Tíminn - 31.08.1971, Síða 3

Tíminn - 31.08.1971, Síða 3
ÍRIÐJUDAGUR 31. ágúst 1971 TIMINN Paradísarheimt í Kerlingarfjöllum vígð á sunnudag KJ-Reykjavík, mánudag. Það voru merk tímamót í sögu Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum um klukkan sjö á sunnudagskvöld ið, en þá söfnuðust útiteknir og hressir námskeiðsgestir, aðstand- endur skíðaskólans og aðrir, sam- an við stöðvarhús virkjunarinnar í Árskarðsá, og var hún þar með formlega tekin í notkun, með nokkrum húrrahrópum. Paradisar heimt heitir virkjunin, og eins og með aðrar stórvirkjanir, þá hafði hún verið í notkun um nokkum tíma áður en formleg vígsla fór fram. „Aðdragandann að virkjuninni má rekja til þess er við Valli sát- um saman hér í brekkunni við Ferðaféla-gsskálann", sagði Jakob Albertsson, einn Kerlingarfjalla- manna, er hann var að lýsa virkj- uninni. Síðan eru liðin nokkur ár, og hafa Kerlingarfjallamenn verið að velta virkjunarmálinu fyrir sér. í fyrrasumar var svo hafizt handa við virkjunarfram- kvæmdir, eftir að rafáll hafði feng izt. Magnús Karlsson, yfirsmiður í Kerlingarfjöllum og menn hans, unnu svo að byggingu stöðvarhúss og stíflumannvirkja í fyrrasumar, og byrjuðu aftur í vor, strax og fært var orðið uppeftir. Þegar Magnús og félagar höfðu lokið sínu hlutverki, hófst niðursetning á túrbínu og rafali. Þeir Kerling- arfjallamenn nutu góðra ráðleggj- inga og aðstoðar Jóns Sigurgeirs- sonar, Árteigi, við uppsetningu vélanna, en þegar þær voru komn ar á sinn stað, kom Eiríkur Jónas- son, raf-virkjameistari til skjal- anna, og ten-gdi rafmagnið og lagði leiðslur og allt því tilheyr- andi. Virkjunin er við foss í Ár- skarðsá, örskammt frá sjálfum skíðaskálanum, og getur hún fram leitt allt að 125 kílóvött, en fram leiðir venjulega 60—70 kílóvött, og núna er þörf fyrir 30 kílóvött við starfsemina í Skíðaskólanum í Kerlingarfjöllum. Öll hús skól- ans eru nú raflýst og rafhituð, auk þess sem vatn er hitað upp með rafmagni. Þá opnast miklir möguleikar til margskonar hluta, með tilkomu virkjunarinnar. T.d. verður nú hægt að fara að elda allan mat við rafmagn, en það hefur hingað til verið gert með Þetta er virkjunin Paradísarheimt sunnudaginn. gasi, og einnig verður hægt að hita vatn í sundlaug, til að hafa í Árskarði. Valdimar Örnólfsson, skólastjóri Skíðaskólans, sagði á sunnudags- kvöldið, að gífurlegir möguleikar opnuðust með tilkomu virkjunar- innar, en miklir peningar hafa ítarleg grein um land- helgismálið í The Times ^EJ-Reykjavík, mánudag. Brezka blaðið The Times birti á föstudaginn var ítarlega grein um fiskveiðilögsögu íslendinga, eftir John Griffiths, þar sem rakin eru sjónarmið beggja aðila í mál- inu. Greinin er skrifuð í framhaldi af heimsókn Einars Ágústssonar, utanríkisráðherra til London. Seg- ir þar, að Einar hafi tilkynnt brezku ríkisstjórninni, að fslend- ingar hyggðust eigna sér „allt, sem syndir innan 50 mílna frá strönd íslands11. Sé þama um að ræða 40 þúsund fermílna svæði, þar sem úthafsfloti Bretlands veiði sem stendur um % afla síns. Segir, að togarasjómenn þar í landi, sem hafi slæmar minningar frá þorskastríðinu 1959—1960, séu staðráðnir í, að koma í veg fyrir þessa fyrirætlan fslendinga. Rakið er„ að þessi ákvörðun ríkisstjórnarinnar sé bein afleið- ing þingkosninganna í júní, þar sc r.i st j órnarandstöðuf lokkarnir fyrrverandi hafi fengið hreinan