Tíminn - 13.10.1971, Qupperneq 14

Tíminn - 13.10.1971, Qupperneq 14
TIMINN —i' '■ ................ FJÁRLÖGIN Framhald af bls. 1. jþessum atriðum. í desembermánuði s.l. var gerð ur nýr kjarasamningur um kjör starfsmanna ríkisins, milli þáver- andi ríkisstjórnar og Bandalags starfsmanna rikis og bæja. Þessi kjarasamningur hefur ekki haft bein áhrif á launalið fjárlaga- frumvarpsins fyrr en við gerð þessa frumvarps, þar sem með- ferð þessa máls var þannig á nú- gildandi fjárlögum, að greiðslu- afgangur fjárlaganna, 270 millj. kr., var ætlaður til að mæta þess- um væntanlegu útgjöldum, er af kjarasamningunum leiddi, og orkar það þó mjög tvímælis, hvort sú fjárhæð nægir til þess. Útgjöld þessa fjárlagafrumvarps vegna launahækkana munu hækka um 963,5 millj. kr. frá gildandi fjár- lögum, ef samanburður er gerð- ur á launaliðum fjárlj gafrum- varpsins og fjárlaganna 1971. Af þessari fjárhæð hækka launa- greiðslur vegna nýrra starfa, fyrir utan áukið kennslumagn á skyldu námstigi um 33,5 millj. kr. og vegna verðlagsuppbóta um nálægt 130 millj. kr. Aðrar hækkanir á launalið fjárlagafrumvarpsins eru vegna ákvörðunar, sem tekin var með kjarasamningi þeim, sem áð- ur var greint frá. Þegar frá er dreginn greiðsluafgangur fjárlaga 1971, 270 millj. kr., er áætlað er að gangi til aukinna launa- greiðslna, verður nettóhækkun fjárlagafrumvarpsins vegna kjara samningsins og aukins kennslu- magns á skyldunámsstigi nálægt 530 millj. kr. Segi rsíðan í greinargerðinni, að það hafi verið einróma álit allra þingmanna, að nauðsynlegt væri að bæta kjör ríkisstarfs- manna í heild og þótt skoðanir hafi verið skiptar um einstaka þætti snmninganna hefði verið ljóst, að kjarasamningur þessi myndi hækka verulega það fjárlagafrv., s'-m fyrst greindi frá gerð hans. Ennfremur er á það minnzt, að á síðasta Þingi hafi verið samþykkt Slys á Miklubraut og Réttarholtsvegi OÓ—Reykjavík, þriðjudag. Vegamót Miklubrautar og Rétt- arholtsvegar eru nú á góðri leið með að verða ein af þeim.stöðum, sem lögreglan er hvað oftast köll- uð til vegna árekstra. Þarna varð t.d. í dag allharður árekstur og voru mæðgur fluttar á slysadeild Borgarspítalan's. Móðirin reyndist lítið sem ekki slösuð, en dóttir hennar, sem er 15 ára, meiddist nokkuð. Fólksbíl var ekið niður Réttar- holtsveginn og áfram beint yfir Miklubraut, og lenti þar fyrir fólks bíl, sem var á leið vestur Miklu- brautina. Lenti sá aftarlega á hægri hlið hins bílsins, sem sner- ist í hálfhring og fór á umferðar- merki. Bílamir skemmdust mik- ið. ýmis lög, svo sem breytingar á almannatryggingalögum og um Landnám ríkisins, er hafa mundu verulega aukin útgjöld hjá ríkis- sjóði í för með sér. Síðar segir m.a. í greinargerð- inni: „Ríkisstjórnin leggur ríka á- herzlu á það í málefnasamningi sínum að bæta verulega kjör þeirra, sem verst eru settir í þjóð félaginu. Við þessa stefnu eru þær aðgerðir miðaðar, sem ríkissljórn- in hefur þegar gert í efnahagsmál- um, og svo er einnig með ákvarðan- ir hennar í útgjaldaliðum fjárlaga- frumvarpsins. Ríkisstjórnin telur, að grundvöllur þess að takmarki þessu verði náð sé, að vinnufriður haldist, atvinna verði örugg og launþegar eigi síður en atvinnu- rekendur njóti aukinna bjóðar- tekna. Ríkissíjórninni er ljóst, að stefr.r, hennar er ckki framkvæm- anleg nema takist að hafa hemil á verðbólgunni. f þióðfélagi, þar sem skefjalaus verðbólga -ræður ríkjum, eykst alltaf bilið mílli þeirra sem bezt og verst eru settir. Þess vegna hefur hún ákveðið að keppa að því marki, að