Tíminn - 31.08.1971, Page 8

Tíminn - 31.08.1971, Page 8
IÞROTTIR 8 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 31. ágúst W51 VALUR - KEFLAVÍK: ÍBK sigraöi veröskuldaö í fjörugum leik • . j. ! " . — og jók sigurvon sína í íslandsmótinu um allan helming, en gerði veika von Vals að engu Steinar Jóhannsson skýtur föstu skoti að Valsmarkinu í lerk Vals ag ÍBK á sunnudag. Skot Steinars fór fnam hfá Sigurði Dagssyni og small síðan í stöng. ET—Reykjavík. Veðnr var ágætt í Reykjavík á sunnudaginn, er Valur og ÍBK leiddu saman hesta sína í íslands- mótínu í knattspyrnu. Mikið var i húfi fyrir bæði liðin, einkum Keflavik. Vestmannaeyingar höfðu sigrað Akureyringa á laugardag og því skotízt upp fyrir Keflvík- inga í 1. deild; höfðu 18 stig eftir leikinn á móti 17 stigum ÍBK. Keflvikingar urðu því að vinna Val til að halda forystu i deild- inni. — Valur eygði smávonar- glætu tíl sigurs í mótinu fyrir leikinn við Keflavík. Til sigurs urðu Valsarar þó að vinna alla leiki sína, um leið og ÍBK og ÍBV töpuðu öllum sínum. Von Vals var því veik, en ÍBK að sama skapi sterk. Þessi að- stöðumunur liðanna sett svo mjög svip sinn á leikinn, einkum fyrri hálfleik. Keflvíkingar voru mun ákveðnari og leikglaðari en Vals- arar í leiknum. Einnig léku þeir skemmtilegri knattspyrnu og náðu betur saman en mótherjarnir. Valsliðið er þó skipað ágætum einstaklingum, en þeir ná illa sam an og virðast í lélegri æfingu. Þá var vörn Vals áberandi veik í þess um leik og má skrifa bæði mörk Keflvíkinga á hennar reikning. Þess verður þó að geta, að fram- lína ÍBK er mjög hættuleg nái hún sér á strik, sem hún og gerði í fyrri liálfleik leiksins á sunnu- dag. Keflvíkingar náðu fljótt undir- tökunum í leiknum og héldu þeim út allan leikinn, þrátt fyrlr harða hríð Valsara að marki þeirra und- ir leikslok. — Á 9. mín. komst Jón Ólafur skemmtilega fram hjá Halldóri Ein. og stefndi hraðbyri að marki Vals. Halldór gerði sér lítið fyrir og brá Jóni innan víta- teigs. Dómarinn dæmdi réttilega vítaspyrnu og skoraði Steinar ör- ugglega úr lienni. 1:0! Aðeins 3—4 mín. seinna leikur Jón Ólafur enn á varnarmann Vals, að þessu sinni Pál „Eusebio-bana“. Jón lék upp að endamörkum og gaf boltann síðan vel fyrir Vals- markið. Birgir var þar fyrir og afgreiddi boltann í netið með fremur lausu skoti. 2:0! Rétt á eftir átti Steinar ágætt skot að marki, en Sigurður varði. Á 16. mín. skaut Gísli að Vals- markinu, Sigurður hálfvarði og missti knöttinn frá sér. Honum tóks þó að hremma boltann aftur svo að segja frá tá eins sóknar- manns Keflvíkinga. — Eftir þess- ar sóknarlotur Keflvíkinga jafn- aðist leikurinn og áttu bæði lið- in ágæt, en árangurslaus mark- tækifæri. Á 32. mín. komst Jón Ólafur enn einu sinni einn inn fyrir, en skaut nú yfir Valsmark- ið. Mínútu síðar átti Róbert, bak- vörður Vals, sakleysislegt skot að marki Keflvíkinga utan af kanti. Boltinn hafnaði þó í þverslá, cn síðan aftur fyrir mark. Loks komst Ingi Björn í dauðafæri á 39. mín. og munaði litlu að hon- um tækist að skora. Hann ýtti þó eitthvað við varnarmanni Kefl- víkinga í leiðinni og var dæmd aukaspyrna á það brot. f síðari liálfleik var Icikurinn mjög jafn og áttu Keflvíkingar sízt meira í leiknum, a.m.k. ckki síðast í hálfleiknum. — Á 4. mín. stóð Steinar fyrir opnu Valsmark- inu, en Sigurður forðaði enn einu sinni marki á meistarlegan hátt. Á 11. mín. var Hörður í opnu færi og bjó sig undir að skjóta á mark Vals. Einn varnarmanna Vals kom þá aðvífandi og ýtti ólög- lega á bak Harðar. Dómarinn, Steinn Guðmundsson, sá þó ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnu á þetta augljósa brot innan víta- teigs. Á 15. min. gaf Ingi Björn skemmtilegan bolta fyrir mark Keflvíkinga. Ingvar skaut við- stöðu laust að markinu en knött- urinn smaug yfir. — Báðum lið- um áskotnúðust nú ágæt mark- tækifæri, en ekkert þeirra nýtt- ist. Á 31. mín. var