meirihluta. Nefnd er andstaða þeirra Ólafs Jóhannessonar og Lúðvíks Jósefssonar gegn brezka landhelgissar-ningnum frá 1961. Greinarhöfundur ræðir síðan áhrif útfærslunnar á togaraútgerð í Bretlandi, og telur áhrifin mjö-g slæm, t.d. á Aberdeen og bæina við Humber-fljót. Togarar á ís- landsmiðum hafi 20—30% meira upp úr hverjum veiðitúr en t.d. togarar, sem fará á miðin við Færeyjar, og skipstjóri á togara á íslandsmiðum hafi 5—6 þús. pund á ári, sem eru 1—1,3 millj. íslenzkra króna. Hann segir síðan, að afstaða íslendinga sé að mörgu leyti skilj- anleg. Þeir búi á afskekktu eld- fjallalandi, og verði að flytja inn 90% af öllu því sem þeir þurfa til nútímalífs, og þennan innflutn ing greiði þeir með útflutningi á fiski og fiskafurðum. Greinarhöfundur ræðir síðan sögu landsins, og þá miklu fátækt sem hér hafi verið landlæg um aldaraðir, eða fram að síðari heim styrjöld, en þrátt fyrir fátæktina hafi íslendingar skapað og varð- veitt eina fremstu menninga heimsins. Þá ræðir hann hin góðu lífs- kjör fslendinga í dag, sem grund vallist á fiskveiðunum. Griffiths fjallar síðan um mögu leikana á nýju þorskastríði, og sé óvíst hvort íslendingum takist að vinna slíkt stríð, ef til þess kem- ur. f lok greinarinnar er fjallað um hugsanlega friðsamlega lausn, og segir þar m.a. eftirfarandi: Lausn þessarar deilu byggist á viðurkenningu hvors aðila um sig á pólitískum og efnahagslegum erfiðleikum hins aðilans. For- senda samninga hlýtur að vera ákvörðun um, hversu mikið veiði magn fiskimiðin við fsland þola, og það ætti ekki að reynast erfitt. Bretland gæti síðan boðið fs- lendingum annars vegar vaxandi hluta veiðimagnsins og hins veg- ar stuðning við tollaívilnanir fyr- ir íslenzkan fisk og fiskafurðir í stækkuðu Efnahagsbandalagi, ef íslendingar sætta sig við núver- andi 12 mílna landhelgi og sýna þolinmæði á meðan brezka ríkis- stjórnin grípur til aðgerða, til þess að draga úr áhrifum minnk- andi fiskafla af íslandsmiðum á þá bæi, sem mestra hagsmuna hafa að gæta, og á kjósendur. KeHingarfjöllum, sem vígS var á (Tímamyndir Kári) farið í gas og olíu fram til þessa. Rafmagnið veitir námskeiðsgest- um aukin þægindi, og gerir starfs fólkinu léttara fyrir. Ellefta starfsári Skíðaskólans í Kerlingarfjöllum er nú að ljúka, en efnt verður til styttri nám- skeiða í september, eftir því hvernig viðrar. Húsakynni Skíðaskólans rúma nú um 50 gesti og er aðalskál- inn, sem tekinn var í notkun 1965, þar drýgstur, en í fyrri- sumar voru tekin í notkun tvö minni hús, Nýpurnar, eins og þau eru kölluð í Fjöllunum, og rúma þau sex til átta manns. Þá eru auk þess starfsmannahús og hús fyrir snyrtingu og böð. Mikill fjöldi fólks kemur ár eftir ár í Kerlingafjöll til að fara á skíði og í gönguferðir, og vera þar á hinum rómuðu kvöldvökum, og sumir koma meira að segja mörgum sinnum á sumri. Það er eftirtektarvert, að yfirgnæfandi meirihluti sem þarna dvelst, eru fslendingar, og aðeins brot út- Framhald á 11. síðu. FEÐ LEITAÐI TIL BYGGÐA ÞEGAfi SNJÓAÐIÁ HÁLENÐI KJ—Reykjavík, mánudag. Strax og snjóar á hálend- inu, er eins og fénu sé smal- að til byggða og safnast það þá oft saman við afrétt- argirðingar í hundraða ef ekki þúsunda tali. Urn helgina voru miklir fjár hópar við afréttargirðingu Biskupstungamanna fyrir of- an Gullfoss, en um miðja síð- ustu viku snjóaði inni á Kili, og fór féð þá að renna í hóp- um