Tíminn - 11.08.1971, Qupperneq 5

Tíminn - 11.08.1971, Qupperneq 5
MTÐVIKUn /VGUR 11. ágúst 1971. TIMINN 5 MEÐ iÍORGUN KAFFiNU 'r — Þelta er l fyrsta sinn, sem ég er kosin fegurðardrottning. Séra Friðrik lét sér rnjög annt um drengi eins og þjóð- frægt er. Allir þroskuðust af umgengni við hann. Ekki van- rækti hann vangefna drengi. Af alúð umgekkst hann þá og er furðulegt hvað uppeldisaðferð- ir hans hafa getað komið sum- um þeirra til mikilla mannvirð- inga. Séra Friðrik kom upp sum- arbúðum fyrir drengi í Kaldár- seli og Vatnaskógi. Þar dvöldu venjulegir drengir í nokkur sum ur. Var útvist þeirra þar kall- aður skógargangur og þeir skóg- ármérín.' Enginn lærisveinn séra Friðriks hefir sýnt sumarbúð- unum meiri rækt en Þórður Möller yfirlæknir, og er öllum K.F.U.M.-drengjum það velkunn ugt. Svo var það á íslandssögu- prófi í einum barnaskóla borg- arinnar í vor, að í einni spurn- ingunni var spurt: Nefnið 3 fræga kappa, sem sættu skógar- gangi (útlegð) ? Flestir svöruðu, Grettir, Gísli og Hörður, en í bekknum var einn K.F.U.M.- drengur ug hljóðaði svar hans SVO: „Þórður Möller 39 ár, Fjalla- Eyvindur 28 ár og Grettir í 19 ár.“ 1 útgerðarbæ einum var dug- legur og áhugasamur líkkistu- smiður. Eitt sinn fór læknir um borð í togara og kom til baka og var sá, sem læknirinn vitjaði borinn í land í sjúkrabörum. Á bryggjunni var likkistusmið- urinn mættur og spurði, hvort sá í börunum væri látinn eða slasaður. Hann var sagður illa slasaður: Þá spurði líkistusmið- urinn lækninn, hvort ekki væri samt vissara fyrir hann, að taka málið af honum strax. Ungur maður giftist óvenju- lega ríkri heimasætu. Vinir hans óskuðu honum innilega til hamingju og nefndu um leið mikil auðævi, konnunar. Vin- urinn leit á þá kampakátur og mælti: ,,Því skyldi maður vera að giftast fátækum konum, þegar ríkar eru jafngóðar.“ Eitt sinn stóð í niðurlagi lög- regluskýrslu. Við handtökuna kallaði kærði undirritaðan lög- regluþjón asna. Ég tjáði honum að svo væri ekki. Þetta tilkynn- ist yður hér með herra lögreglu- stjóri. ... || — Hver gat eigiulcga blásið þig upp, manni? DENNI Vertu ekki að hafa fyrir þvi að leggja á borðið fyrir mig, því ég er farinn strax og ég hcf f**^ M A I____________________AUSI náíí n,^r 1 pnninga fyrir fari eitthvað í burtu héðan. vfmuMimiuiniHiituiitMtiiiiMiituuuiMumintiniiimiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiMiiiitiiiuiiimiiiiitiii Einn og einn koma flóttamenn af Gyðingaættum aftur til þeirra staða, sem þeir dvöldust á á dögum nazistaofsóknanna í Evrópu. Sumir koma þó ekki aftur heldur hafa valið sér, að gleyma því sem liðið er, eða sótt hafa bersnskuslóðirnar er Anna Freud. Hún kom nýlega til Vínarborgar eftir 33 ára fjarveru. Hún varð að yfirgefa heimili sitt með Sigmund Freud föður sínum í Austurríki þegar Hitler innlimaði Austurríki í Þýzkaland árið 1938. Freud var að hann fór til Englands. Anna Freud hefur fylgt í fótspor föð- ur síns og lagt mikla stund á sálarfræði og sálfræðilegar at- huganir. Hún