Tíminn - 08.10.1971, Side 9

Tíminn - 08.10.1971, Side 9
FOSTUÐ'AGFUR 8. októbc-r 1971 ÍÞROTUR TIMINN Sögulegir leikir Vítakast tekið á punktalínu - 42 mörk skoruð í 40 mín. leik - og margt annað gerðist í Reykjavíkurmótinu í handknattleik í fyrrakvöld ELLERT EKKI MEÐ! Ellerl B. Schram, maðurinn sem bjargaði Kjt frá falli í 2. deild í sumar, verður ekki með KR í leiknum gegn Fram í bik arkeppninni, sem fram fer á Melavcllinum á morgun. Þeg ar við höfðum samhand \>ið Ellert í gær, og spurðum hann liver væri ástæðan fyrir þessu, sagði hann að hann hefði ein- faldlega ekki tíma til að leika. Hann hcfði haft mikið að gera að undanförnu og ekkert getað æft, og svo væri nú þingið að byrja cftir helgi, og væri um- stang í kringum það. Það var í leik KR og Fram í bikarkeppninni í fyrra, sem Hörður Helgason, markvörður Fram, varði vítaspyrnu frá Ellert á síðustu mín. leiksins, og var þá talað um að slæmt væri það hjá Ellert að hætta knattspymuferli sínum á þenn an hátt. Það gerði hann ekki, því í sumar hóf hann aftur að leika með KR, þegar útlit var fyrir að KR féUi í 2. deild. Þarf varla að endurtaka það hér hvað gerðist eftir það. — Eitt er víst að EHert B. Schram getur stoltur lagt knatt spymuskó sína á hiUuna, eftir glæsilegt sumar, og má méð sanni segja að hann hafi hætt knattspyrnunni á toppnum — ef hann leikur ekki framar með KR. —klp Á miðvikudagskvöld sl. voru leiknir þrír leikir í meistaraflokki karla í Reykiavíkurmótinu í hand- knattleik. Margt sögulegt gerðist. T. d. var vítakast tekið á punktalínu, 42 mörk vora skoruð í cinum lcikn- um (40 mín.) og landsliðsnefndin varð vitni að því, er „gamla kemp- an“ Karl Jóhannsson lék eins og táningur og skoraði 7 mörk á sinn gamla, góða hátt. Lítum þá á leiki kvöldsins: 1 fyrsta leiknum mættust Vik- ingur og Valur. Víkingar jéku mjög skemmtilega fyrstu mín. og komust í 3:1 — en þá dofnaði yfir leik liðsins, liðsmennirnir urðu ragir við að skjóta, léku mjög þröngt og voru seinir í vörn. Þetta notfærðu Valsmenn sér og komust yfir 6:3 í fyrri hálfleik. Víkingar voru samt ekki af óaki dottnir í byrjun síðari hálfleiks og FH sigraði Hauka í hörku spenn andi og skemmtilegum leik í Reykjanesmótinu í handknattleik, sem fram fór í íþróttahúsi þeirra Hafnfirðinga í fyrrakvöld. Mikil steimmning var á áhorf endapöllunum meðan á lciknum stóð. Var húsið fullsetið og skipt ust stuðningsmenn liðanna í tvo hópa. Var ekki augnabliksþögn allan leikinn og mátti sums staðar sjá stámpingar í áhorfendapöllun um meðan á leiknum stóð. FH-ingar tóku þegar forustu og höfðu 3 mörk yfir í hálfleik 11:8. í síðari hálfleik komust þeir 5 mörkum yfir 14:9, en þann mun tókst Hankum að jafna upp og síðan að komast yfir, 17:16. Þegar 2 mín. vora eftir var staðan jöfn 18:18 og hófst þá ægileg barátta, sem nndir var tekið á áhorfenda pöUunum. Haukamir fengu tvö tækifæri á þessum tveim mín. en í bæði skiptin var dæmdur á þá ruðningur, og þóttu þeirra mönn um á áhorfendapöllunum það ó- réttlátir dómar og létu það heyr Bikarleikir um helgina Um næstu helgi verða fjórir leikir leiknir í Bikarkeppni KSÍ. Á morgun fara fram tveir leikir og tveir á sunnudag og er tímasetning þeirra þessi: Laugardagur: KR—Fram Melavelli kl. 15.00. ÍBK—Breiðablik, Keflavík kl. 15.00j Sunnudagur: ÍA—Þróttur, Akranesj kl. 16.00 Víkingur—ÍBA, Melavelli kl. 15.00. komust þeir yfir 8:7, og þar að auki með knöttinn — en þeir glopr uðu honum til Valsmanna, sem jöfnuðu 8:8. Og svo kom atvikið, sem braut niður Víkingsliðið. — Brotið var á Guðjóni Magnússyni, svo að hann missti knöttinn. Dóm- arar leiksins sáu ekkert athugavert og Gísli Blöndal náði knettinum, brunaði upp völlinn og skoraði. Við þetta brotnuðu Víkingar al- veg og leikurinn leystist upp í vit- leysu, sem Valsmenn notfærðu sér og skoruðu fimm mörk í viðbót. Lokastaðan varð svo 14:8. í lok leiksins kom fyrir atvik, sem kórónaði alla vitleysuna — Bergur Guðnason tók víti, ,— en ekki á vítakastlínu, heldur á