í átt til byggða. Þama fyrir ofan afréttar- girðinguna innan við Gullfoss, eru nokkuð góðir hagar, en ekki eins og sumsstaðar við slíkar girðingar, þar sem er aðeins sandur og því lítill hagi fyrir féð. En þegar þúsundir fjár eru á litlum bletti er ekki lengi að sjá á högunum, og auk þess bælist mikið. Má því búast við að þeir Tungna- menn þurfi að ná í þetta fé, og rétta það, og verður því minna í Tugnaréttum í haust. Þetta er langt frá því að vera nokkuð einsdæmi, og má t.d. búast við að féð hafi víðar á Suðurlandi leitað til byggða, og sömuleiðis á Norður og Austurlandi þar sem snjóaði á dögunum. Um helgina mátti sjá snjó- bletti hér og þar á Kili, en hvergi var snjórinn til trafala, enda það litla sem snjóaði þar, tekið upp, nema í hæstu fjöll- um, þar sem snjóföl féll líka um helgina. Aurkast Mbl. á Ólaf Jóhannesson Þær vonir, sem vöknuðu um skynsamlegri og málefnalegri stjórnmálaskrif Mbl. í kjölfar heimsóknar Einars Ágústsson- ar til Lundúna og Bonn, hafa nú brugðizt. Sérstaklega á þetta við um þann ritstjóra Mbl., sem skrifar síðasta Reykjavíkurbréf Mbl. f því bréfi er Ólafur Jóhannesson, forsætisráðhcrra, hreinlega lagður í einelti með ærumeið- ingum og þvílíku ofstæki, að slíkt hefur ekki lengi sézt í ís- lenzkri blaðamennsku. f þessu Reykjavíkurbréfi kennir margra grasa og skulu hér nokkur tínd til. Þar segir, að þjóðin hafi lýst yfir sér- stöku vantrausti á Ólaf Jó- hannesson. Það hefði verið „með öllu óeðlilegt, að Ólafur Jóhannesson myndaði þá rikis- stjóm er nú situr“. Það hafi verið „beinlínis afskræming á vilja kjósenda". Framkoma forsætisráðherra „í samskipt- um við fjölmiðla hefur verið með þeim endemum að fáheyrt er“ og forsætisráðherrann komi fram með „durgshætti frammi fyrir alþjóð“. Forsætis ráðherra takist „engan veginn að vinna traust fólks“. Forsæt- isráðherra hefur það fyrir al- menna reglu, „að hann ýmist svarar ekki spurningum eða svarar þeim út í hött“. Og rúsínan í pylsuendanum er svo þessi : „Sá skortur á forystuhæfi- leikum, sem hinn nýi forsætis- ráðherra hefur sýnt, síðan hann tók við embætti sínu, er þeim mun alvarlegri vegna þess, að hann liefur leitt tvo helztu kommúnistaforingjana á íslandi til va’da í ríkisstjórn- inni“. Glórulaust ofstæki Hér þarf engar athugasemd- ir við að gera. Slíkt fúkyrða- safn dæmir sig og höfund þess sjálft. Hér er það glórulaust ofstæki, sem heldur um penna. En ætli mörgum finnist það ckki dálítið hjákátlegt, að sá maður, sem svo skrifar skuli leyfa sér að tala um ósæmilega framkomu forsætisráðherra við fjölmiðla, einkum þegar það er haft í huga, að Ólafur Jóhannesson eyddi hluta af dýrmætum tíma sínum til að eiga viðtal við einn af ritstjór um Mbl. skömmu eftir að ríkis stjórnin tók við völdum. En væri ekki rétt fyrir höfund Reykjavíkurbréfs að reyna að hugleiða það andartak, hvað teljast megi ósæmilega fram koma fjölmiðla við forsætis ráðherra landsins? Hin nýja ríkistjórn liefur að- eins setið nokkrar vikur að völdum. Umfram það, sem lesa má úr samstarfssamningi hinna þriggja flokka, er að ríkis stjórninni standa, er á þessu stigi ekki hægt í smáatriðum að skýra frá því, hvernig ríkis stjórnin hyggst standa að ein stökum málum. Þegar um sam starf þriggja flokka er aí ræða, sem eru að hefja atliug un á stórum málaflokkum o? Frainhald ó 11. síðu

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.