Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 05.01.2004, Blaðsíða 6
6 5. janúar 2004 MÁNUDAGUR ■ Bandaríkin Flug til og frá London: Um 45% aukning FLUGMÁL Áætlunarflug milli Keflavíkurflugvallar og Lundúna jókst um 45% frá mars á síðasta ári til loka nóvember. Aukninguna má að langmestu leyti rekja til þess að Iceland Ex- press hóf áætlunarflug milli áfangastaðanna. Í tilkynningu frá Iceland Express segir að samkvæmt tölum frá flugmálayfirvöldum í Bretlandi megi rekja 96% af aukningunni til Iceland Express en restina til Iceland- air. Á tímabilinu frá mars til nóvember hafi markaðshlut- deild Iceland Express verið 36% á flugleiðinni á móti 64% hlutdeild Icelandair. Iceland Express mun bæta við nýrri farþegaflugvél í flotann sinn þann 1. apríl. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að 443 farþegar fljúgi að meðaltali á dag með flugfélaginu. Um 53% farþeganna fljúga til og frá Kaupmannahöfn og 47% til og frá London. ■ Veistusvarið? 1Hvað tók það Heiðar Helguson hjáWatford langan tíma að koma boltan- um í netið hjá Chelsea í viðureign liðanna á laugardag? 2Hvað heitir vélmennið sem lenti áMars um helgina? 3Hvað var konan um það bil gömulsem fannst í rústum Bam í Íran eftir níu sólarhringa án vatns og matar? Svörin eru á bls. 26 Össur Skarphéðinsson um Framsókn: Plagsiður að svíkja loforð STJÓRNMÁL Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að nýkynntar hugmyndir um breytingar á húsnæðislána- kerfinu séu til marks um eftirgjöf af hálfu Árna Magnússonar fél- agsmálaráðherra. Össur segir að Árni sé á flótta undan loforðum sínum. „Í frægu minnisblaði, sem hann lagði fram til ríkisstjórnarinnar, lýsti hann því yfir að stefnt væri að því að hámarkslánin færu upp í átján milljónir á íbúð og að aldrei yrði hækkað um minna en tvær millj- ónir á ári á kjörtímabilinu,“ segir Össur og bætir við: „Nú er hins vegar komið í ljós að hann mun ekki standa við þá hækkun á hámarksupphæðinni sem hann lofaði“. Össur segir að þetta komi sér ekki á óvart þar sem bent hafi verið á það í kosningabaráttunni að stefna Framsóknarflokksins í húsnæðismálum gengi í berhögg við markmið efnahagsstefnunn- ar. „Sömuleiðis virðist það vera plagsiður hjá Framsóknar- flokknum að svíkja hvert ein- asta kosningaloforð. Árni Magn- ússon er að renna á rassinn í húsnæðismálunum eins og Framsóknarflokkurinn er í flestum öðrum málum,“ segir Össur. ■ Valdataka heima- manna undirbúin Stefnt er að því að öll völd í Írak verði komin í hendur heimamanna fyrir 30. júní. Fjölmörg álitamál þarf að leysa sem m.a. varða stjórn- skipulag í Írak og lagalega stöðu bandaríska hernámsliðsins. ÍRAK Bandaríkjamenn áætla að hefja í þessari viku ferli sem miðar að því að færa völd yfir Írak aftur í hendur heimamanna. Allt frá því Bandaríkjamenn her- námu landið hafa viðræður átt sér stað um hvernig brotthvarfi Bandaríkjamanna frá landinu yrði háttað og er nú stefnt að því að öll völd í landinu verði komin í hendur Íraka fyrir 30. júní 2004. Enn á eftir að taka ákvarðanir um ýmsa mikilvæga og viðkvæma þætti varðandi framtíðarstjórn- skipulega í Írak. Deilt er um hlut- verk íslam í stjórnkerfinu; ákveða þarf hversu mikla sjálfstjórn minnihlutahópar fá og hvernig vali á forsvarsmönnum ríkis- stjórnar verði háttað. Samkvæmt Washington Post er stefnt að því að búið verði að taka allar stjórnskipulegar ákvarðanir fyrir febrúarlok og er gert ráð fyrir að þá liggi fyrir grundvöllur að nýrri stórnarskrá fyrir landið. Íraskir