Tíminn - 31.08.1971, Page 1

Tíminn - 31.08.1971, Page 1
Landhelgismálið lagt fyrir Alþingi KJ-Reykjavík, mánudag . í morgun hélt landhelgis- nefndin fund, og eftir hádegi í dag var haldin ríkisstjórnar- fundur um málið. í fréttatil- kynningu forsæt!sráðuneytis- ins um fundinn, segir að það sé skoðun ríkisstjórnarinnar að uppsögn samningsins verði Erlendum veiði skipum fjölgar ÞÓ—Reykjavík, mánudag. Erlendum veiðiskipum hefur fjölgað að mun á íslandsmiðum síðasta hálfa mánuðinn. Þegar Landhelgisgæzlan lét fara fram Framhald á 11. síðu. tilkynnt með sex mánaða fyrirvara, og að ríkistjórnin hafi ákveðið að leggja stefnu stjórnarinnar í landhelgismál- inu fyrir Alþingi þegar er það kemur saman. Fréttatilkynning ráðuneytisins fer í heild hér á eftir: „Ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi, þegar er það kemur saman, tillögu til staðfest- ingar á stefnu stjórnarinnar í landhcl'gismálinu, þ.á.m. uppsögn landhelgissamninganna við Breta og Vestur-Þjóðverja. Það er skoðun ríkistjórnarinnar að fullnægjandi sé að samþykkt /’þingis um uppsögn samning- anna verði formlega tilkynnt með 6 mánaða fyrirvara. Jafnframt hefur stjórnin ákveð ið að ítreka sjónarmið sín í land- helgismálinu við ríkisstjórnir Bretlands og Vestur-Þýzkalands. Reykjavík, 30. ágúst 1971 Forsætisráðuneytið“. Ráðstefna Stjórnunarfélagsins Stjórnunarfélag íslands efndi til ráðstefnu á Laugarvatni um sl. helgi um viðfangsefnið „Markmið og umhverfi atvinnurekstrar". Meðal þeirra, sem fluttu erindi á ráðstefnunni, sem um 70 manns sátu, var Ólafur Jóhannes- son, forsætisráðherra, og ræddi hann viðhorf ríkisvaldsins til viðfangsefna ráðstefnunnar, Myndin er tekin á föstudagskvöld, er forsætisráðherra, flytur erindi sitt á ráðstefnunni. Nánar er fjallað um erindi Ólafs Jóhannes- sonar í lelðara blaðsins t dag. AKVÖRÐUN UM STÆKKUN BÆNDA HALLARINNAR FRESTAÐ UM SINN MEÐAN BÆNDUM ER KYNNT ÁFORM UM STÆKKUNINA AK-Höfn, mánudag. Aðalfundi Stéttarsambands bænda lauk hér á Höfn í Horna- firði um klukkan þrjú á mánu- dagsnótt. Fundurinn afgreiddi mörg mál og ályktanir sem síðar verður getið nánar. Stjórn sam- bandsins var öll endurkjörin, og skipa hana: Gunnar Guðbjartsson, Guðmundur Ingi Tryggvason, Bjarni Halldórsson, Ingi Tryggva- son, Vilhjálmur Hjálmarsson. Páll Diðriksson og Ólafur Andrésson. Miklar umræður urðu í fundar- lok um stækkun Hótel Sögu, en samþykkt var tillaga um að fund- urinn teldi sér ekki fært að taka afstöðu til málsins, þar sem bændastéttinni hefði ekki verið kynnt það nægilega, og það snerti hana alla fjárhagslega. Stéttarsambandsfundurinn hófst klukkan tíu á laugardagsmorgun. Fundarstjórar voru kjörnir þeir Bjarni Halldórsson og Hermann íslendingaþættir Tímans fylgja blaðinu á morgun Guðmundsson á Eyjólfsstöðum í S-Múl. Fundarritarar voru þeir Guðmundur Ingi Kristjánsson og Ólafur Andrésson. Gunnar Guðbjartsson formaður Stéttarsambands bænda, flutti síðan ítarlega setningarræðu og skýrslu stjórnarinnar um störf á árinu, og verður hennar nánar getið í blaðinu síðar. Sæmundur Friðriksson, framkvæmdastjór^, skýrði reikninga sambandsins og Bændahallarinnar. Rekstrarhagn- aður Bændahallarinnar á síðasta ári var 5 milljónir króna, en var óhagstæður fram til 1968. Rekstur Hótel Sögu gekk vel. Árni Jónas- son, erindreki, ræddi nokkur at- hugunarefni, sem hann hafði haft með höndum, á árinu, að tilmæl- um síðasta Stéttarsambandsfund- Geysir gaus aðfaranótt sunnudags- ins, eftir að mikilli sápu hafði verið hellt í hverinn á laugardaginn, og margir búnir að bíða æðilengi eftir gosinu þann dag. cáir áhorfendur voru að þessu næturgosi, en svo virðist sem hann gjósi helzt á nótt- unni. Myndin var tekin við Geysi á laugardaginn, og er Haligrímur Björnsson verkfræðingur fremstur á myndinnl að mæla hitann í yfirborð- inu. (Tímamynd Kári) ar, um bústærð, fjárfestingu bænda og tryggingamál bænda. Síðdegis ávarpaði Halldór E. Sig- urðsson, landbúnaðarráðh. fund- inn, og ræddi ýms mál, sem efst Framhald á bls. 11. Norræn mengunar- ráðstefna SB—Reykjavík, mánudag. Fyrstu vikur júnímánaðar á næsta ári, verður haldin í Stokk hólmi alþjóðleg ráðstefna um umhverfisvernd, á vegum Sam- einuðu þjóðanna. Nú í vikunni koma fulltrúar utanríkisráðu- neyta Norðurlanda saman í Reykjavík og ræða það, scm er að gerast í umhverfismálum í heiminum, og eru þær viðræð- ur liður í undirbúningi ráð- stefnunnar. Ákveðið var árið 1968 að halda slíka ráðstefnu og ári síð- ar var ákveðið, að hún yrði hald in í Stokkhólmi og að Svíar tækju að sér framkvæmdastjóm hennar. Ráðstefnan er einkum haldin í því skyni að vekja athygli um heimsins á umhverfisvandamál- um og mengun. Ákveðnar þjóðir hafa tekið að sér að leggja fram tillögur til lausnar mengunarvandamál- inu. Verða málin rædd á breið- um grundvelli, en ekki kafað til botns í neinu þeirra. Starfsemi ráðstefnunnar verður aðallega í þrem þáttum. í fyrsta lagi könnun á vandamálinu sem slíku, í öðru lagi ráðstafanir, sem hægt sé að gera þegar á fundinum og í þriðja lagi annar undirbúningur, fyrir það, sem gert yrði í framtíðinni. Þess er vænzt, að mörg þró- unarlandanna sitji ráðstefnuna, en fram til þessa hefur verið erfitt að fá þau til að ræða um mengunarráðstafanir, þar sem aðgerðir sem lögboðnar yrðu til að vernda umhverfið, yrðu svo margfalt dýrari í þróunarlönd- unum, en í iðnaðarlöndum. Framkvæmdastjóri ráðstefnunn- ar, Kanadamaðurinn Maurice FramhaW á 11. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.