kom til Vínar til þess að flytja erindi á 27. þingi sálfræðinga, en hún er einmitt varaformaður alþjóðasambands þeirra. i’eyna þ.að ,að kosti. prófessor í Austurríki þegar Meðai þ'éirfá'SíðuátiiAsifiri heini i þetta .gcrðist, en dó árið eftir 4« \i0 W Mi >' ;.T I i í - * - * - Þrír ungir Frakkar undirbúa nú ferð umhverfis jörðina í 45 feta löngum bát, sem þeir hafa sjálfir smíðað í heimaborg sinni skammt frá Saint Tropez. Þetta er sagður fyrsti stein- steypti og stálbenti báturinn í Frakklandi af þessari stærð, þótt bátar hafi verið smíðaðir með sama hætti í öðrum lönd- um, og það meira að segja stærri en þessi. Þremenningarn- ir hafa ákveðið að leggja strax af stað er báturinn hefur fengið skráningu, en hann liggur nú við festar í höfninni í La Roquie. 14 ára piltur og tveir félagar hans 16 og 17 ára, brutust inn hjá Kókakóla í Odensc og kom- ust þar í peningaskáp fyrirtæk- isins og höfðu á brott með sér 25 þúsund kr. danskar. Allir voru piltarnir af barna heimili þarna skammt frá, og höfðu þeir komizt í brottu án þess að um þá væri vitað. Ekki reyndist sérlega erfitt fyrir piltana að stela úr péningaskápnum, því lykilinn að honum fundu þeir f ólæstri skrifborðsskúffu. Hver skyldi trúa því, að skip- stjórinn á póstbátnum milli Nekseleyjar og Hölbæk hafi ekki fengið einn einasta frídag í 25 ár. Skipstjórinn heitir Fred Slots, og hefur nú hótað að hætta siglingum á þessari áætl- unarleið sinni. -Leggist ferðir hans niður verða 26 íbúar eyjar innar sambandslausir við um- heiminn, svo ekki sé talað um aila þá. sem venjulega hafa lagt leið sína til eyjarinnar á sumrin til þess að eyöa þar sumarfríinu sínu. Slots ætlar að hætta siglingunum nema því — ★ — ★ -T . aðeins. að eitthvað verði gert til þess að bæta aðstöðuna i höfninni á eyjunni, en höfnin er nú í hinu mestu niðurnýðslu svo ekki sé meira sagt, og varla hægt að sigla lengur inn í hana. Slots á svo sannarlega fyrir því að fá svolítið frí, en kannski verður höfnin ’agfærð, og þá heldur hann trúlega áfram sigl- ingunum í önnur 25 ár án sum- arleyfis. — ★ — ★ — - ★ - ★ - Þjófar sérhæfa sig oft á ýmsa lund. Nýlega var handsamaður 18 ára gamall piltur í Hvidovre í Danmörku, sem hafði lagt stund á það í nokkurn tíma að stela hjólum undan bílum og sömuleiðis útvörpum úr bílum. Hafði honum tekizt að safna að sér töluverðu magni af þessu hvoru tveggja áður en upp komst um hann og lögreglan náði honum. — ★ ★ — ðspt Smástelpan hér á myndinni er aðeins tveggja og hálfs árs gömul. Hún heitir Eva og á heima í Ólympiuborginni Miinc- hen. Eva setti nýlcga heims- met barna með því að synda 26.5 metra kafsund á 42.6 sokúndum. Hún er geysimikil sundkona og syndir oft í meira en hálftíma samfleytt. Þjálfari Evu og móðir hennar eru mjög ánægð með árangur hennar. Eva hefur sjálf gaman af að skoða litmyndir og á kvöldin, þegar hún fer að sofa tekur hún dúkk- una sína með sér í rúmið ná- kvæmlega eins og önnur litíl börn gera.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.