samninga- menn telja að tíminn sé naumur og benda á að höfundar banda- rísku stjórnarskrárinnar hafi haft töluvert meiri tíma til aflögu á ofanverðri átjándu öld – og þótti sú stjórnarskrá þó hafa ver- ið fremur skamman tíma í fæð- ingu. Þegar gengið hefur verið frá grunni að stjórnarskrá Íraks munu samningaviðræður um laga- lega stöðu bandaríska hernámslið- sins taka við. Bandaríkjamenn hafa ætíð gert ófrávíkjanlega kröfu um að hermenn þeirra séu ósakhæfir fyrir hugsanleg brot sem þeir kunni að fremja í hernað- araðgerðum á erlendri grund. Þegar Írakar taka að nýju við stjórn landsins breytist staða bandarískra hermanna. Þeir verða ekki lengur hluti af her- námsstjórn heldur verða þeir full- trúar erlends hers innan landa- mæra sjálfstæðs og fullvalda rík- is. Ný ríkisstjórn Íraka mun því gjörbreyta lagastöðunni og kalla á sérstaka samninga á milli Banda- ríkjanna og væntanlegra stjórn- valda. ■ Ögmundur Jónasson: Ný hugsun er til góðs HÚSNÆÐISLÁN Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks Vinstri græn- na, segir of snemmt að fella dóma um hugmyndir um breytingar á fyrirkomulagi húsnæðislána. „Það þarf að útlista kerfið betur áður en við getum fellt einhverja dóma um það en mér finnst góðra gjalda vert að brydda upp á nýrri hugsun í þessu ef það getur orðið til þess að færa vextina niður,“ segir hann. Hann segir hins vegar ánægð- ur með lækkun vaxta á viðbótar- lánum og hækkun á hámarksláni þótt þau skref hafi verið smá. „Allt eru þetta skref fram á við,“ segir Ögmundur. ■ EPLAKARFA Japanskir vísindamenn telja of snemmt að segja hvort fólk geti skerpt greind sína með því að skræla epli. Heilastarfsemin örvuð: Hollt að skræla epli TÓKÍÓ, AP Japanskir vísindamenn halda því fram að sú athöfn að afhýða epli geti örvað ennisblaðið sem er einn af þróuðustu hlutum heilans. Vísindamennirnir notuðu há- tæknibúnað til að fylgjast með blóðflæði í ennisblaði fjórtán full- orðinna einstaklinga á meðan þeir skrældu epli. Tilraunin sýndi að þetta svæði örvaðist verulega á meðan á athöfninni stóð. Vísinda- mennirnir drógu þá ályktun að þetta mætti meðal annars rekja til þess að verið væri að meðhöndla beitt verkfæri sem gæti reynst hættulegt ef ekki væri nógu var- lega farið. Vísindamennirnir ítreka að of snemmt sé að segja til um það hvort fólk geti skerpt greind sína með því að skræla epli. ■ SEX FÓRUST Í UMFERÐARSLYSI Sex manns létu lífið þegar mað- ur sem ók pallbíl á öfugum veg- arhelmingi lenti í árekstri við fólksbíl á hraðbraut í Tenn- essee. Ökumaður pallbílsins lést auk fimm manna fjölskyldu sem var á leið heim úr jólafríi í Flórída. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Segir félagsmálaráðherra hafa „runnið á rassinn“ með hugmyndir sínar um breytt húsnæðislánakerfi. BANDARÍSKUR HERMAÐUR Í BAGDAD Bandaríkjamenn hafa ætíð gert ófrávíkjanlega kröfu um að hermenn þeirra séu ósak- hæfir fyrir brot sem þeir kunni að fremja í hernaðaraðgerðum á erlendri grund. Manndráp og meiðingar: Ákært í helmingi tilfella LÖGBROT Brot vegna manndrápa og líkamsmeiðinga í fyrra voru 577, samkvæmt nýútkominni skýrslu ríkissaksóknara fyrir árið 2002. Ákært var í helmingi þessara mála. Þarna eru kynferðisbrot ekki meðtalin en þau voru 191 talsins og ákært var í 45 prósent tilfella. Lög um ávana- og fíkni- efni voru brotin 463 sinnum á sama tímabili og var ákært í tæp- lega 66 prósent tilfella þeirra mála sem afgreidd voru. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.