Tíminn - 13.10.1971, Side 2

Tíminn - 13.10.1971, Side 2
2 TIMINN MTÐVrKUDAGUR 13. oktöber 1971 Myndargjöf til Skógaskóla Héraðsskólanum á Skógum undir Eyjafjöllum barst nýlega að gjöf mikið safn skugga- mynda úr eigu Guðlaugs Lárus sonar frá Álftagróf í Mýrdal. Guðlaugur fæddist 1895 og andaðist árið 1969. Hann var alla ævi mikill áhugamaður um ferðalög og hafði óvenju næmt auga fyrir náttúrufegurð. Tók hann mikinn fjölda mynda, þar sem leiðir hans lágu. Þannig eignaðist hann með árunum merkilegt ljósmyndasafn víðs- vegar að af landinu og einnig frá öðrum löndum. Ættingjar Guðlaugs og erf- ingjar færðu skólanum mynda- safn þetta að gjöf. Má óhætt segja að skólanum sé að því mikill fengur, því að bæði er safnið mikið að vöxtum og for- kunnargott. Verður það þeim mun merkara og verðmætara, sem lengur líður. Tómas Lárusson i Álftagróf afhenti skólanum safnið fyrir hönd ættingja ásamt gjafabréfi. Færir skólinn honum og öilum öðrum gefendum alúðarþakkir fyrir þessa fögru og höfðing- legu gjöf. J.R.H. Athugasemd Blaðinu hefur borizt eftirfar- andi frá Póst- og símamála- stjórnínnii í frímei'kjaþætti Tímans 1. október s.l. er orðið sólprent- un, sem er íslenzk þýðing á orðinu héliogravure, gert að umræðuefni. Segir í þættinum, að einhver spekingur hafi tal- ið póst- og símamálastjórninni trú um, að forskeytið hélio þýddi sól og því lægi beint við að þýða héliogravure með sól- prentun. Höfundur þáttarins segir aftur á móti að upphafs- maður þessarar prentaðferðar hafi heitið Hélio og því heiti prentaðferðin „héliogravure“, Segir höfundur að nær sanni væri að þýða þetta með ljós- prentun, enda sé „héliograv- ure“ aðeins „photogravure". í þeim orðabókum, sem póst- og símamálastjórnin hefur lát- ið flett'a upp í, er þess ekki getið, að forskeytið „hélio“ í héliogravure sé mannsnafn, heldur sé það dregið af gríska orðinu helios, sem þýði sól. í orðabók Littré 4. bindi bls. 469, er héliogravure útskýrt sem „gravure faite a l’aide de la photographie“ (prentun gerð með ljósmynd). Jafnframt er tilfært dæmi um þetta orð í Stjórnartíðindum Frakklands frá 8. maí 1873. í sömu orðabók er photo- gravure útskýrt sem 1) Grav- ure faite par un procédé photo- graphique (prentun gerð með ljósmyndunaraðferð), 2) Pro- cédé a l’aide duquel on obtient ces gravures (aðferð til þess að framkvæma þessa prentun). Þarna er því gerður munur á „hóliogravure“ og „photo- gravure11, svo að varla kemur til greina að þýða hvoru tveggja orðin með ljósprent- un. Þess skal að endingu getið, að póst- og símamálastjórnin hóf að nota orðið sólprentun eftir útkomu Handbókar um íslenzk frímerki árið 1965, en þar er qrðið sólprentun ein- mitt notað. Segir svo í for- mála handbókarinnar orðrétt: „Nefndinni (þ.e. handlDÓkar- Framrald á bls. 14. \ Á föstudagskvöld verður Allt í garðinum eftlr Edward Albee frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. Myndin er af Erlingi Gíslasyni, Þóru Friðriksdóttur og Gunnari Eyjólfssynl f hlutverkum sfnum. (Tímamynd GE) Flugfélagíð um Loffleiðir Hækka „sín“ fargjöld um 20%, en vilja lækka Norðurlandagjöld um 15% KJ—Reykjavík, þriðjudag. Svo virðist, sem hálfgert stríðsástand ríki nú milli Flugfélags íslands og Loftleiða vegna fargjaldamála. í fréttatilkynningu, sem dreift var á blaðamannafundi í gær, fjalla Flugfélagsmenn lítillega um Ameríku- fargjöld Loftleiða, og halda því fram, að aðalfargjöld Loftleiða á flugleiðinni til og frá New York, hafi hækkað um 20% á einu ári, en beri svo fram tillögur um 15% lækkun á fargjöldum til og frá Evrópu héðan, sem fyrirfram sé vitað að útilokað sé að fá samÞykktar á Fargjaldaráðstcfnu IATA. Flugfélagsmenn skýra svo frá að aðalfargjöld frá íslandi til Evr- ópu hafi verið svo til óbreytt í 20 ár. Árið 1950 hafi fargjaldið á leiðinni Reykjavík—Glasgow verið 27 sterlingspund, og þá hafi 4.400 manns flogið á milli landa héðan og til Evrópu. 