Tíminn - 19.08.1971, Síða 12
Í2
IÞROTTIR
TIMINN
ÍÞRÓTTIR
FIMMTUDAGUR 19. ágúst 1971
Haukar í úrslit?
- á móti Fram eða FH
Á laugardaginn hélt útihand-
hnattleiksmótið áfram og voru þá
leiknir tveir spennandi leikir.
Haukar unnu ÍR og Valur Þrótt.
— Einnig voru leiknir tveir leik-
ir á þriðjudagskvöldið. Valur
vann Gróttu og Fram sigraði Vík-
ing. Báða dagana var rigning og
setti blautur völlurinn sinn svip
á Icikina.
Leikur ÍR-inga gegn Ilaukum
er skemmtilegasti leikur keppn-
innar fram að þessu. í hálfleik
stóð 10:6 fyrir Hauka, en í síðari
hálfleik byrjuðu ÍR-ingar með
miklum látum og náðu að jafna
12:12 og komust yfir 12:13. Þá
skorar Stefán Jónsson tvö mörk
og kemur Haukum yfir 14:13 og
rétt á eftir bætir Viðar 15. mark
inu við. Þetta líkar Ágúst „ÍR-
risa“ ekki og skorar tvö stórglæsi-
leg mörk fyrir ÍR og leikar eru
jafnir 15:15 og ein mín. eftir. Þá
er dæmt víti á ÍR sem Viðar skor-
ar úr, 16:15 og sigurinn varð
Hauka.
Markhæstur og bezti maður
Hauka var Stefán, skoraði hann
6 mörk. Hjá ÍR skoruðu Vilhjálm-
ur Sigurgeirsson og Ágúst Svavars
son 4 mörk hvor.
Ungt Þróttarlið kom á óvart
gegn lélegu Valsliði og höfðu
yfir í hálfleik 9:8. í síðari hálf-
leik byrjuðu þeir að skora 10:8,
urðu of bráðir og misstu stöðuna
í 10:10; en náðu rétt á eftir aftur
forustu 13:11.
Þoldu þeir þá ekki spennuna
sem forustunni fylgdi og úthaldið
fór að gefa sig, og töpuðu þeir
leiknum 13:16.
Á þriðj udagskvöldið léku Vals
menn aftur og sigruðu þeir þá
Gróttu með yfirburðum 26:14. Það
kemur á óvart hvað Valsliðið er
ósamstillt, miðað við hvað það
hefur æft vel í sumar. Virðist
enginn maður í liðinu geta ógnað
með langskotum. Verða þeir að
koma því í lag fljótlega ef þeir
ætla að komast langt í vetur.
Framarar komu sterkir til leiks
á þriðjudagskvöldið og unnu Vík
ing stórt 26:16. Björgvin Björg-
vinsson og Sigurður Einarsson
léku nú með og styrktu þeir liðið
mikið. Leikurinn var jafn framan
af, en þegar tók að líða á hann
tóku Framarar öll völd í leiknum.
Það var aðeins einn Víkingur sem
veitti viðnám — var það Einar
Magnússon, sem aldrei hefur ver-
ið betri — enda æft vel. Hjá
Fram vakti athygli Guðjón Er-
lendsson í markinu og Pálmi
Pálmason, sem er vaxandi leik-
maður.
Þegar leiknum var að ljúka var
orðið svo skuggsýnt að knötturinn
sást varla — mætti láta leikkvöld
in hefjast hálftíma fyrr framvegis.
I kvöld verða leiknir tveir
leikir: Haukar — Þróttur og
KR — FH. Haukar þurfa aðeins
jafntefli til að komast í úrslit
á móti Fram eða FH.
—sos.
í dag var Golfklúbbi Reykjavíkur afhent vegleg gjöf frá álverinu í Straumsvík. Eru þa3 fimm bikarar. Keppa
á um þessa bikara á meistaraflokki, öSrum og þriðja flokki. Ennfremur var bikar aetlaður kvennaflokki til að
keppa um. Ráðgert er, a3 keppni um þessa veglegu gripi fari fram 25. og 26. ágúst naestkomandi, og ber keppn-
in heitið Isal-keppnin. Ráðgert er, að nokkuð á annað hundrað manns af öllu landinu taki þátt í keppninni. —
Myndin er tekin, þegar forstjóri álversins, Ragnar S. Halldórsson, afhenti formanni Golfklúbbs Reykjavíkur,
Svani Friðgeirssyni, bikarana. Með þeim á myndinni eru frá vinstri: Ólafur Þorsteinsson, Vilhjálmur Ólafsson,
Egill Snorrason, dr. Bosshard og Ph. Miiller. (Tímamynd Gunnar)
Vestmanneyingar
efstir í 1. deild
Leik Fram og ÍBV í 1. deildar-
keppninni, sem fram fór í Vest-
mannaeyjum í gærkvöldi, lauk með
sigri Vestmannaeyinga 4—1.
