Tíminn - 19.08.1971, Síða 6

Tíminn - 19.08.1971, Síða 6
‘S TIMINN FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1971 OLD ER NU LIÐIN FRÁ STOFNUN ÞJÓD VINAFÉLA GSINS Hið íslenzka þjóðvinafélag var stofnað 19. ágúst 1871, og voru stofnendur þess 17 þjóðkjörnir al- þingismenn. Félagsstofnunin hafði átt sér nokkurn aðdraganda, fyrst á alþingi 1869 fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar og síðar á sýslufundi Suður-Þingeyinga 8. júní 1870, þar sem „nokkrir heið- ursmenn ... tóku sig saman um að hvetja landsmenn til að sýna í verk- inu, að þeir hefðu það þrek ag samheldi að vera sjálfstætt þjóð- félag og vinna sér þau réttindi, sem þar til krefðist að halda þeim“. Tilgangur félagsins var þannig frá upphafi stjórnmálalegur, og fyrsti formaður þess var Jón Sig- urðsson. Félagið efndi t. a. m. til þjóðfundar á Þingvöllum 1873, og sumarið 1874 stóð það fyrir þjóð- hátíð þeirri, er haldin var í minn- ingu þúsund ára byggðar á íslandi. Félagið sneri sér þó brátt jafn- framt að útgáfu ýmissa rita, og eru þar kunnust Andvari (1874—), er leysti af hólmi Ný félagsrit Jóns Sigurðssonar og fél. hans (1841— 73), og Almanak (1875—). Kjarni þess var íslandsalmanak það, er Kaupmannahafnarháskóli hafði gef ið út allt frá árinu 1873, en við MUNIÐ FLÓTTAFÓLKIÐ FRÁ PAKISTAN 'A' Tekið á móti framlögum í bönkum, sparisjóðum, póstafgreiðslum og í skrifstofu félagsins, Öldugötu 4. ★ GÍRÓNÚMERID ER 90-000. RAUÐI KROSS ÍSLANDS Frá Vélskóla íslands Inntökupróf í 2. stig verður miðvikudaginn 1. sept. kl. 9.30. Innritun fer fram dagana 2. og 3. sept. Þeir, sem hafa sótt um skólavist, þurfa að mæta til innritunar eða láta mæta fyrir sig eða hringja í síma 23766. Skólastjóri. það var svo aukið ýmsu efni, er verið gæti alþýðu manna til gagns og fróðleiks. Einstök rit, er félagið hefur gef- ið út, voru framan af langflest um hagnýt efni, til þess ætluð að glæða áhuga á atvinnu- og efnahagsmál- um og hvers konar framförum í þeim efnum. Af þeim mörgu ritum, er Hið íslenzka þjóðvinafélag hefur gefið út, skulu hér nokkur talin: Mannkynssöguágrip eftir Pál Mel- steð, 1. og 2. hefti (1878—79). Dýravinurinn, alls 16 hefti (1885 —1916). Um frelsið eftir John Stuart Mill íþýðingu Jóns Ólafssonar (1886). Hvers vegna? Vegna þess eftir Hen- ri de Parville, 1.—3. hefti (1891 —93). Réttarstaða íslands eftir Einar Arn- órsson (1913). Hið íslenzka þjóðvinafélag 1871— 19. ágúst—1921. Stutt yfirlit eftir Pál Eggert Ólason (1921). Mannfræði eftir R. R. Marett í þýð ingu Guðmundar Finnbogasonar (1924). Vamarræða Sókratesar eftir Plat- on í þýðingu Steingríms Thor- steinssonar (1925). Jón Sigurðsson eftir Pál Eggert Ólason I—V (1929—1933). Býflugur eftir M. Maeterlinck í þýðingu Boga Ólafssonar (1934). Sjálfstæði íslands 1809 eftir Helga P. Briem (1936). Örnefni f Vestmannaeyjum eftir Þorkel Jóhannesson (1938). Sýnlng á rltum Þjóðvinafélagsins er nú að Skálholtsstíg 7. Reykvíkingar - Ferðafólk Matstofa Náttúrulækn- ingafélagsins, Kirkjustræti býður yður í hádeginu ýmis konar heita græn- metisrétti, með rifnu hrá- meti og fleira, súpur og grauta. Á kvöldin einnig heimabökuð brauð. Á sunnudögum glæsilegt hlaðborð. MATSTOFA N.L.F.R. Bréf og ritgerðir Stephans G. Stephanssonar I—IV (1938—48). Konur á Sturlungaöld eftir Helga Hjörvar (1967). Tryggvi Gunnarsson (1835— 1917) tók við af Jóni Sigurðssyni, er lézt 1879, og