Tíminn - 31.08.1971, Síða 10
I
10
UMSK BIKARMEISTARI:
TÍMINN
Bjarni vakti mesta athygli
- hijóp 400 m. á 48,1 sek.!
Erlendur 53.77 m. — Guðmundur 17,44 m. — Elías 2,00 m. og Valbjörn 4,30 m.
ÖE—Reykjavík.
UMSIÍ varð Bikarmeistari FRÍ
1971 eftir hörkukeppni við ÍR-
inga báða keppnisdagana, laugar-
dag og sunnudag. Spenningurinn
hélzt allt til síðustu greinar, 1000
m. boðhlaupsins. UMSK hlaut 118
stig og ÍR-ingar komu næstir,
hlutu 113 stig. Ármann varð í
þriðja sæti með 105 stig. KR, sem
sigraði í fimm fyrstu skipti þess-
arar keppni, en keppnin um lielg-
ina var nú sjötta, hlutu nú 96.5
stig og voru í fjórða sæti. HSK
hlaut 71 stig og HSH 57.5 stig.
UMSK vann bikar Samvinnu-
trygginga í fyrsta sinn, en áður
hafði KR unnið hinn veglega grip
tvívegis. Til þess að' vinna hann
til eignar verður að sigra þrisvar
í röð eða fimm sinnum alls. Þrjú
fyrstu félögin hlutu litla bikara
til eignar.
Auk þessara föstu verðlauna gaf
dr. Ingimar Jónsson afsteypu
af listaverki Gests Þorgrímssonar,
„íþróttamaður ársins“, en þau
verðlaun hlaut Erlendur Valdi-
marsson, ÍR, fyrir að kasta kringl-
unni 53.77 m. sem gefur 937 stig.
Næstbezta afrekið vann Guðmund
ur Hermannsson, KR, í kúluvarpi,
hann kastaði 17.44 m., en það gef-
ur 928 stig. Hið frábæra afrek
Bjarna Stefánssonar, KR, í 400
m. hlaupi, 48.1 sek., er þriðja
bezta afrek keppninnar, gefur 893
stig og loks er árangur Valbjarnar
Þorlákssonar, Á, í stangarstökki,
4.30 m. en það gefur 884 stig.
Ekki er vafi á því, að 400 m.
hlaup Bjarna sem aðeins er 1/10
úr sek. lakara en met Guðmund-
ar Lárussonar, Á, frá 1950, vekur
mesta athygli í keppninni og bend
ir til þess, að 400 m. séu hans
bezta vegalcngd. Tími eins og 46.5
til 47 sek. er alls ekki útilokaður,
en þá væri hann kominn í röð
beztu 400 m. hlaupara í Evrópu.
— Athygli vakti einnig hástökk
Elíasar Sveinssonar, ÍR, en hann
stökk nú yfir 2 metra í fyrsta sinn
utanhúss. Stökk hans var sérlega
vel heppnað, en 2.05 m. voru of
mikið að þessu sinni. Þessi afrek
þeirra Bjarna og Elíasar eru þau
þriðju beztu í afrekaskrá íslend-
inga frá upphafi.
En snúum okkur nú að einstök-
um greinum.
FYEKI UAGUR:
200 m. hlaup:
Bjarni Stefánsson, KR, 22,1 sek.
Valbjörn Þorláksson, Á, 23,1
Trausti Sveinbjörnsson, UMSK,
23,8
Kjartan Guðjónsson, ÍR, 23,9
Sævar Larsen, HSK, 24,1
Ari Skúlason, HSH, 24,2.
Fátt kom á eins á óvart í þessu
hlaupi, og yfirburðasigur Bjarna,
en örlítill mótvindur í beygjunni
og á hluta brautarinnar kom í veg
fyrir betri tíma. Ari er aðeins 15
ára, hann er mikið_ efni og náði
sínum bezta tíma. Ánægjulegt að
sjá Kjartan aftur í keppni.
3000 m. hlaup:
Ágúst Ásgeirsson, ÍR, 9:20,4 mín.
Einar Óskarsson, UMSK, 9:22,0
Jóhann Garðarsson, Á, 10:00,2
Haukur Sveinsson, KR, 10:09,8
Magnús Gíslason, HSK.
Hér var um „taktik“ hlaup að
ræða hjá Ágústi, hann átti eftir
að hlaupa 800 m. síðar um daginn
og gerði út um hlaupið á síðasta
hring, eftir rólega ferð mestallt
hlaupið. Einar er enn kornungur,
í sveinaflokki og hann getur náð
langt.
800 m. hlaup.
Þorsteinn Þorsteinsson, KR,
1:59,8 mín.
Böðvar Sigurjónsson, UMSK,
2:01,8
Ágúst Ásgeirsson, ÍR, 2:02,5
Gunnar Kristjánsson, HSH, 2:12,8
Jón Kristjánsson, HSK, 2:14,8.