1971 er fargjaldið ó þessari leið tæplega 31 sterlings pund, en á tímabilinu hefur flug- vallarskattur verið felldur inn í fargjaldið. Áætlað er að 64 þús. manns muni í ár fljúga á milli íslands og annarra landa. Flugfélag íslands hefur látið reikna út meðalverð á flugkíló- metra á leiðinni ísland—Evrópa annarsvegar og 14 flugleiðir í Evr- ópu hinsyegar. Er í báðum tilfell- um miðað við aðalfargjöld. Meðal- verð á flugkílómetra milli London og Reykjavíkur er kr. 4.38 en á hinum leiðunum 14 er verðið kr. 7.24. Flugfélagið hcfur skráð fargjöld milli íslands og flestra borga í Evrópu, og hefu- það í för með sér ódýrari fargjöld, heldur en t.d. séu keyptir farseðlar Reykjavík— London og London—Reykjavík. Er fargjaldið í þess stað reiknað Reykjavík—Róm. Þá röktu Flugfélagsmennirnir Birgir Þorgilsson og Sveinn Sæ- mundsson hin ýmsu sérfargjöld sem Flugfélagið hc*ur komið til leiðar að fengjust samþykkt. Er þar fyrst að nefna IT fargjöldin, þar sem keypt er fargjald og hóteí í einum „pakka“, og er ekki nauð- synlegt að fólk ferðist í hóp. Vor- og haustfargjöldin, þar sem 30% afsláttur er veittur, tók gildi 1962, og sama ár voru námsmannafar- gjöld rýmkuð að mun fyrir for- göngu Flugfélagsins. 1964 gekkst Flugfélagið fyrir jóláfargjöldum, sem notið hafa vinsælda, og árið 1966 bar félagið fram og fékk samþykkta tillögu um 45% far- gjaldalækkun milli íslands og annarra Norðurlanda, ef 50 eða fleiri ferðast saman. Sama ár fékk félagið samþykkt fjölskyldufar- gjöld frá íslandi til Norðurlanda og Bretlands. Síðan hefur félagið lagt áherzlu á lækkuð fargjöld til „sólarlanda", og í því sambandi má geta vetr- arferðanna til Kanaríeyja, sem nutu mikilla vinsælda á sl. vetri, og verða teknar aftur upp í des- ember með svipuðu sniði og áður. Loftleiðaþáttur. Þá er vikið að fargjöldum Loft- leiða til Bandaríkjanna, þar sem FÍ segir að Loftleiðir hafi getað ráðið fargjöldum sínum án þeSs að þurfa að leita til annarra en stjórnvalda hér og í Bandarikjun- um. Segir FÍ fargjaldið Reykjavík —New York—Reykjavík 1. jan. 1970 $232 en 1. apríl sl. sé það með þotum $280. Hafi aðalfargjöld Loftleiða á þessari leið því hækk- að á rúmu ári»um rúmlega 20%, og sé hluti af hækkuninni vegna tilkomu þota hjá Loftleiðum, en FÍ hafi ekki hækkað sín fargjöld 1967, er þotuflug þess hófst. Fargjaldastríð í dag. Fulltrúar beggja félaganna héldu fund með Flugmálastjóra á sl. vetri varðandi sumarfargjöld. í ár og upp úr því var ákveðið að halda frekari fundi um vetrar- fargjöld. 15. júlí rann út frestur til að skila tillögum á fargjalda- ráðstefnu IATA, og daginn áður óska Loftleiðir eftir viðræðum um sameiginlegar tillögur. Áður hafði FÍ tilkynnt flugmálastjóra og Loft leiðum (2. júní) hvenær skila þyrfti inn tillögum fyrir ráðstefn- una, sem hófst 8, sept. Það er fyrst 19. júlí sem félögin halda sameiginlegan fund og á honum báru Loftleiðjr fram til- lögur um fargjöld til íslai.ds. Loft leiðir báru hins vegar ekki fram neinar tillögur um fargjöld frá íslandi. Áhugi þeirra beindist þá eingöngu að því að lækka far- gjöld fyrir útlendinga til