var forseti Þjóð- vinafélagsins 1880—1911 og aftur 1914—17. Hann annaðist í samfellt 30 ár ritstjórn Almanaksins og aft- ur þrjú ár síðar. Hefur enginn mað- ur unnið félaginu slíkt gagn sem hann, enda kom mönnum jafnan hann í hug, er þeir heyrðu félags- ins getið, þótt hér væri einungis um eitt viðfangsefni þessa þjóð- kunna athafnamanns að ræða. Það er því ekki ófyrirsynju, að póst- stjómin gefur í tilefni aldarafmælis Þjóðvinafélagsins út frímerki með mynd Tryggva Gunnarssonar auk frímerkis með nierki félagsins sjálfs. Aðrir forsetar félagsins en þeir Jón og Tryggvi hafa verið: Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður 1912—13. Benedikt Sveinsson alþingismaður 1918—20. Dr. Páll Eggert Ólason 1921—34. Pálmi Hannesson rektor 1936—39. Jónas Jónsson alþingismaður 1940. Bogi Ólafsson yfirkennari 1941—56. Þorkell Jóhannesson háskólarektor 1958—60. Miðstöð viðskipta austurs og vesturs Kaupstefnan-Leipzig Þýzka Alþýðu- lýðveldið 5.-12. 9.1971 Á alþjóðlega tækni-sýningarsvæðinu: Efnavörur — Efnaverksmiðjur — Plastvélar — Pappírsgerðarvélar — Prent- og bókbandsvélar — Bifreiðahlutir — Brunavarna-vagnar — Trésmiðavélar — Tæki fyrir lækninga- og efnarannsóknastofur — Kennsluáhöld og skólahúsgögn — Húsgögn — Tómstunda- og iþróttatæki — Ýmsar samsýningar erlendra rikja — Útflutningsskrifstofur. A alþjóðasýningunni í miðborginni: Neyzluvörur í 22 vöruflokkum. Kaupstefnuskirteini og upplýsingar um ferðir, m. a. beinar ferðir frá Kaupmannahöfn, fást hjá umboðinu KAUPSTEFNAN — REYKJAVÍK, PÓSTHÓLF 13, — SlMAR: 24397 OG 10509. Armann Snævarr háskðlarektor 1962—67. Finnbogi Guðmundsson landsbóka- vörður 1967 og síðan. Auk hans eiga nú sæti í stjóm félagsins þeir Bjami Vilhjálmsson þjóðskjalavörður varaforseti, Einar Laxness menntaskólakennari, Jón- as Kristjánsson forstöðumaður Handritastofnunar íslands og dr. Þorsteinn Sæmundsson, meðstjóm- endur, en Þorsteinn hefur verið rit- stjóri Almanaksins síðan 1964. Arið 1940 var efnt til samvinnu Hins íslenzka þjóðvinafélags og Bókadeildar Menningarsjóðs um bókaútgáfu, og var þá gert ráð fyr- ir, að félagið gæfi út þrjár bækur á ári, en bókadeildin í forsjá Menntamálaráðs fjórar. Reyndin hefur þó orðið sú, að bókaútgáfan hefur færzt að miklum mun á hendur forráðamanna Menningar- sjóðs, enda hafa þeir haft mestöll fjárráðin. Arið 1959 var Andvari gerður að sameiginlegu málgagni Hins ís- málaráðs, breytt um brot og hann lenzka þjóðvinafélags og Mennta- gefinn út í þremur heftum á ári. Ritstjórar skyldu verða tveir, einn frá hvorum aðila. Árið 1968 var Andvara þó breytt að nýju í ársrit. Ritstjórar Andvara em nú Finn- bogi Guðmundsson og Helgi Sæ- mundsson. Andvari 1971 verður tileinkaður aldarafmæli Hins íslenzka þjóð- vinafélags. Verður þar rakin saga en ennfremur birtar ýmsar greinar félagsins síðari 50 árin, 1921—71, um Jón Sigurðsson. Þá er ákveðið, að út komi á þessu ári á vegum Þjóðvinafélagsins fyrsta bindi úrvals bréfa til Steph- ans G. Stephanssonar. Sýning á ritum Þióðvvafélagsms mun standa næstu daga í husnkynn- um Bókaútgáfu Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins að Skálho’tsstí? 7. og verður sýnmgin opin á sömu tímum og verzlun útgáfunnar, mánud.—föstud kl. 9—12 og 13— 18. ''nnfr-m'”' laugardaginn 21. ág- úst kl. 14—19. (Frétt frá stjórn Hins ísl. þjóðvinafélags)

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.