Tíminn - 13.10.1971, Side 1

Tíminn - 13.10.1971, Side 1
HHfHMMí ******* * #. * Vinningaskrá í Happdrætti Háskólans - sjá bls. 6 Fjárlagafrumvarpið fyrir 1971 iagt fram á Alþingi í gær: Verulegar hækkanir til framkvæmda og félagsmála Aldursforseti Alþingis, Hannibal Valdimarsson, býSur nýkjörinn forseta SameinaSs Alþingis, Eystein Jónsson, velkominn til starfa. T.h. er Páll Þorsteinsson, sem ásamt FriSjóni ÞórSarsyni gengdi skrlfarastörfum á þing- fundinum í gær. (Tímamynd — Gunnar) EYSTEINN JONSSON FOR- SETISAMEINAÐS ÞINGS EB—Reykjavík, þriSjudag. Eysteinn Jónsson var í dag kjörinn forseti Sameinaðs Alþingis með öllum greiddum atkvæðum þingmanna, nema einu eða 32 atkv. alls. 26 þingmenn skiluðu auðum seðlum. Eysteinn Jónsson hefur átt sæti á Alþingi samfellt frá 1933 og hef- ur því setið lengur á þingi en nokkur annar þingmaður, sem þar á sæti nú. Auk ’kosningu forseta Sarnein- aðs Alþingis, fóru þingstörf í dag í það, að athuga kjörbréf alþing- ismanna. Samkvæmt framkominni ósk var frestað til morguns að kjósa varaforseta Sameinaðs Al- þingis svo og forseta efri deildar Alþingis og forseta neðri deildar. Þá munu á morgun verða kjörnir skrifarar Alþingis, kosið í fasta- nefndir og þingmönnunn skipt milli þingdeilda. Eins og segir á öðrum stað i blaðinu, var fjárlagafrumvarpið fyrir 1972 lagt fyrir Alþingi í dag. Ennfremur lagði ríkisstjórnin fram frumvörp til staðfestingar á bráðabirgðalögum er hún hefur gefið út. Ennfremur voru lögð fyrir Alþingi eftirfarandi stjórn- arírumvörp: Frumvai’p til laga um að óheim- ilt skal, að flytja til landsins öl, sem hefur inni að halda 2,1/2% af vínanda, eftir 1. jan. 1972. Frumvarp til íaga um samein- ingu Borgarfjarðarhrepps og Loð- mundarfjarðarhrepps í N-Múla- sýslu í einn hrepp, en lögin eiga samkvæmt frv. að taka gildi 1. janúar 1972. Frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 30 frá 27. júní 1921, um erfðafjárskatt. Frumvarp til laga um tekjur sveitarfélaga, samkvæmt gjald- skráim og reglugerðum. Frumvarp til fjáraukalaga fyr- ir 1969 — og frumvarp til laga um samþykkt á ríkisreikningum fyrir 1969. EB—Reykiavík, þriðjudag. Frumvarp til fjárlaga var lagt fyrir Alþingi í dag. Samkvæmt þvi verða gjöld ríkissjóðs árið 1972 kr. 13.971.188 þús. en tekjur ríkissjóðs kr. 14-270.013 þús. Lánahreyfingar út verða kr. 254.451 þús., lánabreyt- ingar inn, kr. 3.800 þús. Greiðslujöfnuður verður samkvæmt frumvarp- inu kr. 298.825 þús. á rekstrareikningi og kr. 250.651 þús á lánahreyf- ingum. f þessu fjárlagafrumvarpi er verulega aukin fjárveiting tU ýmissa brýnustu verkefna, svo sem geta ríkisútgjalda leyfir að þessu sinni, og skulu nú tekin dæmi því til sönnunar. • Framlög til bygginga skólamannv?