fslands, en á engan hátt að því að auð- velda fslendingum ferðalög til annarra landa. Hugmyndir félag- anna voru síðan ræddar á fund- inum, svo og næstu da-ga og vikur í óformlegum viðræðum fulltrúa félaganna. Áður og á sama tíma var unnið að þessum málum hjá Flugfélagi íslands og þótt allt væri komið í eindaga, hvað innsend- ingu breytingatillagna áhrærði, var ákveðið að fulltr. Flugfélags- ins, sem færu á Fargjaldaráðstefn una í Miami, myndu leggja sig alla fram um að sameiginlegar til- lögur félaganna yrðu teknar til umræðu. Um mánaðamótin ágúst/september óskaði Flugfélag íslands eftir fundi með Loftleið- um í því augnamiði að samræma endanlegar tillögur félagánna, en ekki virtist bera mikið á milli. Flugfélag fslands myndi síðan gera það, sem unnt væri til þess að reka erindi beggja félaganna á Fargjaldaráðstefnunni. Þessi fund- ur félaganna var ákveðinn 3. sept- ember. Furðubréf Loftleiða. Morgunn þann, sem fulltrúar félaganna skyldu hittast til þess að ganga endanlega frá tillögum Framrald á bls. 14. Minningarsjóður um •• Ogmund Jónsson, yfirverkstjóra Stjórn Minningarsjóðs um ög- mund Jónsson, yfirverkstjórá, er stofnaður var af vinum hans og kunningjum skömmu eftir lát hans s.l. vor, hefur ákveðið að gefa þeim, er óska eftir að teljast með- al stofnenda sjóðsins, kost á því fram til 15. nóvember n.k. Geta þeir látið skrá sig í hóp stofnfé- laga með því að hafa samband við gjaldkera sjóðstjórnarinnar fyrir tilskilinn tíma. Er það Albert Jensen, húsasmíðameistari og er ætíð unnt að ná í hann í heima- síma 37009, einkum eftir kl. 7 á kvöldin. — Stjómin. Talið hjá biskupi á fimmtudagimi KJ—Reykjavík, þriðjudag. Að venju verður ekki taBð í prestskosningunum í Kópavogi fyrr en á fimmtudaginn, en ávallt líða 5 dagar frá kosningu til taln- ingar. f það heila var kjörsókn um 70% í báðum sóknunum, meira í Kársnesprestakalli og mimta í Digranesprestakalli. Kláusarnir sýndir aftur N.k. sunnudag þann 17. þ.m. hefjast aftur sýningar á barna- leiknum Litli Kláus og stóri Kláus í Þjóðleikhúsinu. Leikurinn var sýndur á s.l. leikári við miklar vin- sældir og ágæta aðsókn. Sýningar á leiknum urðu þá alls 31 og var uppselt á þær allar. Rösklega 18 þúsund leikhúsgestir sáu leikinn. Eins og kunnugt er þá er leikur- inn byggður á hinu þekkta ævin- týri H. C. Andersen, sem öll böm þekkja og hafa lesið. Aðalhlutverkin eru leikin af Bessa Bjarnasyni og Þórhalli Sig urðssyni. Leikstjóri er Klemenz Jónsson, en hann fer auk þess núna með hlutverk Bertels gamla, í stað Jóns Júlíusonar, sem lék það á sJL leikári. 32 leikarar og aukaleikar- ar taka þátt í sýningunm. Málverkasýning í Keflavík Þorlákur Halldórsson heldur málverkasýningu í Iðnaðarmanna- félagssalnum í Keflavík dagana 16. — 24. þ.m. Sýnd verða um 40 málverk. Rökkur SJ—Reykjavík, föstudag. Rökkur, nýr flokkur, III. hefti er nýkomið út en útgefandi þess er Axel Thorsteinsson, rithöfund- ur. Meðal efni heftisins er grein- in Aldarhátíð ritsnillingsins Char- les Dickens eftir Dr. Richarc. Beck prófessor, þýdd grein um írska leikritaskáldið John Millington Synge, greinar eftir Helga heitinn Valtýsson um bláhvíta fánann og hernám Breta norðanlands og út- varpserindi, sem Axel Thorsteins- son flutti um föður sinn Steingrím Thorsteinsson. Nýr flokkur Rökkurs byrjaði að koma út 1967 og er nú komin þrjú hefti. Efnisyfirlit þeirra allra fylg- ir síðasta heftinu. Afgreiðsla Rökkurs er að Flóka- götu 15.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.