Þorsteinn var hinn öruggi sig-
urvegari, hljóp aðeins til að sigra.
Baráttan um næstu sæti var aftur
á móti gífurlega hörð. Böðvar
hreppti það og náði sínum lang-
bezta tíma, en Ágúst skautzt fram
úr Jóhanni, sem einnig náði sín-
um bezta tíma. Jóhann er mikið
efni í millivegalengdarhlaupara.
Langstökk:
Valbjörn Þorláksson, Á, 6.85 m.
Karl Stefánsson, UMSK, 6.65
Ólafur Guðmundsson, KR, 6.61
Friðrik Þór Óskarsson 6.61
Guðm. Jónsson, HSK, 6.38
Ólafur Rögnvaldsson, HSH, 6.12.
Valbjörn vann þetta sentimetra
stríð, en engum tókst að stökkva
yfir 7 metra, sem er slappt. Frið-
rik var eitthvað meiddur í ökla
og Ólafur, sem er óæfður, sýndi
sina alkunnu keppnishörku.
Ilástökk:
Elías Sveinsson, ÍR, 2.00 m.
Hafsteinn Jóhannesson, UMSK,
1.85
Árni Þorsteinsson, KR. 1.85 m.
Valbjörn Þorláksson, Á, 1.75
Georg Ottósson, HSK, 1.75
Sigurþór Hjörleifsson, HSH, 1.70.
Við höfum áður rætt um afrek
Elíasar, sem er hans bezta utan-
húss til þessa, en honum mistókst
að bæta unglingamet Jóns Þ. að
þessu sinni, en það er 2.03 m.
Hafsteinn og Árni háðu harða bar
áttu um annað sætið, en urðu
jafnir. Báðir áttu góðar tilraunir
við 1.90 m., sérstaklega Árni, sem
bætir sig jafnt og þétt.
Kúluvarp:
Guðmundur Hermannsson, KR,
17,44 m.
Erlendur Valdimarsson, ÍR, 15,72
Sigurþór Hjörleifsson, HSH, 14,68
Hallgrímur Jónsson, Á, 13,40
Sigurður Siðurðsson, UMSK,
13.04
Georg Ottóson, HSK, 10,73.
Lítið kom á óvart í þessari
grein, en Sigurþór var þó heldur
lakari en fyrr í sumar. Hann gæti
með góðri æfingu kastað mun
lengra. Guðmundur vann næst-
bezta afrek mótsins.
Spjótkast:
Stefán Jóhannsson, Á, 51,54 m.
Ásbjörn Sveinsson, UMSK, 51,12
Elías Sveinsson, ÍR, 48,70
Hildimundur Björnsson, HSH,
45,02
Helgi Benediktsson, HSK, 43.16
Grétar Guðmundsson, KR, 41,22.
Lélegasta greinin í mótinu. Það
er næstum sorglegt hve lélega
spjótkastara við eigum.
4x100 m. boðlilaup:
Sveit KR, 43,8 sek.
Sveit HSK, 44,7
Sveit ÍR, 45,2
Sveit UMSK, 46,2
Sveit Ármanns, 46,3
Sveit HSH, 47,6.
Sveit KR náði bezta tíma ársins
af félagssveit og HSK setti nýtt
héraðsmet.
KVENNAGREINAR:
100 m. hlaup:
Sigrún Sveinsdóttir, Á, 13,0 sek.
Jensey Sigurðardóttir, UMSK,
13,2
Þuríður Jónsdóttir, HSK, 13,4
Lilja Guðmundsdóttir, ÍR, 13,8
Anna Kristjánsdóttir, KR, 13,8
Ingibj. Benediktsd., HSH, 14,5
Spennandi grein, en sigur Sig-
rúnar var þó öruggur, hún er ein
í hópi hinna efnilegu stúlkna, en
vonandi fáum við einhverntíma
meira en efnilega stúlku í frjáls-
um íþróttum. Til þess að ná ár-
angri, þó ekki sé nema á Norður-
lundamælikvarða verður að æfa
mun meira en hér er gert af kven-
fólki.
Spjótkast:
Arndís Björnsdóttir, UMSK,
34,96 m.
Sif Haraldsdóttir, HSH, 34,68
Hólmfríður Björnsdóttir, IR, 30,35
Þuríður Jónsdóttir, HSK, 25,02
Emelía Sigurðardóttir, KR 21,90
Sigurborg Guðm.d., Á. 19,27
Sif ógnaði sigri Arndísar í síðasta
kasti og setti nýtt héraðsmet, en
töluvert vantaði á met Arndísar
frá 1969, sem er 38,53 m.
Kúluvarp:
Kristín Bjargmundsd. HSH 9,50 m
Gunnþórunn Geirsd. UMSK 9,17
Sigríður Skúladóttir, HSK, 8,90
Kristjana Guðmundsd. ÍR 8,61
Sigurborg Guðmundsd. Á, 7,70
Emelía Sigurðard. KR, 7,42
Þetta var sú slappasta grein kven
fólksins, en eini sigur Snæfell-
inga í keppninni.