Völsurum dæmd aukaspyma til hliðar við víta- teig og aðeins utan við vítateigs- línuna. Hermann Gunnarsson tók aukaspyrnuna og hafnaði frábær snúningsbolti hans næstum í marki Keflvíkinga. Þeim tókst þó að forða marki í svipinn og myndað- ist við það mikil þvaga á vítafaúg. f þeim liamagangi veitti Völsui- um betur og tókst Inga Birni loks að koma boltanum í netíð fram hjá keflvísku varnarmönnunum. Mínútu síðar stóð Steinar fyrir opnu marki Vals og skaut. Skot hans hafnaði í stöng, þaðan út aftur, og enn skutu Keflvíkingar að marki. Ekki fór bottínn heldttr Framhald á íl. sfSu. FH Islandsmeistarar í hand- knattleik karla utanhúss FH-ingar endurheimtu aftur íslandsmeistaratitilinn í hand- knattleik utanhúss sl. föstu- dagskvöld með því að vinna Hauka í úrslitaleik 15:13 (8:8). Enginn meistarabragur var á leik liðsins og mega FH-ing- ar muna „sinn fífil fegurri“, — þegar Iiðið var léttlcikandi og skemmtilegt — en nú einkenn- ist liðið af hörku og grófum varnarleik. FH-ingar komust yfir í byrj un leiks 3:1, en Haukum tókst að jafna og komast yfir. — Þeir héldu forystunni með einu til tveimur mörkum allan hálf- leikinni, þar til FH tókst að jafna 8:8 fyrir hálfleik. Síðari hálfleikurinn var jafn framan af og sáust tölur eins og 9:9, 10:10, 11:11, og 12:12, þegar atvik gerðist sem réði úr- slitum í leiknum — Stefáni bezta manni Hauka var vikið af leikvelli í tvær mínútur. Framhald á 11. síðu. Vestmannaeyjar — Akureyri: lEleour leikur í eyjum AE—Vestmannaeyjum, ET—Rvík. Leikur ÍBV og ÍBA, er lauk mcð sigri Vestmannaeyinga, 5:1, var lélegur af beggja hálfu. Vestmanna eyingar voru þó betri aðilinn í leiknum og sigur þeirra því verð- skuldaður. ÍBV er nú í næst efsta sæti í 1. deild og hefur enn mikla möguleika á íslandsmeistaratitlin- um. — Akureyringar virtust gjör- sneyddir öllum baráttuvilja og var leikur þeirra sundurlaus og óákveð inn, þeir sitja nú á botninum í deildinni með jafn mörg stig og KR en einum leik færra. 1 fyrri hálfleik sóttu Vestmanna- eyingar látlaust og oft skall hurð nærri hælum Akureyringa í þeim hálfleik. Þ 'v léku líka varnarleik, voru oft 8-9 í vörn, og uppskáru því svo að segja engin tækifæri í hálfleiknum. Vestmannaeyingar áttu fjölda tækifæra í hálfleiknum. Á 4. mín. skallaði Óskar í þverslá og tveim mín. síðar varði Árni skot HaraliF ar úr dauðafæri. Á 13. mín. varðr Árni enn og nú meistaralegi mjög gott skot frá Sævari, er liann skaut úr erfiðri aðstöðu. Á 18. mín. gekk boltinn á milli Vestmannaeyinganna upp völlinn. Sævar rak svo endahnútinn á þetta samspil og sendi boltann í mark Akureyringa frá miðjum vítateigi. Á eftir markinu rak hvert tækifæri Vestmanneyinga annað, en þeim tókst ekki að skora fyrr en á 39.$ mín. Þá myndaðist þvaga við mark Akureyringa. Tómas náði loks knettinum, lék á tvo varnarmenn og vippaði boltanum loks yfir Árna og í markið. Við þetta mark var sem flóðgættir opnuðust og gerðu Vestmannaeyingar tvö mörk í við- bót fyrir hálfleikslok. Fyrra mark- ið skoraði Sævar á 41. mín. og það síðara gerði Óskar' litlu seinna mcð þrumuskoti. 1 síðari hálfleik léku Akureyr- ingar mun betur, en vantaði Þó alltaf herzlumuninn til að ná alger- um tökum á leiknum. Vestmanney- ingar voru flestir daufir í hálfleikn um. Tómas var þó sívinnandi og átti oft góð marktækifæri, þótt. aldrei tækist honum að skora. Á 13. mín. skoraði Eyjólfur fyrir Akureyringa og var vöm Vest- mannaeyinga sem oftar illa á verði. Á 23. mín. björguðu Vestmannaey- ingar á línu eftir snarpa sókn Ak- ureyringa. Á 34. mín. skoruðu Vest- Tnannaeyingar fimmta mark sitt og gerði það alveg út um leikinn. Það var Haraldur, sem skoraði, eftir góða fyrirgjöf frá Val. — Fátt gerðist markvert í leiknum síðustu mínúturnar og laVik honum því með sigri ÍBV 5:1. Þess má geta í lokin, að Hannes Þ. Sigurðsson dæmdi leikinn ágæt- lega.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.