistelrooy. Robben var einn þeirra sem var nefndur en önnur nöfn í umræðunni voru Jemaine Defoe (West Ham), Louis Saha (Fulham) og Mark Viduka (Leeds). Robben var ekki talinn líklegur kostur því hann er ekki gjaldgengur með United í meist- aradeildinni eins og hinir þrír. Robben, sem verður tvítugur eftir nítján daga, hóf feril sinn hjá áhugamannafélaginu Bedum en lék með Groningen á árunum 2000–2002 og með PSV frá og með leiktíðinni í fyrra. Hann skoraði átta mörk í 46 leikjum fyrir Groningen en hefur skorað 16 mörk í 48 leikjum með PSV. Robben lék þrjá leiki með hollenska A-landsliðinu í fyrra og skoraði í lokamarkið í 5-0 sigri Hollendinga á Moldóvum í und- ankeppni Evrópumeistarakeppn- innar. ■ Bayern Munchen: Deisler lengur frá FÓTBOLTI „Deisler verður ekki með, hvorki á fyrstu æfingunni á mánu- dag eða í Dubai,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari þýsku meistar- anna í Bayern Munchen. „Þetta er of snemmt fyrir hann. Þetta með Sebastian er viðkvæmt mál og við munum halda áfram að nálgast það af varkárni.“ Þýski landsliðsmaðurinn Sebastian Deisler þurfti að taka sér frí frá knattspyrnuiðkun í haust vegna þunglyndis. Vonir stóðu til að hann gæti byrjað að æfa á nýju ári og leikið með Bayern þegar keppni í þýsku Búndeslígunni hefst eftir 31. janúar. ■ Enska bikarkeppnin: Bjargvætturinn Saha LOUIS SAHA Saha skoraði bæði mörk Fulham gegn Cheltenham. Endur- tekið efni Tvö mörk frá Paul Scholes tryggðu Manchester United sigur. PAUL SCHOLES Paul Scholes og Ruud van Nistelrooy fagna jöfnunarmarkin United. Manchester United: Robben til United? Enska bikarkeppnin: Yeovil lék mjög vel sagði Gerard Houllier DANNY MURPHY Danny Murphy og Gavin Williams í bikarleik Yeovil og Liverpool. Murphy átti þátt í fyrra marki Liverpool og skoraði það seinna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.