Hástökk:
Lára Sveinsdóttir, Á 1,53 m.
Kristín Björnsdóttir UMSK 1,45
Ingunn Vilhjálmsdóttir ÍR, 1,40
Sigríður Skúladóttir, HSK, 1,35
Svandís Sigurðard. KR 1,30
María Guðnadóttir, HSH, 1,20
Lára bætti árangur sinn til
muna og vann Kristínu, sem hef-
ur stokkið 1,55 m. í sumar en var
eitthvað miður sín í þessari
keppni.
4x100 m. boðhlaup:
SveitUMSK 52,1 sek.
Sveit Ármanns 53,0 sek.
Sveit HSK 54,1 sek.
Sveit ÍR 55,7 sek.
Sveit HSH 56,9 sek.
Sveit KR 57,8 sek.
UMSK-stúlkurnar höfðu nokkra
yfirburði, en vantaði 3/10 úr sek.
á metið, sem þær settu í fyrra.
SÍÐARI DAGUR:
110 m. grindahlaup:
Valbjörn Þorláksson, Á, 15,6 sek.
Borgþór Magnússon, KR, 15,9
Kjartan Guðjónsson, ÍR 16,9
Bjarni Stefánsson sigrar í 400 m hlaupi í Bikarkeppninni.
ÞRIÐJUDAGUR 31. ágúst 1971
Hafdís Ingimarsdóttir, sigraði í lang-
stökki í Bikarkeppninni.
Hafsteinn Jóhanness. UMSK 17,0
Sam Glad, HSH 22,5
Aðalbaráttan í þ,essu Maupi,
sem fór fram í örlitlum mótvindi
var milli Kjartans, sem er í lítilli
æfingu, og Hafsteins, um 3ja sæti.
Sá fyrrnefndi sigraði eftir
skemmtilega baráttu, en Valbjöm
vann Borgþór með svipuðum mun
og áður í sumar.
100 m. hlaup:
Bjarni Stefánsson, KR^ 11,1 sek.
Valbjörn Þorláksson, Á, 11,5
Friðrik Þór Óskarsson ÍR, 11,7
Sigurður Jónsson, HSK, 11,9
Kristinn Magnússon, HSK, 12,1
Ari Skúlason, HSH, 12,1
Hér hafði Bjarni yfirburði og
Valbjörn varð annar. Aftur á móti
kom sigur Friðriks Þórs yfir Sig-
urði Jónssyni á óvart. Hlaupið var
í örlitlum mótvindi, sem gerði
tímann 2 til 3/10 úr sek. verri á
mann en ella.
400 m. hlaup:
Bjarni Stefánsson, KR, 48,1 sek.
Sigurður Jónsson, HSK, 51,4
Böðvar Sigurjónsson, UMSK 52,6
Guðm. Ólafsson, ÍR, 53,0
Ari Skúlason, HSH, 54,6
Jóhann Garðarsson, Á, 55,0
Þetta var aðalhlaupagrein móts
ins. Bjarni hljóp skínandi og náði
sínum langbezta tíma, aðeins 1/10
úr sek. lakara en hið fræga met
Guðm. Lárussonar frá 1950, en
það er næstelzta ísl. metið. —
Spjótkastmet Jóels er elzt. Aðrir
keppendur náðu allir sínum bezta
tíma, nema Sigurður, sem á bezt
50,6 sek. frá í fyrra.
1500 m. hlaup:
Þorst. Þorsteinsson KR, 4:11,2
Ágúst Ásgeirsson, ÍR, 4:18,3
Einar Óskarsson, UMSK, 4:23,2
Jóhann Garðarsson, Á, 4:29,7
Jón Kristjánsson, HSK, 4.41,8
Gunnar Kristjánsson, HSH 4:44,2
Þetta var óvenju dauft hlaup,
Þorsteinn hafði forystu nær allt
hlaupið, og enginn spenningur.
Þorsteinn getur mun meira í
greininni.
5000 m. hlaup:
Jón H. Sigurðsson, HSK, 16:00,4
Ágúst Ásgeirsson, ÍR, 16:49,8
Ragnar Sigurjónss. UMSK 16:55,2
Nils Nilsson, KR, 17:24,4
Kristján Magnússon, Á, 17:56,8
Sam Glad, HSH, 19:12,6
Smáspenningur var um annað
sæti milli Ágústs og Ragnars, en
að öðru leyti var hlaupið í sama
deyfðarklassa og 1500 m. Jón
hafði mikla yfirburði.
Kringlukast:
Erlendur Valdimarsson, ÍR, 53,77
Þorsteinn Alfreðsosn UMSK 43,19
Hallgrímur Jónsson, Á, 42,50
Guðm. Hermannsosn, KR, 40,61
Erling Jóhannesson, HSH, 39,08
Valdimar Gíslason, HSK, 25,98
Framliald á 11. síðu.