Tíminn - 23.07.1971, Qupperneq 13
ÉÖSTUBAGUR 23. jútí 1971
IÞROTTIR
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
13
Spá um úrslit í einstökum greinum á:
Sundmeistaramóti íslands
Hefst í kvöld í Laugardalslauginni, en lýkur á sunnudaginn.
Um .hetgina fer fram Sundmeistaramót íslands í sund-
laugunum í Laugardal. Mótið hefst í kvöld, en þá verður
keppt í þremur greinum. Á morgun hefst aðalhluti þess,
en mótinu lýkur á sunnudag.
Þetta mét er 40- íslandsmótið í sundi, sem haldið er.
Þátttakendur að þessu sinni eru á annað hundrað frá 9 fé-
lögum og héraðssamböndum, en auk þeirra taka þátt í mót-
inu sundfólk frá Vestur-Þýzkalandi, sem hér er í heimsókn,
og hin efnilega sundkona frá Bandaríkjunum, Lísa Ronson
Pétursdóttir.
Búizt er við skemmtilegri keppni
í mörgum greinum, og að fslands-
met falli í sumum þeirra. Þetta
mót ræður miklu um val á lands-
liði því, sem mæta mun Dönum,
írum og Skotum í ágúst.
Við munum reyna að spá um
úrslit í einstökum greinum móts-
ins, og er þetta okkar spá í þeim
greinum sem keppt verður í í
kvöld og á morgun. Spá um þær
greinar, sem keppt verður í á
sunnudag birtist í blaðinu á morg
un:
STUTT...
if Frábær árangur náðist á
Spartakiaden í Moskvu nýlega.
Borsov, Sovét hljóp 100 m. á 10,1
sek. Iwanov varpaði kúlu 19,39 m.,
Sanajew stökk 17,39 m. í þrístökki,
Syssajew hljóp 3 km. hindrunar-
hlaup á 8:30,6 mín. og Lyachow
kastaði kringlu 61,14 m.
—O—
+ Norska stúlkan Kari Karlsen
setti nýtt Norðurlandamet í há-
stökki kvenna á brezka meistara-
mótinu fyrir nokkru, stökk 1,80
m. Hún er aðeins 19 ára. Gamla
metið átti Langkilde, Danmörku
1,77 m.
FRÁ K.K.Í.
KKÍ hefur í samvinnu við fleiri
aðila gengizt fyrir því að fá hing-
að bandarískan þjálfara á vegum
bandaríska þjálfarasambandsins.
Fengizt hefur vilyrði fyrir að fá
hingað þjálfara að nafni Kent
Finanger frá Luther College í
Iowa.
Áformað er að halda námskeið
18. ágúst til 4. september n.k.
Þau félög eða aðrir aðilar, sem
áhuga hafa á þátttöku hafi sam-
band við Hólmstein Sigurðsson,
sími 13134 eða Guðmund Hall-
grímsson, sími 38000 í síðasta
lagi 26. júlí.
FRÁ F.R.Í.
Frjálsíþróttasamband íslands
efnir um þessar mundir til skyndi
happdrættis.
Fjárþörf sambandsins er mikil,
þar sem fratnundan í sumar er
landskeppnin við íra og unglinga-
landskeppni í Álaborg. Þá mun
Frjálsíþróttasambandið senda bátt
takendur á þjálfaranámskeið í
London í júlílok og fara þeir
Guðmundur Þórarinsson, Karl
Stefánsson, Hreiðar Jónsson og
Páll Dagbjartsson þangað.
Frjálsíþróttasambandið heitir a
alla velunnara sína, sem fá miða
senda að bregðast skjótt og vel
við og kaupa eða skipuleggja sölu
á þeim miðum, sem þeir fé.
Upplao miðanna er 3.500, verð
mifans er kr. 100.00 og vinning-
ar eru þrjár Sunnu-ferðir til Mall
orea Dreajg verður 1. sept. n.k.
1500 m. skriðsund karla.
Keppnin í þessari lengstu vega-
lengd sem keppt er í, verður að
að líkindum aldrei þessu vant
skemmtileg. Við spáum Guðmundi
Gíslasyni, Á, sigri, að hann bæti
íslandsmetið. Keppnin um annað
sætið verður mikil á milli met-
hafans í greininni Gunnars Krist
jánssonar, Á, og hins unga KR-
ings, Friðriks Guðmundssonar, en
við spáum Gunnari öðru sætinu,
þar sem hann hefur mun meiri
reynslu í keppni þessarar greinar.
800 m. skriðsund kvenna.
Keppnin um meistaratitilinn
mun standa á milli Vilborgar
Júlíusdóttur, Æ, og Guðmundu
Guðmundsdóttur, Self. Sennilega
sigrar Vilborg, oiS ætti að takast
að bæta metið. Salóme Þórisdótt-
ir, Æ, verður að líkindum þriðja.
400 m. bringusund karla.
Leiknir Jónsson, Á, sigrar ör-
ugglega, en skemmtileg keppni
ætti að verða á milli Gests Jóns-
sonar, Á, og Guðjóns Guðmunds-
sonar, ÍA, en það einvígi er lík-
legt að Guðjón vinni.