verðhækk- anir verði ekki örari liér á landi en gerist með viðskipta- og ná- grannaþjóðum okkar. Hún ákvað því að halda áfram verðstöðvun þeirri, sem gilda átti til 1. septem- ber g.l. fram til næstu árainóta. Það er gert með Því að auka ennþá niðurgreiðslur og fella nic r skatta, svo scm söluskatt af nokkr- um nauðsynjum almennings, og í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1972 er gert ráð fyrir fjárveitingu til að halda áfram sömu niður- greiðslum á vöruverði og ákvcðið hafði verið fyrir 1. sept. s.I. Ákveð in hefur verið endurskoðun á öllu niðurgreiðslukerfinu og er hún nú þegar hafin. Það liggur því ekki fyrir nú endanleg ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um það, hyort svo hárri fjárhæð á fjárlögum 1972 verður varið til niðurgreiðslnanna eins og gert er ráð fyrir í fjárlaga- frumvarpinu. Það ákvarðast af þeirri stefnuyfirlýsingu um verð- lagsþróunina, sem hér hefur verið lýst, þegar endurskoðuninni er lok- ið. En í fjárlagafrumvarpinu er útgjaldahækkun vegna niðurgr- greiðslna um 508 millj. kr. Þá er á það minnt, að í mál- efnasamningi ríkisstjórnarinnar er ákveðið að endurskoða tekjuöfluh- arleiðir hins opinbera með það fyrir augum, að skattbyrðinni verði dreift réttlátar en nú er gert. Er frá því síðan greint, að sú endurskoðun ,sem þar sé gert ráð fyrir, sé nú þegar hafin, þar sam samtímis er unnið að endur- skoðun tekjustofna ríkisins, þ.e. ríkisskattanna, tekjustofna sveit- arfélaga og tryggingakerfisins. — Stefnt er að því að ljúka þcssari endurskoðun að minnsta kosti er tekur til ríkisskattanna, svo hægt verði að miða tekjuöfl- un ríkissjóðs á næstu fjárlögum við það skattakerfi, sem verður lögtekið að þessari endurskoðun lokinni. Hins vegar er fjárlagafrv. þetta byggt á núgildandi lögum um tekjustofna ríkissjóðs og þeirri skattvísitölu, er tekin var í lög á síðasta Alþingi. Þá var hún ákveð in 100, en verðhækkunarbreyting, sem orðið hefur síðan, er tekin með, og er hún nú 106,5 stig. Að sjálfsögðu var ekki unnt né rétt að miða tekjuáætlun við neitt ann- að en gildandi lög og reglur þar um, þó að breytingu sé stefnt, enda hefur ríkisstjórnin aldrei gefið fyrirheit um lækkun á heildar- skattheimtu ríkissjóðs heldur að- eins tilfærslu innan skattkerfisins. Efnahagsstofnunin hefur samið tekjuáætlun með sama hætti og verið hefur á undanförnum ár- um. Til viðbótar þeim upplýsing- um, sem áður liafa verið gefnar um, að tekjuáætlun sé byggð á núgildandi lögum og reglum, þá skal það einnig tekið fram, að miðáð er við núgildandi kjara- samninga og verðlag og kaupgjald haldist svipað og það er nú. Rík- isstjórnin -’.kvað að leggja fjár- lagafrumvarpið fyrir greiðsluhalla laust án nýrra skatta, þrátt fyrir þá skattalækkun, sem hún hefur nú þegar gert. Við þá ákvörðun eru útgjöld fjárlagafrumvarpsins miðuð. Ríkisstjórnin mun við af- greiðslu fjárlagafrumvarpsins fylgja þeirri ákvörðun sinni, að fjárlög fyrir árið 1972 verði greiðsluhallalaus, segir í greinar- gerðinni. í greinargerðinni er tekið fram að þcgar hin nýja ríkisstjórn kom til valda um miðjan júlí s.l. höfðu ftest ráðuneyti skilað fjárlaga- og hagskýrslustofnuninni tillögum sínum vegna fjárlagagerðar fyrir 1972. Af eðlilegum ástæðum ósk- uðu hinir nýju ráðherrar eftir því að kynna sér tillögur ráðuneyta sinna og breyta þar um, eftir því sem nauðsyn var til og mögulegt var að þeirra dómi. Af þessum ástæðum var tími til að vinna að gerð frv. skemmri en áður mun hafa verið og æskilegt er. M.a. af þeim sökum munu