Tíminn - 19.08.1971, Síða 1
#£*****w**in***
Ekki búizt við
mikilli síld
við Suðurlandið, — segir Jakob Jakobsson, fiskifræðingur.
600 manns í Öskju
ÞÓ-Reykjavík, miðvikudag.
í dag liöfðum við samband
við Jón Kristjánsson á Egils-
stöðum og spurðum hann um
umferðina á Öræfum þar
eystra. Sagði Jón, að umferð
á Öræfunum hefði verið geysi-
mikil í sumar. Síðan sæluhús-
ið var opnað í Krepputungu,
hefur það verið niikið notað og
um ferðir inn að Öskju er það
að segja, að þar hafa verið allt
að 600 manns í einu.
Síðan sæluhús Ferðafélags-
ins var opnað í Krepputungu
hefur verið þangað mikil um-
ferð, en vegurinn þangað iigg
ur úr Möðrudal, gegnum Marð-
ardal, yfir brúna á Kreppu,
en Kreppa er kvísl Jökulsár á
Fjöllum, og þaðan inn í
Krepputungu. Frá sæluhúsinu
er skammt inn í Kverkfjöll og
Hvannalindir, og má búast við
því að á næstunni verði mikil
umferð á þessa fögru staði, en
mönnum er ráðlagt að fara
ekki mikið innfyrir sæluhúsið
á bílum, þar sem gróður er
mjög viðkvæmu. á þessum
slóðum. Vegalengdin frá
Möðrudal og inn í Kreppu-
tungu er eitthvað á annað
hundrað km.
Mjög mikill ferðamanna-
straumur hefur verið í sumar
inn í Öskju, sagði Jón, t.d. var
það fyrir tveimur vikum, að
um 600 manns höfðu verið þar.
Var fólkið í 11 langferðabílum
og fjöldanum öllum af fólks-
bílum. Gizkað er á, að þá hafi
verið um það bil 200 tjöld við
Öskju og Herðubreiðarlindir.
f haust eru áformaðar ferðir
frá Ferðafélaginu uppá Snæ-
fell og inn í Krepputungu og
verður þá unnið meira að sælu
húsinu.
KJ—Reykjavík, miðvikudag.
Það mun vera almennt álit
þeirra sem voru á blaðamanna-
fundinum, sem Einar Ágústsson
utanríkisráðherra hélt á Britannia
hóteli í dag, að þar hafi vel verið
haldið á málum, og öllum fyrir-
spurnum svaraS fljótt og vel. Ekk
ert hefur verið látið uppi um við-
ræður þeirra Einars Ágústssonar
utanríkisráðherra og Godber að-
stoðarutanríkisráðherra, en eftir
Viðræður í janúar
NTB—London, miðvikudag.
Einar Ágústsson utanríkisráð-
herra sagði á blaðamannafundi í
London í dag, að samningaviðræð-
ur við Bandaríkin, um brottflutn-
ing bandaríska herliðsins frá Kefla
víkurflugvelli, hæfust í janúar
1972.
— Ríkisstjórnin hefur brottflutn
inginn til gaumgæfilegrar athugun-
ar, og verður búin að kanna málið
mjög vel, áður en sezt verður að
samningaborðinu, segir NTB að
ráðherrann hafi sagt, og ennfrem-
ur: — Við höfum ekkert á móti
Bandaríkjamönnum, en við erum
eins og aðrar þjóðir, sem ekki hafa
her, að vilja ekki hafa erlendan
her í landinu.
viðtökum þeim sem íslendingam-
ir hafa fengið hjá brezku stjórn-
inni, þá hafa viðbrögð hennar ver
ið vinsamleg, og alls ekki gætt
neinna öfga í sjónarmiðum henn-
ar.
Ræddu saman í einn
og hálfan tíma
Viðræður ráðherranna stóðu í
eina og hálfa klukkustund, og að
þeim loknum var fslendingunum
boðið til hádegisverðar í Lancaster
house, sem er skammt frá Green
Park, en kunnugir segja það í
hæsta máta óvenjulegt, þegar um
er að ræða „heit“ mál eins og
útfærslu fiskveiðilögsögunnar úr
12 í 50 mílur. Sagði Páll Heiðar
Jónsson í London, að það eitt
mætti taka serfi vinsemdarmerki
brezku stjórnarinnar, og það
mitt í öllu því fjaðrafoki, sem nú
er í London, vegna efnahagsað-
gerða Nixons Bandaríkjaforseta.