99
1
ít
Var „lukkutröll" Ár -
manns gegn Haukum
Eftir að hafa beðið í 40 mín.
eftir línuverði gátu Ármann og
Haukar hafið leik í 2. deild. Leik
urinn byrjaði kl. 21,15 (átti að
byrja kl. 20.30), og varð því hálf-
gerð „Miðnæturknattspyrna“ leik-
in og endaði hún 2:2.
öll mörk leiksins voru skoruð
í fyrri hálfleik, sem Haukar áttu
meira í. Fyrir Ármann skoraði
Bragi Jónss., á 12. og 42. mín., en
fyrir Hauka Jóhann Larsen á 22.
02 30. mín.
Ármenningar áttu meira í síðari
hálfleik, og oft munaði mjóu. Hefði
það verið ósanngjarnt ef Haukar
hefðu skorað á síðustu mín. leiks-
ins, en þá áttu þeir skot i stöng
— sögðu Ármenningar að „Lukku
tröllið Gormur I.“, sem fékk að
hanga í neti Ármanns í þessum
fyrsta leik þeirra, hafi þar verið
vel á verði.
Haukar Oa Ármann leika svip-
aða knattspyrnu — gefa stungu-
bolta fram á miðherjana Jóhann
og Braga, sem eru mjög sprett-
harðir og markheppnir, fyrir
bragðið verður lítið um samspil
— meira um hlaup og „kílingar".
Veikustu hliðar liðanna eru
bakverðirnir og útherjarnir —
því fór sem fór — spilað var al-
gjörlega á miðjunni. Og gætu lið-
in þess vegna spilað á „hlaupa-
braut“! Ármenningar hafa betri
einstaklinga — Haukar samrýmd-
ara lið. — SOS.
2. DAGUR.
100 m. flugsund kvenna.
í þessari grein verður hart bar-
izt um titilinn á milli methafans
Guðcnundu Guðmundsdóttur og
Lísu R. Pétursdóttur, ef marka
má þær fréttir er borizt hafa af
henni, en hún æfir í Bandaríkjun-
um. Við spáum Guðmundu sigri,
og vonandi tekst henni að bæta
met sitt. Ingibjörj Haraldsdóttir,
Æ, verður þriðja.
200 m. bringusund karla.
Leiknir sigrar örugglega og bæt
ir met sitt í greminni. Guðjón
verður annar eftir skemmtilega
keppni við Gest.
400 m. skriðsund kvenna.
Vilborg Júlíusdóttir, er örugg
með íslandsmeistaratitilinn í þess-
ari grein og ætti, ef henni tekst
vel upp, að bæta met sitt, þrátt
fyrir enga keppni. Salóme verður
önnur eftir nokkra keppni við
Elínu Gunnarsdóttur, Self.
200 m. baksund karla.
Hafþór Guðmundsson, KR, sigr
ar, en Páll Ársælsson, Æ, verð-
ur annar. Þriðji verður sigurveg-
arinn í 100 m. baksundi á Lands-
mótinu, Stefán Stefánsson, UBK.
............. ..............,
Við spáum sundfólki Ægis góðum árangri á sundmoistaramótinu,, sem
fram fer um helgina. Á myndinni er þjálfari Ægis, GuSmundur Harðarson,
ásamt Helgu Gunnarsdóttur, en henni spáum við sigri í 100 og 200 metra
bringusundi.
200 m. fjórsund kvenna.
1 þessari grein munu þær Lísa
og Guðmunda berjast aftur um tit-
ilinn. Líklegt er að Lísa vinni
þessa grein, en Guðmunda fylgir
fast á eftir. Um þriðja sætið keppa
þrjár stúlkur, og er líklegt að
Ingibjörg hreppi það.
100 m- skriðsund karla.
Keppnin í þessari grein verður
skemmtileg sem endranær. Við
spáum Finni Garðarssyni sigri og
meti. Guðmundur Gíslason verð-
ur annar, en keppnin um þriðja
sætið verður mjög hörð á milli
Gunnars Kristjánssonar og Sig-
urðar Ólafssonar, Æ.
100 m. bringusund kvenna.
Þessa grein sigrar Helga Gunn-
arsdóttir örugglega, en keppnin
um 2.—4. sætið mun standa á
milli Ingibjargar Haraldsdóttur,
Æ, Guðrúnar Erlendsdóttur, Æ,
og Guðrúnar Magnúsdóttur, KR.
Við spáum að röðin verði sú sama
og þær eru taldar upp hér að
framan.
200 m. flugsund karla.
Guðmundur Gíslason sigrar, en
sennilega bætir hann ekki met-
ið, vengaþ ess, hve stutt livíldin
verður frá 100 m. skriðsundi.
Gunnar Kristjánsson verðu rann-
Framhald á bls. 10.
I
I
l
SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA
hefur flutt starfsemi sína í nýtt húsnæði að Hátúni 4ay
„Norðurver“ (á horni Laugavegs og Núatúns).
Afgreiðslutími kl. 12,30-18,00; föstudaga kl. 12,30-19,00.
Vér bjúðum viðskiptavinum vorum upp á alla aimenna
bankaþjónustu og næg bifreiðastæði.
Sími: 17674 - 16593.
I
**<**** sjré'é'írrarrs'f'S' Wé