drög að framkvæmda- og fjáröflunar- áætlunum ríkisstjórnarinnar ekki fylgja þessu fjárlagafrumvarpi. Hins vegar mun sú áætlun verða lögð fyrir þingið síðar. Iðnverk hf. Framhald af bls 16. því að þarna gætu þeir leitað tilboða í svo til allt, sem til- heyrir húsbyggingum, og það væri markmið félagsins að hafa á hagkvæmu verði sem allra- flesta hluti til húsbygg- inga og húsbúnaðar á einum og sama stað, til hagræðis fyr- ir húsbyggjendur. Stofnendur Iðnverks eru: fspan h.f., Plastgerð Suður- nesja h.f., Rammi h.f., Tréiðj- an h.f., og Páil Skúli Halldórs- son, en margir fleiri aðilar hafa fengið söluaðstöðu hjá fyrirtækinu og samningar standa yfir við nokkur önnur fyrirtæki, sem sótt hafa um söluaðstöðu hjá Iðnverk h.f. Stjórn fyrirtækisins skipa: Bjarni Kristinsson, form., Frið rik Valdimarsson og Haukur Ingason. Kláðaduft Framhald af bls 16. ræða daunilla lofttegund í gler- ílátum eða belgjum, svo og hafa krakkar haft undir höndum tára- gas. Mikið mun hafa borið á b''ss- um faraldri í skólum borgarinnar í haust, enda munu kvartanir nú vera komnar til heilbrigðisyfir- valda um þetta efni. Ólafur Jónsson, tollgæzlustjóri sagði Tímanum í dag, að hér væri um tollafgreidda vöru að ræða. í verzluninni „Leikfangaveri" í Mó8Ir okkar j Guðbjörg Ólafía Magnúsdóttir, Bugðulæk 2, Reykjavík, sem andaðlst 4. þ.m„ verður jarðsungin frá Fossvogskapellu fimmtu- daglnn 14. október, kl. 15. Blóm afbeðin, en þelm, sem vildu minnast hennar er bent á Ifknarstofnanlr. Magný G. Bárðardóttir, Oddgeir Bárðarson, Sigurður Bárðarson, Salóme Bárðardóttir, Bárður S. Bárðarson, Jón H. Bárðarson, Þorsfeinn Sigurðsson. MIÐVIKUDAGUR 13. október 1971 Reykjavík hafa „ólyktarpillumar“ og kláðaduftið verið til sölu. — Sagði Aðalsteinn Kristinsson hjá „Leikfangaveri" að kvartanir hafi hvorki borizt til verzlunarinn- ar, vegna sölu á þessum varningi, frá lögreglu eða skólastjórum. Hins vegar sagði Aðalsteinn, að verzlunin hefði umræddan varning ekki á boðstólunum núna, vegna þess að hann væri uppseldur. Var á Aðalsteini að heyra, að þetta þýddi ekki að verzlunin væri al- gjörlega hætt að selja þessar vörur. Sem fyrr segir mun Þetta mál nú vera komið til heilbrigðisyfir- valda. Athugasemd Framhald af bls 2. nefndinni) þótti ófært að not- ast við orðið ,,hélio“ um hina sérstöku frímerkjaprentun svissneskra fyrirtækisins Cour voisier S/A. f samráði við for mann Málnefndar Halldór Hall dórsson, prófessor, var þess vegna ákveðið að kalla þessa prentunaraðferð sólprentun á íslenzku, þar eð helios á grísku máli merkir sól. Á þennan hátt var komið samræmi á uppsetn ingu textans: djúpprentun og sólprentun. Er von nefndarinn ar, að frímerkjasafnarar venj ist þessu nýyrði, þegar frá líð ur, og það festist í málinu". iíítilíi VV & ÞJÓDLEIKHÚSIÐ HÖFUÐSMAÐURINN FRÁ KÖPENICK sýning í kvöld kl. 20. sýning laugardag kl. 20. ALLT í GARÐINUM eftir Edward Albee. Þýðandi: Ósikar Ingimarsson. Leikstjóri: Baldvin Halldórsson Leiktjöld: Gunnar Bjamason. Frumsýning föstudag 15. októ- ber kl. 20. Önnur sýning sunnudag 17. október kl. 20. Fastir frumsýningargestir vitjl aðgöngumiða í dag. GESTALEIKUR FRÁ AFRÍKU ÞJÓÐBALLETT SENEGALS 40 dansarar og hljóðfæraleik- arar. Höfundur og stjórnandi: Maurice Sonar Senghor. Frumsýning mánudag 18. okt. M. 20. Önnur sýning þriðjudag :9. okt. kl. 20. Þriðja sýning miðvikudag 20. október kl. 20. Aðeins þessar þrjár sýningar. Fastir frumsýningargestir hafa ekki forkaupsrétt að aðgöngu- miðum. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13,16 til 20. Sími 1-1200. Fargjöld Framhald af bls. 2. um fargjaldamálin, barst Flugfé- lagi íslands bréf frá Loftleiðum. í þessu bréfi gera Loftleiðir að sínum ýmsar þær tillögur, sem fram höfðu komið í viðræðum fé- laganna. Ennfremur var þar að finna tillögur, sem fyrirfram var vitað, að útilokað var að fá sam- þykktar, svo sem 15% lækkun aðalfargjalda milli íslands og Evr ópulanda. Einnig^ var lagt til að sérfargjöld milli íslands og ýmissa borga í Evrópu yrðu jöfn. Það skyldi með öðrum orðum greiða sömu upphæð fyrir flug til Par- ísar eins og til Oslo. Þegar full- trúar Loftleiða voni spurðir að því á ofangreindum fundi hvaða áhrif 15% fargjalda lækkun á flugleiðum milli Evrópulanda og íslands myndi hafa á tekjur og afkomu Loftleiða á þessari flug- leið, svöruðu þeir því til, að um slíkt vissu þeir ekki. Það hefði ekki verið reiknað út. Loftleiðir senda „blind afrit“. í áður nefndu bréfi Loftleiða var þess getið, að afrit af bréfinu hefði verið sent Samgöngumála- ráðuneytinu. Þess var hvergi get- ið, og heldur ekki skýrt frá því munnlega af Loftleiða hálfu, sem síðar fréttist', að afritum af þessu bréfi hefði þá þegar verið dreift til margra aðila, m.a. til ferðaskrif stofa í Reykjavík og til Ferða- málaráðs. Ekki hefur Flugfélag íslands ennþá fengið upplýst frá Loftleiðum, hverjir þessir aðilar voru. Það er álit Flugfélags fslands, að ótímabært hafi verið með öllu að dreifa upplýsingum um málið til almennings, áður en Flugfélagi fslands gafst tækifæri til að leggja sameiginlegar tillögur félaganna fyrir Fargjaldaráðstefnuna. Enn- fremur að gefa með bréfinu í skyn, að sameiginlegar tillögur fé- laganna væru tillögur Loftleiða. Á Fargjaldiráðstefnu flugfélag- anna þurftu fulltrúar Flugfé- lrgsins að kynna málið og ná samningum um gildistöku hinna nýju fargjalda við vel flest önnur flugfélög í Evrópu. Fargjöld milli landa veröa vifS gildistöku hluti af loftferöasamningum viðkom- dTiTi Kristnihald f kvöld kl. 20.30. Plógurinn fimmtudag. Mávurinn föstudag. Kristnihald laugardag. Hitabyigja sunnudag Aðgöngumiðasalain í Iðnó er opin frá kl. 14, sími 13191. N andi landa og því fer fjarri, að skoðanir okkar í fargjaldamálum samræmist alltaf skoðunum þeirra flugfélaga, sem einnig er ætlazt til að taki þátt í flutningi farþega á viðkomandi fargjöldum. f þessu sambandi má minna á, að fleiri flugfélög en þau íslenzku stunda áætlunarflug milli fslands og ann- arra Evrópulanda og er það mjög illa séð og torveldar alla samn- inga um fargjöld, ef aðildarfé- lög segja opinberlega frá áform- um sínum og tillögum um far- gjöld, áður en tækifæri gefst til að kynna þau fyrir viðsemjend- um. Ekki bætir úr skák, að afrit af hinu margnefnda bréfi hafa síðan verið notuð til óverðskuld- aðra árása á Flugfélag íslands og til rangtúlkunar á málinu í heild. Þessar árásir eru því óverðskuld- aðri, sem öll hin lágu fargjöld milli fslands og útlanda eru verk Flugfélags fslands“, segir að lok- um í fréttatilkynningu Flugfélags- ins. íþróttir Framhald af bls. 13 Þetta var þriðji úrslitaleikur- inn milli þessara aðila, hinum tveim, sem fram fór í öllu skap- legra veðri — en þá á Melavell- inum lauk báðum með marklausu jafntefli, eftir að Fram hafði ver- ið öllu sterkari aðilinn í báðum leikjunum. Úrslit eru nú fengin í öllum flokkum á íslandsmótinu 1971 og hafa eftirtalin félög orðið íslands meistarar: 5. flokkur KR 4. flokkur Valur 3. flokkur ÍBV 2. flokkur KR M.flokkur JBK.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.