ÍBV er nú efst í 1. deildarkeppn-
inni með 16 stig.
Þar sem gerðar hafa verið tvær breytingar á tillögu að aðal-
skipulagi fyrir Selfoss, verður tillagan í núverandi mynd til
sýnis á skrifstofu Selfosshrepps næstu sex vikur.
Hér með er auglýst eftir athugasemdum við tillöguna svo-
fellda, og þurfa þær að hafa borizt til hreppsnefndar Selfoss-
hrepps í seinasta lagi 27. sept. 1971.
Athygli er vakin á því að fyrri athugasemdir eru úr gildi fallnar,
og verða að endurnýjast, ef hlutaðeigendur óska þess.
Selfossi, 16. ágúst 1971
Sveitarst{óri Selfosshrepps.
Landskeppni Dana og fslendinga, úrslih
Danir sipðu með
nokkrum yfirburðum
ET-Reykjavík.
- Landskeppni íslendinga og
Dana í sundi lauk í gærkvöldi.
Danir sigruðu í landskeppninni
með 152 stigum gegn 131.
Eftir fyrri dag keppninnar
höfðu Danir 4 stiga forustu. Þeir
juku forskotið um tvö stig í gær
morgun, er keppt var í 800 og
1500 m. skriðsundum kvenna og
karla. — I gærkvöldi gekk íslend
ingunum ekki eins vel og í fyrra-
kvöld. Danir unnu tvöfaldan sig-
ur í tveimur greinum en fslend-
ingar í einni. Þá sigruðu Danir
í báðum boðsundunum.
Helga Gunnarsdóttir vann 100
m. bringusund og Guðjón Guð-
mundsson sama sund. Hins vegar
Framhald á bls. 14
Ingunn setti met
- Erlendur 56,54 m.
ÖE—Reykjavík.
EM-fararnir íslenzku kepptu á
móti í Finnlandi í fyrrakvöld og
náðu allgóðum árangri.
Ingunn Einarsdóttir setti nýtt
íslenzkt met í 800 m. hlaupi, hljóp
á 2:27,0 mín., sem er 1,9 sek. betra
en met Ragnhildar Pálsdóttur. Ing
unn varð þriðja í hlaupinu.
Erlendur Valdimarsson varð
/annar í ktringlukasti, kastaði
56,54 m., sem er bezti árangur
hans í greininni á árinu. Sigur-
vegarinn kastaði 56,92 m.
Loks tók Bjarni Stefánsson þátt
í 100 m. hlaupi og varð þriðji á.
11,1 sek., en sigurvegarinn hljóp
á 10,9 sek.
Sólun
HJÓLBARÐAVIÐGERÐIR
|1 snjómunstur veitir góða spyrnu
w í snjó og hólku,.
önnumst allar viðgerðir hjólbarða
með fullkomnum tækjum.
Snjóneglum hjólbarða.
GÓÐ ÞJÓNUSTA. — VANIR MENN.
BARÐINN HF.
Ármúla 7. — Sími 30501. — Reykjavík..
Utanför UBK
6 unglingar frá Umf. Breiða-
blik í Kópavogi, eru nú á förum
til Þrándheims til að taka þátt
í hinu árlega íþróttamóti vina-
bæjar Kópavogs. Þeir sem keppa
að þessu sinni eru:
Björg Kristjánsdóttir, langst.,
100 m. grindahl.
Kristín Björnsdóttir, hást.,
100 m. grindahl.
Böðvar Sigurjónsson. 800 m. hl.
Ragnar Sigurjónsson, 3000 m. hl.
Einar Óskarsson, 800 m. og
3000 m. hl.
Hafsteinn Jóhannesson, spjótk.
og hást.
Fararstjóri verður Pálmi Gísla-
son. Formaður frjálsíþróttadeildar
UBK sagðist sannfærður um það,
að í þessari ferð yrðu setl 1—3
íslandsmet.
íslandsmet
í 1000 metra
hlaupí kvenna
Á síðasta Fimmtudagsmóti
FÍRR var sett eitt íslandsmet,
Ragnhildur Pálsdóttir, UMSK,
hljóp á 3:15.1 mín. og bætti eigið
met verulega. Þá hljóp Valþjörn
Þorláksson, Á, 110 m. grinda-
hlaup á ágætum tíma, sínum
bezta, 14.7 sek. Met Péturs Rögn-
valdssonar, KR, frá 1957, er 14.6
sek. í 800 m. hlaupi vakti nýliði,
Jóhann Garðarsson, Á, verulega
athygli fyrir gott hlaup hanp
varð þriðji á 2:02.6 mín., sem
er hans langbezti tími. Þar er
mikið efni á ferð. Ágúst Ásgeirs-
son, ÍR, sigraði á 2:01.0 mín.