punktalínunni og var þetta greini- lega gert til að hæðast að öðrum dómaranum, sem hafði rétt áður dæmt af honum víti fyrir að hreyfa fótinn sem á að standa í, þegar ast vel og lengi. FH-ingum tókst á þessum tíma að skora tvö mörk og sigruðu þar með i leiknum 20:18. Geir Hallsteinsson og Hjalti Einarsson voru beztu menri FH í leiknum. En hjá Haukum vora þeir beztir, Stefán Jónsson og Þórður Sigurðsson, ásamt mark verðinum sem lék í sfðari hálfleik, Gunnari Einarssyni. vítakast er tekið. Ekki skoraði hann úr vítinu frá punktalínu. — Með réttu hefði dómarinn átt að vísa honum af leikvelli — því að vítakast má ekki taka þar sem leik mönnum sýnist. Ef fara á að ieyfa leikmönnum að taka vitaköst þar sem þeim iíkar bezt, vil ég benda dómurum á að hafa með sér lím- band í leiki, svo að þeir geti límt smáræmu á gólfið, þar scm ’eik- menn hygðust taka viti hverju sinni. Víkingsliðið átti Þokkalegan leik á köflum, en þar á milli datt það alveg niður. Langskyttur þeirra eru mjög ragar við að reyna mark skot. Valsliðið? Ef þetta er hið marg- umtalaða „stjörnulið", sem allt á að vinna og engu að tapa, mega Valsm. fara að athuga sinn gang. Lið með aðeins tvær langskyttur (Berg 5 mörk og Ólaf Jónsson 3 mörk) kemst sjaldan langt. Nýja stjarnan þeirra, Gísli Blöndal, er ekki eins góður og af er látið. — Hann er mjög þungur og hreyfing- arlítill og er það kannski því að kenna, að hann hefur ekki skorað nema eitt mark í tveim síðustu leikjum. Ekki veit ég, hvar Vals- liðið væri, ef það hefði ekki Ólaf Benediktsson í markinu. í næsta leik mættust ÍR og KR og það var leikur markanna — skoruð voru 42 mörk í leiknum (40 mín.). Er það meira en mark á mínútu og má kallast vel gert á stuttum tíma. ÍR-ingar tóku strax forustuna í leiknum. En þegar staðan er 8:3 Jyrir ÍR, hrekkur „gamli maður- inn“, Karl Jóhannsson, í gang og lagar stöðuna í 8:7 með fjórum gullfallegum mörkum, og KR-ing- ar ná að jafna fyrir hálfleik, 10:10. A 4 fyrstu mín. síðari hálfleiks skora ÍR-ingar fimm fyrstu mörk- in og sá munur hélzt út leikinn, sem cndaði 24:19 fyrir ÍR. Mark- verðir liðanná vörðu sái’alítið í leiknum, en samt er ekki hægt að kenna þeim um öll mörkin, því að varnir liðanna voru ekki upp á það allra bezta. Hjá KR bar mest á Karli, sem skoraði 7 mörk og er hann furðu frískur um þessar mundir. Hann iOg Hilmar Björnsson (5 mörk) eru potturinn og pannan í KR-liðinu, cins og svo oft áður. Hjá ÍR bar mest á Ágústi „ÍR- risa“ Svavarss. (7 mörk), með sín hættulegu vinstrihandarskot og Vilhjálmi Sigurgeirssyni (6 mörk) fyrir sín lúmsku skot og sending- ar. Einnig átti „nýliðinn" í liðinu, Ásgeir Elíasson, þokkalegan leik. í síðasta leik kvöldsins og þeim lélegasta í Reykjavíkurmótinu til þessa, mættust Ármann og Þrótt- ur. Leikurinn var mjög jafn og skiptust liðin á forustu fram á síðustu sek. Þróttarar fóru illa að ráði sínu, þegar þeir fengu víti þegar 2 min. voru eftir af leikn- um og staðan 10:9 fyrir þá — og vítið var varið. Ármenningar jöfn- uðu og fyrir klaufaskap Þróttara tókst þeim að skora sigurmarkið á síðustu sek. 11:10. Jafntefli hefðu verið sanngjöm úrslit í þessum Ié- lega leik. Um dómara ' kvöldsins vil ég fara sem fæstum orðum. — Þeir minntu mig helzt á það, þegar á- horfendur, sem aldrei höfðu séð handknattleik, voru dubbaðir upp og látnir vera línuverðir í gamla Hálogalandssalnum hér áður fyrr. sos Sérsaltað smjör sterkara bragð Sérsaltað smjör er meira saltað en venja er til um íslenzkt smjör. Bragðið er sterkara. Það nýtur sín áberandi vel án áleggs, t.d. á ný, fersk og ilmandí rúnnstykki, eða á heimabakað brauð — beínt úr ofninum. smjor í silfur umbúdum smjör í bortföslcju [sMJöR fsMJÖfc sérsaltarf snu'ör tísaltað snu'ör í rauðum umbúðum f grænum umbúðum 500 g 250 g I5g 400 g 500 g 250 g Osta og smjörsalan s.f Úrvalið eykst. Þér getið nú valið um 6 mismunandi tegundir eða stærðarein- ingar smjörs. / J > 4 * * ' -ð I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.