- kja hækka um 44,9 millj. kr. • Til togaralána hækka framlög ríkissjóðs um 29,1 millj. kr. • Framlög til framkvæmda í flugmálum hækka um 19 millj. kr. • Framlagið til gæzluvistarsjóðs hækkar úr 12 millj. í 20 millj. kr. og er ætlunin að hefjast þegar handa við byggingu lokaðs lækninga- lieimilis fyrir drykkiusjúkt fólk. • Þá hækka fjárveitingar til félagsmála verulega. Má í því sambandi nefna að framlag til íþróttasjóðs liækkar úr 5 milljón- um í 13 milljónir, framlag til Ung- mennafélags íslands hækkar úr 0,9 milljónum í 1,2 milljónir og framlag til íþróttasambands fs- lands liækkar um 1,3 milljónir. • Framlag til vatnsveitna hækk ar úr 7,5 milljónum í 10 milljónir og er þar vatnsveita Vestmanna- eyja undanskilin, þvi að liún er tekin sérstaklega. Framlag til lána sjóðs sveitarfélaga hækkar úr 4,5 milljónum í 7 milljónir. Þá er nýtt framlag til sláturhúsa 12 milljönir, og aðstoð við bændur sem verst eru settir og ekki nutu breytingar á lausaskuldum í föst lán, nemur 10 milljónum. • Framkvæmdafé til skóla- bygginga verður aukið og miðast aukningin við að unnt verði að Ijúka áföngum að fullu á árinu. Framlag til Menntaskól ans á Laugarvatni verður tvöfald að, hækkað úr 9 milljónum í 18 milljónir. Mun það fé nægja til að ljúka byggingu kennsluluisnæð is á næsta ári. • Fjárveiting til Menntaskólans á ísafirði verður 21.milljón og á að ljúka fyrsta áfanga heimavistar að fullu og gera 2. áfanga og mötuneyti fokhelt á næsta ári. • Framlag til Fæðingardeildar- inar vei'ður tvöföldað, hækkað úr 30 milljónum króna í 60 milljónir og er miðað við að verkinu verði að fullu lokið á árinu 1973. Jafn- framt er fjárveiting til að undir- búa byggingu geðdeildar og verð ur byrjað á framkvæmdum þcgar að loknum framkvæmdum við Fæðingardeild. — Enda þótt útgjöld þessa fjár lagafrumvarps hækki verulega frá síðustu fjárlögum, skal það íekið fram, að mjög fast var hald ið á því, að aukin útgjöld vegna útþenslu ætti sér ekki stað í ríkiskerfinu, nema þar sem brýna nauðsyn var til að halda eðlilegri þjónustu og starfsháttum. Það leiddi til þess, að hafnað var mörgum tillögum ráðuneytanna, jafnvel þótt sumar þeirra ættu nokkurn rétt á sér, segir í grein- argerð frumvarpsins, og ennfrem- ur segir: — Útgjöld þessa fjárlagafrum- varps hækka um kr. 2.947,9 millj. kr. frá gildandi fjárlögum, en þegar frá er dregin útgjaldaaukn ing vegna markaðra tekjustofna, sem er kr. 516,9 millj., þá hækkar fj árlagafrumvarpið frá gildandi fjárlögum um kr. 2431,0 millj. eða 27,5%. Hins vegar ber þess að gæta við slíkan samanburð, að í útgjaldahlið fjárlaga 1971 vant- ar 270 millj. kr. vegna áætlaðra áhrifa kjarasamnings við opinbera sarfsmenn, og auk þess var skömmu eftir samþykkt fjárlag- anna tekin ákvörðun um hækkun daggjalda á sjúkrahúsum, og er kostnaðarauki ríkissjóðs af þeim sökum áætlaður um 175 millj. kr. Sé tekið tillit til þessa, verður raunveruleg útgjaldaaukning þeim mun minni, þ.e. 1986,0 millj.V kr. eða 21,3%. Höfuðástæður fyrir auknum út- gjöldum eru þrjár: í fyrsta lagi er um að ræða ákvörðun fyrr- vcrandi ríkisstjórnar. í öðru lagi lög frá síðasta Alþingi, er ekki höfðu áhrif á útgjöld skv. gild- andi fjárlögum, og í þriðja lagi ákvarðanir núvcrandi ríkisstjórn- ar og skal nú gerð grein fyrir Framrald á bls. 14.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.