Fyrir blaðamannafundinn í dag,
þar sem mættir voru 60—70 blaða
menn frá blöðum og fréttastofn-
unum í London, var gefin út frétta
tilkynning, þar sem haft var eftir
Einari Ágústssyni, að útfærslan
væri nauðsynleg, sanngjörn, eðli-
leg, heiðarleg og réttlát, og síðan
voru færð nánari rök fyrir þess-
um sf ðhæfingum.
Á blaðamannafundinum voru
utanríkisráðherra
Ágústssonar, Pétur Thorsteinsson,
ráðuneytisstjóri, Ingvi Ingvars-
son, skrifstofustjóri, Niels P. Sig-
ursson, nýskipaður ambassador ís-
lands í London, Hans G. Andersen
ambassador, sem kom frá Genf,
og Eiríkur Bendix, sem kynnti
íslendingana í upphafi.
Framhald á bls. 14.
Einar Ágústsson, utanríkisráðherra fer ásamt
auk
fylgdarliði frá London tii Bonn í dag
Einars
með að bátarnir verði fljótir að
veiða upp í 25 þúsund tonnin, en
ekki þýðir að tala um meiri veiði,
þar sem stofninn er svo litill, að
hann þolir ekki meiri veiði.
Aðspurður sagði Jakob, að
ómögulegt væri að segja, hvar
síldin mundi halda sig við Suður
land í ár. f fyrra hefði mesta
veiðin verið við Surtsey, en í
hitteðfyrra hefði veiðzt mest í
Breiðamerkurdýpi.
ENGIN SKREIÐ
TIL AFRÍKU
OÓ-Reykjavík, miðvikudag.
Útlitið með skreiðarsölu til
Nígeríu hefur ekkert farið batn-
andi og er markaðurinn þar al-
gjörlega lokaður, að minnsta
kosti fram til 1. apríl næsta ár.
Bragi Eiríksson, framkvæmda-
stjóri Samlags skreiðarframleið-
enda, sagði Tímanum, að enn sem
komið er, væri ekkert vitað hvað
skeði í þeim málum 1. apríl á
næsta ári, en þangað til er inn-
flutningsbann á skreið til Níger-
íu, og hvort banninu verður þá af-
létt eða það framlengt, er ekki
hægt að segja um að svo stöddu.
Eins og stendur munu vera
til í landinu milli 3000 og 4000
lestir af skreið. Er alltaf selt eitt-
hvað magn til Ítalíu og gengur
það sæmilega, og er t.d. að fara
farmur þangað þessa dagana. Lít-
ið sem ekkert hefur verið fram-
leitt af skreið hér á landi í ár.
Þótt miðað sé við að framleiða
skreið eingöngu á markað á Ítalíu
er alltaf eitthvað magn sem ekki
nær lágmarksmati, til að hægt
sé að selja það til Ítalíu, og þegar
Afríkumarkaðurinn er algjörlega
lokaður, verður sú vara óseljan-
leg.
Joseph Godber, a'ðstoSarutanríkisráðherra, býður Einar Ágústsson, utanríkisráðherra, velkominn i brezka utan-
ríkisráSuneytið í gaermorgun. (Simamynd UPI)
ÞÓ-Reykjavík, miðvikudag.
— Við búumst ekki við miklu
síldarmagni við suðurströndina í
haust, annars er lítið hægt að
segja um það ennþá, sagði Jakob
Jakobsson, fiskifræðingur í við-
tali við blaðið í gær. — Það, sem
af er, hefur lítið sem ekkert verið
leitað að síld við Suðurland, en
í næstu viku fer síldarleitarskipið
Ámi Friðriksson til sildarleitar
fyrir sunnan land. Jakob sagði, að
rannsóknarskip hefðu farið nokk-
uð víða á þessu svæði í sumar og
var það í sambandi við ungviðs-
rannsóknir. Ekki urðu skipin vör
við mikla sild, en þó er það ekki
að marka, því ekki var lögð
áherzla á síldarleit þar.
Hámarksveiði á Suðurlandssíld
er núna 25 þús. lestir á ári, en
í fyrra veiddust ekki nema á
milli 17 og 18 þús. tonn. Núna
þegar veiðin hefst í september
má búast við að mikill fjöldi báta
muni stunda síldveiðar við Suður-
land, þar sem veiði er bönnuð
í Norðursjó út september. Ef ein
hver veiði verður, þá má reikna
Bretar tóku máli íslendinga
velvilja og skilningi